Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 13. marz 1974.
Þröstur Ólafsson:
Verði fyrirheitin ekki upp-
fyllt á stjórnin að fara frá
Þjóðviljinn birtir hér ræðu
Þrastar ólafssonar er hann hélt á
fundinum um herstöðvamálið á
Sögu á sunnudaginn:
Saga þjóða fylgir sinum eigin
lögmálum. Hún er hvorki
afleiðing ævintýramennsku né
rótgróinna siðferðisviðhorfa. Hún
segir frá timabilum, þegar
heimskt einræði sat að völdum
yfir formyrkvaðri þjóð og iþyngdi
henni með kvöðum og skatt-
heimtu. En hún segir lika frá
timum þegar alþýðan velti af sér
kúgurum sinum og tók að ákveða
sjálf sin eigin örlög. Þannig
virtist sagan vera timasett
atburðarás i átökum milli drottn-
andi yfirstéttar og almennings.
Saga þjóðar okkar er sneysafull
af frásögnum um erlenda kúgara
og innlenda málaliða þeirra, sem
notfærðu sér vanþróað þjóðfélag
til að draga úr þjóðinni lifsþrótt
og siðmenningu. Þess vegna
mátti hún hvorki borða, né læra
að lesa og skrifa. En þjóðin hristi
af sér þennan klafa eins og hverja
aðra pest, þótt máttfarin væri
orðin.
Þjóðin öðlaðist frelsi og landið
sjálfstæði. Siöan eru liðin tæp
sextiu ár og margt hefur gerst á
þeim tima. I skauti þessarar lág-
væru frelsisbaráttu hvildu frjó-
angar nýrrar yfirstéttar, i þetta
skiptið innlendrar, sem beið færis
til að hneppa þjóðina i fjötra.
Þótt uppbygging atvinnulifsins
og stjórnun þess hafi veitt þessari
stétt mikil völd og forréttindi
hefur henni aldrei tekist að koma
þjóðinni á þá andlegu vonarvöl,
sem gerði yfirstéttinni kleift að
fara sinu fram. Þjóðin hefur
streist á móti.
Almenningur hafði of ræktaða
dómgreind til að láta lokka sig til
lengdar á klafa afturhalds og arð-
ræningja. Til að svo gæti orðið,
varð að afsiða og afmennta
þjóðina; gera hana á ný að
heimskum og leiðitömum skril
firrtum mannlegum metnaði og
virðuleik. Aðeins slikar þjóðir eru
reiðubúnar að beygja sig fyrir
kúgaranum, bjóöa honum hibýli
sin og dekra við hrottaskap hans.
t áratugi hefur þessari aðferð
verið beitt gegn Islendingum af
Islenskum auðborgurum en
þeirra æðsti prestur er Geir Hall-
grimsson. Þeir hafa beitt allri
sinni kænsku og loddaraskap til
að rugla fólk i riminu, rangsnúa
óþægilegum staðreyndum og
gera það ófært um að draga
ályktanir.
011 þau fjölmiðlunartæki, sem
auðborgararnir hafa klófest hafa
verið notuð i þessum tilgangi. Þar
hefur Morgunblaðið um áratuga
skeið hlaupið á fyrstu braut.
Þröstur ólafsson
Árangur erfiðisins höfum við
séð að undanförnu. Um fimmtiu
þúsund manns skifuðu undir
hersetubænaskrána, sem senda á
þeim dæamafáa gangsseggi
Richard Nixon.
Hluti þjóðarinnar hefur þannig
beðið um að verða leystur undan
þvi oki að þurfa að sjá um sig
sjálfur. Það var nákvæmlega
þetta sem gerðist, þegar Rússar
fengu tékkneska bænarskjalið um
að ráðast inn i Tékkóslóvakiu árið
1968.
Við værum ekki verr á vegi
stödd þótt Sjálfstæðisflokkurinn
hefði borið fram tillögu á Alþingi
um að afnema sjálfstæði
landsins. Barátta okkar i her-
stöðvamálinu er þvi barátta fyrir
áframhaldandi sjálfstæði og
efnalegri velmegun.
