Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. janúar 1974 ÞJóÐVILJINN — StÐA 5 Heljar- slóðar- orusta Ilundraö ára gömul gamansaga eftir Benedikt skáld Gröndal, Sagan af Heljarslóðarorrustu, er á janúardagskrá i Siðdegisstund Leikfélags Reykjavikur. Fluttir eru nokkrir kaflar úr sögunni og lesarar bregða sér i raddgervi spaugilegra þjóöhöfðingja, sem uppi voru á siðustu öld og ráð- gjafa þeirra i stritinu við að stjórna löndum. Þarua koma við sögu Napóleon þriðji Frakkakeis- ari og Franz Jósef Austurrikis- keisari, að ógleymdum íslending- um og islenskum þjóðháttum, sem setja svip sinn á lif höfðingj- anna i Fvrópu i gamansömum lýsingum Gröndals. Sagan af lleljarslóðarorrustu var frumflutt i Siðdegisstund sl. fimmtudag, en vcrður endurtekin i Iðnó i dag kl. 17.00. Flutningur- inn er undir stjórn Helgu Bach- mann. Þau Jón Hjartarson, Karl Guðmundsson, Valdemar Helga- son, Sólveig Ilauksdóttir og Kjartan Ragnarsson fara með hlutverk söguhetjanna. Bóksalafélag íslands 85 ára Bóksalafélag tslands er 85 ára i dag 12. janúar. t fréttatiikynn- ingu, sem félagið hefur sent frá sér af þessu tilefni,segir m.a.: ,,Fyrstu bóksalar á Islandi voru farandsalar, sem ferðuðust með bækur, ýmist á hestum eða ber- andi bókapinkla á sjálfum sér Skipulag kemst ekki á þessa dreifingu fyrr en þrir framtak- Burtfararpróf úr Tónlistarskólanum Leikur einleik með hljómsveit skólans í dag, laugardaginn 12. janúar kl. 3 i Háskólabiói, mun Snorri Sigfús Birgisson leika á tónleikum með Hljómsveit Tónlistarskólans i Reykjavik, undir stjórn Björns Ólafsson- ar. Snorri Birgisson er að ljúka einieikaraprófi frá skól- anum og hélt hann tónleika i desember sl. i Austurbæjar- biói, og var það fyrri hluti prófsins, A efnisskrá tónleikanna er Sinfónia i Es-dúr nr. 103, eftir Haydn, og pianókonsert i Es- dúr op. 73 eftir Beethoven. Þessir tónleikar eru þeir fyrstu af mörgum, sem Hljómsveit Tónlistarskólans mun halda i vetur á vegum skólans og annarra aðila. Vel- unnurum skólans er bent á að allir eru velkomnir að hlýða á tónleikana meðan húsrúm leyfir. samir bókaútgefendur i Reykja- vik tóku sig saman og stofnuðu Bóksalafélag tslands 12. janúar 1889. Menn þessir voru: Björn Jónsson, ritstjóri, Sigfús Eymundsson, bókaútgefandi og ljósmyndari, sem var formaður og Sigurður Kristjánsson. Fundargerðarbækur félagsins eru allar til frá upphafi. 1 fyrstu fundargerðinni er greint frá regl- um, sem samþykktar voru fyrir félagið. Þá eru þar bókuð ,,við- skiptaskilyrði Bóksalafélagsins við útsölumenn sina”, og jafn- framt er birt skrá yfir útsölu- mennina, 27 talsins, 1 dag eru útsölumenn Bóksala- félags tslands milli 90 og 100”. Og siðar segir: „Sem dæmi um mismunandi aðstöðu hér og i nágrannalöndum má geta þess, að i Noregi hafa stjórnvöld talið sér skylt að styðja við bakið á bókaútgáfu með margs konar aðgerðum á þeirri forsendu, að norska þjóðin, sem telur fjórar miljónir manna, sé svo litið málsamfélag, að þvi sé hætta búin ef bókaútgáfa og bóka- lestur drægist verulega saman, en hér á landi, i 200.000 manna málsamfélagi; hafa stjórnvöld á umliðnum áratugum jafnan skellt skollaeyrum við óskum islenskra bókaútgefenda um hliðstæðar að- gerðir. Það hefur alla tið verið eitt af baráttumálum félagsins að felldir yrðu niður tollar af bókagerðar- efni og skal það viðurkennt, að nokkuð hefur áunnist i þeim mál- um. Hins vegar hefur þeirri mála- leitan félagsins ekki verið sinnt að fella niður söluskatt af bókum, sem talið er sjálfsagt i ýmsum menningarlöndum og alls staðar hefur verkað örvandi á bóksölu. Svo sem áður segir var Sigfús