Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 sykursjúka Göngudeild fyrir tekin til starfa í Landspítalanum í gær tók til starfa göngudeild fyrir sykur- sjúka i Landspítalanum. Er hún sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Verður hún fyrst um sinn til húsa í almennu göngu- deildinni á spítalanum, en ekki hefur verið á- kveðið hvar henni verður valinn staður til fram- búðar. Helgi Hannesson formaður Samtaka sykursjúkra rakti for- sögn þessa máls við opnun deildarinnar. Er hún sú að stuttu eftir að Samtök sykur- sjúkra voru stofnuð eða i febrúar 1972 ræddu fulltrúar þeirra við heilbrigðismálaráð- herra um nauðsyn göngudeildar fyrir sykursjúka. Ráðherra tók erindinu af velvild og skilningi og bað samtökin að semja greinargerð um þetta mál og senda ráðuneytinu sem myndi annast frekari aðgerðir. Þórir Helgason læknir samdi greinargerðina og var þá tekið til starfa við undirbúninginn. Nokkrar tafir urðu á fram- kvæmdum sem stöfuðu af hús- næðisskorti. Þórir Helgason sem verður yfirlæknir deildarinnar skýrði starfsemi þá sem verða mun á deildinni. Kom fram i máli hans að 20 — 30% þjóðfélagsþegnanna hefur erfðaeiginleika sykursýki. Sjúk- dómsins gætir þó ekki i öllum en rannsóknir hafa leitt i ljós, að 2% liða af einkennum sýkinnar en vægari skerðing sykurefna- skipta verður hjá 5 — 10% þjóð- félagsþegna. Er þvi en.sýnt að brýn þörf hefur verið á deild sem þessari. Deildin verður fyrst um sinn opin kl. 8 — 12 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Verkefni hennar er að greina sjúkdóminn eftir ábendingu lækna og veita hinum sykur- sjúka alhliða og ævilanga fræðslu um sjúkdóminn og með- ferð hans. Starfslið deildarinnar verður sérfræðingur i sykur- sýki, matarfræðingur, hjúkrun- arkona, félagsráðgjafi, meina- tæknir, bókari og ritari. Helgi Hannesson skýrði einn- ig frá þvi að Samtök sykur- sjúkra ákváðu að gefa deildinni tæki til blóðgreiningar. Hafa þau staðið fyrir fjársöfnun i þvi skyni og er málið þannig á vegi statt núna, að búið er að panta tækið en það er enn ókomið til landsins. Með tæki þessu er hægt að greina sykurinnihald blóðsins og skilar það niður- stöðu á 8 minútum i stað dags nú. Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri i heilbrigðisráðuneyti hélt einnig stutta tölu og sagði deild- ina tekna til starfa. —ÞII Erfitt er að manna smærri bátana en færri komast á loðnuskip en vilj a Könnun á vinnuaflsskorti lýkur eftir hálfan mánuð Snemma i vetur skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd til að kanna vinnuaflsskort i hinum ýmsu ver- stöðvum og leiðir til úrbóta. Formaður nefndarinn- ar er Haukur Helgason, hagfræðingur. Við spurðum Hauk, hvað liði störfum nefndarinn- ar og um útlitið. Ein af mvndunum á sýningu dönsku listmálaranna f Norræna húsinu. Myndin heitir „Vinterstemning” og er gcrð af Gunnar Saietz. (I.jósm A.K.) verður 95 ára á þessu ári. Hinir eru Kai Mottlau fæddur 1902, Gunnra Saietz fæddur 1936 og Poul Winther fæddur 1939. Sýning þessi er farandsýning og er Island þriðja landið sem hún gistir. Aður hefur hún verið i Stokkhólmi og Helsinki og héðan er ráðgert að hún fari til Noregs. VATNSLITAMYNDIR í NORRÆNU HÚSI I dag klukkan 16 verður opnuð i Norræna húsinu sýningin Þrjár kynslóðir i danskri vatnslitamynd- gerð. Þar eru verk eftir fjóra málara og er sextiu ára aldursmundur á þeim elsta og yngsta Aldursforseti hópsins er Sigurd Svane sem A sýningunni eru 82 myndir og eru þær allar til sölu. Er verð myndanna frá 150—1500 sænskar krónur. Sýningin verður opin daglega kl. 14—22 fram til 22. janúar og er I kjallara Norræna húss- ins. —ÞH fíyggingar i Reykjavik 1973 Hafin bygging á 1133 íbúðum- lokið við 794 Haukur sagði, að nefndin hefði enn ekki lokið könnuninni til fulls og taldi ekki timabært að fara með neinar tölur að svo stöddu, en væntanlega yrðu niðurstöður af könnuninni ljósar eftir svona 2 vikur. Hann sagði þó algerlega ljóst að vandinn væri ærinn i sam- bandi við minni vertiðarbátana viða um land, erfiðlega gengi að manna báta af stærðinni 50—150 tonn. Þetta væri að visu ekkert nýtt, þvi að svo hefði verið um all- mörg undanfarin ár, en þó væri vandinn öllu meiri nú, sem ékki kæmi á óvart þar sem 22 nýir skuttogarar hefðu komið til landsins á siðasta ári, sem ,óhjá- kvæmilega væru að meira eða aminna leyti mannaðir á kostnað bátanna. Haukur sagði, að erfiðleikar á að manna minni bátana hefði ýtt undir þá þróun, að fleiri þessara minni báta stunduðu botnvörpu- veiðar, þar sem um helmingi minni mannafla þyrfti til þeirra veiða en netaveiðanna. ELDURí HÚSGAGNA- VERKSTÆÐI 1 gær kom upp eldur i hús- gagnaverkstæði að Baldursgötu 30 i Reykjavík. Hafði þar kviknað i tætara og eldur komist i bólstr- unarló. