Þjóðviljinn - 28.02.1974, Side 15

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Side 15
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 UM AFNÁM Z Undanfarnar vikur hefur tölu- vert verið rætt opinberlega um afnám bókstafsins z úr íslensku ritmáli samkvæmt auglýsingu út- gefinni af Menntamálaráðuneyt- inu 4. september s.l. Allmikill til- finningahiti hefur einkennt um- ræður þessar af hálfu andstæð- inga þessarar ákvörðunar, og hefur þá viljað fara sem oftar, að stórt hefur verið tekið til orða, en málefnaleg rök lent utangarðs. Að athuguðu máli teljum við und- irritaðir, sem áttum sæti i Staf- setningarnefnd, þvi nauðsynlegt, að almenningur kynnist nánar þeim rökum, sem lágu til þess að nefndin lagði til, að bókstafur þessi yrði niður felldur úr is- lenskri stafsetningu. Hlutverk nefndarinnar 1 erindisbréfi nefndarinnar er lögð áhersla á, að tillögur hennar um breytingar á stafsetningar- reglum skuli vera til einföldunar á stafsetningunni. Ljóst er, að breytingin: eitttákn (bókstafur) i stað tveggja um sama hljóðfelur i sér einföldun. Ef slik einföldun er framkvæmanleg án umtals- verðrar skerðingar á gagnsæi hins ritaða máls, þ.e. þeim éin- kennum þess, sem auðvelda mönnum að átta sig á skyldleika orða eða orðmynda, virðist hún i fyllsta máta eðlileg og æskileg. Er afnám z réttlætanlegt sam- kvæmt þessuni forsendum? Við teljum hiklaust, að svo sé. Bók- stafurinn z hefur lengi táknað sama hljóð og s. Athugun leiðir i ljós, að ritun s i stað z dregur litið sem ekki úr gagnsæi málsins: i langsamlega flestum tilvikum eru tengsl fyrrverandi z-orða við skyld orð og orðmyndir jafnljós eftir sem áður. Hér breytir engu um, þótt t.d. einstöku sagpir falli saman i rithætti i lh. þt. við slika breytingu, svo sem i „draumur- inn hefur ræst” og „hann hefur ræst bilinn”. Samhengið gerir augljóst, að i fyrri setningunni er um að ræða so. að rætast og i hinni siðari so. að ræsa. Ljóst er, að samruni þessara sagnmynda veldur ekki heldur misskilningi i tali og aö það er að sjálfsögðu merkingarlegt samhengi orð- anna, sem einnig þar sker úr. Um orð, sem áður voru rituð með z i stofni, er svipað að segja: gagn- sæi þeirra skerðist sjaldan, þótt s sé ritað i stað z. Flestum mun fljótlega ljóstaf merkingarlegum orsökum, að t.d. gæsla hlýtur að vera skylt gæta, neysla skylt neytao.s.frv., þótt ekki sé þar rit- uð z. Má fullyrða, að þau orð munu vandfundin, þar sem z-an ein hefur verið það leiðarljós, sem eitt tengdi þau við önnur skyld orð. Um sögu z Rittáknið z hefur alltaf verið óþarft i islensku. Það táknaði i elsta ritmáli, að fram væri borið tannhljóð + s (ts), en vitanlega er ekkert auðveldara en tákna hljóðasambandið með tákni tann- hljóðsins og s, og i elstu handrit- um er ýmist ritað ts eða z. Elsti og frægasti málfræðingur tslend- inga, höfundur fyrstu málfræði- ritgerðar Snorra Eddu, vildi hafa þennan hátt á og var þvi andvigur z. t ýmsum fornum handritum er z notuð á allt annan hátt en tiðk- asteftir reglunum frá 1929, t.d. er algengt, þegar kemur fram á 13. öld, að rita z til að tákna mið- mynd sagna og efsta stig lýsing- arorða, ef ekki fór beygingarend- ing á eftir stigsendingunni. Og jafnvel i elstu skinnbókum er z rituð i eignarföllum nafnorðs og lýsingarorðs, ekki aðeins ef rót endar á tannhljóði, heldur einnig nn eða 11. Málfræðinga greinir á um það, hvað þessi ritháttur táknar. Siðar verður fullkominn ruglingur á notkun z, t.d. i Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar og Guðbrandsbibliu. Sérstakar reglur um notkun z komu ekki fram fyrr en i bók Ras- musar Kr. Rasks, Lestrarkver handa heldri manna börnum snemma á 19. öld. Allmiklar um- ræöur urðu seint á öldinni um stafsetningu eftir framburði, og bar þar hæst dr. Björn M. Ölsen, sem vildi afnema z. Um aldamótin kom svo fram „blaðamannastafsetningin” svo nefnda, en þar var mjög dregið úr notkun z, og 1918 var hún alveg felld niður með auglýsingu frá ráðherra (Jóni Magnússyni). Af þessu yfirliti má sjá, að lengi höfðu menn ekki verið á eitt sáttir um þennan staf, og hélst það ósætti áfram. Fór svo, að z-regla Rasks var aftur tekin upp 1929 með Auglýsingu um islensku staf- setningu i Lögbirtingablaðinu 28. febrúar þ. ár. Var reglum um rit- un z siðan fylgt i kennslu i skólum þar til á þessu skólaári, nema hvað barnaskólar fengu undan- þágu frá þvi að kenna þær 1934, svo sem nánar verður að vikið. Fullyrða má, að reglurnar frá 1929 styðjast engan veginn við forna ritvenju og bera sumar hverjar vitni um sprenglærðan afkáraskap og kjánalæti. Það væri t.d. gaman, að færðar yrðu sönnur á, að borið hafi verið fram mæðtst.en rithátturinn mæðzter talinn eiga rætur i þessu formi, og fleiri dæmi mætti nefna um end- urgerðar orðmyndir, sem enga stoð eiga i heimildum eða heil- brigðri skynsemi. Og fullyrða má, að reglurnar frá 1929 eiga enga forna hefð á bak við sig. Ef skrifa ætti z i samræmi við fornan rithátt á sama hátt og y, ý, ey — og ef menn vilja tvenns konar æ — þyrfti að gera betri bæn og ger- breyta reglunum frá 1929. En hver yrði að bættari með þvi? Árangur z-kennslu 45 ár eru nú liðin frá þvi z var formlega innleidd i islenska staf- setningu. Öll þessi ár hefur gifur- legum tima verið varið árlega i efstu bekkjum skyldunámsstigs og þó einkum i 3. og 4. bekk gagn- fræðastigs, svo og i menntáskól- um og öðrum framhaldsskólum, til kennslu i notkun þessa bók- stafs. Um árangurinn geta kenn- arar i þessum skólum best vitnað. Meginþorri nemenda hefur aldrei náð verulegum tökum á notkun z- reglna, og jafnvel þeir, sem talist hafa góðirstafsetjendur, hafa þar iðulega gert villur, annaðhvort vegna ónógrar þekkingar eða i fljótfærni. Alkunnugt er, að all- stór hópur manna, sem að öðru leyti hefur kappkostað að vanda stafsetningu sina sem best, hefur viljandi ekki notað z. 1 raun hefur mátt skipta mönnum i tvo flokka eftir þvi, hvort þeir hafa kunnað eða viljað nota z eða ekki. Þessi staðreynd hefur svo leitt til þess, að almennt hefur verið litið á z sem eins konar „lærdómsstaf”, sem aðeins örfáir hafa kunnað að nota rétt. Dagblöð, timarit, sjón- varpstextar fyrir breytingu og jafnvel prófarkalesnar bækur hafa sýnt og sýna i rikum mæli handahófskennda notkun z, sem vitnar ótvirætt um vanþekkingu og óvissu manna um notkun hennar. Stafsetningarnefnd taldi þvi miklu betra að fella z niður með öllu. Barnaskólarnir og z-an Því hefur verið haldið fram, að z „hafi aldrei notið sin” til jafns við aðra stafi, af þvi að barna- skólarnir hafi brugðist þeirri skyldu sinni að kenna reglur um þennan staf; að allt hefði fallið i ljúfa löð, ef z hefði notið þar „jafnréttis” við aðra stafi. Kennarar barnaskólanna tóku snemma þá stefnu að færast und- an að kenna um z i þeim skólum og sóttu það mál svo fast, að menntamálaráðherra veitti und- anþágu frá þeirri kennslu þegar árið 1934. Rök barnakennara voru m.a. þau, að ærið nóg verkefni i barnaskóla væri að kenna um önnur atriði stafsetningar en z, þar sem stafsetningarkennsla yrði aldrei unnin nema að nokkru leyti i þeim skólum, enda bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að sinna þar fremur öðrum þáttum móðurmálsins. 1 annan stað sýndist mönnum, að hin þyngri fræði um z væru ekki við hæfi barna, þar sem nám þeirra krefð- ist meiri kunnáttu i málfræði en raunhæf væri á barnaskólastigi. Þegar þessi undanþága frá kennslu z var veitt, tóku börnin fullnaðarpróf 13 ára, en nú ljúka þau barnaprófi við 12 ára aldur. Ekki er vitað, að kennarar hafi skipt um skoðun á þessu efni. Má i þvi sambandi geta þess, að á fjöl- mennu kennaranámskeiði á veg- um Menntamálaráðuneytisins i júni 1972 kom fram eindreginn vilji kennara, að skrefið yrði stig- ið til fulls um algera niðurfell- ingu. Unglingaskólarnir og z-an 1 unglingaskölum var svo tekið til við z-námið og varið til þess miklum tima, en árangur varð minni en skyldi. Ekki var það mikill hluti nemenda, sem lærði að skrifa z til hlitar, meiri hlutinn kunni meira eða minna hrafl, sem i rauninni var oftast litils um vert og stundum fremur til að rugla nemendur. Að siðustu var svo ævinlega nokkur hópur nemenda, sem ekki var reynt að kenna z, af þvi að þeim nemendum veitti ekki af að verja öllum sinum náms- tima til annars, sem talið var nauðsynlegra, enda með öllu óvist um árangur af z-kennslu. Þessi umræddi bókstafur varð þvi til þess öllum bókstöfum fremur, að nemendur skiptust i flokka, og getur slikt komið illa við til- finningar unglinga. Orðabækur og z-nám Margir kennarar eru þeirrar skoðunar, að heldur eigi að draga úr stafsetningarkennslu i skyldu- námsskólum, en leggja þeim mun meiri áherslu á aöra þætti móður- málsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um stafsetningarstagl og ekki meö öllu að ástæðulausu. Kennslu i stafsetningu hættir oft til að verða leiðigjörn og á eflaust sinn þátt i margnefndum náms- leiða. Þess i stað vilja kennarar, að nemendur noti orðabækur meira en áður og haldi þeim sið, eftir að skóla lýkur. Nú fer það saman, að staf- setningarkennslan minnkar til mikilla muna við brottfall z og einnig hitt, að z var „slæmur orðabókarstafur”. Til að mynda er auðvelt að ganga úr skugga um það i orðabók, hvort rita skuli y i orð eða ekki. Allt öðru máli gegn- ir um z, þvi að hún var langoftast rituð i beygingarendingum sagna, en þær endingar eru ekki sýndar i almennum orðabókum. Er z auðlærð? Sumir halda þvi fram, að auðvelt hafi verið að læra að skrifa z rétt, jafnvel mjög auð- velt, en fáir munu þeir nemendur og kennarar i unglinga- og gagn- fræðaskólum, sem aðhyllast þá skoðun. Og margur stúdentinn hefur kvatt menntaskólann ekki sterkur i þessum fræðum og þó átt langa glimu að baki. Að visu er oftast auðvelt að rita z rétt i stofni orða, og gat þó oft að lita z i orðunum reynsla, brennsla og fleiri slikum orðum. 1 endingum sagna reyndi hins vegar allviða til muna á kunnáttu i málfræði. Tvær orðmyndir voru oft sam- hljóða, önnur rituð með s, hin með z, til að mynda lýsingarorð (eða atviksorð) og sagnorð: vænst — vænzt, gerst — gerzt, grennst — grennzt. Þá var sama sagnorðið ýmist með s eða z, eftir þvi hvaða hátt var um að ræða — og þó sam- hljóða: annast— annazt, kallast — kallazt, ætlast — ætlazt, eða t greindi að samhljóða orðmyndir: lézt — létzt, sezt — setzt, ázt — átzt. Einnig hefur margur nem- andinn velkst i vafa um, hvar z skyldi standa i boðhætti mið- myndar: minnstu, keppstu, skjóztu, seztuo.s.frv. Þessi örfáu dæmi nægja til að gefa i skyn, að álitamál getur verið hvort auð- veldara var að læra reglur um z en önnur þau atriði i islenskri stafsetningu, sem helst valda erfiðleikum. Það liggur i augum uppi, hversu skynsamlegt hefði verið að halda þessum fræðum fast að 12 ára börnum eða enn yhgri nemendum. Um skýrleik Þess er áður getið, að afnám z skerðir litið sem ekki gagnsæi orða. Þó skal þvi ekki neitað, að ritun z gaf að jafnaði nokkra beina vitneskju um stofn orða (sem reyndar liggur þegar fyrir af merkingarlegum orsökum, sbr. það, sem áður er sagt). Z i orðinu vizkaminnti á t i vitog z i stenztá d i standa. En þessi vit- neskja og áferðarskýrleikur var allt of háu verði goldinn að okkar hyggju. Ef sú stefna að sýna stofn orða eða uppruna sem skýrast i riti ætti að ráða mestu, næðist meiri árangur i þessu sambandi með þvi að rita d, ð, t ásamt s: islendska, heldstur, sættst. Þá bæri t.d. einnig rithátturinn breiðka, viðkaog gleiðka gleggra vitni um uppruna orðanna en sá ritháttur, er nú tiðkast. Þótt sum- ar myndir nokkurra orða ólikrar merkingar verði stafsettar eihs, eftir að z var af lögð, er engu