Þjóðviljinn - 16.11.1973, Blaðsíða 3
/
Föstudagur 16. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA .3
BLÓÐBANKINN 20 ÁRA:
Prentari I Gutenberg gefur blóo. Hann var alls osmeykur, þó ao
svipurinn á honum gefi annao til kynna.
forstöðumannsstarfið auka-
starf svæfingalækna, en þann
dag tók Olafur Jensson við
forstöðumannsstarfinu sem
fullu starfi.
Nú vinna 15—16 manns hjá
Blóðbankanum við blóðtökur,
skrifstofuvinnu og rannsókn-
arstðrf, og þar fer einnig fram
kennsla fyrir meinatækna.
Starfsemin hefur aukist ár frá
ári, og nú er orðið of þröngt
fyrir dyrum. Aætlað er að
Blóðbankinn flytjist i bygg-
ingu sem verður reist fyrir
neðan Hringbrautina, en áöur
en að þvi kemur er nauðsyn-
legt að fá bráðabirgðahúsnæði
tilviðbótar.
Ýmsir aðilar, einstaklingar
og starfshóþar, hafa alltaf
reynst tilbúnir að gefa blóð, og
grundvallast öll starfsemi
Blóðbankans á þessum föstu
viðskiptavinum ef svo mætti
að orði komast. Þá hefur
Rauði krossinn frá þvi áríö
1967 safnað blóði úti á landi og
ölafur Jensson, læknir.
Vinsæl stofnun með
trygga viðskiptavini
Það rikti lif og f jör i
Blóðbankanum i
fyrradag, enda var
þar haldið upp á 20
ára afmæli þessarar
vinsælu bankastofn-
unar. Þar voru mættir
ýmsir af fyrstu við-
skiptavinum bankans
og fulltrúar vinnu-
hópa sem reglulega
hafa gefið blóð.
Forstöðumaður Blóðbank-
ans, Ölafur Jensson, læknir,
sagði fréttamönnum að byrjað
hefði verið að byggja Blóð-
bankann árið 1949, en form-
lega var hann tekinn i notkun
árið 1953. Hvatamaður að
byggingunni var prófessor
Niels Dungal, en hann var þá
manna lærðastur á þessu sviði
læknisfræðinnar hérlendis.
Allar götur til 1. mars 1972 var
rekið sérstaka bifreið til
þeirra hluta.
Tveir menn hafa gefið blóð
oftar en fimmtiu sinnum, en
þeir heita Stefán Jónsson, ætt-
aður frá Stokkseyri, og Björg-
vin MagnUsson, kennari. All-
margir hafa gefið blóð 20—30
sinnum.
Blóð geta allir gefið sem eru
á aldrinum 18—60 ára, og þarf
enginn að óttast eftirköst eða
vanliðan þótt gefinn sé hálfur
litri af blóði, en það er 10% af
blóðinu í likamanum. Fullt
Hrautryðjendur á sviöi blótt-
gjafa i kaffi.
blóðmagn er komið að nýju i
likamann eftir eina til tvær
vikur.
Ólafur Jensson sagði, að
hann hefði tekið saman hve
margar blóðgjafir heföu verið
skráðar og reyndust þær i
fyrradag alls 69.359. Yfirleitt
er nóg af blóði á lager, en það
er ekki geymt lengur en i 3
vikur.
—SJ
Byggðasafn Vestmannaeyja:
Sýningar á
munum og
málverkum
/ myndlistarhúsinu á Klambratúni
á morgun
— Þegar gosið hófst sl.
vetur urðum við að flytja
megniðaf byggðasafninu í
land, alls 4 gáma, og hafa
þessir munir verið geymd-
ir i Þjóðminjasafninu síð-
an. Nú líður senn að því að
við f lytjum safhið aftur til
Rafmagnið
hækkar, en
ekki
hitaveitan
Reykjavikurborg sótti fyrir
skömmu um verulegar hækkanir
á verðskrá rafmagns og hitaveitu
til' iðnaðarráðuneytisins. Borg-
inni var heimilað að hækka gjald-
skrá rafmagnsveitunnar um 9,8%
frá 1. desember n.k. að telja og er
þetta leyfi gefið vegna hækkana á
rafmagni frá Landsvirkjun.
Þá sótti borgin einnig um leyfi
til hækkunar á gjaldskrá hitaveit-
unnar en var synjað. Sótti borgin
um að fá að hækka gjaldskrána
um 12%. —S.dór
Eyja, en áður en af því
verður ætlum við að halda
sýningu hér i myndlistar-
húsinu á Klambratúni,
svona til að gleðja þá sem
áhuga hafa á safninu okk-
ar.
bað var Þorsteinn Viglundsson
byggðasafnsvörður i Vestmanna-
eyjum, sem sagði þetta á blaða-
mannafundi i gær, er hann var að
kynna fyrir blaðamönnum muni
þá úr byggðasafni Vestmanna-
eyja, alls 110 muni og málverk,
sem sýndir verða frá morgundeg-
inum að telja til sunnudagsins 25.
nóvember nk.
— Uppúr þvi fer maður nU aö
pakka niöur til heimflutnings,
sagði Þorsteinn. Það er að visu
nokkuð erfitt að vera að flytja
þetta yfir vetrartimann, en ætli
við látum nú ekki samt slag
standa, bætti hann vð.
A sýningunni veröa eins og áður
segir 110 munir og málverk.
Margt er þarna merkilegra
muna, sem Reykvikingum hefur
ekki almennt gefist kostur á að
sjá fyrr. Má þar nefna litla fall-
byssu frá Tyrkjaráninu, sem
fannst i höfninni i Vestmannaeyj-
um við dýpkunaraðgerðir. Bút af
kili á skipi, sem sökk viö Vest-
mannaeyjar 1711, vestan við
Básaskersbryggju. Brot Ur skip-
Þorstelnn Vfglundsson meðeina herfangio sem lslendingar hafa fengið
frá sjóræningjum. Þessi litla fallbyssa mun vera frá Serkjum þeim
sem hér frömdu rán þaö er kallað hefur verið Tyrkjaránið 1627.
inu fundust, eins og byssan þegar
verið var að dýpka höfnina; þá
fóru allt i einu að koma upp smá
spýtukubbar. Þegar svo kafað
var þarna niður kom i ljós skips-
skrokkur, illa farinn að visu, en
samt var hægt að bjarga úr hon-
um nokkrum stórum heillegum
bUtum m.a. broti að kili og stefni.
Þá eru á sýningunni margt fal-
legra báta og skipslikana svo
dæmi séu nefnd.
En það sem ef til vill vekur
hvað mesta athygli eru 34 mál-
verk eftir Kjarval frá þeim tima
er hann var ungur fátækur mál-
ari. Þessi málverk eru þannig
komin i eigu Eyjamanna að Sig-
fús Johnsen keypti þau af Kjarval
ungum og hjálpaði honum þar
með um peninga til að geta haldið
áfram að mála. Siðan seldi Sigfús
Vestmannaeyjabæ málverkin og
eru þau i dag sjálfsagt með mestu
dýrgripum i eigu bæjarins.
Sýningin verður opnuð kl. 14 á
morgun og stendur til sunnudags-
ins25. nóvembernk. S.dór
Framhald
axarsögu
Eins og frá var skýrt i blaðinu
svciflaði ungur maður öxi yfir
höfði embættismanns i borginni
fyrir skömmu og gerði sig likleg-
an til að höggva mann ok annan.
Var axarmaður að mótmæla f jár-
innheimtu á hendur sér.
I gær kom faðir piltsins i sömu
skrifstofu, og þótti brátt sýnt
hvert stefndi, þvi að hann bar
poka. Komumaður las fyrst em-
bættinu pistilinn og þreif siðan
öxina góðu upp úr pokanum. Skók
hann vopnið allvigalega og kvað
maklegt að kljUfa skrifstofublæk-
ur og rukkara i herðar niður.
Framkvæmdastjóri stofnunar-
innar hélt stillingu sinni enn sem
fyrr og skoraði a berserkinn að
poka nú vopn sitt og reiða fram
féð. Stóð i þófi um hrið, en þó fór
svo að iokum að kappinn lét vopn-
ið siga. Skrifaði hann ávisun upp
á helming skuldarinnar, en kvað
þessarar svivirðu grimmilega
hefnt verða siðar.
Eskfirðingar
fá skuttogara
Fyrrihluta desembermánaðar
er búist við nýjum skuttogara til
Eskifjarðar. Það eru Hólmar h.f.
sem láta smiöa togarann á Spáni,
en hann er af minni gerð skuttog-
ara. Gerter ráðfyrir að þessi tog-
ari fari i reynsluferð i þessari
viku.
Skipstjóri á þessu nýja fiski-
skipi verður Sigurður Magnús-
son. Það eru Hraðfrystihús Eski-
Ijaröar og Kaupfélag Héraðsbúa,
sem eru stærstu aðilarnir að
Hólmum h.f.
Verð á
rækju
Yfirnefnd Vcrðlagsráðs sjávar-
Oitvegsins hefur ákveðið eftirfar-
andi lágmarksvcrð á rækju frá 1.
nóvember 1973 til 31. mai 1974.
Rækja, óskelflett i vinnsluhæfu
ástandi: Stór rækja, 220 stk. i kg
cða iærri (4.55 gr. hvcr rækja eða
stærri), hvertkg ......kr. 41.50
smá rækja, 221 stk. lil 350 stk i kg.
(2.85 gr. til 4.55 gr. hver rækja),
hvert kg...............kr. 24.00
Verðiðer miðað við, að seljandi
skili rækju áflutningstæki við hlið
vciðiskips.
Fulltrúinn i Verðlagsráði er
hcimilt að segja verðinu upp með
15 daga fyrirvara miðaö við 1.
febrúar 1974.
Verð þetta var ákveðið með
samhljóða atkvæðum allra yfir-
nefndarmanna. (Frá Verðlags-
ráði sjávarútvegsins)
Bók um
trúarbrögðin
Ut er komin á vegum Þjóðraðs
Baháia á Islandi bókin „Og sólin
ris" (á frummálinu Release the
Sun) eftir William Sears. Bók
þessi fjallar um sögu Bahái-
trúarinnar fyrstu ár hennar, eða
allt frá þvi að hinn fyrri af
tveimur spámönnum hennar,
Bábinn, kunngerði köllun sina i
Persiu 1844 og þangað til hann var
Hflátinn sex árum siðar, þritugur
að aldri.
Bók sú, er nú kemur Ut á is-
lensku, hefur verið þýdd á öll
helstu tungumál heims og er eitt
aðgengilegasta kynningarrit um
forsögu Baháí-trUarinnar. Hún er
hin fyrsta af þremur bókum, sem
fjalla um spámenn Báhái-trúar-
innar. Áður hefur komið út á
islensku „Þjófur á nóttu" eftir
sama höfund.
,,0g sólin ris" er 250 blaðsiður,
prentuð i prentsmiðju Jóns
Helgasonar. Káputeikningu gerði
Max Bossi. Bókin verður til sölu i
bókabúðum og hjá Þjóðráði
Bahái á tslandi, óðinsgötu 20.
Cr fréttatilkynningu frá Bahái