Þjóðviljinn - 08.01.1974, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. janúar 1974
DIÚÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson .
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson.
Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Áskriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
YFIRLYSING MORGUNBLAÐSINS: FREKAR BANDARÍKJAMENN
EN ÍSLENQNGAR
Það er sagt einkenni lélegra hershöfð-
ingja að þeir séu jafnan að búa sig undir
að heyja samskonar strið og þeir töpuðu
siðast. öll herfræði islenska afturhaldsins
hefur á umliðnum árum byggst á þessu
meginatriði. Þannig hefur þvi löngum ver-
ið haldið fram i aðalmálgagni afturhalds-
ins að hlutleysi hafi reynst okkur hald-
laust i siðari heimsstyrjöldinni og þess
vegna beri Islendingum nú að hafna hlut-
leysi og þeir verði að vera i hernaðar-
bandalagi og verði að hafa bandariskan
her i landinu. Nú er það nýjast af nálinni i
herbúðum ihaldsins, þegar Morgunblaðs-
ritstjórarnir hafa loks gert sér grein fyrir
þvi, að röksemdir þeirra fyrir hersetu
hafa ekki haft nein áhrif á landsmenn og
Morgunblaðið volar yfir þvi að ekkert
samráð sé haft við ihaldið um herstöðva-
rnálin og bregður sér i biðilsför til Fram-
sóknar, — þá er gripið til enn nýrra að-
ferða. Nú draga ritstjórar Morgunblaðs-
ins upp úr pússi sinu ártölin 1627 og 1809;
þeir hóta okkur Tyrkjaráni og Jörundi
hundadagakonungi. Nú geti slikir vágestir
heimsótt okkur enn á ný og þá sé eins gott
að vera við öllu búinn; bandariski herinn
hafi bækistöðvar á íslandi til þess að verja
íslendinga fyrir Jörundi hundadagakóngi
og Tyrkjum! Sem betur fer eru hugleið-
ingar Morgunblaðsins um Tyrkjaránið og
hundadagakónginn aðeins skemmtunar-
efni. Ritstjórar Morgunblaðsins sem hafa
ekki alla jafna mikla þekkingu á sögu
lands og þjóðar hafa dustað rykið af upp-
sláttarritum og frétt af Tyrkjaráni og
hundadagakóngi! Kátinuefni eru ekki til
rökræðna, en ritstjórar Morgunblaðsins
gætu i bókum Jónasar frá Hrafnagili lesið
sig til um það þegar mektarmaður einn
lagðist gegn þvi að íslendingar væru með
sjálfstæðisbrölt gagnvart Danakóngi þvi
sá væri okkar besti hlifiskjöldur gagnvart
Tyrkjum! Þetta viðhorf höfðu samtima-
menn að gleðskaparmálum og skemmtu
sér störkarlalega sem von var. En furðu-
lega er samanburðurinn sláandi; íslend-
ingar sem börðust fyrir sjálfstæði íslands
undan Danakóngi mættu glósum — að visu
örfárra — um að þeir væru að kalla yfir
okkur Tyrkjann! Morgunblaðið eys yfir
sjálfstæðisbaráttu okkar i dag sömu fúk-
yrðum; með þvi að visa hernum úr landinu
komi þeir hingað allir i senn Brésnef, Jör-
undur og Tyrkinn.
Og þjóðhollum íslendingum til ihugun-
ar: í dag heyrist á íslandi ein rödd sem
krefst þess að herinn verði i landinu sem
allra lengst. Rússar bera fyrir sig i vörn
fyrir innrásina sem þeir gerðu i Tékkó-
slóvakiu, að þar i landi hafi hafi verið beð-
ið um slika innrás. Enn hefur enginn
kannast við þá smán; en á Islandi er dag-
lega gefið út blað sem krefst blygðunar-
laust hernáms Bandarikjamanna á ís-
landi um alla framtið. Það blað er Morg-
unblaðið; dagblað sem túlkar viðhorf
þeirra Brésnefs og félaga á íslandi.
Þess vegna er Reykjavikurbréfið um
Tyrkjaránið gert að umtalsefni hér i for-
ustugrein að i þvi leynist eins og i hnot-
skurn yfirgengileg trú afturhaldsins á Is-
landi á Bandarikjamenn og um leið vantrú
á íslendinga. Þar er þvi nefnilega haldið
fram að islenskur her væri sist til bóta og
tryggði engan veginn öryggi okkar. Þvi er
Þjóðviljinn sammála, en Þjóðviljinn er
ekki sammála forsendum Morgunblaðs-
ins, sem eru þær að islenskur her væri
hættulegur og gæti tekið völdin, en allt
öðru máli gegndi um bandariska herinn!
Enginn hefur enn þann dag i dag lýst jafn-
fortakslausum undirlægjuhætti við útlend
herveldi og Morgunblaðið gerir i þessari
forustugrein. Allt er betra en íslendingar!
Sérstaklega eru þó Bandarikjamenn betri
en Islendingar! Þannig hefst þjóðhátiðar-
ár Morgunblaðsins og verður vonandi sem
lengst i minnum haft.
Framsóknarmenn vilja slíta
samvinnu á Selfossi
Engar málefnaástœður tilgreindar. Alþýðubandalagið og
Framsóknarflokkurinn hafa starfað saman á Selfossi um 20 ára skeið
Framsóknarfélaginu á staðnum
— a.m.k. þessari gjörð þess —
hafi komið sér saman um að i
fjórum efstu sætum lista Fram-
sóknar verði Eggert Jóhannes-
son, Hafsteinn Þorvaldsson,
Sigurfinnur Sigurðsson og Guð-
mundur Kristmundsson. Ekki
mun röð framboðssæta hafa verið
Framsóknarmenn á Sel-
fossi ákváðu á fámennum
fundi 27. desember s.l. að í
hreppsnefndarkosningum
á Selfossi skyldi ekki haft
sameiginlegt framboð með
Alþýðubandalaginu. Sam-
þykkt þessi var gerð með
nitján atkvæðum gegn
tveimur eða þremur. Sið-
ustu dagana — eftir að
þetta tók að spyrjast út —
er vaxandi ólga meðal al-
mennra liðsmanna Fram-
sóknarf lokksins á Selfossi.
Vinstrimenn á Selfossi hafa
haft samstarf um framboð og i
sveitarstjórnarmálum á staðn-
um um 20 ára skeið. I siðustu
kosningum á Selfossi var enn um
slikt samstarf þessara flokka að
ræða, sem höfðu þá i mörg kjör-
timabil haft sameiginlega meiri-
hluta i hreppsnefnd gegn Sjálf-
stæðisflokknum. En i þessum
seinustu kosningum töpuðu
Framsókn og Aiþýðubandalagið,
,,listi samvinnumanna”, meiri-
hlutanum á hlutkesti. Eru þrir
menn af lista samvinnumanna i
hreppsnefnd, tveir Framsóknar-
menn og einn fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins.
Flokkarnir hafa skipt sætum
þannig með sér á framboðslist-
um, að Framsókn hefur haft
fyrsta sæti, Alþýðubandalagið
annað sætið o.s.frv. Hefur sam-
starf þessara flokka verið hið
besta, einnig það timabil sem nú
er senn á enda runnið.
Þess vegna hófust i haust er leið
enn á ný viðræður um sameigin-
legan framboðslista vinstri-
manna i væntanlegum hrepps-
nefndarkosningum á Selfossi. Al-
þýðuflokkurinn tók i fyrstu þátt i
viðræðum þessum, en hætti fljótt
þátttöku. Bárust Alþýðubanda-
laginu þá skilaboð frá Framsókn
TÓNLEIKAR
i Háskólabiói fimmtudaginn 10. janúar kl. 10.30.
Stjórnandi VLADIMIR ASKENAZY
Einleikari JOHN WILLIAMS, gftarleikari.
Flutt verður Sinfónia nr. 1, klassiska sinfónian, eftir
Prokofieff, Fantasia fyrir gitar og hljómsveit eftir Rod-
rigo og Manfred-sinfónian op. 58 eftir Tsjaikovsky.
Aðgöngumiðar seldir i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla-
vörðustig 2 og I Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar
Austurstræti 18.
Illl SINFÓNÍl I1UÖMS\ EI F ÍSLANDS
qj| MÍKISl INARPID
þess efnis, hvort sósialistar
myndu reiðubúnir til samstarfs á
sömu forsendum og fyrr, þ.e. að
Alþýðubandalagið fengi annað
hvert framboðssæti á listanum.
Alþýðubandalagið lýsti sig reiðu-
búið til sliks samstarfs. En þá
gerast þau tiðindi að Framsókn —
skömmu siðar — efnir til félags-
fundar. Þar eru mættir liðlega 20
framsóknarmenn. Fyrir fundinn
er lögð tillaga um að tilkynna Al-
þýðubandalaginu slit samstarfs
um framboðslista samvinnu-
mannanna. Þessi tillaga er siðan
samþykktsem fyrr greinir. Voru
Alþýðubandalaginu formlega til-
kynnt þessi málalok án þess að
þess væri i neinu getið að um
brostnar málefnaforsendur væri
að ræða fyrir samstarfinu! Talið
er sá hópur manna, sem ræður
ákveðin.
Sem fyrr segir er mikil óánægja
meðal almennra liðsmanna
Framsóknar á staðnum með á-
kvörðun Framsóknarfélagsins.
Telja ýmsir að hér hafi svo mjög
breytt um, þar sem fyrrverandi
oddviti Selfyssinga og lengst af
efsti maður lista samvinnu-
manna, Sigurður Ingi Sigurðsson,
hyggst draga sig i hlé.
Hér með er vakin athygli á ákvæðum reglugerðar um orlof
um skil orlofsf jár. Þeir launagreiðendur, sem
ekki hafa enn gert að fullu skil fyrir árið 1973 eru beðnir að gera það nú þegar
og í siðasta lagi 10. þessa mánaðar.
Greiðslum er veitt móttaka á póststöðvum á
sérstökum eyðublöðum, sem þar fást.
íi,:, É
PÓSTUR OG SÍMI
Póstgíróstofan