Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. janúar 1974 UÚOVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓOFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag I*jóftviljans Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvalds$on Kitstjórn, afgreiftsla, auglvsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) 'Askriftarverft kr. 360.00 á mánufti Lausasöluverft kr. 22.00 Prentun: Blaftaprenl h.f. Á LANDIÐ AÐ VERA VARNARLAUST? Á landið að verða varnarlaust? Þetta er hið daglega mottó ihaldsskrifanna um herstöðvamálið. Þeim svarar Timinn þannig að Morgunblaðið vantreysti NATO; okkur sé nægileg vörn i þvi að vera aðilar að þessu hernaðarbandalagi. Þjóð- viljinn er annarrar skoðunar. Þjóðviljinn telur þvert á móti, að aðeins sé hálfur sig- ur unninn með þvi að koma hernum úr landinu og losa okkur úr hernaðartengsl- um við Bandarikin. Fullur sigur væri unn- inn er við hefðum sagt okkur úr Atlants- hafsbandalaginu, komið hernum úr land- inu og þar með rift öllum tengslum ís- lendinga við hernaðarbandalag. En á landið þá að vera varnarlaust? Til hvers er herliðið? Hvers eðlis eru þær varnir sem það veitir íslendingum? Fyrst er okkur sagt að herstöðin sé til varnar gegn rússneskri árás á Bandarik- in. Áreiðanlega er hlegið dátt að þessari einfeldningslegu röksemdafærslu i hernaðarráðinu i Washington. Ef Sovét- rikin ætluðu sér að ráðast á Bandarikin yrði það litil sigurför ef þau hafa i sinum herbúðum hershöfðingja sem væru svo heimskir að ætla sér að fara um ísland i árásarherferðinni gegn Bandarikjunum. En halda menn þá að herinn i Miðnesheiði geti varist rússneskri árás; halda menn að nokkur þúsund manns i Keflavik geti staðst hinn óttalega rússneska björn? Hver maður sér að slikt er helber fjar- stæða. En herstöðin á Miðnesheiði gæti dregið að sér árás, þvi herstöð er segull á andstæðinginn hver sem hann er.Þess vegna er herstöðin hættuleg okkur Is- lendingum. Okkur er sagt að hernámið sé nauðsyn- legt vegna öryggis nágrannalanda okkar og þá fyrst og fremst Noregs. Samkvæmt þessu ættu Rússar að leggja lykkju á leið sina til íslands áður en þeir leggðu undir sig Noreg! Þessar staðhæfingar hernámssinna um varnirnar eru þvi gjorsamlega fáránlegar og út i hött. Það er að minnsta kosti ekki þungt gáfnapróf fyrir íslendinga að ráða fram úr þeim þvættingi sem Morgun- blaðið ber á borð. A að gera landið varnarlaust? — Landið er verra en varnarlaust meðan herstöðn er hér. Þýðingarleysi hennar kom i ljós i þorskastriðinu. Herinn i Miðnesheiði er ekki þar til þess að vernda íslendinga; hann er þáttur i úreltu hernaðarkerfi Bandarikjanna, sem komið var upp á kaldastriðstimanum allt i kringum Sovét- rikin. Þetta hernaðarkerfi var hugsað sem árásarkerfi. Svo kom sprengjan og þá hófst sá leikur að vopnum sem stórveldin hafa tiðkað siðan. Eiga íslendingar að vera varnarlausir einir allra þjóða i heiminum? — Hverjir hafa varnir gegn ægilegustu morðtækjum sögunnar, sem gætu tortimt heiminum á fáeinum sekúndum? Hvaða gagn skyldi vera i vörnum þjóða eins og Dana, Norð- manna, Tékkóslóvaka, Pólverja, Senegala eða Eþiópiubúa ef þangað væri beitt stórvirkustu múgmorðsvélum stór- veldanna? Allt bendir þvi til þess að íslendingum yrði best borgið án herstöðva, án aðildar að hernaðarbandalagi. íslendingar geta sigrað ægilegasta herveldi heims, ekki með vopnum, heldur með þvi að standa uppréttir sem sjálfstæð, fullvalda þjóð. Þannig væri ísland að sýna fordæmi — rétt eins og i landhelgismálinu — sem yrði öðrum styrkur. Sá styrkur myndi smám saman rifa niður valdakerfi stórveldanna. Af þessum ástæðum er okkur nú lifsnauðsyn að koma bandariska hernum úr landinu og að losa okkur úr öllum hernaðartengslum við Bandarikin. Eins og benti var á i upphafi er ágreiningur um það milli Timans og Þjóðviljans, Fram- sóknarflokksns og Alþýðubandalagsins, hvort ísland eigi að vera i NATO. Alþýðu- bandalagið féllst á þátttöku i rikisstjórn- inni, enda þótt ekki yrði á vegum rikis- stjórnarinnar hróflað við NATO, ef aðeins herinn færi og íslendingar ryfu hernaðar- tengsl við Bandarikin um leið og her- námssamningurinn félli úr gildi. Nú er kjartimabilið meira en hálfnað og litið bólar á efndunum. Endurskoðunartimi er útrunninn, næsta skref hlýtur að vera upp- sögn og ákvörðun um áfangaskipti við brottflutning hersins. Þjóðin hefur um þetta skýlaus loforð, en hún er hrædd um að stjórnmálamenn gleymi loforðum. Þess vegna er þjóðarviljinn itrekaður i Þjóðviljanum. Verði fyrirheit málefna- samningsins um brottför hersins svikið væru islenskir stjórnmálamenn að gefast upp fyrir hervaldi, sem við getum sigrað aðeins með þvi að standa uppréttir sem sjálfstæð þjóð. Svik i Iherstöðvamálinu væru svik við islenskan málstað. Herstöðvaandstæðingar vilja að nú á næstu vikum komi i ljós ótvirætt og afger- andi að herinn fari og íslendingar losni úr viðjum herstöðvasamningsins við Banda- rikin. Minningarrit um PETÖFI Skáldhetja Ungverja, Petöfi, átti 150 ára afmæli á sl. ári, og voru mikil há- tíðahöld í heimalandi hans af því tilefni. Einnig var Petöfis minnst á margvís- legan hátt í öðrum löndum. Nýlega kom út í Svíþjóð snoturt kver um skáldið, verk hans og hetjudauða. Vel hefði farið á þvi að Islend- ingar hefðu munað eftir Petöfi á hátiðarárinu, þótt menningar- samskipti Ungverja og tslend- inga hafi jafnan verið litil. Petöfi féll i baráttu fyrir frelsi föður- landsins um heyannir 1849. Ómurinn af byltingunum 1848—49 barst hingað til lands og varð m.a. kveikja til þjóðfundarins 1851, sem aftur er minnisverður atburður i okkar sjálfstæðissögu. Það er sænska forlagið Alm- qvisto. Wiksell sem gefur út bók- ina „Petöfi — ett minnesalbum”. Hinn þekkti bókmenntamaður Artur Lundkvist ritár' inngang, birt er efni eftir nokkra Ungverja, þar á meðal þá Weöres og Illyés sem fremst standa af núlifandi skáldum Ungverjalands. Þá er sýnishorn af þýðingum Petöfi- kvæða á sænsku siðustu hundrað árin. Auðvitað geldur Petöfi þess að hafa ort á tungu smáþjóðar. Al- kunna eru erfiðleikarnir á að koma Ijóðlist yfir landamæri þjóðtungnanna, en þeir magnast um allan helming þegar þýða skal úr litt þekktri tungu sem ekki er liklegt að skáld annarra þjóða til- einki sér. En meðal þeirra,sem til þekkja, er hiklaust fullyrt, að Petöfi standi i list sinni jafnfætis Heine og Púskin. Allir sem eiga ungversku að móðurmáli lúta honum i aðdáun, enda eru kvæði hans eitt af þvi sem menn læra við móðurkné. Artur Lundkvist segir m.a. um hetjuna og skáldið Petöfi: „Aföll- um þeim ungu skáldum sem hafa dáið fyrir aldur fram var hann sá yngsti. Enginn þeirra ieiftraði sem hann. Hann varð aldrei meira en unglingur, engum likur að bráðþroska og sóun á likams- kröftum. Aldrei hafði hann tima til að koma lifi sinu i fastar skorð- ur. I rikari mæli en Lemontof og Púsjkin, eða Keats, Shelley og Byron fékk Petöfi ljómann sem skáld og byltingarmaður, braut- ryðjandi i bókmenntum og þjóð- hetja. Hann minnir töluvert á slik stjörnuskot á bókmenntahimni siðari tima eins og Essenin og Mæjakofski, Attila József og Garcia Lorca. Þótt ótrúlegt sé varð Petöfi að- eins 26 ára gamall. Samt virðist hann skila fullu ævistarfi sem rúmaðist með einstæðum hætti innan spannar örfárra ára.”. hj— Mynd af Petöfi prýðir forsiftu minningarritsins. Sem en Isverksm iðja ríkisins: Aukin sements- sala árið 1973 Seldi nær 136 þús. lestir A s.l. ári seldi Sementsverk- smiöja rikisins 135.874 lestir af semcnti. Af þvi magni fór 2.302 lestir til virkjanaframkvæmda á Norftur- og Austurlapdi. Til hús- bygginga og allra annara fram- kvæmda hafa þvi farið 133.572 lestir á árinu. Á árinu 1972 nam salan alls 128.572 lestum, en þar af fóru 3.745 lestir til virkjanafram- kvæmda og 7.524 lestir til steypu i nýja Vesturlandsveginn. Til húsbygginga og allra ann- arra framkvæmda fóru þvi 117.303 lestir árið 1972. A árinu 1973 fóru, eins og áður segir, 133.572 lestir til þessara fram- kvæmda og er það um 14% aukn- ing frá fyrra ári. Á árinu 1973 voru fluttar inn 32.859 lestir af erlendu sements- gjalli. Arið 1972 voru fiuttar inn 12.207 lestir af sementsgjalli. A s.l ári voru ennfremur fluttar inn 1.600 lestir af sekkjuðu sementi til sölu innanlands. Framleiddar voru innanlands um 99.000lestir af sementsgjalli á s.l. ári. Á árinu 1972 var framleitt svipað magn, enda framleiðslu- getan nýtt að fullu bæði árin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.