Þjóðviljinn - 08.01.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 08.01.1974, Qupperneq 9
Þriðjudagur 8. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Land Múhameös og olíu Til Dsjidda, borgar i sjötiu og fimm kilómetra fjarlægö frá Mekka, hinni helgu borg Múham- eðstrúarmanna, er stöðugur straumur pílagrima. A flugvellin- um þar lenda án afláts leiguflug-,; vélar frá Senega! i Vestur-Afríku|| Malasiu i Austurlöndum fjær og fiestum löndum þará milli, úr öll- um múhameöskum löndum, Langieiðavagnar koma frá lönd- um eins og Tyrklandi og lrak. Sumir eru þriggja hæða og eru þá karlmenn efst, konur á miöhæð- inni og neöst stundum sauðfé, sem sumpart er nesti ferðalang'-í anna en sumpart ætlaö til blóts. Frá öðrum löndum, eins og til dæmis Pakistan, koma stórskip fullfermd farþegum. Pflagrlmsferðirnar til Mekka ná hámarki um áramótin, og um þessi áramót sótti þangað miljón . útiendinga á tveggja vikna tima É auk hálfrar miljónar lands-^ manna. Allir sem heimsækja Mekka sem pilagrimar fá titilinn hadji eða hadja (ef þeir eru kon- ur), en að þvi þykir mikil virðing i Islam. Múhameðskir fréttamenn, sem voru i Mekka um áramótin (þangað fær enginn annarrar trú- ar maður aö koma), sögðu að menn hefðu verið þar glaðari i bragði og hressari en nokkru sinni áður, svo að þeir myndu eft- ir. Og ástæðan mundi vera olian! Lofaður veri Alla... Enda voru margir pilagrim- ar, sem þökkuðu Alla alveg sérstaklega fyrir oliuna, þegar þeir gerðu bæn sina i hinni helgu borg. Og einhverntima hafa þeir sjálfsagt þakkað honum fyrir minna. Þeir þökkuðu guði sinum fyrir að hafa gert lönd Múhameðs rik og voldug.en láta vantrúar- hyskið á Vesturlöndum og i Japan vorkennast og knékrjúpa fyrir Aröbum. Tveir þriðju hlutar allr- ar oliu, sem vitað er um, er i lönd- um tslams. Nú loksins getur Þriðji heimurinn farið að sýna hinu iðnþróaða auðvaldi i tvo heimana. Arabisk blöð birta myndir af breiðstrætum á Vesturlöndum, sem nú eru eins og eyðimerkur af þvi að ekkert bensin fæst á bilana. Þau sýna lika bensinstöövar, sem hafa lokað vegna þess að ekkert bensin fæst þar lengur. Þessr myndirskilja Arabarnir, lika þeir sem ekki eru læsir. Og þeir fyllast sigurfögnuði yfir þeim sigri, sem Alla hefur veitt þeim meö tilstyrk oliunnar. Nú keppast iðnveldin um hylli rlkja, sem þau fyrir skemmstu fyrirlitu og tóku ekki alvarlega. Æðstu ráðmenn Bandarikjanna, Japans, Bretlands og fleiri Evrópurikja standa i biðröðum eftir að fá áheyrn hjá Feisal kon- ungi og oliumálaráðherra hans. Maður ársins? Saúdi-Arabia er vagga tslams, fæðingarland Múhameös spá- manns. Fáni landsins er grænn, sem er hinn helgi litur þeirra trú- arbragða, og skreyttur sveröi og trúarjátningu Múhameðinga. Þetta land er nú i einum hvelli komið i röð áhrifamestu rikja, og ' stjórnmálamenn og blaðamenn um allan heim kalla Feisal kon- ung mann ársins 1973. Feisal þessi, sem ræður meiri oliu en nokkur annar landsfaðir svo vitað sé, stjórnar þegnum sin- um, sem eru eitthvað