Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1974næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    242526272812
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. marz 1974. ->------------------------------------------------ woovium MáLGAGN SÓSiALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Slmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. KEISARINN ER í ENGU Þessa dagana er herstöðvamálið til um- ræðu innan rikisstjórnarinnar. Varla fer hjá þvi, að alveg á næstunni komi i ljós, hvort samkomulag tekst milli stjórnar- flokkanna um framkvæmd ákvæðis stjórnarsáttmálans um brottför Banda- rikjahers frá íslandi. Það leynir sér ekki á skrifum Morgun- blaðsins, að i herbúðum Sjálfstæðisflokks- ins rikir nú mikill uggur og ótti við að samkomulag kunni að takast i rikisstjórn- inni um undanbragðalausa framkvæmd málefnasamningsins i þessum efnum. Engan pólitiskan atburð óttast foringjar Sjálfstæðisflokksins meir en þann, að ameriski herinn hverfi héðan, svo mjög sem þeir hafa lagt pólitiskt lif sitt og heið- ur við veldi bandariskra herforingja á ís- landi. Það er þó of snemmt að gleðjast yfir hrakförum umboðsmanna Nixons og skal undirstrikað hér, að enn liggur ekkert fyrir um niðurstöðu af viðræðum stjórnar- flokkanna um þessi efni, og þvi engan veg- inn sýnt, hvort samkomulag tekst eða ekki, svo mikilvægt sem það þó er. Al- þýðubandalagið mun að sjálfsögðu ekki fallast á neina málamyndalausn i þessum efnum, en er hins vegar reiðubúið að leggja sig fram um að ná samkomulagi séu meginatriði málsins tryggð, þ.e. að hér verði enginn her og engin herstöð. Næstu dagar og vikur munu ráða úrslit- um. Allur áróður hernámssinna er byggð- ur á kenningu um að hér verði að reikna með rússneskri hernaðarárás. Með bandariskum her i landinu eigum við vörn gegn slikri árás en án hersins séum við varnarlausir. Við höfum vissulega nokkra samúð með þeim, sem þessu trúa i raun og veru, en það er óneitanlega nokkur hluti þjóðarinn- ar, enda þótt pólitiskir foringjar Sjálf- stæðisflokksins viti betur og mæli þess vegna löngum gegn betri vitund. Helvitis- trú hefur reyndar áður ært ýmsa landa okkar frá skynsamlegu viti. Staðreyndin er hins vegar sú, að likurn- ar á sérstakri rússnéskri hernaðarárás á ísland án allsherjar stórveldaátaka eru akkúrat engar. Rússar hafa frá lokum heimsstyrjaldarinnar siðari hvergi beitt hervaldi utan þess áhrifasvæðis, sem Bandarikjamenn samþykktu ljúfmann- lega, að væri þeirra i lok striðsins. Þessi staðreynd blasir við, enda þótt yfirgnæf- andi meirihluti þjóða heims standi utan hernaðarbandalaga og varnarlið þeirra flestra sé sem tindátar gegn hugsanlegri stórveldaárás. En Island er svo hernaðarlega mikil- vægt, hljóðar ameriski boðskapurinn, að á það mun verða ráðist, enda þótt hin rikin 99 hafi ekki orðið fyrir árás. Þessi kenning á sér ekki heldur nokkra gilda stoð i veru- leikanum, þvi að mörg eru þau rikin önn- ur, sem færa má rök fyrir að skipt gætu ærnu máli i hernaðarátökum. En ef rússnesk árás dyndi nú samt yfir okkur, þvert gagn almennum likum, er þá ekki vissara að eiga varnir i bakhöndinni? kynni einhver að spyrja. í þvi sambandi skal bent á, að augljóst má það heita, að gegn stórveldaárás erum við nákvæmlega jafn varnarlausir, hvort heldur 3000 bandariskir hermenn sitja i Keflavik eða ekki. Rússnesk árás á ísland kallar hins vegar á hernaðarlegar mótað- gerðir af hálfu Bandarikjanna hvort sem hér er her eða ekki her, — ekki vegna þess, að rikisstjórn Bandarikjanna láti sér