Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 12. januar 1974 AF FLATKÖKU Flatkakan: Árshátíðarhljómkviða fyrir kór, hljómsveit og slagverk, samin í tilefni sjöhundruðára afmælis gamla sáttmála. Höf: Hrollgeir Snær Flutningur: Kviðukórinn og Árshátíðarsveitin Ég mun í framtíðinni, að áeggjan góðra manna, f jalla hér í blað- inu um alla þá tónlist, sem með sanni getur talist heyra undir þjóð- lega tónlist, eða ,,music pestilential". Ég vil taka það skýrt fram strax í upphafi og leggja á það mjög ríka áherslu — eins og aðrir listgaggrínendur, sem í blöðin skrifa, að ég hef nánast ekkert vit á tón- list, en mun eigi að siður ekki bregðast skyldu minni nú fremur en endranær og skrifa i framtiðinni hljómdóma eftir bestu vitund. Hve margar spurning- ar hlutu ekki að vakna á mánudaginn var, þegar sjálf Flatkakan var frumflutt i Háskólabíói. Flatkakan, sem alþjóð hafði beðið eftir i of væni og með höndina í háls inum allt frá því að hún var samin árið 1962 í til- efni sjö alda afmælis Gamla sáttmála. Meðal annars hlýtur sú spurning að vakna-. Hvers vegna hefur þjóð- in ekki fengið að njóta Flatkökunnar fyrr? Hvers vegna hefur Flat- kakan legið lokuð niðri á kistubotni í fórum Eyglóar Hrollgeirsdótt- ur óflutt í rúman ára- tug? Þetta hljómverk! Þessi kviða, sem með sanni má kalla höfuð- verk íslenskra tónskálda fyrr og síðar án þess að hinum sé gert rangt til. Hvers á Flatkakan eig- inlega að gjalda? Hroll- geir Snær — höfundur Flatkökunnar,segir svo í hljómskrá: ,,Ég var ekki lengi að kompónera Flatkökuna. Það var eins og mér birtist vitr- un að kvöldlagi einhvern tímann á Þorranum. Kviðan átti að vera þjóðleg og með hliðsjón af því hafði églengi haft kleinuna eða jafnvel laufabrauð í huga, en á þorrablóti tónskálda i Tónabæ þar sem ís- lenskur matur var fram borinn var eins og eld- ingu lysti niður í höfuð mér, þegar ég sá flat- kökuna í öllu sínu skarti í troginu. Flatkakan! Flatkakan! Og ég fann hvernig strófurnar öðl- uðust líf. Sjálft tónverk- ið Flatkakan stóð mér fyrir hugskotssjónum eins og opinberun og fullbúið. Kviðan var i heiminn borin. Hvers vegna hafði mér ekki dottið þetta fyrr í hug? Eða hafði ég alltaf vitað það í undirmeðvitund- inni að það væri f latkak- an, sem hlyti að verða yrkisefni mitt? Þetta varð svo undur Ijóst. Flatkakan þarna i trog inu var nákvæmlega eins og gamalt bókfell, skorpin og dökkbrún með svörtum skellum. Og sú himneska stað- reynd blasti við mér að flatkakan hafði í raun og réttum sanni leyst bókfellið af hólmi. Þjóðarréttur islendinga hafði raunar verið bók- fell allt fram fil þess dags að þjóðin tók að nærast á flatkökunni. Gamli sáttmáli hefði þess vegna eins getað verið skrifaður á flaf- köku og við tónskáldin þarna í Tónabæ á þorra- blótinu getað verið að gæða okkur á bókfellinu sem Gamli sáttmáli var skráður á, því ekki vant- aði viðbitið. Eg þreif eina flatköku uppúr troginu, þaut heim eins og byssu- brenndur og hóf að semja hljómkviðuna Flatkakan, sem hér verður flutt í kvöld." Svo mörg voru þau orð snillingsins. Ekki var þorrinn liðinn, þegar hin stórfenglega, þjóðlega og hrikalega hljóm- kviða Flatkakan var til- búin til flutnings fyrir tvöhundruð manna kór og hljómsveit. Nú hefði verið ætlandi að framámenn í tón- mennt landsmanna hefðu tekið Flatkökunni opnum örmum og tekið hana umsvifalaust til flutnings á sjálfu sjö alda afmæli Gamla sátt- mála, en ekki var þvi að heilsa. Ýmis viðaminni verk virtust hafa alger- an forgang og má í því sambandi nefna níundu sinfóniu Beethovens og Hámoll messuna sem vart er hægt að gera sér i hugarlund að eigi meira erindi til þjóðar- innar en Flatkakan. Um tima leit út fyrir að verkið yrði tekið til flutnings á fiskkveðju- hátíðinni i Grimsby und- ir nafninu ,,Pastry prostrate in A flat" en úr því varð þó ekki, enda hefði það orðið tónf röm- uðum islensku þjóðar- innar til ævarandi skammar. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa meira um þessa hrikalegu tónleika, en þar kom fram hver sigurvegarinn af öðrum, en lokasigurinn vannst þó sannarlega, í loka- kaflanum, sem Þjóð- verjar kalla gjarnan ,,Durchfall", en i miðri diaríunni féll gestasöng- konan Raja Batis í öng- vit og var það sannkall- aður Grandfínale, sung- inn i afectuoso stíl. Flatkakan hefur sigrað. Vér erum dauðlegir menn, sem eigum fyrir höndum að falla fyrir manninum með Ijáinn, en Flat- kakan mun lifa um ókomnar aldir, sem tákn þeirrar menningar, sem hér hefur blómstrað síðan Gamli sáttmáli var undirritaður. Sannarlega rís Flat- kakan hæst í lokakafl- anum (grandfínalnum) þegar kviðukórinn syngur í hrikalegum fortissimó: ,,En Flatkakan ávallt mun fylla þitt brjóst og fagnandi gleði sem eilífðin skóp og þjóðin mun hylla þig leynt bæði og ljóst og lengi mun óma vort flatkökuhróp.” Hljómdómur Geirvar Páll skrifar um á rshátíða rf I ut ni ngi n n á Flatkökunni Telur Páll ekki einsœtt að sýna flámœlinu meiri sóma? Jeg get ekki stillt mig um að biðja Bæjarpóstinn fyrir fáein orð til Páls Bergþórssonar vegna greinarkorns um ..framburð, stafsetningu og umburðarlyndi”, sem Þjóðviljinn birti 11. des. s.l. Það eru raunar einkum tvær spurningar sem mig langar til að fá svar við: Alitur Páll ekki að það hafi ver- ið mjög misráðið þegar kennarar tóku sig til f'yrir allmörgum ár- um og útrýmdu að mestu leyti, að mjer er sagt, flámæli. Og ef hann skyldi nú álita að þetta hafi verið rjettmætt, hvers á þá blessað flá- mælið að gjalda? Stuðlar það kannski ekki að litriki og fjöl- breytni eins og hver önnur mál- lýska? Og hafi þetta framtak kennaranna verið órjettmætt, álitur Páll þá ekki einsætt að snúa vörn (uppgjöf?) i sókn og sýna flámælinu meiri sóma og hlynna að notkun þess? — Og um linmælið ætti að taka til athugunar hvort nokkur mein- ing er að láta staðar numið á þvi stigi sem nú er almennast. Einu sinni heyrði ég mann segja skýrt og greinilega (i útvarpi) láða.þar sem venjulegir linmælismenn segja láda, en harðmælismenn segja láta.lSama þróunin og t.d. i dönsku lade, framborið laðe). Þetta eykur fjölbreytnina. — Væri annars ekki langeinfald- ast og best að spara sjér alt rex og pex um framburð og stafsetn- ingu og lofa hverjum að syngja með sinu nefi? Þó nokkur beiskja sje kanski i þessum pistli, þá vona jeg að Páll finni þar engan ofsa. Hinu leyni ég ckki að jeg er jafn ósammála Páli og jeg er sammála öðrum á- gætum Borgfirðingi , Helga J. Halldórssyni: Sunnlenska lin- mælið og norðlenska kv-ið ætti að leggja niður. En það yljar mjer altaf um hjarta að heyra vest- firska framburðinn svokallaða og hornfirska rn-framburðinn þó að hvorugt sje mjer munntamt. Sunnudagsgangan 13/1. verður með Leiruvogi. Brottför kl. 13 frá B.S.Í. Verð 200 kr. Ferðafélag tslands. Kvenfélag Háteigssókn- ar býður eldra fólki i sókninni til samkomu i Domus medica sunnudaginn 13. janúar kl. 3 siðdegis. Fjöl- breytt skemmtiatriði. Stjórnin. Auglýsinga síminn er17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.