Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 13
pantaði býsnin öll af mat, eins og allir vefir i likama hans þyrftu endurnýjunar við. Hann bað um skinku, pylsu, ost, pickler, brauð- kollur og smjör. Þegar maðurinn meö húfuna var farinn, tæmdi Stocker porterglasið sitt og skimaði eftir skeggjuðu konunni til að panta annað. Um leið kom hann auga á mig. — Sjáum trl, sagði hann. — Ekki átti ég von á að sjá þig hér, Jói. Aður en ég gat svarað, kom sú skeggjaða með porterinn hans. Hann borgaði og rýndi vandlega i smápeningana eins og þeir væru erlend mynd. Þetta var bersýni- lega einn af slæmu dögunum hans. — Hvaða erindi áttu i borgina? spurði ég. —■ Þetta vanalega? Hann yppti öxlum og saup á glasinu. — Ég er búinn að ná mér i vinkonu hér. — Eina? — Nýja. Við sátum þegjandi stundar- korn. Stocker hringsneri glasinu sinu hvað eftir annað, svo að port- erinn sullaðist upp með hliðunum. Hann góndi ofani það. — Að vera gamall, sagði hann. Ég vissi ekki hvort hann var að Brúðkaup Þann 26. 12. ’73 voru gefin sam- an Ihjónaband i Dómkirkjunni af séra Öskari J. Þorlákssyni Sigur- laug Ingimundardóttir og Jónas Hannesson. Heimili Jæirra er að Asvallagötu 16. Stúdíó Guðmund- ar Garðastræti 2 . Þann 29. 12. ’73 voru gefin sam- an I hjónaband i Kópavogskirkju af séra Kristjáni Þorbergssyni, Kristin Halldórsdóttir og Krist- mann Þór Einarsson. Heimili þeirra er að Efstahjalla 15, Kópa- vogi. Stúdíó Guðmundar Garða- stræti 2 . tala um sjálfan sig eða porterinn, svo að ég ansaði engu. Ég varð að reyna að ná i kokkinn eða skeggjuðu konun, likasmsvefir minir þurftu lika endurnýjun, þótt i minna mæli væri. Þegar maturinn minn kom, var Stocker hálfnaður með sinn og ekki lengur svo svangur að hann nennti ekki að tala — Það sem ég ætlaði að segja áðan var, að það tekur þessu eiginlega varla maður eldist. Hann stakk pylsubita upp i sig. — Vertu ekki að þvi arna, sagði ég- — Tökum til aö mynda þessa stelpu. Hann hunsaði mig ger samlega og það var eins og hann væri að tala við sjálfan sig. — Ég húkkaði hana i lestinni og fékk lika hjá henni heimilisfangið. Þegar ég komst aö þvi að hún átti heima i Londin, kom ég þvi i kring að ég kæmist hingað i vik- unni á eftir. Ég er nefnilega ekki i leyfi, skal ég segja þér. — Jæja, sagöi ég og hélt áfram að borða. — Ég er ekki i leyfi, endurtók Stocker og strauk sér um augun. — Ég verð að vinna dálitið meðan ég er hérna og reyna að láta lita svo út sem ég geri einhver ósköp. Ætlunin var að ég yrði hér I tvo daga, i hæsta lagi þrjá. Hún leit ekki út fyrir að vera sérlega erfið viðreignar og það virtist ástæðu- laust að ætla sér óþarfa tima i hana. En það er aldrei hægt að sjá það utaná þeim. — Þú lætur þér heldur ekki nægja að horfa á þær, sagði ég. — Tökum nú til dæmis þessa ö stelpu, hélt hann áfram og teiknaði mynstur með visifingrin- um á borðið. — Hún hélt aftur af mér i heila fjóra daga án þess að nokkur skapaður hlutur gerðist. — Hneykslanlegt, sagði ég. — Heila — fjóra — daga — og — nætur, sagði Stocker með ákafa. — En þegar það loksins gerðist, þá gerðist það svo sannarlega. — Jæja, sagði ég. — Jæja? sagði Stocker hásum rómi. Hann starði á mig eins og hann efaðist um að ég skildi nokk- urn skapaðan hlut. — En þrátt fyrir það, sagði hann, — gat ég ekki að mér gert að brjóta heilann um það allan timann, af hverju ég væri að þessu. Af löngun, já. En löngun er svo stórt orð. — Það er nú ekki sérlega langt, sagði ég. — Stórt orð, endurtók hann. — Það felur mikið i sér. Og sumt ber meiri keim af þjáningu en losta, Jói. Þetta var að verða flókið. Það lá við að ég sæi eftir að hafa fleygt pipunni minni. — Það var svo sem allt i lagi með stelpuna, sagði Stocker al- varlega. — Það gekk allt vel, eiginlega betur en vel. Hún ruglaði áætlunina mina með þvi að láta mig biða i fjóra daga, en fjandakornið, hugsaði ég með mér, það var þess virði, svei mér þá. — Já, sagði ég. — Partur af mér hugsaði að minnsta kosti þannig. En hinn parturinn var á gagnstæðri skoðun. Já, ég veit ekki almenni- lega hvernig ég á að útskýra með likamanum. — Það gera allir, sagði ég. — Likaminn hugsar fyrir mig, sagði Stocker og hunsaði mig enn. — Ég get ekki einu sinni sagt að stúlkan hafi þóknast likama min- um en ekki heilanum. Eiginlega var það miklu fremur öfugt. Með vitund min sagði mér að þetta væri indælt, en likaminn var ekki alveg sammála. Gallinn er bara sá að ég hef enga sjálfstæða með- vitund, hún er aðeins hluti af lik- ama minum. Mér fannst timi til kominn að ég léti honum i té ögn af sálfræði- legum fróðleik. Það gæti ef til vill skýrt málin fyrir honum. — Þú þjáist af sálrænni likams klofaduld. — Mér datt i hug að þú myndir ekki skilja mig, greip Stocker fram i dapur i bragði. — Þú heldur bara að ég sé ekki með sjálfum mér, að ég sé þreyttur eða eitthvað slikt, og hafi ekki eins mikla ánægju af þvi þess vegna. Það er alls ekki tilfeilið, Jói. — Ég veit þaö, sagði ég þolin- móður. — Það er undarlegt, en svona er þetta alltaf hjá mér núna, sagði hann. — 1 hvert skipti sem ég fer upp á stelpu, er ég að velta fyrir mér hvers vegna ég sé eiginlega að þessu. Auðvitað veit ég vel að það ei; likamleg þörf og allt það, en það á ekki við um mig. Það hefur ekki nokkur maöur þörf fyrir eins mikiö og ég fæ. — Kannski sumir, sagði ég. Stocker hristi höfuðiö. — Og það táknar ekki aðeins, að ég afi ekki mikla ánægju af þvi, sagði hann. Það táknar lika að ég verö aö neita mér um ýmislegt sem mig langar i lika. Ég hef ekki raun- verulega ánægju af ástaleik, en ég hef ekki ánægju af neinu öðru heldur. Ég nýt þess aldrei al- mennilega aö vera með stelpu, vegna þess að mér liggur svo á að komast til þeirrar næstu. Stund- um er ég að velta fyrir mér, hvað þetta eigi eiginlega að þýða. Nú fór ég að óttast að hann ætlaði að lokka mig inn i alvar- legar umræðum um vandamál sin. Ég var ekki sérlega sólginn i að lenda i erfiðum rökræðum á þessum tima dags og sagði þvi aðeins: — O, þetta er bara vani eins og að reykja. Það er engin skynsamleg ástæða fyrir þvi að reykja og samt telur maöur sjálfum sér trú um, að maður geti ekki án þess verið. — Ég reyki ekki, sagði Stocker. Hann leit á mig og mér flaug i hug að ég hefði hvað eftir annað tekið eftir þessu hjá fólki með bróka- sótt. I raun og veru er það vist aðeins fólk með hömlur sem reykir. Ég tók upp sigarettu og kveikti i henni. — Ég held ég ætti að hætta al- veg, sagði Stocker og baðaði út hendinni. — Frá hvaða tima? spurði ég. Hann hugsaði sig um andartak. Or andliti hans mátti lesa sorg og kviða. Mér flaug i hug eitt af spakmælum Oscars Wildes —- um það að nautnin sé meira hrifandi en hamingjan, vegna þess að nautnin getur lika haft sorg i för með sér. Og samt fann ég ekki til neins yfirlætis. Ég fór ekki að óska sjálfum mér til hamingju með, að lif mitt skyldi vera virðingarvert og sljólegt. Hið átakanlega i fari Stockers gaf honum einmitt eins konar mann- gildi i samburði við mig. — Ég ætla að setja mér tak- mark, sagði hann og það lifnaði yfir honum. — Auðvitað get ég ekki hætt á stundinni, en ég ætla að festa mig við ákveðna tölu, og þegar henni er náö, hætti ég. Gifti mig eða geng i klaustur eða eitthvað þvi- likt. —• Hversu há á talan að vera? spurð ég, venga þess að mér lék forvitni á að vita það. — Hundrað, sagði Stocker hik- laust. — Það er ágæt tala. Þegar ég er kominn upp i hundrað, þá hætti ég. —■ Hversu langt ertu kominn? Hann svaraði samstundis: — Sextiu og ein. — Heldurðu bttihald yfir þær? spurði ég. Hann hristi höfuðið. — Ég man aldrei nöfn eða staði eða hvernig þær lita út og ég safna ekki mynd- um af þeim heldur, en töluna man ég alltaf. Um hana skjátlast mér aldrei. Það er svo nokkuð sem sannar eitthvað um fólk, en ég mundi ekki i svipinn hvað það var. Það hafði gerst of mikið undanfarna daga og ég varð að'gefa mér tima til að ihuga það. Ég renndi mér niður i stólnum. — Mundu þetta nú, Jói, sagði Stocker. — Þú ert vitni mitt. Ég Miðvikudagur 13. marz 1974, ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Miðvikudagur 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15( og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnairna kl. 8.45: Þorleifur Hauksson les framhald sögunnar „Elsku Mió minn” e. Astrid Lind- gren (11). Morgunlcikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli atriða. Ur játningum Agústinusar kirkjuföður kl. 10.25: Séra Bolli Gústafsson i Laufási les þýðingu Sigurbjörns Einarssonar biskups (11). Kirkjutónlist kl. 10.40. M#rguntónleikar kl. 11.00: Filharmóniuoktettinn i Berlin leikur Oktett i F-dúr op. 166 eftir Schubert. 12.00 Dagskráin. Tónieikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og verðurfregn- ir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Föstu- hald rabbians” eftir Harry Kamelman Séra Rögnvald- ur Finnbogason les (5). 15.00 Miðdegistónlcikar. Tón- list eftir Jean Sibelius. Ruggiero Ricci og Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leika Fiðlukonsert i d-moll op. 47: Öivin Fjeldstad stj. Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leikur. Sinfóniu nr. 5 i Es- dúr op. 82: Anthony Collins stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Otvarpssaga barnanna: „Óli og Maggi með gullleit- armönnum”. Höfundurinn, Armann Kr. Einarsson, les (3) 17.30 Framburðarkennsla i spænsku 17.40 Tónleikar. 18.00 Ilúsnæðis- og bygging- armái. Ólafur Jensson sér um þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina. Fulltrúar bænda og neytenda i 6 manna nefndinni, Gunnar Guðbjartsson form. stéttar- samb. bænda og Torfi Ás- géirsson hagfræðingur, svara spurningum hlust- enda um verðlagningu land- búnaðarvöru. Umsjónar- menn: Árni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Ólafur Þ. Jónsson syng- ur lög eftir Markús Kristjánsson. Árni Kristjánsson leikur á pianó. b. lljá Austur-Skaftfelling- um.Þórður Tómasson safn- vörður i Skógum flytur fjórða og siðasta hluta ferðaþáttar sins. c. Liðins tima lýsigull. Elin Guðjóns- dóttir flytur upphaf hugleið- ingar Bjartmars Guð- mundssonar frá Sandi um þingeyskar stökur og höf- unda þeirra. d. Æviminn- ingar Eiriks Guðlaugsson- ar. Baldur Pálmason les þriðja hluta frásögu hún- vetnsks erfiðismanns. e. Haldið til haga. Grimur M. Helgason forstöðumaður handritadeildar landsbóka- safnsins talar. f. Kórsöngur. Söngfélagið Harpa syngur islensk lög: dr. Róbert A. Ottósson stj. 21.30 Útvarpssagan: Gisla saga Súrssonar. Silja Aðal- steinsdóttir les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (27). 22.25 Kvöldsagan: „Vöggu- visa” eftir Elias Mar. Höf- undur les (8). 22.45 Djassþáttur Jón Múli Árnason kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Skippi. Astralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Gluggar. Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi og þulur Gylfi Gröndal. 18.45 Gitarskólinn. Gitar- kennsla fyrir byrjendur. 6. þáttur. Kennari Eyþór Þor- láksson. 19.05 lllé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Konan min i næsta húsi. Breskur gamanmynda- flokkur. V'inir i raun. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.25 Ilryllingur. Ungversk biómynd, byggð á sam- nefndri sögu eftir Laszlo Németh. Leikstjóri Georg Hintsch. Þýðandi Hjalti Kristgeirsson. Myndin ger- ist i afskekktu byggðarlagi i Ungverjalandi á árunum milli heimsstyrjaldanna. Ung stúlka leiðist út i hjóna- band með manni, sem henni er ekki meir en svo geðfelld- ur, en það hjónaband fær sviplegan endi. 23.20 Dagskrárlok. Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu úrvali. Jasmin Laugavegi 133 íflji WÍR m Auglýsingasiminn er 17500 1 1 múDvunNN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.