Þjóðviljinn - 28.02.1974, Síða 13

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Síða 13
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. ÞJ6ÐVILJINN — SÍÐA 13 Hann sagði að það væri kviknað i bilnum þinum. — Ég á ekki — — Hafðu engar áhyggjur. Þeir slökktu eldinn mjög fljótlega, en þeir báðu þig að koma út og tala við þá. Stocker opnaði munninn og tókst að segja: — Vertu ekki að — en Ned hlaut að hafa hert takið á handlegg hans þvi að hann þagði við og mér tókst að skjóta inn: — Heyrðirðu ekki að hann sagði að þú ættir að flýta þér? Stocker færði sig nokkra metra burt, sennilega hafði hann ekki hugsaði sér annað en hörfa með sæmd, en það dugði lika. 1 sömu svifum tókst Róbert með háreysti og armsveiflum að brjóta niður kinverska múrinn kringum skilningsleysi dómprófastsins. Það var eins og hópurinn losnaði allur úr álögum; rafstraumurinn milli Myru og Neds rofnaði, dóm- prófasturinn hélt áfram leit sinni að sigarettustubbum, Róbert greip i Myru svo að þau gætu farið i lokahringferð um salinn. 1 þriggja metra fjarlægð stikaði Cartridge rösklega af stað eins og dáleiðslan væri upphafin. Brúð- kaupinu var lokið. Við máttum fara heim. Ned varð eftir i London og hið sama gerðu Stocker og Randall af mismunandi orsökum. Af hendingu varð ég Stocker sam- ferða með neðanjarðarlestinni til Leicester Square. Það var óskemmtileg ferð, þvi að allan timann sat hann með munninn við eyrað á mér og kvartaði yfir af- skiptasemi Neds. Ég man að hann sagði: — Og þetta var ekki einu sinni konan hans. Allir hafa auðvitað haldið að hann gerði þetta vegna þess hve fjandi riddaralegur hann er. Mér þótti þetta ekki svo fráleitt. Eitt mátti Ned eiga. Fjandi riddaralegur, það var hann. 8 Fyrst eftir þetta gerði ég það sem ég gat til að komast hjá þvi að hugsa um Róbert eða Ned — eða reyndar sjálfan mig. Ef það er eitthv. sem maður kærir sig ekki að hugsa um, stendur blaða- maður betur að vigi en margur annar. Þegar maður vinnur við fréttir dags daglega verður heilinn á manni eins og árfar- vegur. Hann þornar aldrei upp, en það er ekki sérlega mikið botn- Brúðkaup Þann 8.12.73 voru gefin saman i hjónaband i Kópavogskirkju af séra Lárusi Halldórssyni Helga S. Hólm og Markús L. Magnússon. Heimili þeirra er að Asparfelli 8. Stúdló Guðmundar Garðastræti 2. Þann 15.12. voru gefin saman i hjónaband i Hallgrimskirkju af séra Jakobi Jónssyni ósk Hilmarsdóttir og Guðmundur Björnsson. Heimili þeirra er að Óðinsgötu 18b. Stúdió Guðmundar Garðastræti 2. Þann 29.12.73 voru gefin saman i hjónaband i Þingeyrarkirkju af séra Stefáni Eggertssyni Gislina Lóa Kristinsdóttir og Gunnar Guðmundsson. Heimili þeirra verður i Noregi. Stúdió Guðmundar Garðastræti 2. Þann 8.12 voru gefin saman i hjónaband i Bústaðakirkju af séra Jóni Thorarensen Torfey Rut Leifsdóttir og Jón Benediktson. Heimili þeirra er að Ægisgötu 1, Stykkishólmi. Stúdió Guðmundar Garðastræti 2. fall i honum heldur. Hið siðasta af hinu liðna er hið fyrsta af hinu ókomna, eins og Leonardo dð Vinci á að hafa sagt, enda þótt hann hafi trúlega orðað það á glæsilegri hátt. Ég var ekki alltof ánægður með sjálfan mig um þær mundir, en mér finnst ég ekki bregðast skyldu minni sem samviskusamur sagnaritari með þvi að taka þvi létt. Stundum er erfitt að vera maður sjálfur, en það á áreiðanlega við um flesta. 1 tvö ár gerði ég það sem ég gat til að forðast þá staði þar sem ég átti á hættu að rekast á Ned. Það var dálitið erfitt að umgangast hann. Hann hafði tekið þvi með karlmennsku, þegar Róbert varð frægur, lika þvi að hann gifti sig, en siðasta afrek Róberts hafði tekið mjög á hann. Róbert hafði sent honum póstkort frá ein- hverjum sælustað við Miðjarðar- hafið og skrifað einfaldlega, að þarna hefði hann, Róbert, keypt sér notalegt afdrep og hann vonaði að Ned kæmi i heimsókn þangað þegar hann þyrfti að „gleyma viðskiptaáhyggjunum.” Það var fyrst og fremst athuga- semdin um að „gleyma við- skiptaáhy ggjunum ” sem bögglaðist fyrir brjóstinu á Ned. Ég skil það ekki almennilega, vegna þess að flestir kaupsýslu- menn eru ólatir við að rekja raunir sinar, en Ned hefur trúlega litið á þetta sem árás á allt lifs- form hans. Þarna sat hann uppi með dugnað og útsjónarsemi sem hafði aflað honum fjár og frama og gert honum kieift að leika vel- gjörðsmann og verndara Róberts, og svo — bang! Abyrgðarlaust liferni Róberts hafði reynst gefa mest i aðra hönd, lika fjárhagslega, og vel- gengni Neds hafði skroppið saman i hreint ekki neitt — var ekki orðið annað en „viðskipta- áhyggjur” sem honum var nú boöið upp á að gleyma á kostnað Róberts. Hann reyndi ekki að leyna gremju sinni, þegar hann sagði mér frá þessu þegar við hittumst á bar einn daginn. Hann þreif kortið upp úr vasanum og fleygði þvi i eldinn og sagði i beinu framhaldi, að hann ætti við meltingartruflanir að striða. Veslings gamli Ned. Hann hafði risið hátt i viðskiptalifinu án þess að fá magasár, en nú var Róbert á góðri leið með að gefa honum það. Það var engin fórn fyrir mig margra hluta vegna að halda mig i hæfilegri fjarlægð frá Ned, þvi að þannig forðaðist ég þá staði sem kaupsýslumenn sækja að jafnaði. Með allri viriðingu fyrir stéttinni, þá er vandalaust að fá nóg á henni. Hugtakið „önnum kafinn bissnessmaður” er orðið til á okkar timum, og það er undirskilið að aðrir landsmenn séu sljóir og duglausir. En mis- munurinn á bissnessmanninum og hinum er ekki sá að hann er athafnasamur og aðrir latir; mis- munurinn er sá að hann vinnur aðeins til þess að græða peninga, en aldrei vegna þess að hann hafi áhuga á þvi sem hann er að gera. Ef maður stofnar verksmiðju sem framleiðir efni til einangr- unar, er það ekki vegna þess að hann hafi brennandi áhuga á einangrunarefnum, heldur vegna þess að hann getur grætt á þvi. Ef hann kemst að raun um að það er hægt að hagnast meira á koparvir eða gervilimum þá snýr hann sér að þvi. Þetta varð eitt af þvi sem ég staglaðist svo oftsinnis á, að mér tókst að gera alla kunningja min dauðleiða á þvi. Loks varð ég lika leiður á þvi sjálfur. Þessi andúð á kaupsýslu- mönnum leiddi ekki endilega til þess, að ég mæti meira fólk sem var það ekki. Til að mynda varð Róbert mér ekki vitund kærari þess vegna. Aðþvierég best vissi úr fjarlægðinni, hafaði hann sér nokkurn veginn eins og fjárhættu- spilari sem hefur haft heppnina með sér. Ég rakst iðulega á mál- verkin hans, ýmist eftirmyndir Fimmtudagur 28. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugr, dagbl.), 9.00 og 10.00. IVJorgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Svava Svavarsdóttir les þýðingu sina á lokakafla sögunnar „Vinanna” eftir Kerstin Matz. Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Halldór Gislason verkfræðingur talar um starfsemi fiskmats rikisins og þróun i fiskiðnaði. Morgunpopp kl. 10.40: Frank Zappa og hljómsveit leika. llijómplötusafnið kl. 11.00: (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Eiturneysla og ungling- arnir.Séra Árelius Nielsson flytur erindi 15.00 Miðdegistónleikar: Sænsk tónlist. Saulesco- kvartettinn leikur Strengja- kvartett op. 11 eftir Kurt Atterberg. Jussi Björling syngur nokkur lög. Arve Tellefsen og Sinfóniu- hljómsveit sænska útvarpsins leika tvær fiðlu- rómönsur op. 28 eftir Wilhelm Stenhammar; Stig Westerberg stj. Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins leikur dansa- svitur úr „Orfeusi” eftir Hilding Rosenberg; Westerberg stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 16.45 Barnatimi: llrefna Tynes stjórnarþætti i tilefni af æskulýðs- og fórnarviku þjóðkirkjunnar: Leikþáttur. Sögulestur. Frásögn og söngur frá Konsó. Katrin Guðlaugsdóttir o.fl. flytja 17.10 Heimsmeistaramótið i handknattleik: island — Tékkóslóvakia., Jón Ásgeirsson lýsir siðari hálfleik frá Karl-Marx- Stadt i Austur-Þýskalandi. 17.45 Framburðarkcnnsla i ensku. 18.00 Tannlæknaþáttur.Hörður Einarsson tannlæknir talar um tannlækningar aldraðs • fólks. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand mag. flytur. 19.30 Bókaspjail. Umsjónarmaður: Sigurður A. Magnússon. 19.50 i skimunni. Myndlistarþáttur i umsjá Gylfa Gislasonar. 20.30 Konsertaria op. 65 (Ah, perfido) eftir Beethoven. Regine Crespin syngur með Filharmóniusveitinni i New York; Thomas Schippers stj. 20.45 Leikrit: „Eigi má sköpttm renna” (Mourning becomes Electra) eftir Eugene O’Neill. (áður útv. i nóvember 1960) Annar hluti: „Verðandi” (The Hunted) Þýðandi: Árni Guðnason. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur: KristiA Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Lavinia ... Helga Bachmann, Orin ... Helgi Skúlason, Brant ... Róbert Arnfinnsson, Haxel Kristbjörg Kjeld, Pétur ... Guðmundur Pálsson, Borden ... Jón Aðils, frú Hills .... Herdis Þor- valdsdóttir, Hills Steindór Hjörleifsson, Blake Gestur Pálsson, forsöngvari ... Rúrik Haraldsson, Set ... Lárus Pálsson. 22.00 Fréttir, 22.15 Veðurfregnir. Lestur Pasiusálma (16)- 22.25 Kvöldsagan: „Vöggu- visa” eftir Elias® Mar. Höfundur les (3). 22.45 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Bókhaldsaðstoð meó tékkafærslum fTBÚNAÐARBANKINN \íy REYKJAVÍK LEIKFANGALAND Leikfangaland Veltusundi 1. Simi 18722. Fjölbreytt úrval leik- fanga fyrir börn á öllum aldri. — Póstsendum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.