Við verðum öll — allur sá mikli
fjöldi sem losna vill við þetta
ógnunartæki auðborgaranna að
standa saman — standa vörð um
það loforð sem okkur hefur verið
gefið.
Ef fyrirheitin verða svikin er
verið að afsiða þjóðina og lama
mótstöðuafl hennar og slæva
stéttarvitund þess almennings
sem treyst hefur loforðum rikis-
stjórnarinnar.
Ef fyrirheitin verða ekki
uppfyllt á rikisstjórnin að fara
frá. Herstöðvamálið er nokkurs-
konar miðþyngdarstaður allrar
pólitiskrar framvindu á Islandi
um komandi ár. 1 þessu máli
skerast dýpst átökin um pólitisk
yfirráð á Islandi — ekki milli
einstaklinga eða flokka heldur
stéttanna sem eru hreyfiafl
sögunnar og ákveða framtið
þjóðarinnar.
Hér er stungið á veikasta bletti
auðdrottnunar og málaliða
hennar, þvi herinn er ekki vernd
gegn útlendingum heldur hags-
munatrygging yfirstéttarinnar
gegn eigin samlöndum. Nægir i
þvi sambandi að benda á greinar
Jóhanns Hafstein i Morgunbl. þar
sem hann vitnaði ótt og titt úr
dauðs manns gröf máli sinu til
uppfyllingar.
Nato er ekki varnarbandalag
okkar. Það er varnarbandalag
auðborgaranna gegn réttindabar-
áttu alþýðunnar á heimsmæli-
kvarða.
Við vitum að baráttan fyrir
herlausu tslandi er um leið
barátta gegn auðstéttinni — gegn
forréttindum og rangindum — er
hluti stéttarbaróttunnar.
Svo lengi sem fyrir hendi er
bandariskt auðvald og heims-
valdastefna og hér heima stétt
sem er handlangari þess — jafn
lengi þurfum við að berjast.
Baráttan er þvi löng. Það sem nú
kann að nást er þvi aðeins áfangi,
sem gera verður frekari baráttu
auöveldari.
Við treystum þvi að rikis-
stjórnin heykist ekki undan
auðvaldsþrýstingi en haldi reisn
sinni og virðingu. Ef það skyldi
bregðast, mun það hafa alvar-
legar afleiðingar fyrir frekari
þróun borgaralegs lýðræðis i
landinu.
Þrjár leiðir til að koma á
samfelldu tryggingarkerfi
Björn Pálsson treystir Magnúsi betur en nefndum og sérfrœðingum
■# fhl
Tliir
fl nn TTT~ llll m m n
þingsjá þjóðvíljaris
A fundi Sameinaðs alþingis i
gær spurðist Björn Pálsson fyrir
um meðferð rikisstjórnarinnar á
þingsályktunartillögu um endur-
skoðun tryggingakerfisins, en
samþykkt var i april i fyrra að
visa tillögunni til rikisstjórnar-
innar.
Björn hélt þvi fram, að trygg-
ingakerfið væri alltof dýrt i
rekstri og þyrfti að gera það
ódýrara, einfaldara og réttlátara.
Magnús Kjartansson ráðherra
svaraði fyrirspurninni og sagði
margt réttmætt i gagnrýni
Björns. Ráðherrann sagði m.a.:
Haustið 1971 skipaði ég nefnd
sem fékk það verkefni að endur-
skoða allt tryggingakerfið.
Nefndin fjallaði i upphafi starfs
sins nokkuð um lifeyrissjóði og
almannatryggingakerfi og sendi
m.a. alþingismönnum greinar-
gerð Þóris Bergssonar, trygg-
ingafræðings um lifeyrissjóði.
Siðan hefur nefndin að mestu
fjallað um önnur atriði trygg-
ingamála og undirbúið einstök
lagafrumvörp.
S.l. vor fól ég nefndinni að taka
til athugunar tillögu þá til þings-
ályktunar um endurskoðun á
tryggingakerfinu, sem samþykkt
var að visa til rikisstjórnarinnar
14. april 1973.
