Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 rekist á Nóru. eins og hún hafbi sagt. Og Nóra hafði þusað um Ned og flótta hans. Siðan hafði Ashdendlestin ekið að, og næst mundi Rósamunda eftir þvi skýrt og greinilega að hún og Lindy höfðu setið hvor andspænis annarri i auðum klefa og rökrætt. Nei, þær höfðu rifist sem þær höfðu aldrei áður þorað. Hvernig hafði rifrildið byrjað? Var það Rósamunda sem hafði slakað á sjálfsstjórninni vegna hitasóttarinnar? Eða hafði Lindy ýtt undir rifrildið að yfirlögðu ráði. vegna þess að það passaði i kramið hjá henni? Jæja, hvað sem þvi leið þá mundi Rósa- munda greinilega eftir öllum reiðilegu orðunum sem höfðu flogið milli þeirra og yfirgnæft lestarhljóðið. — Ég vissi að svona færi, hrópaði Lindy sigri hrósandi. — Strax og ég sá þig i sloppnum i dag, vissi ég að þú hafðir brugðið fyrir þig siðasta hálmstrái af- brýðisömu eiginkonunnar —- að flýja á náðir veikinda. Þú hafðir gert þér vonir um að Geoffrey myndi fyllast samúð þegar hann kæmi heim og fá slæma samvisku vegna þess að hann hefði vanrækt þig- Einmitt það sem Rósamunda hafði verið staðráðin i að gera ekki. frá þeirri stundu sem hún uppgötvaði aöTiún var lasin. Það var furðulegt að Lindy skyldi ein- mitt hafa dottið niður á það. — Þvættingur. Ég sagðist hafa verið að ferðbúast. Og af hverju i ósköpunum ætti ég að hafa áhuga að láta Geoffrey aumka mig? Þú imyndar þér þó ekki að ég sé af- brýðisöm? Út i þig? Hún reyndi að leggja geysilega fyrirlitningu i siðasta orðið eins og Lindy hefði gert, en henni varð ljóst að hún hafði slegið vindhögg. Lindy gaf frá sér hláturshnuss. — Afbrýðisöm? Auövitað ertu afbrýðisöm! Þú ert miður þin af afbrýðisemi! Þú veist ekki sjálf hve áberandi það hefur verið, þótt þú hafir reynt að láta á engu bera alla þessa mánuði, ekkert nema umburðarlyndið og meira að segja hvatt Geoffrey til að vera hjá mér ötlum stundum og boðið mér heim i tima og ótima eins og ég væri besta vinkona þin. Veistu ekki að þetta er elsta bragð i heimi? Næstum allar afbrýði- samar eiginkonur fara svona að, og þær halda allar að þær séu þær einu i heiminum sem hafa fundið upp á þvi! Alveg einsog þú hélst sjálf.... Sannleikurinn i orðum hennar var yfirþyrmandi. — Þvættingur, endurtók Rósa- munda og heyrði sjálf hve mátt- leysislega það lét i eyrum. — Ég er aldrei afbrýðisöm. Þú getur sjálf spurt Geoffrey — Ó — Geoffrey! Veslings Geoffrey! Karlmaðurinn sér alltaf siðastur manna i gegnum slik brögð, það skal ég fúslega játa. En það gæti gert mig bál- reiða, já bókstaflega tryllta, að horfa upp á að hann skuli falla fyrir þessu og gera sér i hugar- lund að hann eigi svo dæmalaust umburðarlynda konu sem hann verði að sýna takmarkalaust þakklæti og gera aldrei neitt sem gæti sært hana. En nú læt ég ekki bjóða mér þetta lengur. Ég skal CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ svo sannarlega finna ráð til að sýna honum fram á hvernig þú ert i raun og veru, afbrýðisöm, illgjörn, ráðrik. Alveg eins og all- ar aðrar eiginkonur. Strax i kvöld ætla ég að tala við hann, segja honum... — Og ég skal segja honum hvernig þú ert i raun og veru, greip Rósamunda fram i og hita- sóttir. og reiðin i sameiningu fylltu hana eins konar tryllingu. — Vist gremst mér að sjá hann blekkjast af tiltektum þinum. Ég skal svo sannarlega segja honum að öll þessi friðsælt og kæri sé ekki annað en uppgerð.Ég skal sýna honum, já, sanna fyrir hon- um, að innst inni sértu ekki annað en móðursjúk, taugaveikluð, af- brýðisöm. Já, það ert þú, þú ert afbrýðisöm. Það er þess vegna sem þú mælir allt upp i karl- mönnunum og rakkar konurnar þeirra niður. Þaö er vegna þess að þú veist að þú getur aldrei sjálf gert karlmann hamingjusaman, og þess vegna ertu alltaf að reyna að sanna að engar aðrar geti það heldur. Hitinn sem gerði andlitið á henni glóandi. var óþolandi. Með snöggum rykk reis Rósamunda á fætur. opnaði gluggann i klefa- hurðinni og hallaði sér út og lét svalt og þokukennt loftið leika um andlit sitt. Orð Lindýar um af- brýðsemi hennar höfðu hitt á veikan blett hjá henni. Og i reiði sinni vonaði hún að orð hennar sjálfrar hefðu komið álika illa við Lindy. Það höfðu þau gert. 1 fyrstu tók Rósamunda ekki eftir hendinni sem færðist var- lega i áttina til hennar meðan hún hallaði sér út, og þegar hún upp- götvaði að hún lá á handfanginu og sneri þvi. var þaö um seinan. Hún reyndi af öllum kröftum að ýta Lindy frá sér. en lásinn hafði opnast og tilraunin hennar til að hrinda Lindy frá sér. flýttu aðeins fyrir falli hennar sjálfrar, þegar hurðin hrökk upp og sveiflaðist út. Og þegar hún ýtti, var það eins og i draumi. tilgangslaust og máttvana eins og hún væri að lemja i sæng...og svo — ailt i einu — sveif hún á furðulegasta hátt burt frá lestinni án þess að finna fyrir ofbeldi af neinu tagi. henni fannst hún ekki einu sinni vera á hraðferð. Þetta örstutta andártak sem um var að ræða, fannst henni hún ekki vera að detta, öllu held- ur að hún svil'i um rúmið meðan ljós og neistar frá lestinni þyrluðust framhjá henni eins og stjörnur. Og þetta furðulega andartak var það alls ekki ótti sem gagntók hana. það var öllu heldur sigurhrós, fagnandi og dásamlegt sigurhrós. — Ég hef sigrað! Ég hef sigrað! hrópaði hún i huganum. — Nú fær Geoífrey loks að vita að hún er vond, að hún er sann- kallaður djöfull. Nú fær hann að vita að hún er morðingi! Og þegar hún sá Lindy halla sér út meðan lestin brunaði burt frá henni fannst henni sem það væri Lindy en ekki hún sjálf, sem brunaði i átt til tortimingarinnar. Brot úr sekúndu sveif hún um loftið eins og sigri hrósandi. likamalaus andi, en svo ruddist jörðin fram úr þokunni eins og svört ófreskja og fleygði sér yfir hana. Það hlutu að hala liðið margar klukkustundir áður en hún kom aftur til sjálfrar sin og uppgötvaði að hún lá i miðri beðju af runnum og hágresi rétt við járnbrautar- linuna. Og nú, þegar Rósamunda endurlifði þetta allt i minning- unni, meðan hún sat aftur i lest sem brunaði áfram gegnum kvöldþokuna, var léttir hennar svo ósegjanlegur að hún gat að- eins lokað augunum og hallað sér aftur á bak við þvilikan frið i sál og likama að hún hefði aldrei getað gert sér neitt slikt i hugar- lund. Nú var komin skýring á öllu, hennar eigin minnisleysi, hvarfi Lindýar, öllu saman. Eftir þetta afrek gat hún ekki heldur gert neitt annað en hverfa, i bili að minnsta kosti. Og Rósamunda hlaut að hafa fengið heilahristing i fallinu, og það hafði valdið þessu timabundna minnisleysi og einnig ofsalegum höfuðverknum, sem hún hefði átt að skilja að var miklu verri en venjulegur flensu- höfuðverkur. Og óþolandi skelfingin sem hafði gripið hana öðru hverju á svo dularfullan hátt hafði þrátt fyrir allt ekki verið merki um sektarkennd, hún hafði einfald- lega stafað af taugaálagi og minningunni um óttann sem hafði fyllt hana þegar henni var hrundið út úr iestinni. Þvi að það hafði alltaf verið lestarhljóð sem fyllti hana skelfingu — hljóð eða lykt af lestum og járnbrautum. Það var skýringin i hinum furðu- lega ótta hennar þarna um kvöldið, þegar hún hafði gengið með Basil að járnbrautar- brúnni og hún hafði gert sér i hugarlund, að hann hefði sagt eitt- hvað eða gert eitthvað sem olli þessum ótta. Nú var lika komin skýringin á leirugu skónum og kápunni og út- jaskaðri tösku Lindyar. Rósa- munda hlaut að hafa þrifið hana i örvæntingartilraun til að bjarga .sjálfri sér, og f einhverju ofboði eða af ótta við að detta lika, hafði Lindy orðið að sleppa henni. Það var kannski þess vegna sem þéssi óttasvipur hafði verið á andlitið hennar þegar það þvrlaðist burt — þvi að hún hlaut samstundis að hafa gert sér Ijóst. að cf taskan fyndist við hliðina á liki Rósa- Brúðkaup Þann 27.10.voru gefin saman i hjónaband i Langholtskirkju af séra Áreliusi Nielssyni Regina Magnúsdóttir og Bjarni 'Júíius- son. Heimili þeirra er að Mark- holti 17, Mosfellssveit. Stúdió Guðmundár Garðastræti 2. Þann 3.11. voru gefin saman i hjónaband i Háteigskirkju af séra Arngrimi Jónssyni Guðný Kristin Garðarsdóttir og Konstantin Hinrik Hauksson. Heimili þeirra er að Ásbraut 5, Kópavogi. ' Stúdió Guðmundar Garðastræti 2. LAUGARDAGUR 7.00 Morguiiútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morguitleikfiini kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magnússon heldur áfram lestri sögunn- ar „Villtur vegar” eftir Oddmund Ljone (7). .Morgunleikfiniikl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atr. Morgunkaffið kl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða um út- varpsdagskrána. Auk þess sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskaliig sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 iþróttir Umsjónarmað- ur: Jón Ásgeirsson. 15.00 islenskt inúl. Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag. talar. 15.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: ..Itiki betlarinn" eltir lndriða Úlfsson. Sjötti þáttur: Bardaginn. Félagar i Leiklélagi Akureyrar flytja. Leikstjóri: Þórhildur Þorsteinsdóttir. Persónur og leikendur: Broddi: Aðal- steinn Bergdal. Ali: Guð- mundur Gunnarsson. Maria: Sigurveig Jónsdótt- ir. Gvendur: Guðmundur Olafsson. Fúsi: Gestur E. Jónasson. Þórður: Jóhann Ogmundsson. SóI veig : Daga Jónsdóttir. Smiðju- Valdi: Þráinn Karlsson. Riki betlarinn: Arni Valur Viggósson. Bilstjóri: Slein- ar Þorsteinsson. Sögumað- ur: Arnar Jónsson. 15.45 Barnakórar syngja. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á Toppnum.örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.15 Frantburðarkennsla i . þýsku. 17.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Framhaldsleikritið: „Sherlock Holntes”eftir Sir Arthur Con;in Doyle og Michael Hardwich. (áður útv. 1963). Þriðji þáttur: Tiginn skjólstæðingur. Þýð- andi: Geir Kristjánsson. Leikstjóri: Flosi Olafsson. Persónur og leikendur: Sherlock Holmes: Baldvin Halldórsson. Dr. Watson: Rúrik Haraldsson. Sir James Damery: Róbert Arnlinnsson. Baron Grun- er: Helgi Skúlason. Shinwell Johnson: Jón M. Arnason. Kitty Winter: Kristbjörg Kjeld. Blaðsölumaður: Stefán Thors. 20.00 Létt tónlist frá hollenska útvarpinu. 20.30 Frá Sviþjóð: Sigmar B. llauksson segir frá. 20.55 Fifukveikur. Smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi. Elin Guðjónsdóttir les. 21.15 llljómplöturabb. Þor- steinn Ilannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Danslög. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 17.00 íþróttir.M a. myndir frá innlendum iþróttaviðburð- um og mynd úr ensku knatt- spyrnunni. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. 1110. 20.00 Fréttir. 20.00 Veður og auglýsingar. 20.25 Siingelska fjölskyldan. Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Heba Júliusdóttir. 20.50 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir. 21.30 Alþýðulýðvcldið Kina. Breskur fræðslumynda- flokkur um menningu og þjóðlif i Kinaveldi. 2. þáttur. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.55 Siiguleg sjóferð (Across the Pacific). Bandarisk njósnamynd. Leikstjóri John lluston. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, Marv Astor og Sidney Greenstreet Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. Aðalpersónan er höf- uðsmaður i bandariska hernum. Honum er vikið úr starli fyrir Iremur óljósar sakir, og leggur hann þá leið sina til Panama, þar sem hann stundar njósnir i þágu lands sins. 23.30 Dagskrárlok. LEIKFANGALAND Leikfangaland Veltusundi l.Sfmi 18722. Fjölbreytt úrval leik- fanga fyrir börn á öllum aldri. — Póstsendum. Auglýsingasíminn er17500 DlúnVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.