Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hver er aö tala um met? 15. siðan fékk bréf frá Tryggva Gunnarssyni i Vestmannaeyjum i tilefni af' frásögn á siðunni um stærsta þorsk sem komið hefur á landi Svíþjóð.Sá þorskur var 28,25 kiló. Tryggvi segir: 14. april 1956 var undirritaður á handfæráveiðum á mb. Erlingi VE 295 suðvestur af Vestmannaeyjum og dró þá þorsk sem var vigtaður og mældur um kvöldið i Vinnslustöð Vestmannaeyja. Þorskurinn reyndist vera 35 kiló og lengdin var 1.50 m. 1 sömu klausu var þess getið að Dani ætti Evrópumetið (28,5 kiló á stöng), en bréfið frá Tryggva sýnir, að hans mikli þorskur hefur aldrei komistá skrá hjá frændum okkar á Norðurlöndum. SÍÐAN UMSJON: SJ Flest geturgerst! Klukkan tvö um nóttina voru enskir unglingar á leið heim til sin i bænum Rochdale. Allt i einu heyrðu þau stunur þungar, en engan mann var að sjá i nágrenninu. Þegar þau gættu getur að sáu þau ofan á koll á manni, sem var fastur i niðurfallsröri. Maðurinn hét Wasyl Kwaswarky og reyndist Pólverji. Þau reyndu að toga hann upp en ekkert gekk. Fljótlega komu þrir lögrelglumenn á vett- vang, en það var sama hvaða ráðum þeir beittu, Pólverjinn var jafn fastur og áður. Næst komu menn frá slökkviliðinu og þeir reyndu að koma böndum á Pólverjann, en það dugði ekki að heldur. Það var ekki fyrr en gatnagerðarmenn komu til aðstoðar með bora sina að Pólverjinn náðist upp. Pólverjinn gaf siðar þessa skýringu: Ég hafði verið úti að skemmta mér með nokkrum vinum minum, en ég hef ekki minnstu hugmynd um hvernig ég lenti i niðurfallsrörinu! Stööva innflutning á „áfengu” hrökkbrauöi Norðmenn liafa m.a. selt hrökk- hrauö til Kuvvait, en fyrir skömniu kom tilkynning frá Kuwaitmönnum, að þeir myndu framvegis ekki kaupa hrökk- bráuðið norska, þar sem það innihcldi alkóhól. Ibúar Kuwait eru múhameðstrúar, og þeir sem cru þeirrar trúar mega ekki neyta áfengis. Norskur blaðamaður kynnti sér málið og fékk þær upplýs- ingar hjá norsku framleiðend- unu, að það væri rétt, að örlltið alkóhólmagn væri i hrökk- brauðinu, en það væri svo litið að menn yrðu að borða sig margsinnis sadda ef þeír liugsuðu sér að finna á sér. Alkóhól er notað við brauðgerð, og það er þvi mun hættulegra að borða venjulegt brauð en þetta hrökkbrauð, ef á annað borð er hægt að tala um einhverja hættu i þessu sambandi. Hér er um að ræða aðeins brot úr prómilli, en það er nóg til þess að Kuwaitbúar mega ekki borða norska hrökkbrauðið i framtiðinni. — Þjáistu enn af minnis leysinu? — Já, ég gleymi alltaf að taka mcðalið gegn þvi. Engar varnir, takk Buenos Aires: Argentiska rikis- stjórnin hefur lýst þvi yfir, að framvegis skuli strangt eftirlit haft með sölu hverskonar getnaðarvarna. Hingað til hefur verið hægt að fá getnaðarvarnir og pilluna i apótekum, en nú verður fólk að hafa beiðni frá lækni, og allar áróður fyrir vörnum gegn barneignum hefur verið bannaður. Ástæða þessa er sú, að Peron forseti hefur margsinnis að undanförnu sett fram þá skoðun, að Argentina væri ekki nógu mannmargt land. íbúarnir eru nú um 25 miljónir og Peron vill að Argentinubúar verði a.m.k. 50 miljónir árið 2000. Argentina er á stærð við Véstur-Evrópu. Fleiri börn, takk New York: A blaðamannafundi i höfuðstöðvum SÞ sagði Aleksandra Birjukova, for- maður fyrir miðstjórn sov- éskra fagfélaga, aðeins og stæð: væri engin hætta á offjölgun Sovétrikjunum, og sérfræðingar á þessu sviði óskuðu eftir að sovéskar konur eignuðust fleiri börn. í sovéskum fjölskyldum eru að meðaltali 2,3 börn, en sérfræðingarnir vilja hækka þessa tölu I a.m.k. 2,7 börn. Kýrnar gleypa í sig dagblöðin! Tokyo: Japanskur bóndi gefur Ifjórum kúm sinum tvö kíló al dagblaðapappir daglega, og mjólka kýrnar ágætlega Kýrnar gljwpa i sig lesefnið ásamt mjöli, sem er sjötti hluti fóðurblöndunnar. Bóndinn scgii að dagblöðin séu ódýrari en hey en þau innihaldi lítið af fjörefn um. ÓL auglýsir Karlmannabuxur úr terylene, molskinni og nankin. Karlmannaskyrtur — fermingarskyrtur — buxur — slaufur. Póstsendum. Verslunin ÓL Laugavegi 71 simi 20141. i Atvinna Hjúkrunarkonur Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki vantar tvær hjúkrunarkonur i sumaraf- leysingar. Upplýsingar um laun og hlunn- indi gefur forstöðukona i sima 95-5270. LAUS STAÐA Staða læknis við heilsugæslustöð i Stykkis- hólmi er laus til umsóknar. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 15. april n.k. Staðan veitist frá 1. júni 1974. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 12. mars 1974. Fóstrur athugið Óskum að ráða fóstrur til starfa á dag- heimilum og leikskólum, nú og næstu mánuði. Til greina kemur vinna hálfan daginn. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavlkurborgar. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sumargjafar simar 16479 og 14284. Barnavinafélagið Sumargjöf Starfsfólk Vantar strax að upptökuheimilinu i Kópavogi. Starfið gæti orðið undirbúningur að frek- ara námi á sviði félags- og únglingamála. Skrifstofustarf á sarna stað, ennfremur laust nú þegar, hluta úr degi. Upplýsingar i simum 41725 og 42900. Umsóknareyðublöð fást á upptökuheimil- inu Kópavogsbraut 17 Kópavogi. ' ' \ Afgreiðslumenn Viljum ráða nú þegar afgreiðslumenn i vöruhús. Starfsmannahald. $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMViNNUFÉLAGA _______________________^ Atvinna Trésmiðir og laghentir menn óskast til starfa. Gluggasmiðjan Siðumúla 20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.