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn og urðu engar skemmdir á vélum né húsnæði, en nokkuð af stoppinu ónýttist. Álfabrenna á morgun Akveðið hefur verið að álfadans og brenna, sem frestað var s.l. helgi fram á Melavelli n.k sunnu- dag kl. 17.00. Að álfadansi loknum verður flugeldasýning. Jafnframt hefur verið ákveðið að börn 13 ára og yngri fái ókeypis aðgang að skemmtun- inni. 120 skip á loðnuveiðar Varðandi ástandið núna sagðist Haukur vilja taka fram, að færri kæmust i skipsrúm en vildu á loðnuskipunum og væri þar bein- linis um biðlista að ræða, en talið er að loðnuskipin verði nú um 120, sem er 30—35 fleiri en i fyrra. Þá eru skuttogararnir einnig yfirleitt fullmannaðir og sömuleiðis flestir stærri vertiðarbátar. Það eru þvi fyrst og fremst út- gerðarmenn smærri vertiðarbát- anna, eins og áður sagði, sem eiga i erfiðleikum að tryggja sér mannskap, og svo er alíalvarleg- ur skortur á vinnuafli hjá ýmsum frystihúsum og fiskverkunar- stöðvum, en það er þó ærið mis- jafnt eftir landshlutum. Að lokum sagði Haukur, að nú i janúar væri allmikil hreyfing komin á þessi mál, og töluvert um að menn gæfu sig fram til starfa, sem aftur á móti hafi verið litið um fyrir áramót. Málin væru þvi að skýrast nú þessa dagana. Auk Hauks Helgasonar eiga sæti i nefnd þeirri, sem kannar vinnuaflsskortinn þeir Ingólfur Stefánsson frá Farmanna- og Fiskimannasambandi Islands, Ingólfur Arnarson frá LIÚ, Þór- arinn Arnason frá Fiskifélaginu og Guðmundur H. Garðarsson frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Solsénítsin og Hamsun MOSKVU 11/1 — Timarit sovéska menntamálarápuneytisins likti i dag Solsénitsin við norska rithöf- undinn Knut Hamsun að þvi leyti sem Hamsun var stefnt fyrir rétt að heimsstyrjöldinni lokinni vegna samúðar hans með Þjóð- verjum. Áberandi blaðamaður við Prövdu, Júri Sjúkof, sagði i dag, að Sovétfólk færi nú að missa þolinmæðina gagnvart svona „innri útflytjendum ” eins og Solsénitsin og Sakharof. Sýndi hann bréf þvi til sönnunar, enda hefði Solsi leyft sér að gagnrýna það helgasta af öllu, Lenin. 1 Reykjavík voru i smiðum nú um áramótin 1450 fbúðir og eru þar af 859 fokheldar eða meira. Á árinu 1973 hefur verið hafin bygg- ing á 1133 nýjum íbúðum. Lokiö var við 794 ibúðir á árinu, sem er 108 færri ibúðir en árið 1972, cn hafin var bygging á 238 fleiri ibúðum 1973 en 1972. 1 þessum töi- um eru ekki taldar með nýjar ibúðir i „félagsheimilum”. Þetta kemur fram i frétt frá byggingarfulltrúanum i Reykja- vfk. Það ibúðarhúsnæði, sem lok- ið var við að byggja á árinu 1973 er alls 33.449,3 fermetrar og 265.447 rúmmetrar. Af ibúöarhús- næði var tæplega 10% úr timbri miðað við fermetrafjölda en ann- að úr steinsteypu. Á árinu var lokið við byggingu 6.669,8 fer- metra eða 50.597 rúmmetra af húsnæði fyrir skóla félagsheimili o.fl. Af verslunar- iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði var lokið við 8662,8 fermetra eða 80.569 rúm- metra. Af byggingum, sem flokk- aðar eru undir iðnaöar- og geymsluhús o.fl. var lokið við 28.350 fermetra eða 229.955 rúm- metra. og af bilskúrurh, geymsl- um o.fl. 7.842,6 fermetrar eða 23.261 rúmmetri. Ibúðirnar 794, sem lokið var við skiptust þannig, aö 234 voru 2ja herbergja ibúðir, 235 þriggja her- bergja, 140 fjögurra herbergja, 133 fimm herbergja, 41, sex her- bergja, 7 voru sjö herbergja og ein ibúð eins, átta, niu og tiu her- bergja. 148 ibúðir voru i einbýlis- og tvi- býlishúsum úr steinsteypu, 597 ibúðir i öðrum ibúðarhúsum úr steinsteypu, 41 ibúð i timburhús- um og 8 ibúðir var lokið við með stækkun á eldra húsnæði. Meðalstærð nýbyggðra ibúða á árinu er cirka 336 rúmmetrar, eða um 18 rúmmetrum minni en árið 1972. Alls hefur verið lokið við að byggja á árinu i Reykjavik 84.974,5 fermetra eða 649.829 rúmmetra, sem er 8,70% minna en 1972.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.