Þjóðviljinn - 28.02.1974, Side 11

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Side 11
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Heimsmeistarakeppnin hefst í kvöld meö baráttu viö Tékkana Síöan veröur leikiö viö V-Þjóöverja á föstudag og Dani á sunnudaginn Sigurdór til A- Þýskalands Sigurdór Sigurdórs- son, íþróttafréttaritari Þjóðviljans, er nú farinn til A-Þýskalands og mun dveljast þar á meðan heimsmeistarakeppnin stendur yfir. Fyrirhug- að er, að hann hringi til islands strax að loknum hverjum leik, og munum við, sem hér heima sitj- um, reyna að koma frá- sögn hans inn á íþrótta- siðuna daginn eftir. Hvort sem íslenska landsliðið kemst i loka- keppnina eða ekki, mun Sigurdór verða í Þýska- landi til loka keppninnar og senda fréttir hingað heim. Umsjónarmaður iþróttasíðunnar i fjar- veru Sigurdórs verður Gunnar Steinn Pálsson. Afmælismót KR í badminton Afmælismót KR I badminton veröur háö dagana 9.—-10. mars. Keppt veröur i einliöa- og tviliöa- leik meistaraflokks og 2. flokks og i tviliöaleik kvenna. Þátttaka til- kynnist Reyni borsteinssyni i sima 38177 eöa 82398 fyrir 5. mars. Eftir frægðarför is- lenska landsliðsins til Osló, þar sem það sigr- aði Norðmenn með 21 marki gegrf 16 i æfingar- leik, hélt liðið til Karl Marx Stadt i Austur- Þýskalandi, en þar verða a.m.k. fyrstu þrir leikir liðsins i heims- meistarakeppninni leiknir. Annars fer heims- meistarakeppnin fram á mörgum stöðum i Austur-Þýskalandi, og komist íslendingar áfram i keppninni munu þeir væntanlega leika framhaldsleiki sina i Berlin. Með íslendingum i riðli eru Danir, V-Þjóð- verjar og Tékkar. Allar þjóðirnar eru okkur nokkuð kunnar, ekki sist Danir, sem við höfum svo marga hildi við háð. Eðlilega hafa margir velt vöng- um yfir þvi, hverjir séu sterkastir og hverjir séu veikastir i heims- meistarakeppninni. Skoðanir eru æði misjafnar, og þaö eina, sem allir geta fallist á, er aö keppnin- verður afar hörð og spennandi, mörg frábær lið munu leiða sam- Framhald á 14. siðu. íslandsmót ér l minnibolta Minniboltanefnd Körfu- knattleikssambandsins óskar eftir þátttökutilkynningum fyrir tslandsmótið i minni- bolta, sem hefst i mars. bátt- takendum verður skipt i 2 flokka, 11 og 12 ára i öörum, en 10 ára og yngri i hinum. öllum félögum er heimil þátttaka i mótinu, svo og skólaliðum, og mega allir þessir aðilar senda eins mörg 10 manna lið til keppninnar og þeir óska. Hugsanl. er að um riðlakeppni verði að ræða, ekki hvað sist meö tilliti til væntanlegra þátttakenda utan af landi. bátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til minni- boltanefndar KKt i siðasta lagi 10. mars nk. Björgvin Björgvinsson hefur sjaldan brugðist I landsleikjum og jafnan verið einn skæðasti maður okkar. Enginn vafi er á að hann bregst ekki heldur að þessu sinni og að hann á eftir að gera andstæðingum okkar gramt i geði á stundum. FRÁ UMSK i fréttabréfi frá UMSK, sem sent var dagblöðunum fyrir skömmu, kemur fram, að sambandið neyddist til að leggja niður starf framkvæmdastjóra vegna fjárskorts. Vissu- lega hlýtur það að vera slæmt fyrir jafn stórt ungmennasamband og þetta, að