Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 EÞÍÓPÍA: Yerkföll, mót mæli og hungursneyð Kanadiska húsið sem afhent var i gær. Danskt hús i baksýn. Kanadísku gjafahúsin að verða fullbúin: Fyrsta húsið formlega afhent ADDIS ABEBA 12/3. — Eþíópska flugfélagið Ethiopian Airlines upplýsti i dag að það myndi hefja flugaðnýjuá morgun, þótt svo að f lugumferðar- stjórar og annaö flug- vallarstarfslið í landinu hefði lagt niður vinnu. Fulltrúar erlendra flug- félaga í Addis Abeba taka hinsvegar skýrt fram að engin erlend flugfélög muni senda flugvélar til landsins fyrr en verk- fallinu hafi verið aflýst. Flugvallastarfsliðið hóf verk- fall i gær til að krefjast hærri launa eftir að eþiópska verka- lýðssambandið hafði náð veru- Hafið er 6. starfsár umferðar- skólans Ungir Vegfarendur og hafa fyrstu verkefni ársins verið send út. Sveitarfélögum, sem aðild eiga að skólanum, hefur fjölgað um 7 á s.l. ári og eru þau þvi orðin 37. Þau 7 sveitarfélög, sem bætst hafa i hóp þeirra, er fyrir voru, eru: Neskaupstaður, Búðahrepp- ur, Flateyrarhreppur, Grimsnes- hreppur, Laxárdalshreppur, Norðfjarðarhreppur og Vatns- leysustrandarhreppur. I þessum 37 sveitarfélögum eru samtals 16.298 börn á aldrinum 3ja—7 ára. Áætlaður kostnaður við starfsemi skólans er um 2 Skólanemar legum launahækkunum fyrir sitt fólk með fjögurra daga alls- herjarverkfalli. Starfslið sima og vega kvað nú einnig ihuga verk- fall. Ennþá rikir að sögn veruleg ólga innan hersins. t herstöð um fjörutiu kilómetra sunnan við höfuðborgina hafa óbreyttir hermenn neitað að hlýðnast skipunum og krefjast þess að yíir tuttugu liðsforingjar verði settir af. Rólegt var i Addis Abeba i dag, en fregnir berast af mót- mælum stúdenta og annarrar skólaæsku i öðrum borgum og bæjum. Krefjast námsmenn þess að hin nýskipaða stjórn segi af sér. — Ástandið i landinu er viða hið hörmulegasta af völdum hungursneyðarinnar, sem nú hefur breiðst út til suðurhluta landsins. miljónir. Greiða sveitarfélög, sem aðild eiga að rekstri hans, 1.5 milj. króna en 500 þús eru greidd ar af starfsfé Umferðarráðs. Aætlaður fjöldi verkefnasendinga i ár eru um 90 þús. verkefni. Umferðarskólinn er fyrir börn á aldrinum 3ja—7 ára. Börnin fá _ send verkefni, mismunandi mörg eftir aldri, sem þau eiga að leysa með aðstoð foreldranna. A af- mælisdaginn fá allir þátttakendur á aldrinum 4ra—7 ára kveðju frá skólanum. Með fyrstu verkefna- sendingu skólans i ár fylgdi for- eldrabréf, þar sem starfsemi skólans er útskýrð og getið um fjölda sendinga til hvers aldurs- árgangs. Þar er foreldrunum jafnframt gefinn kostur á að kaupa möppur frá skólanum, svo börnin geti haldið verkefnum sin- um saman. Að undanförnu hefur verið unnið við að koma upp í Hafnarfirði og Akureyri tiu tilbúnum húsum frá Kanada. Húsin eru gjöf Kanada- stjórnar, Manitoba- fylkis og framleiðanda húsa nna, Misawa Homes Ltd, í tilefni gossins i Heimaey. I gær var fyrsta húsið afhent í Hafnarfirði að viðstödd- um sendiherra Kanada hér á landi með búsetu i Osló, Mc llwrate, konsúl Kanda hér á landi, Hall- grími Hallgrímssyni, og fleiri gestum. Fimm húsanna hefur verið valinn staður i Hafnarfirði og fimm á Akureyri. Fyrstu þrjú húsin eru tilbúin og flytja inn i fyrsta húsið öldruð hjón, sem áður bjuggu að Vestmanna- braut 3 i&Vg§tmannaeyjum, þau Ólafur Sigurðsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Eftir mánaðartima verða hin húsin tilbúin i Hafnarfirði og eftir um það bil einn og hálfan í gœr mánuðverða húsin á Akureyri fullfrágengin. Þetta eru snotur hús og eink- ar haganlega innréttuð. Þau skera sig úr öðrum innfluttum húsum að þvi leyti að klæðning aðutanerúr áli. Þau eru um 95 fermetrar og skiptast i f jög- Ólafur og Sigrún flytja inn i fyrsta húsið. ur herbergi og eldhús. 