Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 8. janúar 1974 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15 39 ára gömul flug- vél SIÐAN UMSJON: SJ Flugvélin hér á myndinni var upphaflega byggð i Þýskalandi árið 1935 og er af gerðinni Junker. Þjóðverjar notuðu hana i Noregi á striðsárunum en eftir stríð komst hún i eigu SAS og var notuð á innanlandsleiðum i Noregi til ársins 1956. Arið eftir var hún seld til Ecuador, en nú er hún auglýst til sölu i Banda- rikjunum. Eigandi vélarinnar, sem býr i Illinois, segir að vélin sé sú eina af þessari gerð i Ameriku og hún sé i mjög góðú ásigkomulagi og tilbúinn til far- þegaflugs hvenær sem er. Úr þvi við erum farnir að ræða um SAS, þá skilaði félagið 84 miljónum sænskra króna i nettóhagnað á sl. ári, en reikningsári SAS lýkur um mánaðamótin september, októ- ber. Hvað verður á næsta ári er erfitt að segja fyrir um, en SAS taldi nú um áramótin að félagið yrði að draga úr eldneytisorku um fjórðung þegar i byrjun árs. Hagfræði? Þeir hækka vinið svo að þeir geti greitt hærra kaup til að fólk geti haldið áfram að kaupa sama magn af vini. Caldwell vinsæll eystra Rithöfundurinn Erskine Cald- well, sem nýlega varð sjötugur, brá sér til Sovétrikjanna fyrir nokkrum mánuðum til að eyða rúblum sem safnast höfðu þar saman sem höfundarlaun. Bækur Caldwells hafa verið gefnar út i yfir 1,5 miljónum eintaka i Sovétrikjunum siðan árið 1938. I tilefni sjötugs- afmælisins héldu sovéskir starfsbræður Caldwells veislu mikla skáldinu til heiðurs, en það gat ekki verið viðstatt fagnaðinn. Bíll lokaöur inni í 57 ár Margt er skrýtið i kýrhausnum. Arið 1916 dó i Bournemouth á Englandi faðir þriggja kvenna, sem hétu Amy, Katie og Ada Jones. Gamli SALON GAHLIN — Þau urðu að fresta brúðkaupsferðinni — fengu enga barnapiu. maðurinn hafði keypt sér bil árið 1910 og við andlát hans ákváðu systurnar að læsa bilinn inni i bilskúr.Þegar svo Amy dó siðust systranna siðastliðið sumar, þá orðin 95 ára gömul, var billinn enn óhreyfður i bilskurnum og auðvitað orðinn afar verðmætur sem safn- gripur. Billinn, sem er af gerðinni Argyll, verður seldur á uppboði. En þá vaknaöi 'vaktmaöurinn Bankaræningjar i borginni Townsend i Bandarikjunum voru búnir að búa sig vel undir að ræna verslunarbanka staðar- ins og lögðu sérstaka vinnu i að kynna sér viðvörunarútbúnað- inn. Þeir komust inn i bankann, tóku viðvörunarkerfið úr sam- bandi og hófu siðan starf sitt. Ekki leið á löngu þar til þeir stóðu upp við vegg i upp- graftarstellingu. Ástæðan var sú, að um leið og þeir rufu raf- magnið fór það lika af rafhitaðri ábreiðu vaktmannsins, sem vaknaði skjálfandi af kulda, og grunaði um leið að ekki væri allt með felldu. Dagblað eitt í New York brá sér á leik um daginn og auglýsti i kaup- og söludálki, að til sölu væri útvarp, sem hefði ein- stakt gildi sem söfnunar- gripur, þar sem það hefði verið í eigu Kristófers Kólumbus. 28 manns gáf u fram næsta dag fullir á- huga á að kaupa þetta merkis útvarp. Mikill áhugi er nú meðal skólafólks í Bandríkjun- um á hagfræði og er aðal- ástæðan talin vaxandi verðbólga og hækkun á matvöru. Bandarískir skólafrömuðir eru nú að undirbúa hagfræði- kennslu í gagnfræðaskól- um og einn prófessor hef- ur boðist til að hef ja hag- fræðikennslu á barna- heimilum! A Kópavogsbúar Tilkynning um sorphauga Athygli skal vakin á þvi að frá og með 1. janúar 1974 eru sorphaugar Kópavogs á sama stað og sorphaugar Reykja- víkur — viö Gufunes. Það skal tekið fram að frá sama tíma er Kópavogsbúum óheimilt að fara með hverskonar sorp eða úrgang á sorp- haugana sunnan Hafnarfjarðar. Ibúum Kópavogs, sem þurfa að koma frá sér úrgangi, er þvi bent á að fara með allt slikt á sorphaugana viö Gufu- nes. Sorphaugarnir við Gufunes eru opnir sem hér segir: Mánudaga — laugardaga, kl. 8.00-23.00 sunnudaga, kl. 10.00-18.00 Rekstrarstjóri Heilbrigðisfulltrúi Kópavogs Kópavogs UNDRALAND Ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst skoppar, tistir og brunar. Fjölbreytt úrval. Komiö, sjáiö, undrist í UNDRALANDI Framlciði SÖLó-eldavélar af mörgum stærðum og gerð-. um, —einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaðii og báta. — Varahlutaþjónusta — Viljum sérstaklega bcnda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F. KLEPPSVEGI 62. — SIMI 33069. RAFLAGNIR SAMVIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viðgerðir, dyrasima og kallkerfa- uppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.