Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. janúar 1974
/
Laugardagur 12. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Dagur
Þorleifsson:
Góöir áheyrendur.
Hannes Sigfússon kemst svo að
oröi i einu ljóða sinna:
Af dárahóp er Drottinn skóp
og dreifir sér á jarðarplani
af hverjum hundrað manna hóp
er hálfur sjötti Amríkani.
()g hcnnar auður, uxi og kind
og allt sem vér úr jörðu
brutum
er talin þeirra tekjulind
að tæpum sextiu
hundraðshlutum.
Hér er sem sagt undirstrikaö að
það himinhrópandi ranglæti, sem
felst i þeirri staðreynd, að Banda-
rikjamenn, sem aðeins eru tæp
sex prósent jarðarbúa, skuli þó
nytja sextiu prósent auðæfa jarð-
arinnar. Ég skal ekki fullyrða
nema þetta hlutfall hafi eitthvað
raskast siðan Hannes orti þetta
kvæði, bæði vegna þess að Vestur-
Evrópa, Japan og sósialisk riki
hafi siðan eflst mjög, svo og
vegna aukinnar hlutdeildar oliu-
framleiðslurikjanna i oliugróðan-
um. En nýlega var upplýst að
Bandarikin notuðu þriðjung allr-
ar orku, sem framleidd er i heim-
inum, og er það ljóst dæmi þess
að hlutdeild þeirra i heimsauðn-
um er ennþá margfaldlega meiri
en nemur fólksfjölda þeirra.
Völd yfir heims-
markaösverði
Nú segir það sig sjálft að þessi
óeðlilega mikla hlutdeild Banda-
rikjanna i auði heimsins er ekki
nema að nokkru leyti ávöxtur
þeirra eigin lands, svo viðlent
sem það þó er, fjölmennt, auðugt
og iðnþróað. Auður Bandarikj-
anna og valdaaðstaða i heiminum
I samræmi við hann stafar fyrst
og fremst af yfirráðum þeirra
yfir auðlindum annarra þjóða,
einkum Rómönsku-Ameriku, en
einnig viða annarsstaðar i Þriðja
heiminum, svo og hlutdeild þeirra
i fjölþjóðlegum auðhringum, sem
hafa gifurleg itök til dæmis i
Vestur-Evrópu, og ekki sist yfir-
ráðum þeirra yfir verði á hráefn-
um á heimsmarkaðnum, en þau
yfirráð hafa Bandarikin einkum
gegnum fjölþjóðlegu hringanna,
sem bandarisk auðfyrirtæki eiga
stærsta partinn i. Mikilvægi
þeirra yfirráða sýndi sig glöggt
meðan stjórn Alþýðueiningarinn-
ar sat að völdum i Chile, en þá
komu fjölþjóðahringarnir i fram-
kvæmd verðhruni á kopar, sem er
langhelsta útflutningsvara lands-
ins. betta hafði i för með sér svo
stórkostleg efnahagsleg vandræði
fyrir stjórn Allendes, að teljast
má til kraftaverka af hálfu þeirr-
Herstöövar og heimsvaldastefna
ar stjórnar að henni skyldi takast
að koma I veg fyrir algert efna-
hagslegt hrun. Við getum rétt til
samanburðar reynt að gera okkur
i hugarlund, hvernig færi fyrir
okkar þjóðarbúskap, ef fiskverðið
á heimsmarkaðnum hrapaði i
einni svipan um helming eða tvo
þriðju. En eins og kunnugt er, þá
stóðst alþýðustjórn Chile öll efna-
hagsleg tilræði bandariska
heimsvaldaauðvaldsins, og þá
var gripið til þess ráðs, sem fyrir
löngu er ljóst að er ófrávikjanleg
regla þess auðvalds að gripa til,
svo fremi það þori, ef önnur ráð
bresta til að halda itökum. óþjóð-
legri, innlendri borgarastétt, sem
lengi hafði verið á mála hjá
Bandarikjunum, eða nánar tiltek-
ið valdatæki hennar, hernum, var
beitt til þess að kæfa hófsamar og
varfærnar umbætur Alþýðu-
stjórnarinnar i blóði.
USA stakk undan
breska ljóninu
Vald heimsvaldaauðvaldsins
yfir heimsmarkaðsverði á hrá-
efnum hefur reynst svo máttugt
vopn, að svo er að sjá að núorðið
leggi auðhringarnir ekki eins
mikið upp úr þvi og áöur að hafa
eignarhald á auðlindunum sjálf-
um; þau geti á enn auðveldari
hátt hirt ljónspartinn af afrakstri
þeirra með þvi að hagræða
heimsmarkaðsverðinu eftir hent-
ugleikum.
A nitjándu öldinni og fram á þá
tuttugustu var Bretland voldug-
asta stórveldi heims og hafði að
mörgu leyti hliðstæða valdaað-
stöðu I heiminum og Bandarikin
hafa nú, og raunar meiri hlut-
fallslega. Heimsstyrjaldirnar
tvær léku efnahag breska heims-
veldisins hinsvegar hart; það var
stórskuldugt Bandarikjunum og
upp á þau komið efnahagslega.
Vatikan heimsauðvaldsins færð-
ist vestur yfir Atlantshafið, frá
City of London til Wall Street.
Þessar þrengingar breska heims-
valdaauðvaldsins notaði það
bandariska sér til aö stinga undan
þvi i bóksaflegri merkingu orðins,
þaö er að draga undir sig drýgsta
hlutann af þeim efnahagslegu i-
tökum, sem Bretar höfðu til þessa
setið að viða um heim.
Þetta gerðu Bandarikin þó ekki
með þvi að leggja undir sig lönd i
gamalli merkingu orðsins, það er
gera þau stjórnarfarslega háð
Bandarikjunum opinberlega, eða
meö öðrum orðum sagt að breyta
þeim i nýlendur. Ráðamenn
Bandarikjanna áttuðu sig vel á
þvi, að gamla nýlendustefnan
gekk ekki lengur; það varð að
beita nýjum aðferðum, sem ný-
lenduþjóðirnar, sem nú kröfðust
frelsis, og hugsanlegir keppinaut-
ar meðal annarra auðvaldsrikja
áttuðu sig ekki á. Franski hers-
höfðinginn Navarre, sem var sið-
asti yfirhershöfðingi Frakka i
Indókina áður en þeir gáfust upp
á hernaðinum og hypjuðu sig á
brott með nýlendustjórn sina og
her, lýsir á þennan hátt þeim að-
ferðum, sem kalla má sérein-
kenni bandarisku heimsvalda-
stefnunnar:
„Þjóðirnar halda að þær
séu frjálsar....”
,,Nú einbeita Bandarikin sér að
breska heimsveldinu og þó sér-
staklega okkar heimsveldi (það
er að segja þvi franska), en með
breyttum aðferðum. Þau þykjast
aöstoða nýlenduþjóðirnar. Þau
reisa herstöðvar i löndum þeirra.
Þau senda þangað óteljandi
sendinefndir, á sviði hernaðar,
efnahags, utanrikisþjónustu,
menningar og trúmála, og búa
þær gildum sjóðum. Þau gefa i
skyn að lifið myndi verða betra og
auðveldara — i það minnsta fyrir
leiðtogana — i svokallaðri frjálsri
umgengni við Bandarikin, fremur
en undir yfirdrottnun okkar. Við
öll tækifæri,sem gefast, tjá þeir
samúð bandarisku þjóðarinnar
með vonum nýlenduþjóðanna og
um leið andúð á okkur. A kerfis-
bundinn hátt hvetja þeir áfram
alla andstæðinga okkar. Þeir
kaila Sameinuðu þjóðirnar sér til
bjargar, ef nauðsyn reynist
smám sarrian ýta þeir okkur burt.
Þeir koma i stað okkar, en á nær
ósýnilegan hátt sem er aðeins
mögulegur fyrir tilstilli dollara-
valdsins. Það er enginn lands-
stjóri, en hinsvegar er til staðar
sendiherra Bandarikjanna, og án
hans leyfis er ekki hægt að gera
neitt. Þjóðirnar halda að þær séu
frjálsar, vegna þess að stjórnar-
völd eru af þeirra eigin kynstofni,
en þær sjá ekki að valdhafarnir
eru gjörsamlega háðir áhrifum
peninga, eru aðeins leppar
Bandarikjanna."
Að visu má gera þvi skóna að
núorðið sé ráðamönnum og upp-
lýstara fólki i svo að segja öllum
löndum orðiö ljóst eðli og aðferðir
bandarisku heimsvalda-
stefnunnar og að hún sé engu vin-
sælli nú en heimsvaldastefna
gömlu nýlenduveldanna var áður.
Hitt er svo annað mál að þrátt
fyrir það eru itök bandariska
heimsauðvaldsins viða sterk,
bæði vegna þrælataka sem þau
hafa á efnahag margra landa og
vegna þess að borgarastéttir
landanna eru beinir og óbeinir
mútuþegar þeirra, eða láta sér
lynda efnahagsleg og i rauninni
einnig stjórnmálaleg yfirráð
Bandarikjanna gegn stuðningi
þeirra til þess að halda völdum i
hlutaðeigandi löndum.
Herstöðvar og —
hernaðarbandalög
Hvaö sem þvi liður er ljóst að
andstaðan gegn bandarisku
heimsvaldastefnunni og
nýkólonialisma hennar fer vax-
andi, og það sáu bandariskir
ráðamenn snemma fyrir. Heims-
veldi sinu til tryggingar komu
þeir sér þvi upp frá og með siðari
heimsstyrjöld öflugasta her i
heimi, tæknilega séð að minnsta
kosti, og viðfeðmu herstöðvaneti
utan eigin lands. Nú eru her-
stöðvar Bandarikjanna erlendis
um þrjú þúsund talsins og mörg-
hundruð þúsund bandariskir
hermenn utan Bandarikjanna
sjálfra. Herstöðvarnar eru
dreifðar um allan heim, en flestar
eru þær annarsvegar i Vestur-
Evrópu, á Miöjarðarhafs- og
Norður-Atiantshafssvæðinu, en
hinsvegar i Suðaustur-Asiu og á
Kyrrahafssvæðinu.
Herstöðvaneti sinu til
tryggingar komu Bandarikin sér
upp eftir striðið keðju hernaðar-
bandalaga umhverfis sósialisku
löndin, en það er kunnara en frá
þurfi að segja að bandariska auð-
valdið óttast marxismann meira
en nokkuð annað i heimi. Það
stafarbæði af þvi að marxisminn
þýðir ógnun við það arðráns-
skipulag, sem bandariska heims-
valdastefnan byggir á, og er þvi
liklegur til að skapa grundvöll að
baráttu alþýðu manna. einkum i
þriðja heiminum. gegn heims-
valdastefnu Bandarikjanna, eins
og raunar hefur viða komið á
daginn. Bandariskir ráðamenn
munu naumast nokkurntima i
alvöru hafa óttast árás frá Sovét-
rikjunum, nema þá að sumir
þeirra hafi um siðir verið farnir
að trúa sinum eigin áróðursvaðli,
eins og oft hendir. Markmið
þeirra með hernaðarbandalög-
unum. — en þeirra er Nató lang-
öflugasta og má kalla það grund-
völl allra hinna -, var að einangra
sósialisku rikin stjórnmálalega
og efnahagslega, þannig að
tryggt yrði að þaðan gætu engin
hvetjandi marxisk áhrif borist til
alþýðunnar á áhrifasvæði Banda-
rikjanna.
Hvað Nató snertir sérstaklega
var það að sjálfsögðu ekki stofnað
til varnar gegn hugsanlegri
hernaðarárás frá Sovétrikjunum,
sem voru máttvana af blóðmissi
eftir heimsstyrjöldina, auk þess
sem auðugustu svæði þeirra voru
nánast i eyði eftir striðið og að
Bandarikin höfðu kjarnorku-
vopnin framyfir þau. Hinsvegar
voru kommúnisaflokkar margra
Vestur-Evrópurikja mjög öfl
ugir fyrst eftir striðið, enda
höfðu þeir víðast verið lifið og
sálin i andspyrnuhreyfingunni
gegn nasistum. Það gátu þvi virst
verulegar likur á þvi að sum
Vestur-Evrópulönd, og þá
einkum Frakkland og ttalia, yrðu
fljótlega sósialisk. Það má sem
sagt gera þvi skóna aö Nató hafi
fyrst og fremst verið stofnað gegn
aiþýðu Natólandanna sjálfra,
enda er i Natósáttmálanum
klásúla, sem vel mætti nota til að
réttlæta hernaðarleg afskipti eins
aðildarrikis af öðru, ef svo bæri
undir. Fjórða grein sáttmálans
hljóðar svo: „Aðilar munu hafa
samráð sin á milli, hvenær sem
einhver þeirra telur friðhelgi
landssvæðis einhvers aðila,
pólitisku sjálfstæði eða öryggi
ógnað." Það þarf ekki mikla get-
speki til að sjá, hvar hér liggur
fiskur undir steini.
Álit bandariskra á
ihaldi og framsókn
Afskipti bandarisku heims-
valdasinnanna af Islandi höfðu
raunar hafist nokkru fyrr en Nató
kom til sögunnar, eða á striðs-
árunum, þegar Bandarikin tóku
hér við af Bretum sem aðalher-
námsveldið. Ummæli Roose-
velts forseta á þessum árum leiða
i ljós að þá þegar voru banda-
riskir ráðamenn farnir að bolla-
leggja að ná tslandi á sitt vald og
gera það að útvarðarstöð i þeim
tilgangi að tryggja yfirráð sin á
Norður-Atlantshafi. Skjöl banda-
riska utanrfkisráðuneytisins frá
þessum tima, sem nú hafa verið
birt, sýna að Bandarikin voru
þegar frá upphafi hernáms
sins staðráðin i að hafa her
bækistöðvar i einhverri mynd
á Islandi til frambúðar, þótt
þau hétu islenskum stjórnar
völdum þvi hátiðlega að
hverfa á brott með her sinn að
striði loknu. Bandariskir ráða-
menn voru þess mjög hvetjandi
að tslendingar slitu konungssam-
bandinu við Dani og gerðust lýð-
veldi, þvi að liklegt var að það
gerði að verkum að við fjarlægð-
umst Evrópu stjórnmálalega og
nálguðumst Ameriku að sama
skapi, ekki sist ef það lægi i
augum uppi að lýðveldisstofnunin
færi fram með blessun Banda-
rikjanna. Viðhorf bandariskra
ráðamanna til islenskra stjórn-
málaflokka mótaðist mjög af
þessari viðleitni þeirra til að
breyta tslandi úr Evrópulandi i
Ameríkuland. Þeir höfðu illan
bifur á Sjálfstæðisflokknum, sáu
sem satt var að sá flokkur var
öðrum þræði dæmigeröur
ihaldsflokkur i stil við aðra slika
flokka i Evrópu, og raunar
einskonar eftirlegukind danska
nýlenduveldisins, auk þess sem
nasistar voru fjölmennir i flokkn
um. Slikur flokkur var þvi
liktegur til að vilja halda sem
fastast i tengslin við Evrópu.
Hinsvegar leist Bandarikja-
mönnum prýðilega á Fram-
sóknarflokkinn, sem þeir litu á
sem umbótasinnaðan milliflokk
nokkuð svo i stil við velterðar-
stefnu og liberalisma Roosevelts,
og töldu þvi öll rök hniga að þvi að
sá flokkur yrði hliðhollur nánari
samvinnu við Bandarikin.
Ahrifamesti ráðamaður Fram-
sóknarflokksins og SIS i þá daga,
Vilhjálmur Þór, varð i samræmi
við þetta að likindum mikilvæg-
asti tengiliðurinn i samskiptum
Bandarikjanna og tslands á
þessum árum. Þótt svo að engin
ástæða sé út af fyrir sig til að
harma að viö losuðum okkur við
Aldinborgarslektið og gerðumst
að forminu til sjálfstætt og óháð
lýðveldi. þá er að öllu athuguðu
likiega ekki svo mjög út i hött að
kalia lýðveldisstofnunina niður-
stöðu bandarisks samsæris með
dyggum stuðningi ákveðinna
islenskra stjórnmálamanna.
Nató neitar islensku
þjóðinni um tilverurétt
Framhald sögunnar þekkja
allir. Fyrst var það dulbúin
bandarisk herstöð á Keflavikur-
flugvelli, siðan þátttaka Islands i
Nató og loks ódulbúin bandarisk
herstöð i Keflavik.
Svo er látið heita af hálfu
Islenskra hernámssinna að þetta
tilstand sé til að tryggja öryggi
Islands gegn Sovétrikjunum. Nú
er það hinsvegar kunnara en frá
þurf« að segja að af hálfu Sovét-
rikjanna hefur Island aldrei sætt
minnstu áreitni, en hinsvegar
þurfi að segja að af hálfu Sovét
bandamannarikja okkar i Nató
hafa þrásinnis neitað að viður-
kenna yfirráðarétt okkar yfir
mikilvægustu auðlindum okkar,
fiskimiðunum, en það jafngildir
þvi raunar að tilverurétti islensku
þjóðarinnar sé afneitað. Ofan á
þetta hefur Bretland, eitt Nató-
stórveldanna og stofnandi Nató
ásamt Islandi, tvivegis beitt gegn
okkur vopnavaldi i tið bandalags
ins, og þrisvar alls á þriðjundi
aldar. Sú reynsla bendir ótvirætt
til þess, að stafi sjálfstæði okkar
og tilveru sem þjóðar hætta frá
einhverjum erlendum aðilum, þá
séu það ekki Sovétmenn, hvað
sem um þá má segja, heldur
einmitt svokallaðir bandamenn
okkar i Nató. Og það segir sig
sjálft að Nató i heild er samsekt i
þvi ofbeldi, sem Bretar hafa beitt
okkur. Samkvæmt Nató-sáttmála
eiga bandalagsrikin að koma
hverju og einu rikja bandalagsins
til hjálpar, sé á það ráðist, og það
segir sig sjálft að Bandaríkin
hefðu átt hægt með að knýja
Breta og Vestur-Þjóðverja til
undanláts i fiskveiðideil-
unni, bæði i þessu þorskastriði og
hinu fyrra, hefðu þau séð ástæðu
til. t þorskastriðunum hefur það
einmitt komið áþnifanlega i ljós,
að tengsli okkar við Nató og her-
stöðin hér eru ekfci ætluð fslandi
til varnar, heldur til styrktar
hernaðarbandalögum þeim, sem
Bandarikin og önnur auðvaldsriki
hafa til þess að tryggja úrelt og
ómanneskjulegt stjórnarfar i
eigin löndum*blygðunarlaust arð-
rán á Þriðja heiminum.
Fiskveiðideilan:
skopleikurað dómi kana
Það segir sig sjálft að vig-
búnaður Bandarikjanna á fslandi
hefur aldrei i einum eða neinum
skilningi verið miöaður við að
verja tslensku þjóðina. Hins-
vegar er áreiðanlega nokkuð til i
þvi, sem bandariskir ráðamenn
halda fram; að tsland sé banda-
riska stórveldinu og vestræna auð
valdsheiminum i heild mikilvægt
sem herstöð. Það er areiöanlega
miklu handhægara að fylgjast
með ferðum sovéska kafbátaflot-
ans suður i Atlantshaf frá
stöðvum á fslandi en það mundi
vera frá stöðvum til dæmis i
Grænlandi eða Skotlandi. En þá
kemur önnur spurning: Hvað
varðar okkur um öryggi auð-
valdskerfis Vesturlanda? Það
hefur sýnt sig áþreifanlega i
þorskastriðunum að það eru ein-
mitt þessi rfki, sem eru hin raun-
verulegu óvinariki okkar.Það eru
þessi riki, og engin önnur, sem
niðst hafa á fullveldi okkar eftir
siðari heimsstyrjöld. Það eru
þessi riki, en engrn önnur, sem i
þjónkunarskyni við stundarhags-
munaleg gróðasjónarmið auð-
hringa sinna neita okkur um
réttinn til að varðveita þær auð-
lindir, sem eru alger forsenda
fyrir áframhaldandi þjóðlifi, og
mannlifi. i landi hér. Newsweek,
sem þó er eitt hið virtasta og
sómakærasta af bandariskum
blöðum. fór háðulegum orðum
um fiskveiðideiluna við Bretland
og Vestur-Þýskaland, kallaöi
hana skopleik — comic-opera —
og hæddist að íslendingum fyrir
það hvað alvarlega þeir tækju
siikt og þvilikt. Þetta er dæmigert
fyrir þá virðingu fyrir sjálfstæði
og tiiverurétti islensku þjóðar-
innar, sem við eigum að mæta hjá
auðvaldsrikjum Vesturlanda. Það
erþvi vægt til orða tekiö þótt sagt
sé, að hagur þessara rikja sé ekki
okkar hagur, og öryggi þeirra
ekki okkar öryggi.
Keflavikurstöðin
yrði dauðadómur
jvjóðarinnar, ef.
Fyrir utan þetta er svo ljóst, að
okkur stafar bráður háski af
návist herstöðvarinnar, ef svo
skyldi fara að til striðs kæmi. Af
hálfu Bandarikjanna er litið á
tsland sem einskonar stólpa
i varnargiröingu sem vonaster til
að hægt sé að láta högg óvinarins
stöðvast á, ef strið skylli á. Þetta
hlutverk Islands i herstöðva-
keðju Nató sést meöal annars á
einum titli yfirmanns setuliðsins i
Kcflavík, sem er Commander of
Iceland Barrier Group. Gera má
ráð fyrir að af þessum sökum sé
Keflavikurstöðin svo mikilvæg,
að nokkurnveginn öruggt sé að
hún yrði fyrir árás, ef til ófriðar
kæmi. Ake Sparring, forstjóri
sænsku utanrikismálastofnunar-
innar, kemst svo að orði I grein,
sem birtist i fyrsta tölublaði Sam-
vinnunnar siðastliðið ár: llcr-
stööin i Keflavik er aö öllum lik-
indum svo mikilvæg, að hcnni
yröi eytt strax í upphafi
kjarnorkustriðs. Keflavik liggur
fimmtiu kilómetra frá Reykjavik,
höfuöborg islands, þar sem
nálega helmingur landsmanna
hefst viö. Ef vindátt stefndi beint
á Reykjavik og engar gagnráö-
stafanir heföu verið gerðar ...
gæti helmingur landsmanna látiö
lifiö af völdum geislunar.
Það segir sig sjálft að þvi færi
fjarri að við yrðum fullkomlega
öruggir fyrir dauða og eyðilegg-
ingu i heimsstyrjöld með ger.
cyðingarvopnum, þótl svo hér
væri enginn her, en með þvi að
láta herinn fara , og ég tala nú
ekki um ef við kæmum okkur úr
Nató, þá hefðum við að minnsta
kosti dregið úr hættunni á þvi að
þjóðinni yrði að hálfu leyti eða vel
það tortimt þegar i upphafi
kjarnorkustriös, sem annars væri
hægt að ganga að sem visu.
En þótt svo að ekki komi til
neins striðs, þá er islensku þjóð-
inni engu að siður mikill háski
búinn af návist herstöðvarinnar,
þótt sá voði sé ekki eins bráður og
hinn. Margsinnis hefur verið bent
á þá menningarlegu hættu, sem
lslendingum stafar af stöðinni
ásamt útvarpi hennar og
sjónvarpi. Þaö segir sig sjálft að
þar sem Bandarikjamenn viljá
tryggja her sinum hald hér til
frambúðar, er þeim i hag að
þjóðin aðlagist sem mest þeirri
umhverfisnýjung, sem návist
hersins felur i sér, sætti sig við
hana og telji hana sjáltsagöan
hlut. Frá sjónarmiði bandariskra
heimsvaidasinna væri auðvitað
best að bandarisk viðhorf á
ýmsum sviðum gegnsósuðu
tsiendinga svo, að þeir breyttust i
ámerikana, hægt og bitandi og
þegjandi og ljóððalaust, án þess
að nokkur tæki eftir eða gerði
veður út af. Þegar svo væri
komið, þyrftu Bandarikin ekki
framar að óttast kröfuna llerinn
burt, tsland úr Nató.
Afstaða og
séreðli islensku
borgarastéttarinnar
Aður hefur verið að þvi vikið að
Nató-sáttm álinn veiti Nató-
rikjum heimild til að sletta sér
fram i innanrikismál hver
annars, ef þurfa þykir. Vitað er
að eitt meginhlutverk Nató er að
hindra aö til valda i bandalags-
rikjunum komist öfl, sem séu
andvig rikjandi þjóðfélagsskipu-
lagi og þó alveg sérstaklega
bandariskri heimsvaldastefnu. 1
samræmi við þetta skipulögöu
bandariskir aðilar valdarán her-
foringjanna i Grikklandi 1907,
þegar bandariskum ráðamönnum
þótti hætta á að stjórnmálin i
landinu yrðu þeim ekki nógu hag-
stæð. Telja má vist að Pentagon
hafi tiltæka áætlun um valdarán i
hverju einasta Nató-riki i sam-
vinnu við innlend ihalds- og ai'tur-
haldsöfl. 1 Noregi hefur komið i
ljós, að Nató-her landsins helur i
fórum sinum áætlanir um of-
beldisaðgerðir gegn þeim stjórn
málaaðilum i landinu, sem ekki
teljast nógu velviljaðir svo-
kölluðu vestrænu samstarfi. Það
er engin ástæða til að el'ast um, að
slik áætlun lyrir tsland sé einnig
til.
Astæður islensku borgara-
stéttarinnar fyrir þvi að vilja
hafa herinn munu einkum tvær. 1
fyrsta lagi eru það gróðamögu-
leikar af hérvist hersins, en
enginn þarf að imynda sér, að
allur sá fjárhagslegi hagnaður,
sem islenskir athafnamenn hafa
af hernum i laun fyrir sleikjuskap
sinn við Bandarikin, komi allur
fram á efnahagsskýrslum. 1 öðru
lagi litur borgarastéttin á herinn
sem athvarf sitt og tryggingu
fyrir áframhaldandi völdum og
sérréttindaaðstöðu i landinu.
tslenska borgarastéttin er upp-
runnin i jarðvegi danska nýlendu-
veldisins og hefur i samræmi við
þann uppruna alltaf veriö óþjóð-
leg og haldin vantrausti á sjállri
sér gagnvart þjóðinni. Þegar
islensku borgarastéttinni brást
öryggi þess bakhjarls, sem
danska nýlenduveldið var henni,
varð henni þvi núnast ósjálfrátt
fyrir að þreifa fyrir sér eftir
nýjum bakhjarli erlendis, stéttar-
valdi sinu til tryggingar. Þar
komu ýmsir verndarar til greina :
breska heimsveldið, Hitlers-
þýskaland, en um siðir Banda-
rikin. Þegar þetta er haft i huga,
verður skiljanlegt þaö móður-
sýkiskennda ofboð, sem gripur
islensku borgarastéttina, þegar
loksins er i alvöru nokkurt útlit
fyrir, að herinn verði látinn fara,
og greinilegast kemur fram i
Morgunblaðinu, málgagni aftur-
haldssamasta hluta stéttarinnar.
Þegar þetta er haft i huga, þarf
enginn að fara i grafgötur um
hverra öryggi og hverra varnir
borgarapressan á við, þegar hún
taiar um öryggi og varnir
Islands.
En það öryggi, öryggi islensku
borgarastéttarinnar, er ekki og
verður aldrei öryggi islensku
þjóðarinnar.
dþ.