1 sama hverfi eru dönsk hús, sem eru um 120 fermetrar, klædd að utan með furu. Talið er að þau hús kosti nú um fjórar mil- hjónir króna með öllu. Fyrir- tækið Skeljafell hefur séð um uppsetningu húsanna. Við þetta tækifæri fluttu ræður og ávörp kanadiski sendiherrann, Hallgrimur Hallgrimsson konsúll, Krist- inn Guðmundsson, bæjarstjóri i Hafnarfirði, Tómas Þor- valdsson fyrir hönd Viðlaga- sjóðs og Magnús Magnússon, bæjjarstjóri i Vestmannaeyj- um. Eftir að búið var að afhenda lykla að ibúðinni var snæddur hádegisverður i Skiphól, og þar flutti ávarp Stefan Reykjalin varaforseti bæjar- stjórnar Akureyrar. Mc Uwrate, sendiherra Kanada, flytur ávarp. 16 þúsund börn eru í umf erðarskólanum Málefni yngstu borgaranna rædd á 2ja daga ráðstefnu a vertíð? 1 gær var samþykkt sam- hljóða á alþingi þings- ályktunartillaga um vinnu framhaldsskólahemenda við framleiðslustörf á vetrarver- tið. Tillagan var upphaflega flutt af Stefáni Gunnlaugssyni og tveimur öðrum þingmönn- um Alþýðuflokksins, en alls- herjarnefnd breytti henni nokkuð og var hún siðan sam- þykkt einróma. Þingsályktunin er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að láta athuga, hvort unnt reynist að haga ár- legum kennslutima i fram- haldsskólum i verstöðvum á Suðvesturlandi og annars staðar, þar sem skortur er á mannafla til framleiðslustarfa á vetrarvertið, þannig, að þeir nemendur, sem á þvi hefðu áhuga, geti unnið skóla- námsins vegna við slik störf takmarkaðan tima i mars og april. Jafnframt stuöli rikisstjórn- in að þvi, að fjölbrautaskólar geti hið allra fyrsta gefið nem- endum sinum kost á náms- brautum, þar sem virk þátt- taka i atvinnulifinu, svo sem við fiskveiðar og fiskverkun á vetrarvertið, sé mikilvægur liður i námi þeirra.” Varla er seinna vænna að efnt sé til sérstakrar ráðstefnu um máiefni yngstu borgaranna á vettvangi svcitastjórnarmála, svo gagngerar breytingar, sem þar eru nú uþb. að verða á ýms- um sviðum, bæði i framkvæmd og i viðhorfum almennings. Sá áhugi, sem greinilega var rikj- andi á ráðstefnu Sambands is- lenskra sveitarféiaga um þessi mál, sem hófst i gær, kom ekki á óvart né heldur mikil þátttaka, en um 150 manns viðsvegar að af landinu sóttu ráðstefnuna og voru konur þar i greinilegum meiri- hluta. Það var þvi ekki að ófyrirsynju, að Páll Lindal formaður sam- bandsins, vék að þvi i setningar- ræðu sinni, að fundið hefði verið að þvi, að konur væru ekki i hópi frummælenda og vonaðist hann þess i stað eftir virkri þátttöku þeirra i störfum ráöstefnunnar. Konur hefðu verið og væru enn litið virkar á vettvangi sveitar- stjórnarmála, sagði hann, 1970 hefðu aðeins verið kosnar 28 kon- ur af samanlagt 1153 fulltrúum i bæja- og sveitastjórnir. Ráöstefna Hann sagði að sú breyting hefði orðið á viðhorfi til barnaverndar- mála að leitast við að sameina á einn stað málefni fjölskyldu i stað skiptingar milli