Þjóðviljinn - 16.11.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.11.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 16. nóvember 1973. ÞJ'óD.VILJINN — SÍÐA 11 Frekar af vana en getu Valsmenn áttu slakan leik gegn ÍR en sigruðu samt 22:17 Einhvern veginn hafði maður það á tilfinningunni að sigur Valsmanna yfir 1R byggðist á vana frekar en getu, ekki þeim vana að sigra ÍR, þvi það hafa Valsmenn ekki gert svo oft, heldur aðeins þeim vana að sigra. Leikur Valsmanna var mjög slakur, einkum i fyrri hálfleik, og ástæðan eflaust sú að þeir reyndu nýja varnaraðferð, 6-0 i stað 5-1, sem „mulningsvélin” hefur verið byggð upp, á.Vals- menn uppskáru aðeins að fá á sig 11 mörk i fyrri hálfleik. í þeim siðari breyttu þeir yfir i 5-1 og fengu þá aðeins 6 mörk á sig. ÍR-Iiðið lék af svipuðum styrkleika og gegn FH á dögunum, styrkleika sem aldrei getur komið liðinu upp úr meðalmennskunni. Það er alveg ljóst að breytist ekki leikur liðsins til batnaðar, þá tekur 1R ekki þátt i fallbaráttunni i vetur, gagnstætt þvi sem maður átti von á. færa sér veilurnar i Vals-vörninni i fyrri hálfleik. Þaö var aöeins Agúst Svavarsson sem fann smugurnar. enda skoraöi hann obbann af mörkum IR i f. hálf- leik, þar af 5 fyrstu mörkin. Hefði einhver broddur veriö i sókn IR, hefði liðið átt að hafa forustu i leikhléi i stað þess að vera tveim mörkum undir, 11:13. 1 siðari hálfíeik breyttu Vals- menn aftur vörn sinni og þá fór að ganga betur. IR-ingum tókst aö- eins 6 sinnum að senda boltann i mark Valsmanna i síðari hálfleik, sem segir kannski meira en mörg orð um það hve vörn Valsmanna breyttist. Lokatölurnar urðu eins og áður segir 22:17, sem er aö visu stór sigur, en var fremur þvi að þakka hve slakt IR-liöið var heldur en að Valsmenn sýndu góðan leik. Ef við litum aðeins á tölur úr leiknum var jafnt frá 1:1 i 4:4 en þá komust Valsmenn 2 mörk yfir, 6:4, og siðan 7:4, og má segja að þar með hafi verið gert út um leikinn. IR-ingum tókst aldrei að brúa þetta bil. Munurínn það sem eftir var leiksins var frá 1 uppi 5 mörk mest. Það er alveg ljóst að Valsmenn verða að fara að huga að varnar- leik sinum, sem hefur verið þeirra sterkasta vopn til þessa. Hann hefur slakast m jög mikið,og ég er hræddur um að titillinn verði ekki eins auðunninn fyrir liðið i ár og hann var i fyrra. Aö þessu sinni áttu aðeins 3 menn i liðinu góðan leik, þeir Stefán Gunnarsson, sem var besti maöur liösins, Gisli Blöndal, sem er óð- um að komasti sitt fyrra form, og Gunnsteinn Skúlason, maðurinn sem aldrei bregst. Þá átti ungur nýliði i markinu, Ólafur Guðjóns- son, eftirtektarverðan leik i siðari hálfleik. Hjá 1R bar Agúst Svavarsson af i fyrri hálfleik,en mátti sin litils i þeim siðari. Guðión Marteinsson Framhald á bls. 14 I Um leið og talað er um slakan leik Valsmanna má ekki gleyma þvi að besti maður liðsins, Ólafur H. Jónsson, meiddist fyrst i leikn- um og það litla sem hann var inná eftir það var hann ekki nema hálfur maður, haltrandi um völl- inn. Ofan á bættist svo að nafni hans Benediktsson tók þarna út sinn slæma dag og varði hreint ekki neitt, þann tima sem hann var inná, sem var megnið af fyrri hálfleik. IR-ingunum gekk illa að not- /*v y&i staðan Staðan í 1. deild i handknattleik er nú þessi: Valur 2 