svo annt um okkur Islendinga, heldur vegna eigin hagsmuna, — og það vita Rússar. Alveg á sama hátt myndi bandarisk hern- aðarárás á t.d. Tékkóslóvakiu kalla á mótaðgerðir af hálfu Rússa, ekki vegna góðvildar i garð Tékka og Slóvaka, heldur vegna þess, að þeir teldu sinum eigin hagsmunum ógnað. ,,Nú, það eru þá eftir allt saman Banda- rikjamenn, sem eiga að verja okkur”, sagði Geir Hallgrimsson i sjónvarpsum- ræðum fyrir ekki ýkja löngu siðan, þegar honum var bent á þetta. Efast nokkur um að nákvæmlega hliðstæð orð viðhafa t.d. þeir tékknesku ráðamenn, sem kjósa sov- éska hersetu i sinu landi, gegn öllum þar- lendum mönnum, sem leyfa sér að efast um að bandarisk eða þýsk innrás sé yfir- vofandi, og þess vegna geti sovéski herinn farið heim? Við teljum ástæðulaust að öfunda Geir Hallgrimsson af félagsskapnum. Blekkingin, sem hér er af ofurkappi reynt að halda uppi um stórkostlega hættu á rússneskri hernaðarinnrás og varnar- mátt hersins á Keflavikurflugvelli gegn slikri árás, er i rauninni svo gagnsæ, að helst minnir á söguna um nýju fötin keis- arans. Rikisstjórn Islands ætti þvi ekki að vera neitt að vanbúnaði að ganga hér hreint til verks i samræmi við gefin fyrirheit og gera Miðnesheiði á ný að landi af okkar landi. ,Þá mun eftirleikurinn við liðþjálfa Nix- ons i Sjálfstæðisflokknum verða auðveld- ur. Krossapróf í stað munnlegra prófa Þau krefjast staðbetri þekkingar, — þar dugar ekÞi < aðeins utanaðbókarlœrdómur. 4 af hverjum 5, sem taka bilpróf árlega eru undir 20 ára aldri Nýlega efndi ökukennarafélag tslands til ráðstefnu um umferöarmál. Þar fjallaöi Guöni Karlsson, forstööumaöur Bifreiöaeftirlits rikisins, um fyrirhugaöar breytingar á svo- kölluöum fræöilegum hluta öku- prófa. Þjóöviljinn fór þess á leit viö Guöna aö blaöiö fengi aö birta ræðu hans og veitti hann góöfús- lega leyfi sitt til þess. Að undanförnu hafa útskrifast nær 6000 ökumenn árlega meö almennt bifreiðastjórapróf, og þáð nálgast að 4 af hverjum 5 þeirra séu innan viö tvitugt. Þetta er stór hópur og mikill hluti þeirra á þeim aldri, sem freist- ingarnar eru áleitnastar viö að láta vaða á súöum og taka áhættuna. Það hefur ekki farið fram hjá okkur sem að umferðarmáium störfum, að ökukennslan og framkvæmd ökuprófa hafa að undanförnu sætt nokkurri gagnrýni. Nokkur hluti þessarar gagnrýni hefur við rök að styðjast, en þó vil ég algjörlega fráskilja þá sem tala fullir van- þekkingar á þessum málum, ein- göngu til þess að láta bera á sér eða sinum samtökum. Vil ég ekki láta hjá liða að minna á hið gagnmerka framtak ökukennarafélagsins að stofna og starfrækja fræöslumiðstöðina. Námskeiðahald^em þar er rekið, tel ég vera visi að skóla, sem nær um allt landið, fyrir fræðilega hluta námsins til almenns bifreiðastjóraprófs. Að undanförnu hef ég unniö nokkuö að athugun á úrbótum á ökukennslumálum og þá sérstak- lega þvi að breyta prófum þannig, að kennslan verði bastt. Sumar úrbætur eru kostnaðarsamar, en samt nauðsynlegar, eins og t.d. æfingasvæði, sem ég tel að öku- kennarafélagið og bifreiöaeftir- litið ættu að eiga og reka sameiginlega. Þrósn, nokkurn veginn á sama grunni og núverandi fyrirkomu- lag er, tel ég vera heppilegustu leiðina, þótt sú þróun hljóti að leiða til nokkuð viðtækari breytinga. Ég er á móti þvi að breytingar verði til fjöldafalla i prófum, það hefur engan tilgang. En til þess að komast hjá þvi verða ökukennarar að verða fyrri til að breyta kennsluaðferðum sinum. Okkur er hollt að fylgjast meö kennslu og prófaðferðum annarra þjóða. Af