Eymundsson fyrsti forinaður fé- lagsins, siðan gegndi formennsku i félaginu ólafur Runólfsson, Arinbjörn Sveinbjarnarson, Pét- ur Halldórsson, Gunnar Einars- son, Ragnar Jónsson, Oliver Steinn og Valdimar Jóhannsson. Núverandi stjórn l'élagsins er þannig skipuð: Orlygur Hálf- dánarson, form., Arnbjörn Kristinsson, varaform., Gisli Ólafsson, ritari. Hilmar Sigurös- son, gjaldkeri, og meðstjórnend- ur þeir Valdimar Jóhannsson, Böðvar Pétursson og Björn Jóns- son. Lögfræðilegur ráðunautur félagsins er Knútur Bruun. Samband ungra framsóknarmanna: Með brottför hersins hverfi allar kvaðir hemámssamningsins I Timanum i gær birtist grein frá Sambandi ungra framsóknarmanna þar sem itrekað er afstaða sambands- ins til herstöðvamálsins, en um leið lögð áhersla á nauðsyn þess að úr gildi falli allar kvaðir herstöðvasamningsins um leið og herinn fer úr land- inu. 1 Timanum er þannig að orði komist: ,,A fyrstu vikum og mánuð- um nýja ársins munu ungir framsóknarmenn lcggja á það liöfuðáherslu, að staðið veröi við fyrirheitið um brottför alls bandarisks herliðs af landinu fyrir lok yfirstandandi kjör- tfmabils. Það mun skapa sams konar ástand hér I varn- armálum og var áður en samningurinn frá 1951 var gerður. Eðlilegt er og sjálf- sagt, að með brottför hersins hvcrfi allar kvaðir~þess samn- ings úr gildi að islenskum lög- um, og að skuldbindingar okk- ar gagnvart NATO vcrði þær einar, s»m NATO-samningur- inn sjálfur og fyrirvaranir frá 1949, kveða á um”. Styrkir Vísindasjóðs auglýstir Styrkir Visindasjóðs árið 1974 hafa vcriö auglýstir lausir til um- sóknar, og er umsóknarfrestur til 1. mars. Raunvisindadeild annast styrk- veitingar á sviði náttúruvisinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarnorkuvisindi, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, liffræði, lifeðlisfræði, jarðfræði, jarðeðlis- fræði, dýrafræði, grasafræði, erfðafræði, búvisindi, fiskifræði, verkfræði og tæknifræði. Hugvisindadeild annast styrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- menntafræði, málvisinda, félags- fræði, lögfræði, hagfræði, heim- speki, guðfræði, sálfræði og upp- eldisfræði. Hlutverk Visindasjóðs er að efla islenskar visindarannsóknir, og i þeim tilgangi styrkir hann: 1. Einstaklinga og visindastofn- anir vegna tiltekinna rann- sóknarverkefna. 2. Kandidata til visindalegs sér- náms og þjálfunar. Kandidat verður að vinna að tilteknum sérfræðilegum rannsóknum eða afla sér visindaþjálfunar tii þess að koma til greina með styrkveitingu. 3. Rannsóknarstofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði i sambandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir. Umsóknareyðublöð, ásamt upplýsingum, fást hjá deildarrit- urum, i skrifstofu Háskóla Is- lands og hjá sendiráðum tslands erlendis. Athygli skal vakin á þvi, að ný gerð eyðublaða hafa verið tekin i notkun. Umsóknir skal senda deildarriturum, eða i póst- hólf Visindasjóðs nr. 609. Deildarritarar eru Guðmundur Arnlaugsson rektor, fyrir Raun- visindadeild og Bjarni Vilhjálms- son þjóðskjalavörður fyrir Hug- -visindadeild. Loðnan fœrir sig sunnar Rannsóknárskipiö Árni Friöriksson lá inni á Þórs- höfn á Langanesi um miðj- an dag i gær vegna slæmra leitarskilyrða, en eins og kunnugt er stundar Árni nú loðnuleit. Talsvert magn hefur fundist af loönu, og nú siðast fannst loðna nokkuð mikið sunnar en áður, eöa i landgrunnskantinum norð-aust- ur frá Fonti á Langanesi. Loðnan heldur sig i dreif ennþá og stendur djúpt og þvi vart hugsan- legt að ná henni meðan svo er. -úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.