Þjóðviljinn - 28.02.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Burt með svarta blettinn Svarti bletturinn á þjóðfélaginu er ameriski herinn og hann skulum við afmá. Herseta þessara drápara og njósnara hér- lendis hefur aðeins ill áhirf. Þar á meðal þau að Rússar þurfa að hafa gifurlegan herafla kringum landið til að vega upp á móti Keflavikurstöðinni og ameriskum fréttaflutningi bæði i útvarpi og sjónvarpi, sem vart getur hlutlaus talist. Sá boðskapur er of mörgum íslendingum biblia eða átrúnaður. Þar sem Norðmenn frændur vorir virðast mikið hræddir við Rússa og telja sina einu vörn gegn þeim herstöð á íslandi, ættu þeir að taka fram landabréf og kanna stöðu Svalbarða þar. Sá staður ætti betur að þjóna þeirra vörn og væri sjálfsagt að flytja kanaskrilinn með allt sitt gervi- skro og annan ósóma, sem þeir á sinum tima innleiddu hér, þangað norður. Reyndar væru þeir betur settir i Indiánanýlendum eða negrahverfum heima fyrir i stað þess að flekka umheiminn með nærveru sinni. Úr NATÓ — herinn burt. Björn Finnsson MOSKVU 26/2. — Dómstóll i ráðstjórnarlýðveldinu Grúsiu hefur fellt langa fangelsisdóma yfir þremur vottum Jehóva fyrir að halda bænafundi og að taka með sér börn á þá. Einnig var dæmdur af einum sakborninga, konu, umráðaréttur yfir börnum hennar. KENJAR Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson 25. Hollar ráðleggingar Hefði Goya verið gefin rökrétt hugs- un mundi myndin hafa staðið á undan mynd númer fjórtán. En svipað er að segja um hann og höfund Völuspár: hann ruglaði röð kvæða sinna. Þvi væri engin vanþörf, að einhver réðist i það að gera „lagfærðan texta”. En um réttan söguþráð má þó alltaf deila. Goya virðist hafa grafið myndina und- irbúningslaust á koparinn; engin frumteikning hefur fundist. Þar er auðveld skýring fengin á mistökum listamannsins: fingrunir réðu en ekki rökvísin. Handrit E1 Prados — sem ég mun nú kalla P-handritið, Ayala-handritið A- handritið, en handrit Landsbókasafns- ins L-handritið, i þvi skyni að stytta mál mitt og nálgast vinnubrögð manna, sem haldnir eru handritasýki — lætur svofelld orð falla um mynd- ina: „Ráðleggingar eru i ætt við ráðu- nautinn. Verster, að ungfrúin er vis til að fylgja þeim nákvæmlega. Vei þeim, sem kemur nálægt henni!” Ungfrúin er með blöðrubrjóst og af þeirri tegund kvenna, sem kölluð var la maja; það merkir snotra. Snotran átti hliðstæöu i el majo.snotra. Snotr- ar og snotrur settu mikinn svip á bæj- arlif Madrid-borgar á átjándu öld: fjörugt fólk, dansglatt, deilugjarnt og stoltir fulltrúar „sanns kastiljansks anda”. Yfirstéttin likti eftir þessu fólki, og Hamilton (1750-1800) segir i bók sinni, A Study of Spanish Manners (Athugun á spænskri hegðun): „1 flestum löndum sjá lágstéttirnar sóma sinn i að apa eftir yfirstéttinni; þessu er öfugt farið á Spáni.” Það tekur hálfan mánuð að að ganga um sýningarsvæðið Leipzigborg er eitt stórt hótelþegar kaupstefnusýningarnar eru haldnar Þaö tekur háltan mán- uð fyrir venjulegan mann að ganga um allt sýn- ingarsvæði Leipzigvöru- sýningarinnar, sem hald- in er tvisvar á ári og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Gestir sýningarinnar eru hátt yfir miljón hverju sinni, og næstum hver einasta fjölskylda í þessari 800.000 manna borg leigir út l—2 her- Aukaþing SÞ um hráefni NEW YORK 25/2 Aðildarriki S.