þeim getum við margt lært, en ég vil vara viö byltingarkenndum breytingum, sem stefna að þvi einu að hafa formið eins og hjá öðrum þjóðum. Við lifum i strjálbýlu landi með mismunandi fullkomiö vega- og gatnakerfi og mjög breytilegt veðurfar. Aðstæður til verklegrar kennslu og próftöku verða þvi alltaf nokkuð breytilegar, þótt þar megi að visu gera margar úr- bætur. Vil ég i þvi sambandi nefna, að ég mun leggja fyrir prófdómara að prófa meira i snögghemlun, sjálfstæðu aksturs- leiðavali og akstri utan þéttbýlis. Einnig vonast ég til að geta fljót- lega gengið frá viðtækara spurningakerfi um bifreiðina. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir fræðimanna i umferðar- málum, held ég að öllum beri saman um, að aukin þekking á sviöi umíeröarmála skili sér i betri akstri þess er fræðslunnar nýtur. Við okkar aðstæður tel ég, að aukin fræðileg kennsla komi að mestum og jöfnustum notum fyrir nýliða i akstri. Það er léleg nýting á vinnuafli, að láta.prófdómara spyrja einn próftaka i einu spurninga, sem auðveldlega má prenta á blað og láta próftaka svara skriflega. I framhaldi af áðurnefndu er nú til- búin próförk af sjö fræöilegum svokölluöum krossaprófum, en alls reikna ég með að þau verði tólf í gangi í einu. Við samantekt þessara prófa, hefur eftirfarandi verið stefnu- mótandi: 1. Aö prófin nái yfir sem mest af þvi fræðilega efni, sem hver ökumaður þarf að kunna skil á. 2. Að hafa spurningarnar þannig, að sem best komi fram, hvort próftaki hefur skiliö námsefnið rétt, hins vegar er litið lagt upp úr utanbókarlærdómi. 3. Að hafa prófin skýr, þannig aö glögg skil séu á milli réttra og rangra svara. 4. Að hafa prófin greinileg og meö góöu letri, þannig aö próf- taki þurfi ekki aö eyða orku i að kryfja úrlausnarformiö. Spurningarnar i hverju prófi eru þrjátiu. 1 hverri spurningu eru gefin upp þrjú möguleg svör, og eru ýmist eitt eða tvö þeirra rétt. I prófunum eru myndir af umferðarmerkjum og myndir úr umferðinni. A þeim siðarnefndu eru einnig umferðarmerki i réttum litum. Ég er búinn að bjóða stjórn ökukennarafélagsins að fara yfir þessi próf með mér og leita uppi eitthvað sem betur mætti fara. Eftir Guðna Karlsson, forstöðumann Bifreiðaeftirlitsins Þegar stjórn ökukennara- félagsins hefur farið yfir þessi próf með mér og prófin verið yfir- farin með hliðsjón af breytingar- tillögum stjórnarinnar, mun ég leita eftir breytingu á reglugerð um próf ökumanna o.fl. Það er einkum 24. greinin sem þarf breytingar við, en hún segir, aö prófið skuli vera munnlegt. Ég tel samt eðlilegt, að allar greinarnar varðandi framkvæmd fræðilegu og verklegu prófanna verði endurskoöaðar. Ég veit að ykkur viröast prófin auðveld til úrlausnar. Þau eru það lika að vissu leyti. Það fólk sem ég hef fengið til þess að þreyta þessi próf hefur undan- tekningarlaust lýst ánægju sinni með þau og talið að með svona prófi væri að mestu létt af þeirri andlegu raun sem munnlegu prófi fylgir. Og það er mikils virði fyrir próftaka, framhaldsins vegna, að fyrra prófið sésem streituminnst. Hinu ætla ég ekki að reyna að blekkja ykkur á, að undir þetta próf þarf að læra meira og öðru- visi en nú gerist. Utanbókarlær- dómur verður tilgangslitill, en það þarf nokkuö staðgóða þekkingu á umferðarlögum og reglum og nokkra innsýn i slysa- hjálp og hirðu bifreiðarinnar til þess að ná prófi.

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað (13.03.1974)
https://timarit.is/issue/221012

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað (13.03.1974)

Aðgerðir: