Þjóðviljinn - 28.02.1974, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Orka sem hefur umboð fyrir þessa bíla. Fréttamaður blaðsins hringdi til Sveins á mánu- daginn og sagði hann að mjög mikið væri að gera, t.d. hefði hann farið fjórar ferðir yfir Oddskarð daginn áður og þá viku, sem billinn hefur verið i notkun, hefði hann ekki sofið nema i 5-6 tima á nóttu. Sveinn fékk bilinn vélar- lausan hingað og lét setja i hann Trader disilvél. Fyrir- tækið Klæðningar og yfirbygg- ingar i Kópavogi byggði hús á bilinn eða réttara sagt fram- lengdi tveggja manna hús sem var á bilnum og tekur hann 16 manns i sæti. Með bilnum fylgdi glussatönn, sem hefur komið að mjög góðum notum, þar sem hún tekur hliðar- hallann, sem olli mestum vandræðum áður. I góðu leiði er Sveinn ekki nema einn og hálfan tima milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Auk fólksflutninga sér Sveinn um póstflutninga og matvælaflutninga, einkum flutning á skyr og rjóma frá Egilsstöðum. Áætlunarferðir eru þrisvar i viku, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga, og farnar tvær ferðir á dag, kvölds og morgna. Farið er frá Eskifirði kl. 8 á morgnana og siðari ferðir er i tengslum við flugrútuna sem kemur frá Egilsstöðum, en sá timi er breytilegur. Sveinn rak áður snjóbil sem hann keypti notaðan frá Seyðisfirði. Sú útgerð gekk það vel að hann ákvað að kaupa nýjan bil og fékk góða fyrirgreiðslu hjá Byggðasjóði, Eskif jarðarhreppi og Neskaupstað. Billinn kostar nú um 2,7 miljónir króna. Sveinn sagði að mikill snjór væri á Oddskarði og ófært öllum venjulegum bilum. Hitamismunur efst á skarðinu og i byggð er oft um 6 stig. Varðandi hreindýrin sagði Sveinn, að hann sæi oft hreindýr á leiðinni milli Eski- fjarðar og Neskaupstaðar, allt að 60 i hóp. Þau virðast nokkuð horuð að sjá. Fólkið á bænum Eskifirði hafa farið með fóður á snjósleðum til hreindýranna, en ekki vissi Sveinn hvort dýrin hefðu gert sér þetta að góðu. Sveinn sagði að lokum, að beltin á bilnum væru mun betri en á eidri gerðum, þar sem hjólaröðin væri bein og spyrnan mun betri. SJ Nýr snjóbíll tekinn í notkun á Eskifirði 6 áætlunarferðir í viku milli Neskaup- staðar cg Eskiljarðar Sveinn Sigurbjörnsson snjóbíi af gerðinni kanadískir. Það er inn- á Eskifirði fékk nýlega Bombardier, en þeir eru flutningsfyrirtækið Þannig lítur snjóblllinn út eins og hann er afgreiddur frá verksmiðjunni. A hinni myndinni er ný gerð af vöruflutningasnjóbil, sem vegur óhiaðinn tæp 11 tonn, en er gefinn upp fyrir 13,6 tonna hlass- þunga. Hámarkshraði er 24,2km á kist., en snjóbillinn kemsthraðast 27 km. á klst. Nýstárlegar barnabækur Bjöllubók er góð barnabók Stofnendur BJÖLLUNNAR taldir frá vinstri: Herdis Sveinsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Sigrún Kiara Hannesdóttir. A myndina vantar Frlðu Haraldsdóttur. A myndinni má einnig sjá þrjár fyrstu útgáfubækur Bjöllunnar, MannsIIkamann, Geimferðir og Merkar uppfinningar, ennfremur sýnishorn af nokkrum erlendum bókum, sem Bjallan hefur I hyggju að gefa út á næstunni. Nýlega komu á markaðinn þrjár fræðibækur, sem ætlaðar eru fyrir börn á grunnskólastigi. Útgefandi þessara bóka er nýtt útgáfufyrirtæki, BJALLAN S.F., sem hefur það að meginmarkmiði að gefa út bækur fyrir börn á grunnskólastigi. Tildrög þess, að Bjallan s.f. var stofnuð, voru þau, að skortur á hentugum og auðveldum upp- sláttar- og fræðiritum fyrir börn og unglinga hefur verið mjög á- berandi, og á islenskum bóka- markaði hefur varla sést barna- bók, sem teljast mætti þekkingar- aukandi umfram kennslubækurn- ar einar. Framtakssömustu kennararnir hafa jafnvel þýtt er- lendar bækur beint i hvert skipti, sem bókarinnar hefur verið þörf, eða þá þeir hafa limt islenskan texta yfir þann erlenda. Skortur- inn hefur stöðugt farið vaxandi og orðið meira áberandi eftir þvi sem kennsluhættir hafa breyst og beinst meira f þá átt, að nemend- ur vinni sjálfstætt að efnissöfnun, og sjálfsnám tekur við af kennslu- bókarstagli og yfirheyrsluformi i æ rikari mæli. Stofnendur Bjöllunnar eru kennarar og bókaverðir, og var þeim þvi vel kunnugt um þennan skort og þörfina til úrbóta á þessu sviði. Bjallan hefur á stefnuskrá sinni alhliða barnabókaútgáfu, en á- herslan verður lögð á fræðibæk- urnar. Siðan er ætlunin að hefja framleiðslu og sölu á nýsigögn- um, s.s. segulböndum, litskyggn- um o.fl., stundum sem fylgigögn meö bókunum sjálfum, en stund- um sjálfstætt. Er jafnvel i athug- un, hvort ekki verði hægt að selja litskyggnur (slides) með öllum þeim bókum, sem út eru komnar og öðrum þeim, sem út koma á þessu ári. Bækurnar, sem út eru komnar, eru þýddar úr ensku og heita „Mannslikaminn”, „Geimferðir” og „Merkar upppfinningar”. A á- ætlun þessa árs eru bækurnar „Billinn”, „Næturhiminninn” og „Ljós, speglar og linsur”. í at- hugun er lfka sérstök útgáfa i til- efni 1100 ára afmælis íslands- byggðar, og mun hún fjalla um forn norræn trúarbrögð og guðs- dýrkun vfkinganna. Er ekki að efa, að þeir uppal- endur, sem fræða vilja börn sin, fagna útgáfu allra þessara bóka. AF ERLENDUM BÓKAMARKAÐI The Collected Edition of Sherlock Holmes A Study in Scarlet — The Sign of Four — The Hound of the Basker- villes — The Valley of Fear. Arth- ur Cona Doylc. John Murray and Joanathan Cape 1974. Hér eru prentaðar fjórar lengri sögur Doyles og fimm bindi smá- sagna hans eru væntanleg að hausti. Allir lesa Sherlock Holm- es og meðal þeirra, sem skrifa formála að þessum bókum er Graham Greene. Góðir reyfarar eru betri lesning heldur en lélegar skáldsögur og lummulegar ævi- sögur. Strategy for Revolution. Itegis Debray. Edited and with an Introduction by Ilobin Black- burn. The Pelican Latin Americ- an Library. Penguin Books 1973. Times Literary Supplement sagði um þessa bók, þegar hún kom út hjá Cape 1970, að höfundur sameinaði ágæta frásagnargáfu frumlegri gagnrýni og djúpum skilningi á þeim atburðum, sem hann lýsir... og að bók hans ætti brýnt erindi til þeirra, sem vildu skilja byltingaöflin i Suður-Amer- iku. Höfundurinn fjallar um bylt- ingaröflin i álfunni, hann kynntist frumkvöðlum byltinganna og einnigþeim öflum,sem á snærum CIA reyndu að hamla gegn þeim breytingum, sem jafnvel Ka- þólska kirkjan taldi brýnar. Þessi skrif eru öllum þeim, sem vilja átta sig á atburðarásinni, nauð- synleg. De Profundis and Other Writings Oscar Wilde. With an Intro- duction by Hesketh Pearson. Pengúin Books 1973. H. Pearson gefur út þessi rit Wildes, enda hefur hann sett saman ágæta ævisögu Wildes. Hér er prentuð De Profundis, The Ballad of Reading Goal og fleiri kvæði auk ritgerðanna The Decay of Lying og The Soul of Man under Socialism. Bókin er gefin út I bókaflokki Penguin-útgáfunnar, The Penguin English Library.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.