Þjóðviljinn - 16.11.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1973, Blaðsíða 4
4 StDA,— ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. nóvember 1973. Fiskveiðilagafrumvarpið til umrœðu á alþingi í gcer Sitt sýnist hverjum — en nú verður alþingi að taka af skarið Sjávarútvegsráðherra, Lúðvik Jósepsson, mælti I gær fyrir frumvarpinu um heimildir til veiða meö botnvörpu, flotvörpu og dragnót I fiskveiöilandhelg- inni. Frumvarp þetta er undirbú- io af fiskveíöilaganefnd, sem er skipuo einum þingmanni frá hverjum þingflokki, og lagöi nefndin slikt frumvarp fyrir siö- asta alþingi. Það varft þá ekki út- rætt og óskaö var eftir þvi aö frumvarpiö yröi nú flutt sem stjórnarfrumvarp. Ráðherra kvaö frumvarpiö i öllum aðalatriðum samhljóða frumvarpinu frá siðasta alþingi. Breytingarnar sem gerðar hefðu verið væru minniháttar. Fyrir áramót Ráðherrann minnti á, að eldri ákvæði um þessi efni hefðu verið framlengd til þess að fiskveiði- laganefnd fengi tima til þess aö vinna störf sín. Hefði hún lagt mjög mikla vinnu i málið og hald- ið fundi viðsvegar um landið i þvi skyni að heyra viðhorf sem flestra til fiskveiða i landhelginni. Þannig hefði frumvarp þetta ver- iö rækilega undirbúið. Þó hefði ekki tekist að Ijúka þvi á siðasta þingi þar sem ýmsir þingmenn hefðu farið fram á að málinu yrði frestað og samþykktir hefðu og boristfrá ýmsum aðilum þarsem fariðhefði verið fram á frestun til þess að skoða málið betur. En þessari lagasetningu þarf að Ijúka nú fyrir áramót og þess vegna er nauðsynlegt að koma málinu til nefndar strax, sagði ráöherrann, enda verður að gera ráð fyrir að þingmenn og aðrir hafi nú kynnt sér málið svo, að unnt ætti að vera að afgreiða það. Meginstefna Ráðherra vék að meginstefnu frumvarpsins og sagði efnislega eitthvað á þessa leið: Meginstefnan er sú að gert er ráð fyrir allmiklu minni togveiði- heimildum en verið hefur. Gert er ráð fyrir að veiðiflotan- um sé skipt i þrjá flokka. I fyrsta lagi er um að ræöa skip 105 rúml. og minni. Heimildum þessara skipa til togveiða væri breytt þannig nú, að þau mættu hvergi veiða innan 3ja milna, en áður heföi verið gert ráð fyrir möguleikum til veiða allt upp að landi sumsstaðar. Gert er ráð fyrir að heimildir skipa frá 106-350 rúmlestir verði á að erfitt væri að koma við full- nægjandi stjórn á þessum málum meðan við hefðum ekki útilokað útlendinga algerlega frá veiðum við landið. Enn verður um mikla sókn útl. að ræða, sem mun tor- velda aö gera ráðstafanir til frið- unar, enda gætu þær aðeins kom- ið útíendingunum til góöa. Þýö- ingarmesta friðunin væri i þvi fólgin að losna við erlend veiði- skip, sem veiða fleiri fiska en ts- lendingar, þegar um er að ræða botnfiska. En við verðum eigi að siður að reyna að skipa veiðunum á þann hátt sem viturlegastur er. Hafrannsóknarstofnunin lagði til að landhelgi Kolbeinseyjar yröi stækkuð úr 3 milum i 9, en nefndin féllst á stækkun i 4 milur. Stofnunin lagði til að landhelgi Hvalbaks yrði stækkuð úr 3 mil- um i 12, en nefndin féllst á stækk- un i 6 sjómilur. Stofnunin lagði til að togveiðar yrðu bannaðar innan 6 milna frá fjörumarki Eldeyjar, en nefndin treysti sér ekki til að verða við þeirri breytingartillögu, meðal annars með hliðsjón af þeim á- kvæðum i gildandi lögum um að unntsé að banna veiðar algerlega ef hættuástand er yfirvofandi. ^*-*-*- -*-*•*'**** ».'^J*».'.w.*.'.*.'.*.*. fm þingsjá þjóðviljans takmarkaðar talsvert nærri allt i kringum landið. Loks væri um að ræða 350 tonn og stærri, en þar væri um að ræða verulega minnkaðar heimildir innan 12 milnanna, og má segja að aðalreglan sé sú að skip af þessum stærðarflokki séu útilok- uð innan 12 milnanna, þó i vissum undantekningartilfellum fái þau heimild til veiða að 9 milum. Þá er i frumvarpinu ýmsar al- mennar heimildir um friðun ef sérstök ástæða þykir til i samráði við Hafrannsóknarstofnunina. Það má lengi um það deila hvort nóg er að gert eða hvort of langt er gengið, en alþingi verður nú aö skera úr og taka endanlega ákvöröun sina. Veiðar útlendinga Ráðherrann lagði loks áherslu Tillögur fiskifræðinga ¦-; Gils Guðmundsson tók næstur til máls, en hann er formaður fiskveiðiíaganefndar. Það var með bréfi i sept. sl. að sjávarútvegsráðuneytið fór þess á leit við fiskveiðilaganefndina að hún ynni úr þeim breytingartil- lögum og athugasemdum sem fram höfðu komið frá ýmsum að- ilum varðandi frumvarpið. Nefndin vann þetta verk og tók inn I frumvarpið 12 breytingartil- Iögur hinna ýmsu aðila. Kvað þingmaðurinn ýmsar tillagnanna sem gerðar væru byggjast á áliti Hafrannsóknarstofnunarinnar eða starfsmanna hennar. Fiskí- fræðingarnir höfðu ýmsar aðrar tillögur sem nefndin taldi ekki fært að verða við og nefndi þing- maðurinn meðal annars eftirfar- andi: Reglugerð um forgangsrétt fiskvinnsluprófa umfram námskeið fiskmatsins Lúðvik Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, lýsti þvi yfir á alþingi i gær að hann myndi beita sér fyrir þvf að nú yrði þessa dagana sett reglugerð sem tryggi að þeir sem út- skrifast úr fiskvinnsluskólan- um hafi forgangsrétt til starfa i fiskmati fram yl'ir þá sem ljúka fiskimatsnámskeiðum. Umræður urðu um þetta mál utan dagskrár á alþingi i gær. Kvaddi sér fyrstur hljóðs Gylfi Þ. Gislason, þá Magnús Torfi Ólafsson, menntamála- ráðherra og Ingólfur Jónsson. Sjávarútvegsráðherra endurtók þá fyrri yfirlýsingar sinar frá þvi á fundi alþingis á þriðjudag, sem greint var frá i Þjóðviljanum, en það mun vera aðalástæða þess að nem- endur fiskvinnsluskólans hafa hætt að sækja skólann að þeir telja að réttur þeirra sé ekki nægilega tryggður gagnvart þeim sem stunda námskeið Fiskmats rikisins. Rœtt um rekstrargrundvöll skuttogara á alþingi: Tapið nam yfir 140 milj. sl. ár Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra svaraði á þriðjudag fyrir- spurn um rekstrargrund- völl skuttogara. ( ræðu sinni sagði ráðherra meðal annars um umræðuefnið: Spurt er um það, hve miklu nam tap togaraútgerðarinnar ár- ið 1972. Það hefur farið fram at- hugun á þvi i sj.útv.rn. og af hag- rannsóknadeild Framkvæmda- stofnunar rfkisins, og það er talið, að tap togaraútgerðarinnar hafi numið á árinu 1972, þegar af- skriftir eru taldar með, 141 milj. kr. Þar af eru afskriftir 37,3 milj. kr. Til þess að jafna eða greiða upp i þetta tap, hefur togaraút- gerðinni verið greitt vegna rekst- ursins á árinu 1972 samtals 101 milj. kr. eða úr aflatrygginga- sjóði um 36 milj. kr. og rikissjóði um 45 milj. kr. og af gengishagn- aði um 25 milj. kr., svo að það má segja, að þessi útreiknuðu töp hafi veriðgreidd að mestu leyti af opinberum aðilum eða á þennan hátt, nema afskriftafjárhæðin. Þá er i öðru lagi spurt um það, hvaða ráðstafanir hyggst rikis- stjórnin gera til þess að tryggja rekstur hinna nýju skuttogara? Það hafa engar ákvarðanir verið teknar i þeim efnum enn. Málið hefur verið til athugunar, enda er hér um reynslurekstur að ræða, og reksturinn hefur á flestum skipunum staðið enn i stuttan tima og varla hægt að tala um, að fengist hafi fullnægjandi yfirlit um rekstursafkomuna enn sem komið er. Þá gat þingmaðurinn þess að Hafrannsóknarstofnunin hefði lagt til allviðtækar friðunarráð- stafanir vegna hrygningar síldar. Sagði Gils að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að hrygning- arsvæðin væru ekki nógu skýrt afmörkuð og þvi varla unnt að setja svo viðtæk ákvæði um bann á togveiðum sem stofnunin fór fram á að giltu i júlimánuði. Vis- aði Gils i þessu sambandi til 5. og 6. greinar frumvarpsins sem gerðu ráð fyrir sérstökum skyndiráðstöfunum ef veiðisvæði væru talin i sérstakri hættu og jafnframt um möguleika til setn- ingar nýrra friðunarsvæða. Skýrði ræðumaður frá þvi, að fiskifræðingar teldu að i frum- varpinu I núverandi gerð væri síst of langt gengið í friðunarátt, en nefndin taldi óhjákvæmilegt að taka einnig tillit til þess að við- tækari friðun en gert væri ráð fyr- ir í frv. gæti haft í för með sér al- varlega röskun i heilu byggðar- logunum, ef friðunarráðstafanir væru gerðar of skyndilega. Gæti það kippt grundvellinum undan veiðum smærri báta og skipa. En með þvi að gera ákvæði 5. og 6. greina sem virkust má ná árangri. Þá lagði Gils Guðmundsson á- herslu á að eftirlitsaðilum yrði að tryggja nægan skipakost og næg- an mannafla til þess að fylgjast meö þvi að reglur væru haldnar. Þar sem talað er um að Haf- rannsóknarstofnunin hafi eftirlit i frv. þessu er að sjálfsögðu aðeins átt við hið visindalega eftirlit, en það er ekki ætlunin að þessi stofn- un taki að sér raunverulega lög- gæslu, sagði Gils til þess að koma i veg fyrir misskilning, en hans hefði nokkuð gætt. Fiskifélagið Gils Guðmundsson vék þessu næst að þeirri afstöðu Fiski- félagsins og ýmissa deilda þess aö i frumvarpinu ættu aðeins að vera heimildarákvæði, en ekki boðog bönn. 1 staðinn vill Fiskifé- lagið að skipuð verði nefnd félagsins og sjávarútvegsráðu- neytisins sem hafi vald til að setja reglur um lokun veiðisvæða, notkun veiðarfæra, skiptingu veiðarfæra o.s.frv. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að hætta væri á að þessi mál yrðu fulllaus i reipunum ef farið yrði að tillögum Fiskifélagsins. Eftir- litið yrði a.m.k. að bæta fyrst, þá gæti komið til mála að gera breytingar i þessa veru. En þær raddir heyrast ekki ein- asta að of skammt sé gengið i friðun — aðrar raddir heyrast líka sem telja að hér sé fulllangt gengið. Kvaðst Gils ekki f jalla nú um einstakar athugasemdir af þvi taginu, en sagðist vilja nú við 1. umræðu ræða sérstaklega þá hugmynd sem komið hefði frá eigendum stórra togara að óeðli- legt væri að skipta veiðiskipunum I 3 stærðarflokka. Gils Guðmundsson Liiðvfk Jósepsson Minni skipin En ef við ættum að hætta að flokka skipin er ljóst að hagnýting fiskimiðanna yrði með allt öðrum hætti — og raunar lakari — en ella. Ef öll togskip hefðu sama rétt, væri alveg kippt stoðunum undan útgerð hinna minni skipa. Með þeim breytingum sem nú eru að verða á skipakosti lands- manna hafa komið fram vaxandi vandamál fyrir útgerðarmenn hinna smærri báta að fá mann- afla á skipin auk rekstarvanda- mála. En ef jafnframt þessu væri þrengt að forgangsrétti þessara smærri skipa til togveiða væru dagar þeirra þegar taldir, sagði ræðumaður. Umræðunum lauk þar með, og var málinu visað til sjávarút- vegsnefndar og 2. umræðu. F yrirspurn - um um heimili drykkju- sjúkra svarað 1 fyrirspurnatima á þriðjudag var um það spurt hversu stórt væri heimili drykkjusjúkra, sem nú er verið að reisa á Vffilsstöð- um og hver væri áætlaður kostn- aður á rúmmetra. Magnús Kjartansson, heil- brigðisráðherra, svaraði og sagði: Rúmmetrafjöldinn er 3.216 rúmmetrar, sjúklingarnir 23 og kostnaður á rúmmetra áætlaður 10.138 kr. samkvæmt samþykktu tilboði verktakans. Rœtt um 200 mílur Tillaga Sjálfstæðisflokksins um útfærslu landhelginnar i 200 sjó- milur kom til umræðu i Samein- uðu þingi i gær. Til máls tóku Gunnar Thoroddsen, Guðlaugur Gislason og Friðjón Þórðarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.