Þjóðviljinn - 16.11.1973, Blaðsíða 5
VÖLUSKRÍN
opnar i dag að Laugavegi 27
Ungt fólk sem myndað hefur
hlutafélag sem það nefnir Völu-
skrín, opnaði i gfler.leikfangabúð
með sama nafni að Laugavegi 27
hér i borg. Undirheiti verslunar-
innar er Sérverslun með þroska-
leikföng og barnabækur.
Þarna verða á boðstólum eink-
um tréleikföng, spil og barnabæk-
ur. Hafa vörurnar það flestar
sammerkt að þær eru illfáanlegar
eða ófáanlegar i venjulegum leik-
fangaverslunum. Annað sem
leikföngin eiga sameiginlegt er að
þau eru hættulaus og yfirleitt
endingargóð, en sama er ekki
hægt að segja um obbann af þeim
kynstrum leikfanga sem aðrar
búðir selja.
Leikföngin sem flest eru bresk
og dönsk eru fyrir alla aldurs-
hópa, en mest ber þó á leikföng-
um fyrir yngstu aldurshópana.
Litið er af islenskum leikföngum,
en eigendur búðarinnar hafa hug
á að fá fólk til að búa til leikföng
af þvi tagi sem búðin selur. Þá
má geta þess að þeir hafa samið
leiðbeiningar um það hvers konar
leikföng hæfa hverjum aldurs-
flokki, og mun hann liggja
frammi i búðinni.
Eigendur verslunarinnar
kynntu blaðamönnum skoðanir
sinar á góðum leikföngum, og
fara þær hér á eftir:
„Við erum alltaf að tala um góð
leikföng — hvað eigum við við?
A hverju ári eru hundruð nýrra
leikfanga sett á markaðinn, ný og
hugvitsamlega hönnuð leikföng i
öllum litum og formum. Venju-
legar leikfangaverslanir eru troð-
fullar upp i þak af þeim. Mörg
þessara leikfanga skemmta og
hafa ofan af fyrir barninu i
Ný höfundaréttarnefnd
1 höfundalögunum frá 1972 er
gert ráð fyrir, að skipuð verði
höfundaréttarnefnd, er skal vera
menntamálaráðherra til ráðu-
neytis um höfundaréttarmálefni.
Hinn 18. f.m. voru eftirtaldir
skipaðir i nefndina: Þór Vil-
hjálmsson, prófessor, samkvæmt
tilnefningu Rfkisútvarpsins, Sig-
urður Reynir Pétursson, hæsta-
réttarlögmaður, samkvæmt til-
nefningu Sambands tónskálda og
eigenda flutningsréttar, Björn
Bjarman, lögfræðingur, sam-
kvæmt tilnefningu Rithöfunda-
sambands Islands, en án tilnefn-
ingar voru skipaðir i nefndina dr.
Gaukur Jörundsson, prófessor, og
Knútur Hallsson, skrifstofustjóri.
(Frá menntamálaráðuneytinu)
Föstudagur 16. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Nýtt barnaleikrit
Sannleiksfestin
Frumsýning Leikfélags Hafnarfjarðar i dag
SANNLEIKSFESTIN heitir
nýtt barnaleikrit sem Leikfé-
Leikararnir i Sannleiksfest-
inni. Fremst eru þau Þóra
Lovisa Friðleifsdóttir leik-
stjóri og Gunnar Friðþjófsson
sem samdi tónlistina. Aðrir
leikarar eru Helga Björns-
dóttir, Geirlaug Þorvaldsdótt-
ir, Gunnar Magnússon, Guð-
björg Helgadóttir, Skúli Gisla-
son og Ingólfur Sigurðsson.
lag Hafnarfjarfiar frumsýnir i
kvöld. Kveikja leikritsins er
gömul saga, en leikararnir
sjálfir hafa samið leikinn og
búið hann til flutnings.