þurfa skyndi- lega að leggja svo nauð- synlegt starf niður, en i fréttabréf inu kemur fram, aðvonir standi til, að úr rætist fljótlega. Fréttabréfið er ann- ars á þessa leið: 51. ársþing Ungmennasam- bands Kjalarnesþings (UMSK) var haldið 13. jan. ’74 að Félags- garði i Kjós eða tæpum 2 mánuð- um seinna en lög gera ráð fyrir. ■ Astæðu þess má rekja fyrst og fremst til siaukinna umsvifa á sviði iþrótta og félagsmála. bing- ið stóð yfir i 10 klst. Störf þingsins einkenndust af dugnaði virkra fulltrúa, og kom það m.a. frm i þvi, að engin mál lágu fyrir á þinginu af hálfu stjórnarinnar; en mörg mál voru rædd og margar samþykktir gerðar og flestar i þá átt að auka samskipti félaganna annarsvegar og UMSK og félaganna hinsvegar á sviði iþrótta og félagsmála með sameiginlegum fundum, heim- sóknum, hópferðum og að sjálf- sögðu þeim fjölda móta sem ár- lega eru haldin i ýmsum greinum iþrótta á sambandssvæðinu. Sigurður R. Guðmundsson rit- ari stjórnar UMFl mætti til þings cpm CfPCtlir Um skeið hefur UMSK haft framkvæmdarstjóra i fullu starfi, en hætta varð við það seint á ár- inu ’73 vegna fjárskorts, og er það miður, vegna þess mikilvæga hlutverks sem framkv.stj. gegnir i sambandinu og aðildarfélögum þess, en von er að úr rætist. Framhald á 14. siðu. Fimleika- fólk til Danmerkur Fimleikasamband Islands hefur fengið boð um að senda sýningarflokk á fimleikahátiö Holstebro i Danmörku, en iað verður haldið dagana 31. nai til 3. júni 1974. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fimleika- sambandsins. (Fréttatilkynning) Unglinga- mót í borðtennis Opið mót unglinga og stúlkna fer fram á vegum borðtennisdeildar K.R. i kvöld, 28. febrúar, i Laugar- dalshöllinni. Um 60 þátttak- endur hafa tilkynnt þátttöku, og eru allir bestu unglingar landsins meðal þátttakenda. Mótið hefst kl. 20.00. (Frétta tilkynning). Drengja- og stúlkna- meistaramót í frjálsum Drengja- og stúlkna- meistaramót Islands 1974 i frjálsum iþróttum innanhúss fer fram i Njarðvikum sunnu- daginn lO.mars nk. Keppt verður i eftirtöldum greinum: Drengir: Hástökk, stangar- stökk, kúluvarp, hástökk án atr. langstökk án atr. þristökk án atr. Stúlkur: Hástökk, langstökk án atr. bátttökutilkynningar skulu berast til Helga Hólm, Verslunarbankanum, Kefla- vik, simi 1788, eða i heima- sima 2613 i siðasta lagi þriðju- daginn 5. mars ásamt þátt- tökugjaldi kr. 50.- fyrir hverja keppnisgrein. Dómara- námskeið í körfu Dagana 9.—14. júli nk. verð- ur haldið i Belgiu á vegum alþjóðakörfuknattieikssam- bandsins námskeið fyrir dóm- ara og þjálfara. barna verður um að ræða námskeið fyrir verðandi alþjóðadómara i körfuknattleik, og munu þátt- takendur gangast undir próf að námskeiðinu loknu. t annan stað er um að ræða námskeið fyrir landsliðsþjálf- ara og námskeið fyrir þjálfara almennt. Körfuknattleikssamband ts- lands sér um öll þátttöku- gjöld, en varðandi frekari upplýsingar er mönnum bent á aö snúa sér til Körfuknatt- leikssambandsins, sem hefur pósthólf 864 i Reykjavik. Skilafrestur umsókna rennur út 10. mars. UMSJÓN: GUNNAR STEINN PÁLSSON

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.