Þjóðviljinn - 28.02.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Qupperneq 9
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. IÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 A mánudag hélt Sjú En-læ, for- sætisráðherra Kina, ræðu i boði fyrir erlendan gest, Kenneth Kaúnda, forseta Zambiu. Þar tók hann undir þá herferð, sem að undanförnu hefur verið farin i blöðum og á fundum i Kina og miðar að þvi að fordæma heim- spekinginn Konfúsius, sem var uppi 500 árum fyrir Krists burð og um leið Lin Piao, fyrrum land- varnaráðherra og opinberan arf- taka Maós formanns, sem hvarf með einkennilegum hætti ’71 og var siðan sakaður um að hafa reynt að gera uppreisn gegn Maó. Sjú En-læ tók mjög undir for- dæmingu á þessum mönnum, sem hann sagði báða hafa reynt að snúa við rás sögunnar, hverfa til hins gamla, vinna gegn hinu nýja. Nafnagátur Eftir þessari ræðu er sérstak- lega tekið, meðal annars vegna þess, að þaðer mikill siður i Kina, að nota nöfn manna, sem hvergi eru nærri, til að fordæma i raun núlifandi áhrifamenn — eða þá að nota ákveðnar formúlur til þess. t menningarbyltingunni til dæmis, þegar námsfólk og ungt verkafólk tók til bæna ýmsa háttsetta menn i kommúnistaflokki og stjórnkerfi og lék þá háðuglega ef þeir þóttu slakir i fræðunum — til orðs eða æðis — þá var nafn Liu Sjaó-sji þáverandi fórseta lengi vel ekki nefnt. Enda þótt hann væri einn helsti skotspónn menningarbylt- ingarinnar þá. Hann gekk undir nafninu „maðurinn númer tvö i rikinu sem hefur kosið hinn kapitaliska veg” eða eitthvað á þá leið. Þá var Liu sakaður um að vera fulltrúi „hins gamla” — og i reynd mun þar ekki hafa verið átt við kapitalisma eins og við venju- lega skiljum það fyrirbæri,heldur stefnu og stjórnhætti i Kina sem tækju meira mið af sovéskri reynslu og allgóðri sambúð við Sovétmenn. Óbein aðferð Þessi óbeina aðferð i ásökun- um, sem er visast nátengd sér- kennum kinverskrar tungu, gerir það ansi vandasamt fyrir utan- gáttarmann að skilja, hvað er á seyði i Kina á hverjum tima. Þeg- ar menn tala nú um Konfúsius og Lin Piao, þá var gjarnan hnýtt aftan við árásum á „aðra pólitiska svindlara”. Eftir að Lin Piao féll i septem- ber 1971 og allt þar til skýrt var frá samsærisáformum hans opin- berlega i fyrra, var baráttan gegn honum einmitt kölluð „Liu Sjao- sjiog aðrir pólitiskir svindlarar” — og þá áttu Kinverjar að minnsta kosti að skilja, að þeir áttu að hugsa sér Lin Piao við hliðina á hinum brottræka for- seta. Og nú þegar talað er um „Lin Piao og aðra pólitiska svindlara” leita menn i huganum að hugsanlegu stórmenni i hlut- verki endurskoðunarmanns og andbyltingarsinna. Böndin þóttu einmitt berast að Sjú E-læ. Hann hafði að minnsta kosti staðið að þvi að endurreisa „hið gamla” — þ.e.a.s. nokkra af þeim foringjum sem menningarbyltingin hafði steypt. En nú hefur hann sjálfur tekið undir herferðina gegn Lin og Konfúsiusi og þar með eru Pekingfræðingar aftur i bobba settir. Annaðhvort var aldrei átt við Sjú En-læ, eða þá að hann tel- ur sig vissan um að hafa á sinni hendi möguleika á að stjórna far- vegi þess tilhlaups til nýrrar menningarbyltingar, sem menn hafa talið sig sjá i Kina siðustu vikur. Hvaö nú, ungi maður? A undanförnum árum hefur verið dregið mjög úr kröfugerð menningarbyltingarinnar, sem svo var nefnd. Þá var mörgum kröftum sleppt lausum og útkom- an oft mjög hrapalleg, bæði að þvi er varðar menningarlif og fram- leiðslu. Um leið var sú hreyfing sjálfsagt tengd mjög eðlilegri óánægju með forréttindi og á- hrifavald stjórnenda og ráða- manna, og þegar á heildina er lit- ið mun hún talsvert hafa áorkað i auknum efnalegum jöfnuði i kin- versku samfélagi. Þær fréttir, sem berast af endurvakningu hinna afdráttarlausu vigorða menningarbyltingar, sem fylgt sé eftir með aðgerðum eru mjög Maó og Lfu Sjao-Sji: maðurinn númer tvö sem kaus hina kapitalisku leið. HVAÐ ER AÐ GERAST í KÍNA? EFTIR ÁRNA BERGMANN óljósar enn sem komið er. Norska fréttastofan NTB og bandariska vikublaðið Time segja frá þvi.að stúdentar hafi verið hvattir til að taka kennara sina til bæna, ekki sist þá sem hafi hyglað börnum háttsettra manna á prófum. 1 Sjanghæ er sagt, að verkamenn hafi tekið yfirmenn sina til bæna fyrir þeirra valdhroka. Það sem að umheiminum sneri kom fram í skömmum um sigilda vestræna tónlist, kvikmynd Antonionis um Kina (sem sögð erhafa verið gerð með blessun Sjú En-læs) og kyrr- stöðu i sambúðarmálum Banda- rikjanna og Kina. Bandarísk skýring Af hverju? Til hvers? Times hið bandariska reynir að spá i það, að öll þessi herferð, þar sem mest fer fyrir tveim nöínum, manna sem dóu fyrir tveim árum og 2500 árum, sé tengd átökum á milli hins „hófsama” forsætisráð- herra, Sjú En-læ og vinstrisinna úr flokksforystunni eins og Vang Húng-ven og Jao Ven-júan. En Sjú hafi sjálfur brugðist við með þvi að brosa til vinstri og ganga til móts við arftaka menningar- byltingar m.a. með harðari utanrikisstefnu. Þeir bættu þvi við i bandariska timaritinu, aö samt væri það liklega sennileg- asta útskýringin á hinu ótrygga ástandi, að Maó, sem nú er átt- ræður, væri að veita Kina loka- innspýtingu af byltingarkeppi i viðleitni sinni til að koma i veg fyrir að skriffinnskuveldi „bestu manna” hreiðri um sig i valdasól- um”. Sovésk skýring Þessu til samanburðar er fróð- legt að sjá, hvað sovéskir frétta- skýrendur hafa um málin að segja. Vasiléf heitir maður sem hefur skrifað grein fyrir APN sem nefnist Maó gcgn Konfúsiusi. Hann spyr sjálfan sig að þvi, hvernig á þvi standi, að kenning- ar hins forna heimspekings, Konfúsiusar, sæti svo miklum árásum nú i Kina. Hann segir að Konfúsius og skóli hans hafi átt á sinum tima i deilum við lögsinna svonefnda um stjórn rikisins og sambúð þegna. Segir Vasiléf að Konfúsiusarmenn hafi að visu reynt að vernda forréttindi hinna fornu höfðingja og þrælaeiganda, en um leib boðað „mannúð” og virðingu fyrir menningarhefð for- tiðarinnar. Lögsinnar á hinn bóg- Sjú En-læ: Hver er maburinn sem ekki er nefndur? Lin Piao; var „hiö gamla” fólg- Konfúsius: Afturhvarf til þræla- ið i þvi að taka upp aftur vinfengi halds, segja sumir, virðing fyrir viö Sovétrikin? menntun, segja himr. inn hafi tekið upp hanskann fyrir | lénsherra þá, sem þá voru að verða til sem stétt. Um leið hafi | þeir mælt með alræði æðsta manns rikisins og harðstjórnar-1 kerfi, sem gæti lagt undir sig i grannrikin. Hefði Tsjin Sji-húang keisari tekið mið af lögsinnum, þegar hann stofnaði hið fyrsta miðstýrða keisaraveldi i Kina. Hann hefði reyndar talið sér öll ráð heilög i valdabaráttu og m.a. brennt 460 Konfúsiusarspekinga á báli og svo bækur þeirra. t þessari grein segir, að i skrif- um i kinverskum blöðum nú sé allt þetta mál einfaldað niður i andstæðurnar „barátta hins nýja og hins gamla”. Konfúsiusar- menn eru sakaðir um að hafa vilj- að koma aftur á þrælahaldi, en lagasinnar eru sagðir verjendur hins nýja, og bókabrennur þeirra „byltingarráðstöfun réttmæt”. 1 næstu andrá, segir greinarhöf- undur, eru andstæðingar Maós — m.a. Liu Sjao-sji og Lin Piao kallaðir „Kofúsiusar samtiöar- innar" sem vilji koma á aftur „þvi gamla” — og túlkar hinn sovéski fréttaskýrandi það á þann veg, að hið gamlasé i raun fyrra vinfengi Kina við Sovétrikin og stjórnsýsla sem taki mið af sovéskri reynslu. Þegar Maóistar i dag, segir hinn sovéski frétta- skýrandi, hrósa lögsinnum á kostnað Konfúsiusar, þá er verið að vara við þvi, að öllum tilraun- um til að hverfa til hins „gamla’ (m.a. sovétvináttu) verði svarað með hinum hörkulegu aðferðum lögsinna: lögsinnar nútimans hlaða undir veldi Maós eins og lögsinnar fortiðarinnar sönnuðu nauðsyn alræðis keisarans. Niðurstöður hans eru helst tvær: að Maó Tse-tung hafi erft hug- myndina um persónulegt alræði frá lögsinnum og um leið að öll ráð séu leyfileg til að ná settu marki. Hin er sú, að Konfúsius og kenningar hans séu i raun vaktar upp til að fela þá óreiðu, sem stefna Maós hafi i heild komið á landsmál. Spyrjum þá sjálfa Nú gætu lesendur að sjálfsögðu spurt sem svo: gott og vel: við sjáum, að bandariskt vikurit leggur sig fram um að túlka sið- ustu tiðindi frá Kina á hinn besta veg (af hverju?), en sovéskur fréttaskýrandi sér i þeim aðeins hina uggvænlegustu fyrirboða.En hvað hefur gerst i raun og veru? Væri ekki ráð að spyrja Kinverja sjálfa? Hér er einmitt komið að einum höfuðvanda blaðamanna. sem vilja fást við Kina og reyndar Sovétrikin einnig. Frá þeim ber- ast að visu greinar og blöð i strið- um straumum, og ai' þeim má lesa margt um afstöðu forystu- manna i þessum rikjum til al- þjóðlegra mála. En þegar komið er að einhverjum þeim hlutum heima hjá þeim sjálfum, sem eru i deiglu, sem raunverulegur á- greiningur er um meðal þeirra, sem sitja næst ákvörðunarstaðn- um, þá fækkar upplýsingum stór- lega. Sjálf umræðan er einatt einskonar skuggabox, þar sem einn er nefndur, en átt við annan. Akvarðanir þær, sem teknar eru i hinum efri plássum, birtast siðan i þrælslungnum textum, sem eru þeim mun dularfyllri sem þeir viröastekki innihalda neitt annað en sjálfsagða hluti. Þeir verða þvi fyrir samskonar hlutskipti og ritningartextar: Kremlfræðingar og Pekingfræðingar útlista þá eins og fara gerir, sumir af þekk- ingu, aðrir af dáraskap, hinir þriðju af hatri, þeir fjórðu af blindriást. Og sósialista samtim- ans er mikil vorkunn i þessari að- stöðu: Hann efast um sjálfsmynd Kinverja, vegna þess, að hann veit að i þá mynd vantar marga drætti; af sömu ástæðu van- treystir hann sjálfsmynd Sovét- rikjanna. Sem og þeirri mynd sem þessi tvö afkvæmi Marx | draga upp hvert af öðru. Hann er eftir skilinn án trausts áhrifa- valds, átoritets, i auðvaldsheimi sem býður upp á margar freist- ingar til þægilegs svefns. Það er reyndar ekki gott að týna sinum haldreipum. En menn skyldu þá heldur ekki gleyma þeim mikla kosti sem fylgir þvi að týna trú á forsjá og fyrirmynd: að þú sjálf- ur ert til kvaddur á ný. —AB.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.