stofnana og stjórna. önnur meginbreyting á þessum málaflokki sveitar- stjórnarmála væri vaxandi áhugi á opinberri fyrirgreiðslu við dag- vistun barna, sem varið væri til sivaxandi fjármunum, enda vantaði mikið á að hægt væri að sinna eftirspurn. Meðan svo væri, kvaðstPáll telja varasamt að gera svo strangar kröfur að sambæri- legar væru þvi, sem gerðist i ná- lægum löndum; ráðlegra væri fyrst um sinn að hafa kröfurnar vægari, en auka við er timar liöu. Hann lagði áherslu á að hlutverk svona ráðstefnu væri að gera sér grein fyrir, hvert stefna skyldi. Endurskoöun barnaverndarlaga I ávarpi, sem Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra flutti i upphafi ráöstefnunnar, boðaði hann endurskoðun núgild- andi barnaverndarlaga. Árangur ráðstefnunnar taldi hann fara eftir þvi hversu tækist að einbeita þekkingu og reynslu þátttakenda af mismunandi svið- um að sameiginlegum viðfangs- efnum. Það sem einkum skorti á við umfjöllun um staff og stofnanir i þágu yngstu kyn- slóðarinnar væri kerfisbundin at- hugun og samfelld framsetning á þeirri vitneskju, sem fyrir lægi i skjallegum gögnum á ýmsum stöðum eða afla mætti með skipu- legri könnun á fenginni reynslu, jafn þeirra, sem fengist hefðu við málefni yngstu borgaranna á ýmsan hátt og reynslu ungviðis- ins sjálfs'. Vonir um slika um- fjöllun tengdi menntamálaráð- herra hafinni kennslu við Háskóla tslands i fræðigreinum eins og félagsfræði og sálfræði. Góður vilji væri sem fyrr ómissandi, en ekki einhlitur til að fjalla um mál sundurleitra hópa eða heilla aldursflokka, þá væri þekking og kerfisbundin könnun ómissandi. Magnús Torfi minnti á, að laga- setning um stuðning rikisins við byggingu og rekstur dagvistunar- stofnana væri nú að koma til framkvæmda og skólinn sem menntar starfslið þessara stofnana nýorðinn rikisskóli. Mál, sem yngstu kynslóðina varða væru þvi á töluverðri hreyfingu um þessar mundir og i mörg horn að lita, að vel sé á þeim haldið. Ekki aðstaöa til að vera leiðandi afl Ólafur Jónsson form. Barna- verndarráðs Islands ræddi um verkefni þess ráðs og lög og reglugerðir um vernd barna og unglinga. Kom fram hjá honum, að samkvæmt núgildandi lögum og reglugerð eru skyldur barna- verndarráðs mun viðtækari, einkum varðandi skóla, heilsu- gæslu og félagslif, en verið hafa i reynd og hefur nefndin ekki haft aðstöðu til að sinna þessum verk- efnum sem skyldi. Meginuppustaða i störfum ráðsins hefur verið að vera áfrýjunaraðili fyrir barna- verndarnefndir og eftirlitsstörf ýmiskonar. Hann minntist sér- staklega á erfið verkefni einsog deilur um forræði og rétt foreldris tii umgengni við barn sitt. Einnig minntist hann á vinnuvernd unglinga, sem heyrir undir ráðið, en erlendis eru sér- stök lög um vinnuvernd og liggur nú fyrir slikt frumvarp til laga héreinnig. t sambandi við eftirlit með hegðun barna átaldi Ölafur reykviska skólastjóra fyrir ákvörðun þeirra um að draga úr skemmtanahaldi i skólunum og fella niður dansleiki. Að lokum sagði formaður barnaverndarráðs, að þvi hefði ekki verið sköpuð aðstaða til að vera það leiðandi afl i barna- verndarmálum, sem æskilegt væri og ráð fyrir gert. Fjár- veitingar væru td. ekki til að gangast fyrir könnunum á félags- legum vandamálum barna og unglinga né afla gagna til að geta Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.