meiri hætta á misskilningi i riti en i mæltu máli, þar sem framburð- ur orðanna er og hefur verið hinn sami, og hefur áður verið að þvi vikið. Það er heldur engin ný bóla, að óskyld orð séu rituð með sama hætti i islensku máli. Eitt dæmi nægir: Merking eftirfar- andi setningarbrots fer eftir framhaldinu, þvi merkingarlega samhengi, sem oröið beðií stendur i: Hann hefur beðiö... Halldór Laxness hefur ritað tugi bóka, og fáir munu þeir að sönnu vera, sem telja sig skilja allt i bókum hans. Þvi hefur þó aldrei verið haldið fram, að skilningur manna skerptist, ef z væri sett i þessi frægu rit. Breytingin 1973 Þegar að þvi er horfið að rita s, þar sem áður var z i islensku máli, kemur til álita, hvaða breytingar aðrar eru nauðsynleg- ar eða heppilegar. Til mála kæmi að rita d, ð, t ásamt s samkvæmt uppruna: gætsla, bandski. fariðst. En slikur ritháttur hefur ekki tiðkast og er andstæður þróun málsins. Annar kostur er að skipta aðeins á s og z og hafast ekki annað að . Þá yrði t.a.m. ritað hitst, sætst og stytst. Um þann rithátt er það að segja að hannerhvorki i samr. v. framb.né stofn þessara orða: hitt— sætt — og stutt. llvort tveggja yrði þá talið rangt: að rita hist, sæst og stysti samræmi viö iramburö og hittst, sættst og styttst með hlið- sjón af stofni. Ef þessi leið yrði valin, er hætt við, að margur námsmaðurinn þættist litlu bættari og ritvillur yrðu álika margar og á dögum z. Stafsetningarnefnd valdi þann kostinn að láta framburð ráða; rita hist, sæst, stysto.s.frv. Sá rit- háttur er langauðveldastur, þvi að þá má styðjast við auðlærða reglu: Aldrei skal rita t eða tt næst á undan endingunni st. Þeir, sem 1929 sömdu reglur þær um z, sem gilt hafa þar til i september s.1., ákváðu að rita ekki z á eftir s eða ss.^Við lýsingarhatt sagna, sem enda á st eða sst i germynd var i miðmynd bætt endingunni st: festst lýstst, hresstst, kysstst. Rithátturinn feszt, lýszt, hresszt og kysszt hefði hins vegar verið i samræmi við aðrar reglur um z. Ekki verður sagt, að endingin stst fari vel i islensku máli, enda hefur hún vart verið borin fram, nema þá að stafsetningin hafi leitt til einhvers fikts i þvi efni. Menn hafa sagt orðin fest ogfestst með sama hætti. 1 námi þvældist þessi stafsetning fyrir, nema nemand- inn kynni glögg skil á germynd og miðmynd. Stafsetningarnefnd lagði þvi til, að „einfalt” st yrði látið nægja i báðum myndum i samræmi við framburð. Lokaorð Stafsetning, sem mjög tekur mið af uppruna, gerir ávallt þá kröfu, að menn viti svo og svo mikiö uinmálið, málfræði þess og form. Þar eru z-reglur siður en svo undantekning. Þær krefjast drjúgs tima við fremur ófrjótt nám. Reynslan hefur aftur á móti sýnt, að færni i z-reglum og staf- setningu almennt er ekki einhlit til að menn geti kallast sendi- bréfsfærir, geti stilað skamm- laust mál sitt eða komið fyrir sig orði, svo að viðunandi sé. Staf- setning er ekki málið sjálft, held- ur búningur þess i riti; kunnáttu i stafsetningu tryggir engan veg- inn málhæfni. Með þvi að rýmka nokkuð um hina formbundnu stafsetningu vinnst timi til að sinna betur málinu sjálfu og not- kun þess. Af þeim sökum og öðr- um sem nú hafa verið greindar, er það þvi skoðun okkar, að af- nám z úr islensku máli sé spor i rétta átt, átt til málverndar og málræktar. Vegna ýmissa ummæla og um- ræðna, sem spunnist hafa um niðurfellingu z, höfum við undir- ritaðir talið rétt eins og getið var i upphafi að birta helstu röksemdir okkar um þessa ákvörðun og telj- um málið hér með útrætt af okkar hálfu. Ilalldór Halldórsson Baldur Ragnarsson Gunnar Guðmundsson Indriði Gislason Kristinn Kristmundsson UNDRALAND Ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst skoppar, tistir og brunar. Fjölbreytt úrval. Komiö, sjáiö, undrist í UNDRALANDI Rök stafsetningarnefndar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.