Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. janúar 1974þjóðvilJINN — SIÐA 7
Sjónvarp á nýjum slöðum
— Ungverji sem lumar á ýmsu
— Hjónatetur í kreppunni
— Hver var Hans Fallada?
— Kvikmyndin frá Chile
Þau Aruo Wyznicwski og Jutta Ilofftnan fara meö hlutverk Jóhannesar
og Gimbu i framhaldsmyndinni sem gerft er eftir skdldsögu Hans
Fallada.
Sjónvarpið leitar viðar til fanga
I efnisvali en áður, og það er ekki
nema gott eitt um það að segja.
Ég man t.d. ekki til þess að ung-
versk kvikmynd hafi verið sýnd i
sjónvarpi fyrr en að Tot-fjöl-
skyldan birtist ekki alls fyrir
löngu. Þetta var ljómandi vel
gerð inynd eftir leikriti og sögu
þess slóttuga og hörkugreinda
höfundar Istvans örkenys. En
hann er mikill meistari i þvi að
smiða sögu sem i senn sýnist
hvila i sjálfri sér, vera sjálfri sér
nóg og nær um leið langt út fyrir
sinn ramma.
1 kvikmyndinni kom það enn
betur fram en i leikritinu, sem við
sáum i Iðnó, að hér eru ekki
aðeins sögð tiðindi sem fáránleiki
striðstima stofnar til, heldur um
leið farið með ismeygilegt og oft
nöturlegt háð um hæpnar hliðar
austurevrópsks sósialisma,
einkum um Flokkinn sjálfan. bað
er lofsamlegt að Ungverjar skuli
hafa siðferðisþrek til að búa tii
slika mynd og vilja auk þess láta
sem flesta sjá hana, og mættu
grannar þeirra vel taka þá sér til
nokkrar fyrirmyndar.
Og nú er kominn austur-þýskur
framhaldsmyndaflokkur sem
gerður er eftir skáldsögu þeirri
sem gerði Ilans Fallada heims-
frægan á skammri stund eftir að
hún kom út árið 1932, Ilvað nú
ungi maður? Eftir fyrsta þátt (af
fimm liklegaleru heildaráhrifin
þau, að unnið sé af kostgæfni og
vandvirkni. Að minnsta kosti
trúir maður, sem þvi miður hefur
ekki lesið þessa sögu af hrakning-
um og öryggisleysi smáfólks i
kreppunni miklu, andrúmslofti
myndarinnar eins og nýju neti.
Ég nefni til dæmis atriði snemma
i myndinni þegar Jóhannes
kemur i fyrsta sinn heim til Gibbu
sinnar — hún er ólétt og þau ætla
að giftast. Móðirin sem vill gera
sitt besta fyrir þau, enda þótt hún
geti ekki annað en nöldrað og
skammast. Faðirinn sem situr
við bjórglas á bak við kratablaðið
sitt og þykir litið til koma þeirra
pappirsbúka á skrifstofum, sem i
vantar hrygglengju stéttvisinnar.
Og svo þau Jóhannes og Gimba
sjálf, sem með sjálfsögðum hætti
klippa á vongleði sina og kálfa-
kæti og setjast niður og fara aö
reikna út með tilneyddri
nákvæmni, i senn þýskri og al-
þjóðlegri, hvort það sé nokkur
leið að lifa af 180 mörkum á
mánuði.
t austurþýsku uppsláttarriti
segir á þá leið um Hans Fallada.
að hann hafi verið ágætur og
gagnrýninn annálsritari Þýska-
lands á dögum Weimarlýðveldis
ins. ,,Að visu eru stórar eyður i
þeirri samfélagsmynd sem
Fallada dregur upp", segir þar,
,,en hann átti reyndar sjálfur
erfitt með að stiga út fyrir smá-
borgaralega vitund aðalsöguper-
sóna sinna. 1 skáldsögur hans
vantar (að minnsta kosti sem
aðalpersónur) bæði dæmigerða
fulitrúa hinnar eiginlegu
borgarastéttar og svo hins strið-
andi öreigalýðs.Það getur
reyndar vel verið, að höfundar
myndarinnar reyni fyrir sitt leyti
nokkuð að „fylla upp i eyðurnar"
hjá Fallada með þvi að skerpa
hinar pólitisku linur i verkinu. En
eftir er að sjá, hvort það muni
setja þá slagsiðu á myndina, að til
vandræða horfi.
Hans F'allada hét reyndar
Rudolf Ditzen. Hann fæddistárið
1893, en minum heimildum ber
ekki saman um það hvort hann
lést 1947 eða 1949. Fallada
skeiðaði ekki veg dygðanna á
ungum aldri. Kynntist hann fang-
elsum að innanverðu og skrifaði
siðar um þá reynslu allfræga
skáldsögu.Sá sem liefur úr hlikk-
skál étið. 1 skáldsögunum
,, Ilæiidur, bossar og sprengjur”
og ,,<Jlfur meðal úlfa",sem hann
lauk við undir hrammi nasiskrar
ritskoðunar árið 1937, lysir hann
fyrstu árunum eftir strið með
bændauppreisnum, pólitiskum
morðum, verðbólgunni miklu og
verðbólgubröskurum sem og
fyrsta skeiði hinnar nasisku
hreyfingar.
A dögum llitlers var F'allada
einn fárra höfunda sem mikið
kvaðaðsem ekki flúði land. Hann
mun hafa reynt að vera sem
óháðastur herrum landsins, en
óneitanlega þykir hann stundum
taka tillit til þeirra — t.d. i skáld-
sögunni Járn-Giistaf, en þar er
aðalsöguhetjan, ekill i Berlin,
undir lokin orðinn nasisti.
Eftir strið var F'allada um skeið
bæjarstjóri i smába' einum i
Meeklenburg (DI)R), en hann
mun aldrei hafa gengið i
pólitiskan flokk. Skáldið
Jóhannes Becher, seinna
menntam álaráðherra Austur-
Þýskalands, kom þvi lil leiðar, að
F'allada kæmist i lögregluskjala-
söfn Þriðja rikisins. Sú lesning
varð til þess að F'allada skrifaði
skáldsöguna „Allir dcyja i ein-
rúmi”.Þar segir frá verkamanni
sem á Hitlerstima tekur það upp
F'ramhald á bls. 14
Aö vísu er ég alls
ekki Nostradamus
laugardags
„LJÖSIÐ SEM HVARF”,
oliukreppan, hefur mörgu
breytt. Það er örstutt siðan
menn ætluðu endilega að smiða
hljóðfráar þotur, eyða morð fjár
og bensini i að spara svo sem
klukkustund i flugi yfir Atlants-
haf. Menn hlógu digurbarkalega
að Hollendingnum Mansholt,
sem spáði þvi að senn yrði hag-
vöxtur ur sögunni. Dæmigerður
fulltrúi hins „þögla meirihluta”
velferðarþjóðfélagsins, F'rakk-
inn Louis Paulwels, skrifaði i
„Opið bréf til hamingjusams
fólks”: „Tækni okkar gerir hrá-
efni þriðja heimsins æ ónauð-
synlegri. Um aldamótin 2000
mun hagnýting málma og oliu-
linda þróaða heimsins, fram-
leiðsla gerviefna og nýting
kjarnorku leiða til þess, að
Bandarikin, Evrópa og Sovét-
rikin geta alveg komist af án
þriðja heimsins. Þetta er merg-
urinn málsins.”. Nú er þessi
bjartsýni, blönduð gikkshætti,
rokin út i veður og vind. Flesta
grunar að heimurinn verði
aldrei samur og áður. Trúin á
endalausan hagvöxt og sivax-
andi neyslu hefur beðið skip-
brot. Sumir grípa til Opinberun-
arbókar Jóhannesar eða spá-
mannsins Nostradamusar.
Aðrir spyrja hvort ekki sé sælt
að vera fátækur, eins og Disa i
dalakofanum eða hinir sælu feð-
ur anarkismans vildu vera láta.
■
ALLAVEGA VEX þeirri skoð-
un mjög fiskur um hrygg
að boðun allsnægtaþjóðfélags-
ins hafi reyndar verið hæpin frá
upphafi, hvort sem hún tók á sig
mynd hins afkastamikla fram-
tiðarrikis marxista eða var
haldið á lofti með auglýsinga-
tækni kapltalisks velferðarrlkis.