Nefndin fékk Guðjón Har.sen,
tryggingafræðing, til þess að gera
grein fyrir á hvern hátt mætti
tengja saman almannatrygging-
ar og lifey rissjóði i samfellt
tryggingakerfi.
Tryggingafræðingurinn hefur
skilað nefndinni ýtarlegri álits-
gerð. Hann telur vart koma til
greina að stofna allsherjarlifeyr-
issjóð með þátttökuskyldu fyrir
alla, sem atvinnutekjur hafa og
innlima núverandi lifeyrissjóði i
þann sjóð, en bendir á þrjár hugs-
anlegar leiðir til þess að koma á
samfelldu tryggingakerfi.
1. Allsherjar lifeyrissjóður með
þátttökuskyldu fyrir alla, sem
atvinnutekjur hafa, og rétt-
indavinnslu frá stofnun sjóðs-
ins.
Núverandi lifeyrissjóðir mundu
sjálfir þurfa að standa við skuld-
bindingar sinar vegna liðins rétt-
indatima i samræmi við lög og
reglugerðir hlutaðeigandi sjóða.
Væntanlega mundu flestir þeirra
hins vegar hætta starfsemi sinni
að öðru leyti, þótt þeim yrði
heimilt að starfa sem viðbótar-
sjóðir við almannatryggingar og
hinn nýja allsherjar sjóð. Þetta er
sú leið, sem Sviar og Norðmenn
völdu, er þeir settu löggjöf um
heildarkerfi grunntryggingar (al-
mannatrygginga) og allsherjar
lifeyrissjóðs.
2. Lifeyrissjóöur fyrir þá, sem
ekki eru þegar orðnir félagar I
einhverjum þeirra sjóða, sem
nú eru starfandi.
Þessi leið hefði það i för með
sér, að núverandi lifeyrissjóðir
gætu starfað áfram með þeirri
breytingu, að lokað yrði fyrir
þátttöku nýrra sjóðfélaga. Starf-
andi sjóðfélögum þessara sjóða
mundi fækka smám saman, og
meðalaldur mundi fara hækk-
andi. Allsherjarsjóðurinn mundi
lengi vel verða að mjög miklu
leyti skipaður ungu fólki, og það
yrði ekki fyrr en að röskum 50 ár-
um liðnum, að allir, sem atvinnu-
tekna öfluðu, yrðu orðnir félagar i
honum.
3. Lifeyrissjóður með þátttöku-
skyldu fyrir þá, sem ekki eru
skyldugir að vera i öörum llf-
eyrissjóðum eða eiga með öðr-
um hætti aöild að þeim.
Þessi leið er i samræmi við
frumvarp, er samið var vorið 1971
að tilhlutan þáverandi fjármála-
ráðherra. Er þar gert ráð fyrir,
að núverandi lifeyrissjóðir geti
starfað áfram og jafnframt verði
heimilt að stofnsetja nýja sjóði.
Nefndin hefur ekki enn tekið af-
stöðu til þessara hugmynda, en
greinargerð tryggingafræðings-
ins verður send alþingismönnum
innan tiðar.
Björn Pálsson tók aftur til
máls. Hann þakkaði ráðherra
fyrir svörin og lét i ljós þá skoðun,
að þar sem Magnús Kjartansson
hefði gott höfuð ætti hann bara að
setjast niður og ganga sjálfur frá
tillögum um endurskipulagningu
tryggingakerfisins, en forðast að
láta málið i hendur nefnda, sem
gerðu allt vitlaust. Bauðst Björn
til að sitja með Magnúsi eitt til
tvö kvöld til að ljúka þessu verk-
efni, ef Magnús teldi sér i þvi
stuðning.
Handbók
bænda
komin
út
Fyrir stuttu kom út hjá Bún-
aðarfélagi Islands 24. árgangur
Handbókar bænda. Eins og
endranær eru margar gagnlegar
leiðbeiningar i bókinni. Samtals
hafa um 40 manns lagt til efni i
bókina að þessu sinni. Svo til allt
efni bókarinnar er nýtt. Sú venja
hefur skapast á undanförnum ár-
um aö gera einhverjum þætti
landbúnaðarins sérstaklega góð
skil. 1 Handbókinni 1974 eru tveir
slikir þættir, annar fjallar um
vothey en hinn um sauðfé og þá
sérstaklega um kynbætur þess.
