Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 10
10 StDA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. marz l!W4. Þykkvabæ. Sjálfstæðisilokkurinn ætlaðist til þess að efnahagskerfi okkar rynni inn i erlent efnahags- kerfi sem hafði komið sér fyrir á islensku landi. Geir vildi ekki véfengja það sem ég sagði að Bandarikjamenn hefðu á sinum tima sýnt okkur yfirgang, en hann sagði að það væri enginn yfirgangur eins og nú standa sakir. Ætli það sé ekki varlegt að trúa þvi? — Magnús minnti i þessu sambandi á Chile. Og við skulum ekki imynda okkur að eðli heimsvaldastefnunnar hafi breyst á þessum tima — hins vegar hafa þau ánægjulegu tið- indi gerst að andstaðan gegn þessari stefnu hefur farið vaxandi innan Bandarikjanna sjálfra. Það hefur komið i ljós að heimsvalda- stefnan i Bandarikjunum er ekki aðeins háskaleg, hún ber rotnun- ina i sér sjálf eins og við sjáum af fréttum um bandariskt stjórnar far sem efst hafa verið á baugi Og að heyra menn standa hér og tala um þetta stjórnarfar sem einhverja allsherjarfyrirmynd sem aðrar þjóðir eigi að fara eftir og fylgja — það er alveg furðu- legt. Það er ósköp eðlilegt að við skulum deila um sitthvað i al- þjóðlegum málum, en mér finnst Geir Hallgrimsson koma hér • fram eins og maður úr sértrúar- söfnuði sem trúir i blindni á allt sem Bandarikin segja og gera. 60 ára reynsla Geir Hallgrimsson var hér með svigurmæli um okkur sósialista, um að við værum ekki lýðræðis- sinnar. Þetta eru fúkyrði sem við höfum fegnið að heyra frá þvi að sósialistar skipulögðu starfsemi sina á Islandi fyrir nærri 60 árum. Meðan Alþýðuflokkurinn var og hét var hann kallaður „Rússa- bolsar” i Morgunblaðinu og það var sagt að starfsemi hans væri öll kostuð af Rússum. Nú er það sama sagt um okkur Alþýðu- bandalagsmenn. 6g held að það sé alveg óþarfi að leita út fyrir landsteinana til þess að spyrja um það hvað við islenskir sósial- istar viljum og hvað við gerum i islenskum þjóðmálum. Af því er 60ára reynsla. Og ég hygg að allir geti verið sammála um það, að það sem sósialistar á Islandi hafa beitt sér fyrir er einmitt aukið lýðræði á öllum sviðum, efna- hagslegt, félagslegt og pólitiskt. Það er ekki hægt að nefna eitt ein- asta dæmi um að islenskir sósial- istar hafi beitt sér fyrir einhverju öðru og getsakir um eitthvað ann- að eru algerlega ósæmilegar. Menn eiga að tfæma okkur eftir reynslunni og engu öðru. Geir Hallgrimsson minnti á 5tu herdeildir i öllum löndum. Þetta er alveg rétt. 1 öllum löndum eru til menn sem hafa tekið hlýðni við erlent vald fram yfir hagsmuni sinnar eigin þjóðar. En eru ekki menn til á tslandi i dag sem ætla að taka meira mið af hagsmunum útlendinga heldur en þeirri ein- földu og eðlilegu kröfu hvers heil- brigðs manns að við fáum að lifa einir og frjálsir i landi okkar? Landhelgin Geir sagði að utanrikisráðherra skyldi ekki taka mikið mark á yfirlýsingum okkar Alþýðu- bandalagsmanna um hvað við gerðum eða gerðum ekki ef ekki yrði staðið við fyrirheitin i mál- efnasamningnum. Og hann minntist á að við hefðum gagn- rýnt harðlega það samkomulag sem gert var um landhelgismálið. Það er rétt að við gagnrýndum þetta samkomulag vegna þess að við töldum að hægt hefði verið að ná betra samkomulagi. Það hefði verið óþarfi að lúta að þeim kost- um sem Bretar buðu okkur. Hitt er svo algerlega meginatriði að núverandi stjórn stækkaði land- helgina i 50 milur — og Bretar viðurkenndu yfirráðarétt okkar yfir 50milunum með samningurn. En á hitt má minna að afstaða gömlu rikisstjórnarinnar var sú að landhelgina mætti ekki stækka nema með samþykki Breta og Haag-dómstólsins. Ef Geir hefði fengið að ráða sætum við enn uppi með 12 milna landhelgi. En hvers vegna hefur Geir ekki gefið skýrslu um för sina til aðalstöðva NATO rétt áður en landhelgis- samningarnir voru gerðir? Það erauðvitaðekki launungarmál að við hefðum náð skjótari árangri ef við hefðum ekki verið aðilar að NATO, þó árangurinn sem við náðum sé öruggur og viss. Geir Hallgrimsson gagnrýndi harðlega að rikisstjórnin þingaði um hernámsmálin bak við lokaö- ar dyr. En það hefur lengi legið fyrir hvað rikisstjórnin ætlaði ser að gera i þeim málum. Það var birt allri þjóðinni þegar rikis- stjórnin var mynduð. En það er vægast sagt furðulegt að heyra vandlætingu af þessu tagi frá Geir Hallgrimssyni. Muna menn eftir vinnubrögðunum, sem við- höfð voru þegar herinn kom hing- að 1951? Þá var gerður við erler.t riki samningur sem skerti full- veldi okkar og sjálfstæði. Skv. stjórnarskrá verður að kalla al- þingi saman og fá samþykki þess til þess að hægt sé að gera slikan samning. En alþingi var ekki kallað saman. Það voru kallaðir saman valdir þingmenn úr völd- um flokkum og þeir þinguðu bak við luktar dyr að þjóðinni forn- spurðri. Og siðan var samningur- inn gerður um hernámið og þjóðin var ekki spurð né þingið. Menn sem eiga slikan feril að baki eiga ekki að tala af vandlætingu um eðlileg vinnubrögð i samstarfi flokka. Magnús vék þessu næst að fyrirspurnum fundarmanna. Um fyrirsprun Eliasar Kristjánsson- ar sagði Magnus að hann vildi leggja áherslu á samstöðu tslend- inga með smáþjóðum og vanþró- uðu þjóðunum. Magnús sagði siðar, að stór- veldi og risabandalög væru and- stæð mennskum viðhorfum og lýðræðislegum sjónarmiðum; þess vegna hrundu þau til grunna. Lýðræði þýðir það að færa valdið út til fólksins, gera meðferð valdsins sem einfaldasta og sem næsta fólkinu. Við Islendingar er- um lánsmenn að búa i litlu samfé- lagi. Halldór hafði hneykslast á þvi að Magnús likti saman áhrifa- svæðum i Austur- og Vestur- Evrópu. Man Halldór ekki eftir Vietnam, Alsir, Portúgal? Telur Halldór Blöndal að þarna sé um að ræða einhverja fyrirmynd fyr- ir okkur? Magnús vék þessu næst að til- lögunum innan rikisstjórnar, en frá þvi var greint i blaðinu i gær. Með höfuðbækurnar Að lokum vék Magnús Kjartansson að undirskriftasöfn- uninni „Varið, land”: Þessi undirskriftasöfnun er i sjálfu sér ákaflega lærdómsrikt og háskalegt fyrirbæri. Sú var tið að á Islandi voru opinberar kosn- ingar, og það var eitt af baráttu- málum verkalýðshreyfingar og sósialisma að gera opinberar kosningar leynilegar. Þegar kosningar voru opinberar á Is- landi þá sátu kaupmennirnir á kjörstaðnum og atvinnurekend- urnir með höfuðbækur fyrir framan sig. Það stóð i höfuðbók- unum hvað hver maður skuldaði mikið og það var fylgst með þvi hvernig hver maður greiddi at- kvæði og kannski var fram- kvæmdinni á innheimtu skuld- anna hagað eftir þvi hvernig menn greiddu atkvæði. Þessi undirskriftasöfnun er atkvæða- greiðsla af hliðstæðu tagi,þvi hún hefur að miklu leyti verið fram- kvæmd á vinnustöðum af þeim sem hafa vald, sem geta ógnað sem geta hótað. Atkvæðagreiðsla af þessu tagi er ósæmileg með öllu. Það er talað um að 56 þúsund nöfn hafi skrifað undir. Ég dreg þessa tölu mjög i efa. Það er dá- litið einkennilegt hve lengi dregst að þessar undirskriftir komi fram, en það stafar sjálfsagt af þeirri sérkennilegu tölvuvinnslu sem um hefur verið rætt. Það er margendurtekið að þessi 56 þús- und sanni að það sé meirihluti kjósenda sem hafi skrifað undir. En á kjörskrá eru nú samkvæmt upplýsingum Þjóðskrárinnar 126 þúsund. Þessir undirskrifendur eru þvi ekki nema tveir af hverj- um fimm á landinu og mikill minnihluti. Þetta er ákaflega mikilvæg staðreynd. Þeir sem skipulögðu þessa söfnun hafa orð- ið fyrir miklum ósigri og staða okkar herstöðvaandstæðinga nú er sterkari en var fyrir hana. Heimsmeistarar Þetta er nýja stórskyttan í rúm- enska liðinu, Kirtalan, arftaki Grúia og greinilega ekki síðri. Hann varð markahæsti maður keppninnar að þessu sinni með 43 mörk. Myndin er tekin I sjálfum úrslita- leiknum og það er hinn ágæti a- þýski Ieikmaður Ganshow sem þarna stöðvar Birtalan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.