Allsnægtaþjóðfélag er einskon-
ar þverstæða i sjálfu sér. Það
er annarsvegar eins og það
tákni að nú nemi menn staðar
og segi: Hér er nóg komið — en
hins vegar heldur það sifellt á-
fram að framleiða ekki aðeins
nýjar og nýjar vörur, heldur og
jafnóðum nýjar þarfir. Meðan
einkabillinn var ekki til var ekki
heldur til þörf fyrir hann. Beint
eða óbeint taka menn að rifja
upp hugsanagang, sem lengi
hefur fylgt anarkistum, eða
stjórnleysingjum. Þeim datt
nefnilega aldrei i hug að lofa
þvi, að allir skyldu lifa i lúxus,fá
kláravin, feiti og merg með.
Þeir hétu þvi aðeins að stofna
samfélag án yfirdrottnunar
kapitalista eða rikisvalds, þar
- sem séð væri fyrir frumþörfum,
náttúrulegum þörfum manna.
Kropotkin fursti viöurkenndi
ekki annan munað en iðkun vis-
inda og lista, sköpun. Maðurinn
gat hinsvegar ekki orðið frjáls
nema hann sýndi mikla nægju-
semi i afstöðu til efnalegra
gæða. Visst meinlæti var for-
senda hamingjunnar. En hins-
vegar var og er þvi ósvarað
hverjar hinar náttúrlegu þarfir
séu. Á timum sæpnska lýð-
veldisins reyndu bændur i
Andalúsiu að koma á fót stjórn-
leysingjaparadis i sveitum þar.
Þeir samþykktu m.a. að i fram-
tiðinni hefðu þeir enga þörf fyrir
jafn saklausa munaðarvöru og
kaffi reyndar er.
■
FRÆÐI ANARKISTA rifjast
upp ósjálfrált um leíð og litið er
yfir grein þá eftir norska fram-
tiðarskoðarann Johan Galtung
sem birtist hér i blaðinu i gær.
Þar er margar hliðstæður að
vinna við Kropotkin og Proud-
hon. Joh. Galtung telur reyndar
oliukreppuna allmikið lán f ó-
láni. Nú hefur, segir hann, verið
neytt upp á okkur dýrmætu
tækifæri til að við athugum okk-
ar gang, hvar við stöndum á litl-
um hnetti. Sú viðvörun
sem oliukreppan er, segir
hann, kennir okkur fyrr en bæk-
ur sérfræðinga að draumurinn
um endalausan hagvöxt var lýgi
og blekking. Siðan taldi hann
upp ýmsa kosti þess framtiðar-
þjóðfélags, sem bruðlar minna,
brennir minnu, framleiðir
minna tiltölulega og prangrar
minna en vestrænt samtiðar-
þjóðfélag, og hleypir sér við
það i siðferðilega hrifningar-
vimu á stundum. Ég vitna i þvi
sambandi til Proudhons þess
sem áður var nefndur: „Sé
þessum skilmálum fullnægt er
tilveran heil og óskert, hún er
hátið, ástarsöngur, eilift kapp
og áhugi, endalaus óður til ham-
ingjunnar”. („Um réttlætið”)
■
EN GALTUNG ER að sjálf-
sögðu ekki jafn bláeygur róm-
antlkus og feður anarkismans
voru. Hann veit allavega að
næstu viðbrögð manna á
Vesturlöndum við orku- og hrá-
efnaskorti verða ekki þau, að
skipuleggja kommúnur sem
byggi á náttúrbúskap, sameign
og alls engum munaði. Menn
munu reyna að slá öllu á frest,
treysta á,að „tæknin og visindin
redda þessu öllu saman” — eins
og ritstjóri Visis i nýlegum leið-
ara; á oliusandinn i Kanda, á
boranir i Norðursjó, kannski á
sniöug valdarán I Arabarikjun-
um og svo á það gamla haldreipi
F’rakklandskonunga,að „synda-
flóðið kemur eftir minn dag”.
Samt er liklegt að á vinstra
armi stjórnmála i nálægum
löndum muni á næstunni eflast
nokkuð þeir straumar, meira
eða minna tengdir anarkiskri
hefð, sem létu siðast á sér bera
að ráði i uppreisn æskufólks og
stúdenta 1968. Með aukinni
gagnrýni á kapitaliskar hag-
vaxtarhugsjónir og það harða
samkeppnissiðferði sem þeim
fylgir. Sjálfsagt munu menn i
þeim herbúðum beina vaxandi
athygli að hinu neyslugranna og
gjörnýtna þjóðfélagi i Kina,
enda þótt þar verði ekki um
beinharðan maóisma að ræða —
það er svoddan óravegur frá
Amsterdam til Peking. Þetta
gæti haft nokkur áhrif innan
verklýðshreyfingarinnar i þá
veru, að þar vildu fleiri leggja
meiri áherslu á gæði (félagsleg)
kjarabóta en magn (fleiri krón-
ur til að viðhalda eða auka
einkaneyslu). Þó eru litlar likur
til þess, að slikar raddir verði
svo sterkar i bráð að þær nái á-
hrifum sem um munar. Það hef-
ur of lengi verið einn helsti höf-
uðverkur verklýðshreyfingar-
innar, að hún hefur ekki getað
eða treyst sér til að byggja starf
sittá eigin gildamali. Hún hefur
nauðugviljug sætt sig við aðferð-
ir og kröfur sem i raun leiða
fyrst og l'remst til þess að
verkafólk, launþegar, gerist
smáborgarar i lifsvenjum og
þar með hugsunarhætti.
■
ONNUR MöGULEG ÁHRIF'
þess ástands, sem nú rikir, eru
sýnu verri. Skortur, ekki ein-
ungis á oliu heldur og ýmsum
dýrmætum hráefnum öðrum —
ýmsum málmum, timbri einnig,
mun að likindum magna átök
milli iðnvæddra stórvelda og
rikjablakka um efnahagsleg og
pólitisk itök og forræði I mörg-
um löndum Þriðja heimsins.
Slíkt kapphlaup boðar ekkert
gott þróunarlöndunum. Eða var
Biafrastriðið, svo þekkt dæmi sé
nefnt, ekki að verulegu leyti
oliustrið með Breta og Frakka
baksviðs? Og við þessar aðstæð-
ur eiga rammt afturhald og for-
réttindaklikur i Þriðja
heiminum sjálfum sér margan
stuðning visan að norðan,
beinan og óbeinan. Sigurför fas-
isma i Suður-Ameriku, nú siðast
i Chile, er vissulega liður i slikri
þróun.
Heima fyrir, i hinum riku
Vesturlöndum sjálfum, er i bráð
spáð allmiklum samdrætti i at-
vinnulifi með tilheyrandi at-
vinnuleysi. Það ástand setur
ekki hvað sist úr jalnvægi hinar
fjölmennu millistéttir (eða
„meðaltekjufólk”), neyslufrek-
ar, skuldugar og skammsýnar. 1
ráðaleysi sinu og öryggisleysi er
margt af þessu liði auðveld bráð
jafnt dauðans alvarlegum ný-
fasistum, eins og þeim sem nú
þegar eiga sér mikið virki á
ttaliu, og grátbroslegum
lýðskrumurum , eins og við
þekkjum frá seinni kosningum á
Norðurlöndum. Við þess háttar
aðstæður er sá möguleiki aldrei
langt undan að svartasta aftur-
hald reyni beinlinis valdarán —
það var gert á Grikklandi og það
hefur komist upp um svipuð á-
form á ttaliu. Það er þvi
kannski ekki svo undarlegt að
nú siðast heyrðum við, að
Kommúnistaflokkur ttaliu sé
kominn á biðilsbuxur við stað-
gengil Páfastóls i italskri
pólitik, Kristilega demókrata.
llinir varfærnu foringjar
italskra kommúnista treysta
þvi ekki, að vinstrifylking sem
væri i sókn i landinu geti haldið
velli fyrir andbyltingu innlends
afturhalds, herforingjaklikna
og CIA, nema hún tryggi sér
fyrirfram bandamenn i hinum
stóra fjöldaflokki kaþólskra.
Þegar þjóðhátiðarár er að
hefjast eru fleiri mál óráðin en
við eigum að venjast — væri þó
synd að segja að okkar timi sé
snauður að óvæntum hlutum.
Þem mun meiri freisting er það
jafnvel fyrir óliklegustu menn
að prófa sig i spámannskufli.
Arni Bergmann