Leikstjóri er Þóra Lovisa
Friðleifsdóttir, en tónlist með
leikritinu er eftir Gunnar
Friðþjófsson, og bæði eru þau
einnig meðal leikenda. Kjarni
þessa leikrits felst i máltækinu
„Sannleikurinn er sagna best-
ur". Litil stúlka skrökvar svo
svakalega að foreldrar hennar
fá ekki við neitt ráðið. Þau
taka það til bragðs að fara
með hana til Flosa galdra-
karls sem kann það ráð sem
dugar. Búast má við að leik-
ritið verði vinsælt meðal
barna, ekki sist vegna þess að
persónurnar á sviðinu skir-
skota beint til krakkanna i
salnum, tala til þeirra og fá þá
til að taka þátt i leiknum með
sinum hætti.
Sýningin i dag hefst kl. 5 siö-
degis i Bæjarbiói.
„Öðrw-
visi ” leik-
fanga-
verslun
skamman tima, og foreldrarnir
dást að útliti þeirra. Fá þessara
leikfanga komast i hóp góðra
leikfanga.
Hvetur leikfangið til leikja,
leikur barnið sér að þvi langtim-
um saman? Þetta er góð skilgrein
ing á góðu leikfangi: leikfangi,
sem barnið leikur sér að langtim-
um saman og aftur og aftur.
Hvers vegna er það svo mikil-
vægt fyrir barnið að eiga góð leik-
föng? Vegna þess, að frá fæðingu
til 7 ára aldurs er leikur mikil-
vægasti þáttur i athöfnum barns-
ins, allt sem það lærir, lærir það
af leik. Leikföng eru verkfæri
Selja daglega
Arinbjörn seldi i gær i Belgiu
60,4 tonn fyrir rúmar 3 miljónir
króna, meðalverðið var rétt rúm-
ar 50 krónur. Hamar átti einnig
að landa i gær, en hann lenti i
vondu veðri undan ströndum
Belgíu og heyrðist ekkert til hans
á þriðja sólarhring. Hann selur
liklega i dag.
ögri selur i Þýskalandi i dag,
en Vigri og Hjörleifur á morgun.
örvar selur sennilega á fimmtu-
daginn i Belgiu.
Nýtt frímerki
Póst- og simamálastjórnin hef-
ur gefið út nýtt frimerki aö verð-
gildi kr. 50. Tilefnið er 100 ára af-
mæli Alþjóða veðurfræðistofnun-
arinnar. A merkinu er mynd af
manni sem skyggnist til veðurs
með hendur i vösum.
Leikir eru mikilvægustu athafnir barna frá fæfiingu til 7 ára aldurs.
Þess vegna þarfnast þau þroskandi leikfanga. Myndin er tekin í versl-
uninni Völuskrini. (Ljósm. A.K.)
leiksins, góð leikföng hvetja og
veita ánægju i leik.
Sagt hefur verið, að við þurfum
að læra meira á fyrstu sjö árun-
um en það sem eftir er ævinnar,
og mestur hluti þessa lærdóms er
fenginn úr leikjum.
Það er vegna alls þessa, að
nauðsynlegt er fyrir ung börn að
eiga góð leikföng. Eftir 7 eða 8 ára
aldur er leikur þýðingarminni. Þá
eru börnin farin að ganga i skóla
og orðin læs. Leikföng verða fyrir
þau, eins og lullorðna, skemmtun
eða hvild frá önnum dagsins.
Fyrir ung börn er leikur vinna, og
hvert barn á rétt á þvi að fá rétt
leikföng til hjálpar i leik”.
—ÞII
Alltafer dr. Gylfi í ódýra flokknum
Úr bókinni Stjórnum, nefnd-
um og ráðum rikisins skal enn
tiundað nokkuð úr bálki þar
sem segir frá nefndum á veg-
um menntamálaráðuneytis-
ins.
Þar skal þá fyrst drepið nið-
ur sem segir frá nefnd um
fjárfestingaþörf á sviði
menntamála, en hún er skipuð
árið 1965 og á samkvæmt
skýringum höfunda bókarinn-
ar að vera Efnahagsstofnun-
inni til ráðuneytis. En Efna-
hagsstofnunin hefur verið lögð
niður, og það nokkru áður en
bókin um nefndarmenn var
gerð, svo höfundum hefði ver-
af
bákninu
ið i lófa lagið að fella hana úr
nefndatali, nema sofandahátt-
urinn i menntamálaráðuneyt-
inu sé svo algjör, aðfregnir af
þvi að Efnahagsstofnunin
starfi ekki, séu ekki komnar
þangað enn. Ef svo er, að
menntamálaráðherra veit
ekki af þessu með Efnahags-
stofnunina, er óafsakanlegt að
hann skuli ekki hafa skipaö i
nefnd þessa að nýju.
Heldur sækja höfundar bók-
arinnar i sig veðrið þar sem
þeir ræða um byggingarnefnd
náttúrugripasafns, en þar
skýra þeir þó frá þvi, að
nefndin hafi ekki formlega
verið niður lögð, og koma þar
með sökinni af slóðaskapnum
yfirá menntamálaráðuneytið,
þvi þetta orðalag ber að skilja
svo að hún hafi lokið störfum.
1 bæklingi þessum er forseta
landsins að finna i tveimur
nefndum, stjórnarnefnd Lista-
safns Einars Jónssonar og út-
gáfustjórn Nordisk kultur-
leksikon. Sú fyrrtalda nefndin
mun vera ólaunuð, en af orða-
lagi með upptalningu á nefnd-
armönnum með þeirri siðar-
töldu nefndinni, Þóknun, engin
greidd á árinu, má skilja að
þóknunin sé á næsta leiti. Vita
þessirágætu herrar sem skipa
nefndir og ráö, — eða þeir sem
i sliku og þviliku sitja, — ekki
af þvi, að samkvæmt stjórnar-
skrá lýðveldisins íslands má
forsetinn ekki hafa á hendi
launuð störf, önnur en forseta-
störfin? Eða hvers vegna er
forseti Islands þá formaður
fyrrgreindrar nefndar og hann
var reyndar kosinn forseti
1968, ef rétt er munað.
Erfitt starf hefur ein nefnd
menntamálaráðuneytisins
haft með að gera. Sú nefnd var
Þá er ekki siðri driftin i stór-
kratanum Benedikt Gröndal,
sem þáði ölmusubitlinginn,
forstöðumaður Fræðslu-
myndasafns rikisins, en hann
er formaður nefndar sem átti
að vera til aöstoðar og ráðu-
neytis um gerð sjónvarpsþátta
til dönskukennslu i sjónvarp-
inu en hún hefur starfað i tæp 3
ár. Ennþá höfum við ekki
fengið að njóta hugarfrjósemi
Benedikts i þessu efni. Sakni
þess hver sem vill.
Þá kemur ráðuneytissfcjór-
inn í menntamálaráðuneytinu
Birgir Thorlacius aftur við
sögu sem formaður i eldfornri
nefnd, sem raunar verður tvi-
tug i febrúar, en það er
Geysisnefnd, en hún átti það
herrans ár 1953 að gera tillög-
ur um endurbætur við Geysi
og stýra þeim framkvæmdum.
Framhald á bls. 14
skipuð 1962, fimm árum eftir
að Norðurlandaráð ályktaði
um þýðingar linnskra og is-
lenskra sérfræðirita yfir á
önnur Norðurlandamál, en
neíndin var einmitt skipuð
vegna þessarar ályktunar og
þá væntanlega til að koma
henni i framkvæmd. Nú, 16 ár-
um eftir að samþykktin var
gerð og tæpum 12 árum eftir
að nefndin var skipuð, þvi hún
var skipuð i janúar 1962, er
hún enn að störfum að þvi er
virðist. Væri nú ekki skyn-
samlegt að draga þá ályktun
af þessari nefndarskipan að
þeir sem i nefndinni sitji séu
ekki menn til að koma þvi i
verk sem þeim var ætlað, eða
er þetta svona flókið og erfitt
verkefni? Ráðuneytisstjórinn
i menntamálaráðuneytinu,
Birgir Thorlacius, er formað-
ur nefndarinnar.