Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNLaugardagur 12. janúar 1974 GLENS Hvergi fær maður frið fyrir þessum hjólhýsalýð! 554 á Grund Loðna Landsleikur Framhald af bls. 4. voru vistmenn i ársbyrjun 149, 85 konur og 64 karlar. A árinu komu 51 kona og 37 karlar. Farnir: 34 konur og 23 karlar. Dánir: 1 kona og 0 karlar. I árslok voru vistmenn 179, 101 kona og 78 karlar. Samtals var heimilisfólkið i stofnununum 375 konur og 179 karlar = 554 og hafði þvi fjölgað um 37 á árinu. FÉLAGSLÍF Austfirðingamótið veröur aö Hótel Borg í kvöld laugardaginn 12. jan. og hefst með borðhaldi kl. 19. Framhald af bls. 1 1974 en það var i nóvembermán- uði 1973. Þá skal 25 miljónum króna af tekjum sjóösins varið til lifeyris- sjóðs sjómanna, eftir nánari á- kvörðun ráöuneytisins. Jafn- framt skal tryggja, að sjóðirnir miði eftirlaunagreiðslur til sjó- manna við lægri aldur en gert hefur verið. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.” Gjört i Reykjavik, 11. janúar 1974 Kristján Eldjárn. (L.S.) Lúðvik Jósepsson. TAPAÐ Enn einu sinni hefur Guðmundur Haraldsson tapað tösk- unni sinni. Hún er brún að lit, með tveim smellum, þrem hólfum og nafn Guömundar letrað gullnum stöfum innan i henni. Finnandi vinsamlega skili henni á áuglýsingadeild Þjóöviljans og hlýtur hann ævarandi vináttu Guðmundar að launum. Framhald af bls. 11. tslenska landsliöið sem leikur gegn Ungverjum I dag verður þannig skipað: Markverðir: Leikir , Mörk 1. ólafur Benediktsson Val 25 12. Gunnar Einarsson Haukum 13 Aðrir leikmenn: 2. Gunnst. Skúlas. Val (fyrirl.) 48 58 3. Gísli Blöndal Val 27 56 4. Viðar Símonarson FH 59 109 5. Einar Magnússon Vik. 41 95 6. Björgvin Björgvinsson Fram 56 81 7. Sigurbergur Sigsteinss. Fram 67 57 8. Ólafur H. Jonsson Val 63 140 9. Auðunn óskarsson FH 38 26 10. Axel Axelsson Fram 31 133 15. Hörður Kristinss. Armanni 19 42 ÍSLAND — UNGVERJALAND Háðir hafa veriö 4 landsleikir við Ungverja og allir tapast. Markitala 58—83. 2. mars 1958 Mgdeburg H.M. 16-19 9. mars 1964 Bratislava H.M. 12-21 26. febr. 1970Mulhouse H.M. 9-19 16. des. 1873 Rostock 21-24 Landsleikir islands frá upphafi: Alls leiknir 124 leikir, 57 heima og 67 erl. Dnnir 44, tapaðir 66, jafntefli 14. Mörk skoruö eru 2248 gegn 2185. 12 leikja skák í 4. umferð Fjórða umferð Skákþings Reykjavikur var tefld á fimmtu- dagskvöldið. 1 A-riðli urðu þessi úrslit: Jóhann Þórir Jónsson vann Björn Jóhannesson i 12 leikja skák. Ómar Jónsson vann Július Friöjónsson, Gunnar Gunnarsson vann Leif Jósteinsson. Jafntefli gerðu Björgvin Viglundsson og Andrés Fjeldsted, Bragi Hall- dórsson og Benóný Benónýsson. Biðskákir urðu hjá Birni Hall- dórssyni og Jóni Þ. Þór. Helgi ólafsson er efstur i B- riðli. Fimmta umferð verður tefld á sunnudag, en biðskákir á mánu- dag. — úþ Sjónvarp Framhald af bls. 7. hjá sér að setja bréf með andnasiskum áróðri i póstkassa manna. Hann á sér enga vitorðs- menn, en engu að siður nær Gestapo honum að lokum. Sterk bók um starfsaðferðir lögreglu- rikisins, sem fáir hafa imyndunarafl til að skilja fyrr en þær bitna á þeim sjálfum. Og úr þvi sjónvarp er á dagskrá á annað borð: mikið var það áhrifasterk mynd, sem Sviar hafa tekið saman um Chile og sýnd var á miðvikudaginn var. Ekki svo að skilja, að þeir sem vildu höfðu lesið um þessa hluti alla áður. En myndavél er enn mælskari, sé vel á henni haldið. Margir hafa sjálf- sagt mjög gott af aö sjá og heyra borgarakellingarnar sem fannst allt gott og sjálfsagt sem hinir nýju valdhafar gerðu. Þeim var rétt sama hvort menn voru drepnir. Þeir hlutu þá bara að hafa unnið til þess. Eða eins og hinn spámannlegi Kafka segir i upphafi bókar, sem var skrifuð fyrir eiginlegan fæðingardag fasismans: „Herra K. hlaut að hafa gert eitthvað af sér, þvi morgun einn komu tveir menn og tóku hann höndum.” Við skulum heldur ekki gleyma þvi að hinar velhöldnu Chilefrúr eru ekki einar um að elska her- foringjaklikuna heitt. Þann 14. okt. birti „húsmóðir” bréf i Vel- vakanda Moggans þar sem m.a. segir: „Ég og húsmæðurnar i Chile viljum sjálfar fá að skammta. Það þýðir litið fyrir almenning að menn fari rænandi, brennandi og drepandi með vopnum frá Rússum og kalli sig þjóöfrelsisfylkingar, meðan allir vita að þegar slikur lýður er tekinn við stjórnartaumunum, þá er úti um allt frelsi og sár vöntun á öllum lifsnauðsynjum vis. Þess vegna er það minnsta sem við getum gert ...,að vera áfram i Nato og vera fegin að Banda- rikjamenn skuli vilja vera hér”. Vonandi finnur þessa ágæta islenska ihaldskerling, hvers kyns sem hún i raun er, hjá sér hvöt til að bregðast enn við með andheitu bréfi út af þeirri mynd sem við nú-höfum séð. En reyndar voru það atriðin frá útför Pablo Neruda skálds, sem munu okkur sist úr minni liða. Arni Bergmann Félagsstarf eldri borgara Mánudaginn 14. jan. verður opið hús að Hallveigarstöðum frá kl. 1.30 e.h. Þriðjudaginn 15. jan. verður handavinna frá kl. 1.30 e.h. Hraðkaup Fatnaður I fjölbreyttu úrvali á alla fjölskylduna á lægsta fáanlegu verði. Opiö: þriðjud., fimmtud. og föstud. til kl. 10, mánud., miðvikud. og laugardaga til kl. 6. Hraðkaup Silfurtúni, Garðahreppi v/Hafnarfjarðarveg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.