Þ. hafa verið kölluð saman til aukafundar allsherjarþingsins 9nda april til að fjalla um hrá- efnamál i heiminum, að þvi er til- kynnt var i skrifstofu Kurts Wald- heims, aðalritara SÞ i dag. Aukafundurinn er kvaddur saman að tillögu Boumedienne, forseta Alsir. Liklegt er að oliu- mál og hækkandi orkuverð verði efst á baugi á fundi þessum. bergi fyrir erlenda kaup- sýslumenn og aðra gesti. Vörur á kaupstefnunni eru frá öllum heimsálfum og einnig gestirnir. Það er vinsælt að sækja Leipzig heim á meðan vörusýning er haldin, kaup; sýslumennirnir vinna e.t.v. 12 stundir á sólarhring, en er vinnudegi lýkur er vart hægt að komast hjá þvi að lifa Ijúfa lif- inu að einhverju leyti, þvi Leip- zig hefur löngum þótt „glöð borg” i meira lagi. Á þessari vorkaupstefnu munu Islendingar sýna afurðir sjárvarútvegsins, en þátttaka fslands hefur löngum miðast svo til eingöngu við þær vöru- tegundir. Þó hafa ullarvörur og fleira verið sýnt á Leipzigsýn- ingunni og má rekja ákveðin viðskipti Islands við aðrar þjóð- ir beint til kaupstefnunnar miklu. Sýningin i Leipzig verður að þessu sinni dagana 10.—17. mars. Á þessu ári er aldarfjórð- ungsafmæli DDR, og er ekki ó- sennilegt að það sé þess vegna, að ýmsar austantjaldsþjóðir leggja enn meira kapp á vand- aða sýningu en nokkru sinni fyrr. Þátttaka Rússa er t.d. meira en áður og er það raunar svo um ýmsar fleiri þjóðir. Sýningarsvæði Leipzigsýningarinnar nær vel yfir 350.000 fermetr^ og ef allar sýningardeildir eru skoðaðar á þessari stærstu alþjóð- legu vörusýningu hcims, má reikna með að það sé miklu meira en mánaðar vinna. Það tekur 1/2 mánuð að gera ekkert annað en að ganga á milli sýningarbásanna, þ.e. ef hvergi er numið staðar til að lita á innihald þeirra. Leipzig-kaupstefnan hefur stækkað jafnt og þétt frá upp- hafi, en fyrsta sýningin var haldin fyrir 800 árum siðan, i tið Habsborgaranna. 9000 sýningargestir Rúmlega 60 lönd i öllum heimsálfum munu hafa sýn- ingardeildir nú á vorsýning- unni, og af þeim samtals um 9000 sýningardeildum, sem þar verða, munu um 5000 sýningar- deildir vera frá öðrum löndum en Þýska alþýðalýðveldinu, og er það meiri þátttaka en nokkru sinni fyrr. Gert er ráð fyrir að sýningargestir, kaupsýslumenn og sérfræðingar á ýmsum svið- um verði frá rúmlega 90 þjóð- löndum. Sýningarsvæði Kaupstefn- unnar i Leipzig nær yfir 350 þús- und fermetra svæði, sem jafn- gildir talsvert á annað hundrað sýningarhöllum á stærð við Laugardalshöllina. Sýningunni er skipt i aðgengilega vöru- flokka og 26 þeirra eru iðnaðar- og fjárfestingarvörur en i 22 neysluvörur. Nokkur stærstu islensku út- flutningssamtökin verða með sýningardeildir i Leipzig, en það eru Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Samband islenskra sam- vinnufélaga, Sölustofnun lag- metisiðnaðarins og e.t.v. ein- hver fleiri fyrirtæki. Reiknað er með að margir is- lenskir kaupsýslumenn muni halda til Leipzig i vor. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.