Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 16
DMÐVIUINN Miðvikudagur 13. marz 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 8.—14. mars er i Lyfjabúðinni Ið- unni og Garðsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspltalans * er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Stöðvun í dag á kittisframkvæmdunum i Hveragerði, ef Ólafur Þorgrimsson og félagar láta ekki undan? Heilbrigðisráðuneytið hefur fyrir sitt leyti hafnað öllum frestum á aðgerðum til stöðvunar á framkvæmdum við fyrirhugaða kittisverk- smiðju i Hverageröi, og forsvarsmenn hennar fóru ekki eftir leiðbeiningu sýslu- manns Arnessýslu um að leggja fram gögn af sinni hálfu á mánudaginn, ef þeim ætti aö veitast frekari frestur. Eins og mál stóðu siðdegis i gær, voru allar likur á þvi að lögregluaðgerðum yrði beitt i dag til stöðvunar allra verka i þágu kittisverksm iðju- byggingarinnar i Hveragerði. Þjóðviljinn sagði itarlega frá þessu máli á föstudaginn, og kom þar fram hvað heil- brigðisráðuneytið hefur við framkvæmdir og aðferðir Sameinuðu efnasmiðjanna að athuga. 1 simtali blaðsins við Ingi- mar Sigurðsson lögfræðing i heilbrigðisráðuneytinu i gær kom fram, að forsvarsmaður kittisverksmiðjunnar, ólafur Þorgrimsson hrl., hefur beitt sérkennilegum aðferðum og haldið uppi þófi til að tefja fyrir þvi að lögmæt krafa ráðuneytisins næði fram að ganga. En hér er einungis um það að ræða, að þeir kittismenn sæki um leyfi vegna fyrir- hugaðrar starfsemi sem ugg- vænt þykir um, að valdið geti mengun. Heilbrigðisráðu- neytið á lögum samkvæmt að fjalla um slikar leyfis- veitingar, og hefur vald til að stöðva atvinnurekstur og framkvæmdir, sé fyrirmælum þess ekki hlýtt. Sameinuðu efnasmiðjurnar hafa haft ærin tækifæri og nægan tima til að bæta ráð sitt og fara að settum lögum og reglum, og það er engin ástæða til þess að þeir aðilar sitji ekki við sama borð og aðrir i þessu landi, sagði Ingi- mar Sigurðsson að lokum. hj- BRÆÐRALAGSANDINN í NA TO: 4 Leður- blakan Eins og kunnugt er þá hefur hin sigilda óperetta Johann Strauss, Leðurblakan, verið sýnd við metaðsókn siðan á jólum I Þjóð- leikhúsinu. Uppselt hefur veriö á öllum sýningum. óperettan vcrður sýnd I 30. skiptiö n.k. föstudag þann 15. mars. Greini- legt er að fáir söngleikir hafa hlotið jafn aimennar vinsældir og Leðurblakan gerir nú á fjölum Þjóðleikhússins. — Myndin cr af Svölu Niclsen og Garðari Cortes I hlutverkum sinum. Kissinger hefur í hótunum við EBE BONN 12:3 — Embættismenn EBE-Iandanna nlu koma saman til fundar I Bonn i dag til að ræða uppkast að stefnuyfirlýsingu um BERN 12/3. — Samkvæmt heimildum frá svissnesku rikis- stjórninni hefur Aleksandr Solt- sénitsin ákveðið aö setjast að I Sviss. Stjórnin hefur beðið sendi- ráð sitt á> Moskvu að láta fjöl- skyldu rithöfundarins fá vega- bréfsáritun til Sviss. Ekkert er að sögn þvi til fyrirstöðu að fjöl- skyldan fái að yfirgefa Sovétrikin og er gert ráð fyrir að kona Solsénitsins, þrjú börn þeirra, sonur frúarinnar frá fyrra hjóna- bandi og móðir hennar muni samstarf Bandarikjanna og Vestur-Evrópu i framtiðinni. Bandarikin taka ekki þátt I þeim viðræðum, enda eru ráöamenn koma til Sviss 19. mars n.k. Soltsenitsin hyggst setjast að i Ziirich, þar sem hann býr nú i stórri ibúð. önnur vestur-evrópsk lönd sem hann hefur heimsótt eru Vestur-Þýskaland, Danmörk og Noregur. — Sovéska ádeiluritið Krókódil birti i dag niðkvæði um frú Soltsénitsins, þar sem hún er kölluð „gjaldeyrissvin sem selji land sitt og hræki á þjóð sina.” Höfundur kvæðiskorns þessa er moldaviski rithöfundurinn J. Barsjanski. þeirra grautfúlir út i EBE-rlkin fyrir að hafa ákveðið að semja við arabisku oliuframleiðslurikin án afskipta Bandarikjanna. 1 ræðu sem Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikj- anna, flutti i Washington i gær- kvöld, komst hann svo að orði að vinaþjóðir Bandarikjanna I Vestur-Evrópu væru orðnir þeim til öllu meiri vandræða en óvinir þeirra. Sagði hann Bandarikja- stjórn ekki geta sætt sig við sjálf- stæða utanrikisstefnu Vestur- Evrópurikja, ef slik stefna fæli i grundvallaratriðum i sér „fjand- skap” við hentugleika Bandarikj- anna.Kissinger hafði aukheldur i hótunum við bræður sina I Nató og sagði að ef þeir kysu fremur samkeppni við Bandarikin 1 efna- hags-og orkumálum en samstarf, mættu þeir vita að þeir hefðu verra af, þar eð Bandarikin væru miklu auðugri en Vestur-Evrópa og réðu yfir miklu meiri auð- lindum. Soltsénitsin œtlar að setjast að í Sviss Yfirlýsing Finnlandsstjórnar: IB njósnaði í Finnlandi HELSINKI 12/3 — I til- kynningu/ sem finnska utanríkisráðuneytið kunn- gerði i kvöld, er þvi haldið fram að sænska njósna- stofnunin IB hafi stundað njósnir í Finnlandi. Þá er fengin mikilvæg stað- festing á einu ákæruatriðanna, sem blaðamenn sænska timarits- ins FIB/Kulturfront báru fram gegn umræddri njósnastofnun. Birtu blaðamennirnir gögn þess efnis að IB hefði njósnað i Finn- landi I félagi við CIA, bandarisku leyniþjónustuna. 1 tilkynningunni segir að Max Jakobson, ambassador Finnlands i Stokkhólmi, hafi þegar fyrir mánuði gefið utanrikisráðherra Sviþjóðar, Sven Andersson, til kynna að rannsóknir finnskra yfirvalda hefðu leitt i ljós að IB hefði verið á stúfunum á finnsku landi. Jakobson lagði áherslu á að finnska stjórnin harmaði mjög þetta háttalag og gæti á engan hátt sætt sig við það. Ekki bætir hér úr skák að I DUBLIN 12/3 — Billy Fox, þrjátiu og sex ára gamall öldungardeild- arþingmaður i irska þinginu, fannst i dag myrtur skammt frá landamærum Norður-lrlands. Hafði hann verið skotinn gegnum höfuðið. Fox var rænt i gær úr húsi á þeim slóðum, og voru ræn- ingjarnir tólf saman, vopnaðir og grimuklæddir. febráar, þegar Andersson utan- rikisráðherra var i heimsókn i Helsinki, fullyrti hann upp á æru og trú i viðræðum við Kekkonen Finnlandsforseta og Ahti Karjalainen utanrikisráðherra að IB hefði aldrei njósnað eða gert neitt annað af sér i Finnlandi. Kommúnisti varaforseti EBE-þings STRASBOURG 12/3 — Þing- samkunda Efnahagsbanda- lags Evrópu kaus sér i dag i fyrsta sinn varaforseta úr hópi kommúnista, þrátt fyrir heiftarlega mótspyrnu þing- fulltrúanna frá svokölluðum kristilegum lýðræðisflokkum, sem eins og kunnugt er eru öflugustu Ihaldsflokkar EBE- landa. Kommúnistinn sem kjörinn var er Frakkinn Gerard Bordu. Að sögn létu kristilegir demókratar undan i þessu máli eftir mikið hugarstrið, og þó ekki fyrr en þeim hafði verið heitið þvi að kommúnistar fengju ekki for- mannsstöðu i neinni af nefndum þingsins. Alþýðubandalagið Benedikt Guðmundur Eðvarö Umræðufundur um verkalýðsmál Alþýðubandalagið I Reykjavik heldur umræðufund um verkalýösmál á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 3. Þar munu þeir Benedikt Daviðsson, Eðvarð Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmundsson svara fyrirspurnum og ræða um nýafstaðna kjarasamninga. Eðvarð var, sem kunnugt er, formaður samninganefndar ASl, Guðmundur fjallaöi um skattamálin i sérstakri nefnd og Benedikt var i nefnd um húsnæðismálin. Alþýðubandalagið I Reykjavik hvetur félaga sina og áhugafólk um verkalýðsmál til þess aö koma á fundinn. Viðtalstlmi borgarfulltrúa Viötalstimi borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins I Reykjavik er á miðvikudögum kl. 5 — 6 siðdegis að Grettisgötu 3 á skrifstofu Alþýöu- bandalagsins. Simi 19835. í dag mætir Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Munið fimmtudagskvöldin að Strandgötu 41 (Skálanum) Opið frá klukkan 9. Stjórnin. Alþýðubandalagið i Árnessýslu Alþýöubandalagið i Arnessýslu heldur fund um heilbrigðismál á sunnu- daginn kemur klukkan 2 s.d. i Hótel Selfossi. Adda Bára Sigfúsdóttir verður frummælandi á fundinum. Frjálsar umræður að lokinni ræðu frummælanda. — Fundurinn er öllum opinn. Aðalfundur kjördæmisráðsins I Reykjaneskjördæmi verður haldinn n.k. laugardag kl. 3 siðdegis i Framsóknarhúsinu i Keflavik. Arshátið Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin I Alþýðuhúsinu n.k. laugardag. Adda Bára

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.