Þjóðviljinn - 28.02.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Heilsdags leiklistarskóli á hausti komanda A blaðamannafundinum, er skýrt var frá stofnun Ieiklistarskólans, taliö frá vinstri: Klemenz Jónsson, Vigdis b'innbogadóttir og Sveinn Einarsson. Fornámskeið hefst áttunda mars Þann áttunda mars næstkomandi hefst á veg- um Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur þriggja mánaða námskeið í leiklist, og verður það til undirbúnings leiklistar- skóla á vegum leikhús- anna, sem fyrirhugaðer að hef j i‘ starfsemi sína í haust. Verður þar um að ræða fullgildan heilsdags leiklistarskóla, er á að verða þriggjaára skóli. Er vonast til að ríkið sjái sér fært að taka við rekstri skólans sem fyrst, þannig að hann verði orðinn ríkis- leiklistarskóli þegar fyrsti leikaraárgangurinn út- skrifast þaðan. Sveinn Einarsson, þjóðleikhús- stjóri, Vigdis Finnbogadóttir leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavikur og Klemenz Jónsson, formaður Félags islenskra leikara, kölluðu blaðamenn á sinn fund 26.þ.m. og tilkynntu þeim þessar fréttir i leikhúsmálum. Það var fyrir rúmu ári að þessir þrir aðilar tóku að vinna saman að stofnun skóla, er bætt gæti til bráðabirgða úr þvi neyðarástandi, sem rikir og brúað bilið þar til fullgildur rikisleiklistarskóli tekur til starfa. Arangurinn af þeirri sam- stöðu varð sá, að á fjárlögum fyrir árið 1974 eru veittar úr rikis- sjóði 1,5 milj. kr. til reksturs leiklistarskóla i höfuðstaðnum. Fornámskeiðið verður rekið sem forskóli siðdegis með 12—15 stunda kennsluviku. Námskeið- inu veitir forstöðu Vigdis Finn- bogadóttir, leikhússtjóri, og verð- ur það til húsa hjá Leikfélagi Reykjavikur, i Kálfinum i Vonar- stræti. Tuttugu og fimm nemend- ur verða teknir á námskeiðið, en i fyrsta bekk skólans sjálfs verða tiu til tólf. Verða þeir valdir eftir einhverskonar hæfnisprófi. Eins og kunnugt er hefur nokk- ur eyða skapast i leikskólastarfið undanfarin ár. Leiklistarskóli Þjóðleikhússins starfaði frá 1951—1972, en þá höfðu ekki verið teknir inn nýir nemendur siðan 1969 i ljósi þess að rikisleiklistar- skóli væri á næsta leiti til að taka við hlutverki hans. Leikfélag Reykjavikur rak einnig leiklist- arskóla á árunum 1959—1969, en hætti þá störfum til að fylgja eftir kröfu um stofnun rikisleiklistar- skóla. En siðan hefur litt þokað áleiðis i þessu máli.og eru afleið- ingar þess dráttar þegar orönar bagalegar. Sökum þess að leik- arastéttinni hafa ekki bæst nýir árgangar siðustu árin, er þegar komið kynslóðabil i stéttina og erfitt er orðið að manna leikrit með ungu fólki. Á siðastliðnu ári tóku nokkur ungmenni sig saman og stofnuðu Samtök áhugamanna um leiklist- arnám, SAL, og hófu að reka skóla á eigin spýtur af miklum dugnaði. Nemendur i SÁL eru nú á öðru riámsári sinu og búa við mikil vanefni. Er SAL ætlaður hlutur i fyrrgreindri fjárveitinu á fjárlögum til reksturs leiklistar- skóla. Nokkrir leiklistarnemend- ur hafa farið til náms erlendis, en svo dýrt er að stunda þar nám,að fæstir hafa ráð á þvi. Vissi hann ekki um undanþáguna? Þjóðviljinn hafði stutt viðtal af Sigurði Breiðfjörð ritara Félags bifvélavirkja og spurði hann hvaða undanþágur hefðu verið vcittar af félaginu vegna verk- fallsins Sagði Sigurður að undanþága hefði verið veitt til lögreglu, Strætisvagna Kópavogs og Stræt- isvagna Reykjavikur. Starfs- menn eru þó i algjöru lágmarki á verkstæðum þessara aðila. Sigurður sagði að leyfi til SVR hefði verið veitt strax á laugar- dagsmorgun. Sagði Sigurður að félagsmönnum i bifvélavirkjafé- laginu hefði þótt undariegt að heyra forstjóra SVR lýsa þvi yíir i útvarpi og sjónvarpi á laugar- dagskvöld að SVR myndi verða að hætla akstri ef ekki fengist undanþága hjá bifvélavirkjum, en þá hafi undanþágan verið veitt. Sigurður sagðist hafa beðið bæði útvarp og sjónvarp að leið rétta þetta, en það hefði þó ekk verið gert ennþá. Ekkert er hægt að segja urr stöðu samningaviðræðna urr launakjör bifvélavirkja, sagð Sigurður, og stendur verkfal þeirra þvi eitthvað lengur. — ú| NÝ STEYPUSTÖÐ Frá og með 1. marz n.k. munum vér hefja starf- rækslu steypustöðvar þeirrar, er áður var i eigu Verk h/f og reka hana undir nafninu ,,BREIÐHOLT H/F, Steypustöö.” Með alsjálfvirkri blöndun getumviðtryggt jöfn og ör- ugg steypugæði. Við munum kappkosta að veita góða þjónustu og bjóðum hagstætt verð og greiðsluskil- mála. Við erum tilbúnir að veita tæknilegar leiðbeiningar um steypu og steypuvinnu og kynnum okkur aðstæð- ur á byggingarstað, ef þess er óskað áður en steypu- vinna hefst. BREIÐHOLT hf. STEYPUSTÖÐ Fífuhvammi - Kópavogi - Sími 43500 (4 línur) styrkur þjálni þjónusta Skrifstofa: Lágmúla 9 — Reykjavík — Sími 81550 — Simnefni: Breiðholt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.