Það er ekki aðeins, að Handbókin
eigi erindi til bænda, þvi i henni
eru ýmsar gagnlegar leiðbeining-
ar um garðrækt, skógrækt og
minkaveiðar svo eitthvað sé
nefnt. Handbók bænda er að
þessu sinni 432 blaðsiður. Bókin
er prentuð hjá Gutenberg. Bók-
band annaðist Bókbindarinn h/f.
Ritstjóri er Agnar Guðnason.
Verð Handbókarinnar með sölu-
skatti er kr. 425.
Hvernig fá menn að kiósa erlendis?
Dómsmálaráðuneyti og utanrikisráðuneyti ekki sammála
A fundi efri deildar alþingis i
fyrradag var fram haldið annarri
umræðu um frumvarp rikis-
stjórnarinnar um áð auðvelda
þeim, sem dvelja erlendis, utan-
kjörfundarkosningu. i frumvarp-
inu cr gert ráð fyrir að fjölga
mjög kjörstöðum erlendis, þanuig
að hægt vcrði samkvæmt nanari
reglugerð frá utanrikisráðuneyt-
inu að kjósa hjá kjörræðismönn-
um tslands, sem hingað til hefur
þvi aðeins verið hægt að kjósa
hjá, ef viökomandi kjörræðis-
maður var islenskur rrkisborgri
eða talað íslensku.
Einar Ágústsson utanrikisráð-
herra kvaddi sér hljóðs við um-
ræðuna og gerði grein fyrir við-
horfi utanrikisráðuneytisins til
málsins. Kom fram i máli hans,
að frumvarpið hafði verið undir-
búið af dómsmálaráðuneytinu, en
utanrikisráðuneytið hafði aðrar
skoðanir varðandi einstök atriði.
Einar las upp álitsgerð frá
ráðuneytisstjóra utanrikisráðu-
neytisins þar sem vandkvæði
voru talin á þvi að ákvarða hverju
sinni, hvar kjósa mætti og hvar
ekki samkvæmt ákvæðum frum-
varpsins. Minnt var á, að hinir
ýmsu kjörræðismenn eru ólaun-
aðir og erfitt að skylda þá til að
vera við á föstum tfmum. Hætta
geti verið á einhvers konar rugl-
ingi, þegar kosning ætti að fara
fram hjá manni, sem ekki skilur
Islensku.
I stað þessa fyrirkomulags var
sett fram sú hugmynd i álitsgerð
ráðuneytisstjóra utanrikisráðu-
neytisins, er Einar kynnti, að is-
lenskur kjósandi erlendis fengi
rétt til að óska eftir þvi við við-
komandi kjörstjórn hér heima að
fá sendan kjörseðil, og siðan geti
kjósandinn að kosningu lokinni
skilað seðlinum til næsta kjör-
ræðismanns, er hafi þá það verk-
efni eitt að staðfesta að um rétta
undirskrift sé að ræða, en siöan
sjái kjósandinn sjálfur um að
senda atkvæði sitt heim i pósti.
Einnig mætti með þessu fyrir-
komulagi hugsa sér, að sendiráð
eða ræðismenn annarra Norður-
landa fengju einnig heimild til að
staðfesta undirskrift islenskra
kjósenda á sama hátt.
Einar Agústsson gat þess, að
þessi athugasemd frá utanrikis-
ráðuneytinu væri svo seint fram
komin vegna þess, að hann hafi
ekki verið viðstaddur fyrri um-
ræðu um málið. Mæltist ráðherr-
ann til þess, að þetta væri nánar
athugað i nefnd milli 2. og 3. um-
ræðu, og taldi Björn Fr. Björns-
son, formaður allsherjarnefndar
deildarinnar, rétt að það yrði
gert. Var málinu sfðan visað til
3ju umræðu.