Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1974næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    242526272812
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 13. marz 1974. Hinn góði vilji f sjónvarpsþætti um herstöðva- málið á dögunum lýsti Benedikt Gröndal yfir þvi, að á tima við- reisnarstjórnarinnar hefði hann og þáverandi menntamálaráð- herra haft á prjónunum að leggja niður eða takmarka útvarp frá stöðinni. Þetta erekki fyrsta yfirlýsingin af þessu tagi. þ.e.a.s. um áform án framkvæmda. Aður hefur komið fram, að á tima viðreisnar hafi verið uppi áform um að endurnýja togaraflotann, þótt ekki dygðu þeim 3 kjörtimabil langt til framkvæmda á þvi sviði. Eða þá landhelgismálið, hefur þvi ekki verið lýst yfir, að það hafi verið áformað mikil útvikkun, þótt framkvæmdin sæi ekki dags- ins ljós á dögum viðreisnar? Jafnvel gengishækkun vinstri stjórnarinnar varð tilefni yfirlýs- inga um, að viðreisnarstjórnin hefði viljað gera slikt hið sama.... en ekki komið i verk. Erekki auðmýkjandi að standa að svona yfirlýsingum? Minnir ekki þetta á mann, sem hefur mörg góð áform á prjónunum. en er slik mannleysa að hann kemur engu i framkvæmd — og var ekki einmitt það ógæfa viðreisnar? Vinstrimaöur. Mynd: Francisco Goya y Lucientes KENJAR Mál: Guðbergur Bergsson Þá fengu þœr sœti „Ekkert er betra lauslátum konum, þegar þær hafa hlaupið af sér hornin, en það að hvila stól á höfðinu i stað- inn,” eitthvað á þessa leið ferst hand- ritunum orð i skýringum sinum. Goya á hér auðsæilega erindi við orðatiltækið sentarse la cabeza.en það þýðir orðrétt að láta höfuðið setjast, sem við köllum að hlaupa af sér horn- in. Goya birtir okkur myndrænan út- úrsnúning orðatiltækis, hvað tungan er oft órökvis, en táknrænt á litið rökvis innan sinnar rakalausu órökvisi. Þetta er allur gladurinn við þessa dularfullu mynd, sem vafist hefur fyrir mönnum. Hún er tiltæki við orðatiltæki, mynd- mál málara, mynd- og orðaleikur. Lausnin á gátu myndarinnar hefur legið svo i augum uppi, að enginn kom auga á hana. Menntafólk er oft nær- sýnt og þröngsýnt. Skoðun málarans er, sé hún ein hver önnur en myndskoðun, að eftir að menn/konur hafa hlaupið af sér hornin, þá eru þeir orðnir svo ruglaðir, að þeir sptja sætið sér á haus ( eða, ef svo mætti segja undir sæng, setja helgan stein á sitjandann), en hinir, sem höfðu hlaupið með, hafa nú stórt gam- an af og benda fingri á þær rugluðu og ráðsettu. Vert er að veita athygli léttum „tækifæriskjólum” stúlknanna. Þær virðast ekki einungis hafa hlaupið af sér hornin, heldur einnig að mestu föt- in og sokkana og skóna. Til marks um meydóm bera þær tækifæriskjólinn eins og nunnan skuplukuflinn. SUÐURLANDSSÍLDIN: Hve miklar veiðar þolir stofninn í náinni framtíð? A komandi hausti, eða haustið ' 1975, munu veiðar á suðurlands- sild koma á dagskrá að öllum likindum. Ekkert mun ennþá hafa verið ákveðið^ hvort haustið þetta verður. En þaö er orðið timabært að ræða um þessar veiðar opin- berlega, og tel ég það visastan veg til þess að koma i veg fyrir mistök. Nú að undanförnu hafa loðnuveiðiskip fengið sild i nætur Kvennaveldi í Einingu Félagsmenn i Verkalýðsfélag- inu Einingu á Akureyri eru nú 1790. f Akureyrardeild eru 1150, Ólafsfjarðardeild 321, Dalvikur- deild 219 og Hriseyjardeild 100. Konur eru 250 fleiri en karlar i fé- laginu. Aaðalfundur Einingar var haldinn sl. mánudag. Starfsemi félagsins á liðnu ári mótaðist mest af undirbúningsvinnu vegna nýrra kjarasamninga og vinnu við gerð sjálfra samninganna að undanförnu. Aukning á sérsjóð- um félagsins á liðnu ári nam 2,9 milj. króna. Bókfærðar eignir eru liðlega 15 milj. kr. Stjórnar- skipti urðu nú i félaginu, og tók Jón Helgason við formennsku að lokinni allsherjaratkvæða- greiðslu. Ekki tókst að ljúka aðal- fundinum og verður honum fram haldið um næstu helgi. sinar öðru hvoru við austanvert Suðurland. Þetta gefur visbendingu um, að með algjörri friðun, sem nú stendur yfir verði þessum sildarstofni bjargað frá tortimingu, og á Hafrannsóknar- stofnunin þakkir skildar fyrir að hafa haft orgöngu um friðunina áður en það var um