á milli fimm og átta miljónir að tölu, ennþá að miðaldasið. Múhameð kallinn sjálfur og kalifarnir hafa varla verið fornmannlegri i þankagangi en hann. t þessu landi er konungurinn sem sé engin úr- kynjuð toppfigúra, með það sem aðalhlutverk að láta ljósmynda sig fyrir afþreyingarblöð, heldur ákveða tilskipanir hans hvaðeina sem gerist milli Persaflóa og Rauðahafs. t ráðuneytunum i Ri- ad og Dsjidda vinna menn, sem aldrei hafa i aðra skóla komið en þá, sem hafa það eitt hlutverk að Saudi-Arabía á stærsta gjaid - eyrisvarasjóö þriöja heimsins > Lækningar eru þar ókeypis og almannatryggingar í lög leiddar Konum er þannað aö aka bíl, þær verða aö ganga með blæju » Afbrotamenn eru höggnir eöa aflimaöir opinberlega Afhöggvin hönd þjófs hengd upp öðrum breyskum til viövörunar. Refs- ingar fara fram opinberlega f Saudi-Arabiu. Stúdentar I tækniskóla I Rfad. Námsmenn eru styrktir ríkulega og þeir bestu kostaöir til náms erlendis. kenna mönnum að lesa og út- skýra Kóraninn. A konum er hafður þó nokkuð strangur agi i landi þessu, og má þar til nefna að þeim er bannað með lögum að aka bil. Dauðadæmdir menn eru tekniraf opinberlega almúganum til viðvörunar. Morðingjar eru hálshöggnir með sverði á fjöl- mennustu markaðstorgum, og áður en dóminum er fullnægt er venja að dómarinn kunngeri hann i hljóðnema, þvi að nú vantar ekki tæknina. Kvenstúdentar að tjaldabaki Þetta miðaldaréttarfar er þó aðeins ein hlið Saúdi-Arabiu nú- timans. Þetta riki hefur lika ný- tisku sjúkrahús, þar sem allir þegnarnir eiga rétt á ókeypis læknishjálp. Þar eru lika lög- boðnar skyldutryggingar. Byggð hafa verið fimm iðjuver, sem af- selta sjó, námsmenn eru rikulega styrktir og þeir bestu kostaðir til náms erlendis. t Saúdi-Arabiu slær semsagt miðöldunum og nýja timanum saman á furðurlegasta hátt. Og oft er nýtisku tækni beitt til viö- halds miðaldavenjum. Abd-ei-Asfs-háskólinn f Dsjidda veitir kvenstúdentum viðtöku. En samkvæmt reglum trúarinnar verður að girða þær af með tjöld- um, þegar þær sækja fyrirlestra, svo að hvorki prófessorarnir né karlkyns samstúdentar megi bera þær augum. Ef þær þurfa að spyrja kennarana einhvers, verða þær að gera það simleiöis. Þetta á sér auðvitað sinar skýr- ingar i sögu landsins. Það var ár- hundruðum saman útkjálki, sem gráðugustu landvinningasoldán- ar og nýlenduveldi naumast eða ekki nenntu að leggja undir sig, en svo uppgötvuðu landsmenn allt I einu fyrir fáeinum áratugum að undir eyðisandinum þeirra heita flaut allt i oliu. önnur múham- eðsk riki, sem urðu slikrar náðar Aila aðnjótandi, hagræddu þjóð- félögum sinum aö meira eða minna leyti til samræmis vest- rænum fyrirmyndum, en Saúdi- Arabia righélt sér i boð og bönn Kóransins. Fyrir tvö hundruð og þrjátiu árum hafði lærdómsmað- ur og prédikari að nafni Abd el- Vahaíí) tekið höndum saman við Múhameð nokkurn Ibn Saúd um að færa trúrækni landsmanna til sins upprunalega forms. Mú- hameð Ibn Saúid var fursti yfir Nedséd i Arabiu noröaustan- verðri og af honum er Feisal kon- ungur kominn og sú ætt. Þeir strangrétttrúuöu Múhameðingar, sem fylgja kenningum þeirrar fjölskyldu og predikarans læri- föður þeirra,eru kallaðir Vahabit- ar eftir honum. Gamli Saúd Abd el-Asis Ibn Saúd, faðir Feisals, lagöi undir sig mestan hluta Arabiuskaga á tuttugu ár- um, og 1932 lýsti hann yfir stofnun konungsrikisins Saúdi-Arabiu. Gamli Saúd var tveggja metra hár og kjarnakall á sinn hátt. Hdnn átti nokkur hundruð sona og dætra (dæturnar nennti hann aldrei að telja) og sættist við aðr- ar furstaættir og ættbálka með þvi að gifta þeim dætur sinar en taka þeirra dætur til eignar son- um sinum. Svo að segja allar á- hrifastöður rikisins eru i höndum Saúd-ættarinnar og ættar el-Va- habs, sem eru margtengdar blóö- böndum. Þessir ráðamenn voru svo sanntrúaðir að þeir fengu Ibn Sajid konung til þess að banna ritsima i landinu 1927, á þeirri forsendu að sú tækni hefði ekki fyrirfundist i tið Múhameös spá- manns. Þeir fengu lika bannað að bænir úr Kóraninum væru tónað- ar i útvarpið, sem þeir töldu beint frá andskotanum komið. Feisal konungur Og svo kom olian A fjórða áratug aldarinnar fóru bandariskir oliuhringar að dæla hiö svarta gull úr jörðu i Saúdi- Arabiu. Forustumenn þeirra höfðu engan áhuga á mönnum fyrir ættgöfgi og ekki heldur þótt þeir kynnu Kóraninn utanbókar; þeir spurðu eftir mönnum með vestræna tækniþekkingu. A sjötta áratugnum störfuðu sjötiu þúsund manns að verslun og iðnaði i landinu, nú er sú tala komin yfir miljón. Fyrir siðari heimsstyrjöld voru opinberir starfsmenn nokkur hundruð, nú eru þeir yfir hundrað og fimmtiu þúsund. Þetta eyðimerkurriki, sem áð- ur hafði ekki haft tekjur af neinu nema pilagrimum, auðgaöist nú með eidingarhraða. Tekjur rikis- ins — sem nú eru næstum allar af oliunni — námu hundrað miljón- um sterlingspunda 1953, en kom- ust upp i miljarð punda siðastliðið ár. Gjaldeyrisvarasjóður rikis þessa nemur nú þremur miljörð- um dollara og er sá stærsti i Þriðja heiminum. 1975 verða það sennilega orðnir fimm miljarðar dollara. „Tveir mestu atburðir sögu okkar”, sagði fyrrverandi oliu- málaráðherra Abdalla Túreigi, ,,eru fæðing Múhameðs spá- manns og fundur oliunnar”. Lögreglu- þjónar í hrossa- smölun Nokkuð mun hafa borið á þvi að undanförnu að hross væru á flæk- ingi i Akureyrarbæ, og hafa sum- ir þar litiö þessa ferfætlinga ó- hýru auga. Skömmu fyrir jól lét lögregla staðarins til skarar skriða og smalaði um 40 hrossum sem þóttu vera á vergangi innan bæjarmarkanna. Var eigendum siðan gert að sækja hrossin, og mun ekki hafa staðið á þvi. Hestamenn á Akureyri telja bæjaryfirvöldin bera nokkra sök á þessum flækingi reiöskjóta sinna. Hvorki meira né minna en 600 hross munu vera i eigu Akur- eyringa og hafa hestamenn ekki fengið viðunandi haglendi fyrir hrossin. Telja þeir að bæjaryfir- völdin hafi i engu sinnt beiðni um útvegun bithaga, og þess vegna ráöist hófaljónin inn fyrir bæjar- múrana.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.