Þjóðviljinn - 28.02.1974, Page 4

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. m m 1 |C ■ jSæt m m m m fl XvX; Til athugunar fyrir lagaprófessorana í forystu „ Varins lands 99 Vorið 1973 voru samþykkt lög á sænska rikisþinginu sem setja rammar skorður við þvi að með tölvuskrám sé unnt að ganga á rétt manna til varðveislu einkamála sinna. Allar vélfærðar persónu- skrár eru gerðar háðar lögum og sérstakri eftirlitsstofnun. Sú stofnun getur þó ekki leyft að stjórnmálaskoðanir séu teknar i tölvuskrá nema að þvi leyti sem stjórnmálafélagi leyfðist að gera skrá yfir meðlimi sina. Þeir sem i Sviþjóð gerðu skrá á borð við þá sem VL-menn hafa gert hér yrðu dæmdir i fangelsi og þeir yrðu skaðabótaskyldir gagnvart þvi fólki sem þeir hafa misgert við. Að sæskum lögum væru þeir fangelsismatur 1 umræðum i sænska þinginu um lagafrumvarpið var lögð áhersla á, að hér væri um nýmæli aðræða, og að einhverju leyti þyrfti að þreifa sig áfram til endanlegra lausna og læra af reynslunni. En það sem fyrst og fremst væri keppt að væri að fullnægja þörfum einstak- lingsins fyrir vernd einkamála sinna. Lagafrumvarpið var undir- búið af stjórnskipaðri nefnd sem starfaði um þriggja ára skeið. Nefndin skilaði áliti um mitt ár 1972, og er nefndarálitið heil bók, á þriðjá hundrað blaðsiður. Nefndin nefnist á sænsku offentlighets- och sekretesslag- stiftningskom mittén eða i lauslegri þýðingu: nefnd til að setja lög um almannavitorð og einkaleynd. Rauði þráðurinn i viðhorfum nefndarinnar var sá sami og það sem þingið taldi mikils- verðast i sambandi við málið: verndun einstaklinga gegn þeim möguleikum sem tölvutækni nútímans býður upp á. Þetta er fyrir próf. Þór Fyrir þessum lögfræðilegu einkaréttar viðhorfum má gera stuttlega grein á eftirfarandi hátt: Einstaklingurinn á að hafa rétt til að helga sér friðaðan geira i kringum sig. Innan hans getur hann visað á bug öðrum einstaklingum og þvi opinbera, það má e.kki ráðast inn á þann geira. í þessu felst rétturinn til að vera einn, rétturinn til trúnaðarsamvista á heimili sinu, i vinahópi og meðal sam- starfsmanna, svo og réttur til nafnleyndar og til að halda öðru fólki i hæfilegri fjarlægð. í nánum tengslum við kröfuna til friðaðs einkageira i kringum sig er krafan frá hendi einstak- lings um það, að hann sé dæmdur eftir staðreyndum sem máli skipta. Gildir það einnig um það álit sem hann nýtur og á rétt á að njóta i samfélaginu. Sé vitað að stjórnvald, samtök eða stofnun hafi aðgang að viðtækum upplýsingum um einkahagi einstaklings, er ýtt undir þann grun að upplýs- ingarnar séu hagnýttar til að taka afstöðu til einstaklingsins á þann veg sem upplýsingarnar eru ekki til fallnar. Enn fremur er sú hætta á ferðum að óhag- stæðar upplýsingar um fortið einstaklings orki i óviður- kvæmilegum mæli á möguleika hans i framtiðinni. bvi er ljóst — segir hin sænska nefnd — að allar upplýsingar um aðstæður einstaklings geta i sjálfu sér raskað einkahögum hans. Og próf. Jónatan En ekki aðeins gerð og inntak upplýsinga skera úr um það, hvort hætta er á þvi að ráðist sé inn i hinn persónulega geira einstaklingsins og högum hans þannig raskaö. Jafnvel söfnun og skrásetning upplýsinga, ef margar eru, þó hver um sig verði að teljast ómerkileg, getur haft óhagstæðar afleiðingar, einkum ef tölvutækni er beitt. Gerir nefndin nánari grein fyrir þessu og nefnir dæmi. Hagnýting tölvutækni gefur kost á þvi að borið sé saman mikið magn upplýsinga og fengin yfirsýn yfir það. Unnt er að halda upplýsingunum við, halda þeim ferskum, endurnýja þær og gera þær aðgengilegar með tiltölulega litilli fyrirhöfn. Unnt er að varðveita upplýsing- arnarlengi án þess að þær verði fyrir það miður aðgengilegar, Ekki er neitt þvi til fyrirstöðu að finna tiltekinn einstakling i sliku safni eða alla þá einstak- linga sem hafa eitthvert sam- eiginlegt einkenni. Unnt er að láta upplýsingakerfi starfa saman, skiptast á upplýsingum og gera samanburð á niður- stöðum af mismunandi uppruna. Einnig fyrir Óttar hdl. Allt þetta felur i sér hættu á röskun á einkahögum einstak- lings. Hefur sú hætta stóraukist við tilkomu tölvutækni miðað við það sem áður var. Vissulega geturslik röskun átt sér stað við vinnslu upplýsinga á hefðbundinn hátt (,,i höndunum”) en hættan er þá miklu minni. Hugsunin um það, að unnt sé Maðurinn I miðpunkti tölvunnar gæti þessi mynd heitið. Þetta er forsið an á nefndarálitinu sem liggur Jtil grundvallar nýju sænsku lögunum. Bókin sú arna væri fróðlegur iestur fyrir lagaprófessora og aðra lög- fræðinga í forystu VL. að safna upplýsingum um einstakling og vinna úr þeim án þess að viðkomandi viti af þvi, er til þess fallin að valda fólki óróa og kviða. Krafan um friðaðan geira i kringum einstakligninn felur þvi ekki aðeins i sér að hið opin- vera og aðrir einstaklingar virði hann, heldur einnig að viðkomandi geti reitt sig á, að svo sé. Og handa Herði hrl. Meta skal þá hagsmuni sem mæla með þvi að einstaklings- bundinni tölvuskrá með persónu-upplýsingum sé komið á fót á móti þeirri hættu á röskun á einkahögum sem talin er koma upp. Ekki er unnt að setja um slikt almennar reglur, heldur verður að fara fram mat hverju sinni að til tölvuskrár skal stofna og fara siðan fram i formi stöðugs eftirlits af opin- berri hálfu. t þessu skyni skal koma upp sjálfstæðu stjórnvaldi, og skal stjórn þess þannig saman sett að almenningsálitið komi vel fram innan hennar. Auk þessarar starfsemi, sem miðar að þvi að framkvæma þetta mat, er ástæða til að veiía hverjum þeim sem skráður er I tölvuskrá ákveðna aðstöðu til að hlutast til um innihald hennar. Þetta gildir um það að skráðar upplýsingar séu réttar og ekki vanti neitt á þær, en einnig felst i þvi vernd á persónuréttindum, að einstaklingurinn eigi þess kost að vita hvort hann hefur verið tekinn á skrá og hvað það er sem um hann er skráð. Datalag 289/1973 I sænsku lögunum er lagt bann við þvi að upplýsingar um einstakling i tölvuskrá séu veittar þriðja aðila, nema sérstakar ástæður séu til og þá að jafnaði með leyfi hins skráða. Samtimis þvf sem sænsku tölvuskrárlögin („datalag”) voru sett i mai i fyrra, voru staðfestar tvær reglugerðir, önnur um allar þær viðtæku upplýsingar og skjöl sem fylgja verða umsókn frá hverjum þeim sem halda vill tölvuskrá eftir gildistöku laganna, hin um skipulag og starfsemi eftirlits- stofnunarinnar sem hefur með leyfisveitingar að gera og hefur á hendi daglegt eftirlit með framkvæmd tölvuskrár- laganna. hj— Hvað kenna prófessorarnir um vernd á einkahögum einstaklings? Og hvað aðhafast lögmennirnir? Rœtt við Guðjón Jónsson, formann Málm- og skipasmiðasambandsins: Vildu festa yfirborganir í samningum Fengu sérstaka 10% hœkkun Svo sem fram hefur komið voru það málefni málmiðnaðar- manna, sem siðast tókst að leysa i allri samningalotunni, sem nú er nýlokið. Vegna deilu um þeirra mál dróst undirritun alinennu kjarasamninganna i 12—13 klukkustundir, og loks klukkan 9—10 i gærmorgun höfðu málin verið leyst, og voru þá samningar undirritaðir af 30 manna nefndum Alþýðusambandsins og Vinnu- veitendasambandsins. Við spurðum Guðjón Jónsson, formann Málm- og skipasmiða- sambands tslands, hvernig staðið hafi á þessari löngu töf i lokin og hann sagði: — Frá upphafi þessara samningaviðræðna hafði það ver- ið meining okkar, að kjör málm- iðnaðarmannna yrðu bætt sér- staklega. Laun hjá okkar fólki hofti iforíA f ílf Alulorio 1 A n >v. (Xr.lt við aðra iðnaðarmenn, enda um enga ákvæðisvinnu að ræða. Meiningin var að jafna þetta nokkuð gagnvart öðrum iðnaðar- mönnum. Það höfðum við sett fram sem okkar fyrstu og siðustu kröfu, og viðsemjendur okkar i hopi meistara virtust sina þessu skilning, og það var almennt Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.