seinan. En mér er það ljóst og vonandi mörgum fleirum, að okkur er mikill vandi á höndum, þegar sildveiðar byrja á nýju hér fyrir Suðurlandi. Ef vel tekst til með veiðar, þá gætu þær orðið nokkuð árviss þáttur i atvinnuleysi, uppbyggingu og nýtingu sjávar- afla til manneldis út yfir haust- mánuðina flest ár. En ef illa tekst til með byrjun veiðanna, þá gæti það lika orðið endalok þeirra, þannig að stofninn liði undir lok. Hér er ég kominn að kjarna þessa máls. Ég veit ekki hvernig okkar góðu fiskifræðingar lita á þetta mál. En frá minum bæjar- dyrum horfir þannig við, að suðurlandssildarstofninn hafi allt frá upphafi flest ár verið það litill að hann þyldi aðeins takmarkaða veiði. A meðan við beittum aðeins reknetum á þennan sildarstofn og veiðiflotinn var ekki mjög stór, þá virtist hann þola veiðina, og var hún þó talsverð sum árin. En strax þegar við fórum að nota snurpunætur með kraftblakkar- búnaði, þar sem þúsundum smálesta var sópað upp i bræðslur á stuttum tima, þá virt- ist þessi sildarstofn gufa upp og verða að engu. Þetta er sá kjarni málsins sem ekki er hægt að ganga framhjá, þegar hefja skal veiðar að nýju. Ef við leifum veiðar á þessum sildarstofni með snurpunót og kraftblakkarbúnaði og þeim veiðiflota sem við nú ráðum yfir, þá óttast ég að sú veiði yrði skammgóður vermir, vegna þess hve þessi sildarstofn er litill og hefur alltaf verið. Segjum svo að snurpunótaveiði yrði leyfð, en bundin við ákveðið magn. Sá galli mundi fylgja þvi, að i mörgum tilfellum færi mikill hluti aflans i bræðslu sakir stórra kasta, sem skemmdust á leið til hafnar og yrði þá sildin dæmd til mjöl- vinnslu i stað þess að vinnast til manneldis i frystingu eða salt. Þá er spurningin þessi: Á hvern hátt þurfum að haga veiðunum svo þær nýtist okkur vel i dýrar manneldisvörur og að við getum gert þær flest árin árvissar með afla?Takist okkur þetta þá getum við byggt upp arðsama sildar- vinnslu til manneldis, en það er frá minu sjónarmiði aðalatriðið, ásamt þvi að halda Suðurlands- sildarstofninum i góðri nýtanlegri stærð. Frá minum bæjardyrum séð er þetta aðeins framkvæmanlegt með þvi að beita aðeins reknetum á suðurlandssildarstofninn. Með reknetaveiðum er hægt að takmarka veiðina við fullþroska sild, sem ekki er hægt þegar veitt er i nót. Heknetaveiðar gætu gert tvennt i einu, bjargað okkar dýrmæta suðurlandssildarstofni frá tortimingu og þó byggt upp arðvænlega sildarvinnslu til manneldis á þeim tima ársins þegar fiskvinnslustöðvar okkar skortir helst hráefni til vinnslu. Allt þetta sem ég hef komið inn á hér að framan, verður að hafa i huga þegar að þvi kemur að sild- veiðar fyrir Suðurlandi verða Undur tækninnar „Setjið kindina upp á afturend- ann. Fætur þinir eiga að vera ná- lægt kindarskrokknum. Setjið kindina milli hnjánna. Byrjið að klippa af bringunni, með þvi að strjúka niður. 1 þessari stöðu er best að láta höfuð kindarinnar aldrei falla á milli fóta þinna. Eft- ir að búið er að klippa bringuna, á að gripa hægri framfót og lyfta honum vel upp. Þrýstu um leið vinstra fæti þinum að. A þennan hátt er kindin sveigð til vinstri. I þessari stöðu á að taka þrjár eða fjórar strokur niður frá hægra framfæti kindarinnar til siðunn- ar. Þessar strokur opna mögu- leika á þvi að strjúka niður kvið- inn Þetta eru fyrstu handtökin við sauðfjárrúningu með „sólar- geisla sauðfjárbóndans”, en svo nefnast rafknúnar ullarklippur af gerðinni Sunbeam Stewart. Raf- röst h.f. hefur gefið út itarlegar fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld, leyfðar að nýju. Ræöum þetta mál og reynum að forðast mistök, eftir þvi sem vit okkar og þekking hrekkur til. leiðbeiningar um notkun þessa verkfæris, sem vonandi á eftir að ylja sauðfjárbændum með geisl- um sinum. VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop; Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir.smlðaðar efttr boiðnL GLUQGA8 MIÐJAN SiðurnO. 12 • Sfmi 38220

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað (13.03.1974)
https://timarit.is/issue/221012

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað (13.03.1974)

Aðgerðir: