Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 1
Laugardagur 12. janúar 1974 — 39. árg. 9. tbl. 1 semBkAsTöm hf Duglegir bílstjórar Jóhannes Jóhannesson listmál- ari er þessa dagana aö leggja siðustu hönd á grfðarmikið mál- verk sem skreyta á heilan vegg I húsi lagadeildar lláskólans, Lögbergi (eða Lagakróki). Sýn- ir myndin Grim geitskör (geit- skór hét hann nú i minum barnalærdómi) þar sem hann leitar þingstaðar á Þingvöllum. myndin er 2.50x4.50 metrar á stærð og IjósmyndAfH blaðsins tók þessa mynd af henni á vinnustofu málarans á föstu- daginn. —ÞH 00 •?> - , Grímur geitskör á Þing- vollum Eðvarö Sigurðsson Sjálfkjörið i stjórn Dags- brúnar i gær rann út frestur til að skila framboðslistum við stjórnarkjör í Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Aðeins einn listi kom fram og er stjórnin sjálfkjörin, en hún er þannig skipuð: Eðvarð Sigurðsson, formaður, Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður, Halldór Björns- son, ritari, Pétur Lárusson, gjaldkeri, Andrés Guðbrandsson, fjármálaritari, Baldur Bjarnasbn og Pétur Kr. Pétursson, með- stjórnendur. t varastjórn eiga sæti: Ragnar Geirdal, Högni Sigurðsson og Gunnar Hákonarson. Sömu menn skipa stjórnina nú og á siðasta ári, en Ragnar og Gunnar eru nýir varamenn. Sömu menn eiga sæti i aðal- stjórn og á siðasta ári, en tveir þeirra Dagsbrúnarfélaga, sem áttu sæti i varastjórn á siðasta ári eru nú komnir á annað félags- svæði og tóku þeir Ragnar Geir- dal og Gunnar Hákonarson sæti þeirra. Sjálfkjörið var einnig i trún- aðarráð Dagsbrúnar en i þvi eiga sæti 100 aðalmenn og 20 vara- menn. 5% loðnugjald lögfest Oliuverð til fiskiskipa óbreytt.25 miljónir í Lifeyrissjóð sjómanna Eins og skýrt hefur verið frá áður hér í Þjóðviljan- um hefur Lúðvík Jóseps- son,sjávarútvegsráðherra beitt sér fyrir því, að sett yrði sérstakt útflutnings- gjald á loðnuaf urðir, framleiddará þessu ári, er næmi 5% af útflutnings- verðmæti. í DAG 2 Hvað skyldi Flosi segja? 4 Leikdómur um sýningu Leikfélags Akureyrar á ,Haninn háttprúði’ Var þetta liður i gerð sam- komulags um fiskverð og skal gjaldið renna til að greiða niður verðá brennsluolium til islenskra fiskiskipa, svo að oliuverð hér- lendis til fiskiskipa verði ekki hærra á fyrstu 5 mánuðum þessa árs en það var i nóvember 1973. bá eiga 25 miljónir eða um 10% af tekjum sjóðsins að renna til lif- eyrissjóðs sjómanna. Um þessi efni hafa nú verið gef- in ú bráðabirgðalög er hljóða svo: 7 Laugardagspistill Árna Bergmann, og Árni skrifar um framhalds- leikrit sjónvarpsins ,,Hvað nú ungi maður''? 8 Dagur Þorleifsson: Her- stöðvarnar og heims- valdastef nan l.gr. „Greiða skal 5%, útflutnings- gjald af fob-verðmæti loðnuaf- urða framleiddraá árinu 1974 svo sem loðnumjöli, loðnulýsi, frystri loðnu og loðnuhrognum, þó ekki niðursoðnum eða niðurlögðum loðnuafurðum. Skal gjald þetta reiknað og innheimt á sama hátt og annaö útflutningsgjald af sömu vöru samkvæmt lögum nr. 19 16. april 1973 um útflutnings- fjald af sjávarafurðum. Á MORGUN 2 Rætt við unga íslenska konu, sem dvalið hefur í Grikklandi um ógnar- stjórnina þar o.fl. 3 Hvernig er hljóðið i upp- 2.gr. Tekjur af útflutningsgjaldi samkvæmt 1. gr. skulu renna i sérstakan sjóð. Skal sjóðnum varið til þess að greiða niður verö á brennsluolium til islenskra fiskiskipa, sem taka oliu hérlend- is, samkvæmt reglum, sem sjávarútvegsráðuneytið setur. Skal við það miðað, að oliuverð hérlendis til fiskiskipa verði ekki hærra á fyrstu 5 mánuðum ársins Kramhald á 14. siðu. hafi vetrarvertiðar? 4 Spjallað við fólk á nokkr- um afskekktum stöðum, þar sem samgönguerf ið- leikar hafa verið miklir. 7 Stofnað heimili fyrir drykkjusjúkar konur 8 Rætt við Argentínufólk á islandi Klukkan í Vestmanna- eyjum er ennþá tvö Frá fréttamanni Þjóðviljans i Vestmannaeyjum, Sigurjóni Jóhannssyni: — Það er með talsverðri eftirvæntingu að maður stigur upp í flugvél sem stefnir til Vestmannaeyja. Hingað hef ég ekki komið siðan um páska. Fokkerinn er þéttsetinn, enda blómleg byggð á ný i Eyjum að þvi hermt er. Við hlið mér situr drengur og er að heim- sækja pabba sinn i Eyjum, Braga ólafsson hjá Flugfélag- inu, en drengurinn á annars heima i viðlagsjóðshúsi i Kópavogi. Drengurinn segir alla Eyjapeyja langa aftur út i Eyjar. Á flugvellinum er allt eins og fyrir gos. Maður sér strax kunnugleg andlit og þegar maður heilsar og segist ekki hafa komið siðan um páska er horft á mann sem hálfgerðan landráðamann. Það er vissulega liflegt um að litast i þeim helmingi bæj- arins sem slapp svona nokk- urn veginn undarr gosinu.Búið er að hreinsa götur og garða og allsstaðar eru bilar á ferð. Það sem gleður augað fyrst og fremst eru barnapiur og mæður með barnavagna. Það eru viðast komin götu- ljós og ljós i húsum. Það er komið ljós- á skilti Útvegs- bankans og allir stafir i lagi. En klukkan i Útvegsbanka- húsinu er enn 2 eins og hún stöðvaðist nóttina sem gosið hófst. Þar fyrir austan er hraun- kanturinn og maður gengur ekki lengi þar, þvi allt er eins og um sl. páska. Eiturgufu- lyktin er sú sama, en að vfsu ekki nærri eins sterk. Gufur stiga viða' upp úr hrauninu, meira að segja úr öskulaginu i hliðum Helgafells. Þegar komið er i miðbæinn á ný, sést að verslun er komin I fullan gang. 1 gullsmiðaverk- stæði Steingrims Steinþórs- sonar ber mest á postulins- styttum. Rétt þar hjá er Magnúsarbakari i fullum gangi og þar tilkynning á vegg frá Likn, skemmtun fyrir aldraða, 60 ára og eldri haldin 10. jan. Svo sér maður inn i eins konar verslun, en engar vörur er þar að sjá, þárna er slangur af fólki. Hvað er þetta fóik að gera spurði ég? — Jú, það er að endurnýja i happdrætti Ht og tryggja eig- ur sinar hjá umboðsmanni einhvers tryggingarfélags. 1 kvöld er biósýning, Drakúla- mynd. Ég frétti að bátar hérna hefðu fengið góðan ufsaafla að undanförnu, en vegna erfið- leika á simasambandi innan- bæjar tókst mér ekki að fá nánari fréttir af aflabrögðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.