Þjóðviljinn - 28.02.1974, Page 6

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. MOBVIUINN MáLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Rilstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Kitstjórn,' afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverð kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. GÓÐUR ÁRANGUR ÁN MIKILLA FÓRNA Verkfallið, sem nú er nýlokið, var eitt það viðtækasta, sem hér hefur átt sér stað, en jafnframt það stysta af stærri verk- föllum. Mikið hefur verið um það rætt, að samningaviðræður hafi dregist óhóflega á langinn, en vert er að minnast þess, að það var þá fyrst, er verkalýðsfélögin höfðu boðað almenn verkföll, sem skriður komst á samningamálin. Áður neituðu atvinnurekendur að segja má öllum kröfum og settu jafnvel fram kauplækkunartilboð eftir samningaþóf mánuðum saman. Það var fyrst þegar verkfallsvopnið hafði verið dregið fram, sem einhver umtalsverð hreyfing komst á málin af hálfu atvinnurekenda. Þetta sýnir enn einu sinni, að það eru ekki fallega orðaðar bænaskrár, sem ráða úrslitum i átökum um kjör verkafólksins, heldur það vald, sem felst i mætti samtak- anna. Það sannar gömul reynsla og ný. Stjórnarandstaðan reyndi i sinum áróðri að kenna rikisstjórninni um það, hve langan tima samningarnir tóku. Slikt hafði þó við engin rök að styðjast, þvi að lengi hafði legið fyrir i öllum megin- atriðum hvað i boði var i þeim mála- flokkum, sem sérstaklega sneru að rikis- valdinu, enda þótt ekki væri frá þeim málum endanlega gengið fyrr en nokkrum dögum fyrir samningslok, þar sem verka- lýðshreyfingin kærði sig ekki um að gera úti um þau mál, nema nokkurn veginn samhliða heildarsamningsgerðinni. En þegar gengið hafði verið frá sam- komulaginu i sakattamálum og húsnæðis- málum, þá var ekki lengur hægt að skamma rikisstjórnina fyrir að tefja samninga með sinnuleysi, og var þá blaðinu algerlega snúið við á einni nóttu, og hafnar árásir á stjórnina fyrir að vera að eyða dýrmætum tima samningamanna i slik hégómamál. Sem sagt, einn daginn var rikisstjórnin borin þungum sökum fyrir að skipta sér of lítið af kjaramálunum, en næsta dag var hún talin hafa gert sig seka um þá höfuð- synd að skipta sér of mikið af þeim. Svona er nú samræmið i örvæntingar- áróðri málgagna Sjálfstæðisflokksins, og þessi áróður er svo kryddaður með Gróu- sögum sem einn daginn hljóða upp á það, að Alþýðubandalagsmenn i forystu verka- lýðshreyfingarinnar skeyti i engu um hagsmuni umbjóðenda sinna i verkalýðs- félögunum, en hlaupi hins vegar eftir hverju orði frá ráðherrum i rikisstjórn- inni, en næsta dag er þetta svo orðið alveg öfugt i munni Leitisgróu Sjálfstæðis- flokksins, þvi að þá eru það forystumenn i verkalýðssamtökunum, sem skipa ráðherrum með harðri hendi, hvort þeir skuli dvelja i þessu húsinu eða hinu. En hverfum nú frá hinum mögnuðu og sérkennilegu þverstæðum i áróðri ihalds- ins og litum á hvert er meginefni þeirra viðtæku kjarasamninga, sem undirritaðir voru i gær. Sjálf kauphækkunin að taxtabreyt- ingum meðtöldum verður nú þegar um 18% að jafnaði hjá almennu verkalýðs- félögunum , en nær 25% á samningstima- bilinu i heild. Við þetta bætist svo að sjálf- sögðu strax á morgun, þann 1. mars ný visitöluhækkun, sem er rúmlega 6%. Þeir sem höfðu hins vegar hærri laun en kr. 35.000,- á mánuði fyrir dagvinnu áður en þessir samningar voru gerðir, þeir fá nú hlutfallslega minni hækkun þ.e. allir sömu krónutölu, sem er kr. 4000,- á mánuði. Sú stefna að knýja fram hlutfallslega meiri hækkun á lægstu launin og stuðla þannig að auknu launajafnrétti var mörkuð á ráðstefnu Alþýðusambandsins i sumar og hefur nú sett sinn svip á samningsgerðina að nokkru marki. Vert er einnig að minna á sérstakar hækkanir fólks i fiskvinnu og kauptrygginguna. Samkomulagið sem gert var i skatta- málum mun leiða til þess, að tekjuskattur manna mun að jafnaði lækka um nær helming frá þvi sem annars hefði orðið á þessu ári, en á móti hækkar verðlag á söluskattsskyldum vörum um rúmlega 4%, þ.e. um 5 söluskattsstig. Þarna er um mjög verulegar hagsbætur að ræða fyrir mjög stóran hluta launafólks, en þeir sem tapa á þessari breytingu án sérstakra ráð- stafana munu fá sinn hlut bættan úr rikis- sjóði. Þá er samkomulag rikisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar i húsnæðis- málum eitt hið veigamesta i öllum þessum fjölþættu samningum, en þar er gert ráð fyrir að tvöfalda það fjármagn sem hið opinbera húsnæðislánakerfi ver til ibúðarbygginga og að árlega verði byggðar á árunum 1976 — 1980 sex til sjö hundruð ibúðir á félagslegum grundvelli, þ.e.a.s. ibúðir i Verkamannabústöðum með þeim kjörum, sem þar hafa tiðkast, ibúðir byggðar með kjörum sem tiðkast hafa hjá Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar i Breiðholti og leiguibúðir á vegum sveitarfélaga eða samtaka verka- lýðsfélaganna og lifeyrissjóða þeirra. Til að hrinda þessum áformum i fram- kvæmd hafa verkalýðs félögin skuld- bundið sig til að lána 20% af ráðstöfunarfé lifeyrissjóða sinna i þessu skyni gegn verðtryggðum skuldabréfum. Það fjár- magn, sem þarna er um að ræða mun nema um 800 miljónum ári, en auk þess verður fjár m.a. aflað með hækkuðum launaskatti, sem atvinnurekendur greiða. Húsnæðismálin hafa verið eitt allra erfiðasta vandamál láglaunafólks á íslandi um langan tima og þá ekki sist unga fólksins. Það verður þvi að fylgja fast eftir samkomulaginu, sem nú hefur verið gert um myndarlegt átak i þeim efnum og ætti þá verulega að rætast úr á næstu árum. Óhætt er að fullyrða, að þeir samningar, sem nú hafa verið gerðir marki þegar á heildina er litið drjúgt spor i sókn islenskrar alþýðu til bættra lifskjara, og þessir samningar kostuðu aðeins tveggja daga almenna vinnustöðvun. Oftast hefur minni árangur náðst þótt fórnirnar hafi verið meiri. Úr rœðu Jónasar Arnasonar á alþingU íslenskir námsmenn heita fimmta herdeild á máli norska hersins Við umræðurnar, sem fram fóru utan dagskrár á alþingi í fyrradag og fyrst og fremst snerust um tölvumeðferð VL-samtak- anna á undirskriftagögn- um sínum vakti Jónas Árnason, alþingismaður, athygli á öðru máli: að norsk hernaðaryf irvöld hafa nýlega stimplað sam- tök íslenskra námsmanna í Noregi sem 5. herdeild. Jónas sagði: Ég vil nota þettá tækifæri til þess að vekja athygli á öðru máli, sem er náskylt þvi máli, sem hér er til umræðu. Það liggja fyrir upplýsingar um það, að i svonefndum öryggis- og Rann- sóknarskóla norska hersins eru m.a. kennd þau fræði, að samtök ungra Islendinga úti i Noregi, námsmanna þeirra, sem ötullega hafa unnið að þvi að kynna land- helgisbaráttu okkar islendinga og afla henni fylgis þar i landi, þessi samtök séu hættuleg öryggi Nor- egs. Frá þessu var m.a. skýrt I fréttaauka frá Noregi, sem flutt- ur var i hádegisfréttatima is- lenska útvarpsins s.l. sunnudag. Fréttaauki þessi fjallaði umiýms- ar upplýsingar, sem fram hafa komið vegna réttarhalda yfir ungum norskum hermanni, sem ljóstraði þvi upp, að heræfingar, sem Atlantshafsbandalagið hélt í Norður-Noregi á s.l. vori stefnu ekki að þvi að efla viðbunaö gegn hugsanlegri utanaðkomandi árás, heldur var efling svonefnds „innra öryggis” meginmarkmið- ið. Þessum heræfingum var stefnt gegn ýmsum vinstrisinnuðum samtökum i Noregi, sem hernað- aryfirvöld norsk nefna einu nafni „5 herdeild”. bað er út af fyrir sig ærið um- hugsunarefni fyrir okkur Islend- inga, hvaða lærdóm við, þessi NATO-þjóð með NATO-her i landi okkar, getum dregið af þessum NATO-boðskap, hvaða nöfn is- Jónas Arnason lensk á samtökum og einstakling- um séu liklegust til að fyrirfinn- ast i sams konar NATO-skýrsl- um, sem án efa hafa verið gerðar varðandi „5. herdeildina” hér á Islandi. En látum þetta liggja á milli hluta að sinni. Það, sem ég vildi fyrst og fremst leggja áherslu á hér nú, er þetta: 1 skóla norska hersins er mönnum kennt það, að innan „5. herdeildarinn- ar” séu samtök, sem norsk hern- aðaryfirvöld nefna „Islandsfront- en”. Utanrlkisráðherra okkar hlýtur að sjálfsögðu að krefjast skýringar á þessu. Samkvæmt þessum fréttaauka s.l. sunnudag er varla nokkur vafi á þvi, að með „Islandsfronten” er átt við fyrr- nefnd samtök islenskra stúdenta. Hér viröist þvi lika fullkomin ástæða til þess, að utanrikisráð- herra okkar mótmæli og mótmæli harðlega. Og utanrikisráðherra geturekki látið það afskiptalaust, að ungir tslendingar séu skráðir á svartan lista hjá hernaðaryfir- völdum Noregs, séu taldir vargar i véum hjá þessari frændþjóð okkar, fyrir það eitt, að þvi er virðist, að þeir hafa af einurð og dungaði barist fyrir sjálfsögðum rétti sinnar eigin þjóðar. FELAGSLÍF Kvenfélag Hreyfils Fundur verður fimmtudaginn 28. febrúar kl. 8.30 i Hréyfils- húsinu. Kristrún Jóhanns- dóttir manneldisfræðingur kemur á fundinn. Takið með ykkur handavinnu. Mætið vel og stundvislega. Alþjóðlegur bænadagur kvenna er föstudaginn 1. mars. Samkomur verða þá á vegum Hjálpræðishersins viða um land og i Reykjavik i Frikirkj- unni kl. 20.30. Konur fjölmennið og verið velkomnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.