2 0 0 46:35 4 FH 2 2 0 0 43:36 4 Fram 2 1 1 0 42:32 3 Haukar 2 1 1 0 33:32 3 Ármann 1 0 0 1 13:13 0 Þór 1 0 0 1 13:24 0 I R 2 0 0 2 35:43 0 Víkingur 2 0 0 2 36:48 0 AAarkahæstu menn: Viðar Símonarson FH 18 Gísli Blöndal Val 14 Hörður Sigmarsson Haukum 13 Axel Axelsson Fram 13 Ágúst Svavarsson IR 12 Gunnar Einarsson Haukum 12 Einar Magnússon Vík- ingi 12 Ólafur H. Jónsson Val11 Gisli Blöndal var markhæstur Valsmanna með 8 mörk. Hér skorar hann eitt þeirra Aftur var Viðar í aðalhlutverki þegar FH sigraði Víking 24:18 Viðar Símonarson lék ekkert smáhlutverk með FH gegn IR á dögunum, skoraði 11 mörk. Hann var svo ekki í minna hlutverki gegn Víkingi sl. miðviku- dagskvöld er hann skoraði 7 mörk og var potturinn og pannan í leik liðsins. Hann hefur svo sannárlega tekið við hlutverki Geirs Hall- steinssonar í FH-liðinu auk þess sem hann hefur ef til vill aldrei verið betri en um þessar mundir. Hitt er svo annað mál, að fyrirstaðan að þessu sinni hjá Víkingi var engin þannig að Við- ar og co. áttu auðvelt með að láta Ijós sitt skína. Ég hygg að alveg sé óhætt að afskrifa Víkinga sem topp- lið að þessu sinni, og með þessu áframhaldi lendir liðið hreinlega í fallbarátt- unni með alla sína lands- liðsmenn. Margir hafa verið að spá þvi að FH yrði á milli vita i vetur, myndi hvorki vera i fallhættu né i topp- baráttunni. Ég hef ekki trú á að þetta rætist. FH verður áreiðan- lega með i toppbaráttunni. Liðið hefur synt i tveim fyrstu leikjum sinum að það er sterkt, leikur hraðan og árangursrikan sóknar- leik en varnarleikurinn er að visu ekki uppá það besta, en hann má lagfæra. Sá varnarleikur, sem liðið leikur nú, 4:2, er ekki likleg- ur til árangurs gegn liðum sem beita linuspili en getur gengiö gegn stórskyttuliði eins og Vik- ingi. Varnarleikur er enn sem fyrr ó- þekkt hugtak hjá Vikingi og ofan á bætist að liöið var að reyna að leika ákveöin kerfi i sóknarleikn- um sem geröu ekki annað en gera hann veikari frá þvi sem var. Heföi Guðjón Magnússon, besti maður liðsins aö þessu sinni, ekki tekið til sinna ráða, hefði Viking- ur sennilega tapað þessum leik með uppundir 10 marka mun. Leikurinn var heldur jafn til að byrja með. Jafnt var frá 1:1 uppi 5:5 en þá náöi FH 2ja marka for- skoti, 7:5, og siöan 9:6 og eftir það var ekki spurning um hvort liðið myndi sigra heldur hve stór sigur FH yrði. 1 leikhléi var munurinn orðinn 4 mörk 12:8. I siðari hálfleik varð munurinn fljótlega 6 mörk, 15:9, enda varði þá Hjalti Einarsson mjög vel i FH-markinu en hann hafði litið varið i fyrri hálfleik. Meðal ann- ars varði hann vitakast þegar staðan var 16:10 og það varð til þess að FH breikkaði biliö enn, 17:10, en meira varð það aldrei í leiknum. Undir lokin var mikið los orðið á báðum liðum og mörkin hlóðust upp og lokatölurnar urðu 24:18 sigur FH. . Framhald á !l4. slðu. Næstu ieikir NÆSTU LEIKIR í 1. deild karla i handknattleik fara fram um helgina. A laugardag leika Þór og Armann norður á Akureyri^en á sunnudag leika ÍR—Fram og Viking- ur—Haukar i Laugardalshöll- inni. Þar næstu teikir verðá svo fimmtudaginn 22. nóv. en þá mætast FH og Valur og Haukar og Þór i Hafnarfirði. UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSON1 i . .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.