Þjóðviljinn - 13.03.1974, Síða 5

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Síða 5
Miðvikudagur 13. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 innlend Þrir forstjórar „Flugleiða A stjórnarfundi FLUGLEIÐA H.F. þann 22. fyrra mánaðar var tekin ákvörðun um stjórnunar- fyrirkomulag félagsins, sem gilda skal frá 1. mars n.k. til aðal- fundar 1976, en þau mál hafa ver- ið til athugunar undanfarna mánuði. Meginatriði fyrrgreindrar samþykktar eru þessi: l.Sérstök stjórnarnefnd.skipuð þremur mönnum, fer með völd stjórnarinnar milli stjórnar- funda. Verkefni stjórnarnefndar eru jafnframt að móta stefnu félagsins og annast framkvæmd sameiningar flugfélaganna tveggja, Flugfélags Islands h.f. og Loftleiða h.f., á þann hátt, sem fyrirhugað er. Stjórnarnefndskipa þeir örn Ó. Johnson, sem er formaður henn- ar, Alfreð Eliasson og Sigurður Helgason. 2. Forstjórar félagsins verða þrir, þeir örn Ó. Johnson, sem verður aðalforstjóri, og Alfreð Eliasson og Sigurður Helgason. Forstjórarnir skipta með sér málaflokkum i daglegum rekstri þannig, að örn Ó. Johnson fer með stjórnskipunarmál og innan- landsflug, Afreð Eliasson með flugrekstrar- og tæknimál og hótel og bilaleigu, en Sigurður Helgason með fjármál og markaðsmál. 571 skráður atvinnulaus i lok feb. 571 var skráður atvinnulaus um siðustu mánaðamót, en atvinnu- lausir voru 942 i lok janúar. Af hinum 571 atvinnulausa eru 371 kona en 200 karlar. Flestir eru atvinnulausir á Siglufirði, þ.e. 154 (123 konur). í Reykjavik voru 44 skráðir (7 kon- ur), Akranesi 24 (23 konur), Hafnarfirði 21 (18 konur), Sauð- árkróki 17 (12konur), Akureyri 17 (2 konur), Kópavogi 4 ( allt kon- ur), Húsavik 3, Keflavik 1. I kauptúnum og þorpum voru flestir skráðir atvinnulausir á Vopnafirði 43 (20konur), á Dalvik 35 (29 konur), Eyrarbakka 31 (28 konur), Bildudal 29 (17 konur), Stykkishólmi 27 (22 konur), Stokkseyri 26 (14 konur), Þórs- höfn 21 (15 konur), Drangsnesi 13 (8 konur), Hrisey 13 (11 konur), Blönduósi 10 (5 konur), Hólmavik 10, Bakkagerði 9, Þorlákshöfn 8, Bakkafirði 6, Árskógsströnd 4, Hofsósi 3, Seltjarnarnesi 2. er nauðsynlegt öllum þeim, sem vilja fylgjast með sveitarstjórnarmálum. Sveitarstjórnarmál kemur út 6 sinnum á ári og kostar kr. 500,00. Leggið grunn að góðri þekkingu Gerist áskrifendur SAMBAND ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA Alþýðubandalagið í Reykjavík: Fundir um verkalýðsmál Rœtt við Sigurð Magnússon um fundina og undirbúninginn að borgarstjórnarkosningum Næstkomandi fimmtudag verður haldinn umræðufundur um verkalýðsmál á vegum Alþýðubandalagsins i Reykjavik. Þjóðviljinn ræddi i gær við Sigurð Magnússon, formann flokks- félags Alþýðubandalagsins i Reykjavik, um þennan umræðu- fund sérstaklega og starfið fram undan. Sigurði sagðist svo frá: Fundurinn á fimmtudaginn verður sá fyrsti af fleiri fundum um verkalýðsmálin. Á fimmtu- daginn munu þeir Eövarð Sig- urðsson, Guömundur J. Guð- mundsson og Benedikt Daviðsson ræða um nýafstaðna kjara- samninga. Eðvarð var sem kunn- ugt er formaöur samninga- nefndar ASl, Benedikt var i húsnæðismálanefndinni og Guð- mundur i skattanefndinni. Nú þegar fundum Alþýðu- bandalagsins um herstöðvamálið Námsmenn i Edinborg: Herinn fari á kj örtímabilinu Fundur i Félagi islenskra námsmanna i Edinborg þann 6. febrúar 1974 skorar á rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar að standa við málefnasamning sinn og senda bandariska herinn úr landi á þessu kjörtimabili. Við viljum vara landslýð við þeim krossferð- um sem hervinir hafa nú skipu- lagt um landið endilangt. Þeirra boðskapur um „varið land” byggir á forsendum sem ekki eiga lengur við. Barátta gegn erlendum her- stöðvum á Islandi er barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, jafnt stjórnmálalegu sem efnahags- legu. Islendingum ber fyrst og fremst að styðja málstað þeirra þjóða er draga vilja úr áhrifa- mætti stórveldanna. Með þvi að skjóta skjólshúsi yf- ir heri Bandarikjamanna ger- umst við sjálfkrafa þátttakendur i viðhaldi þess fyrirkomulags i alþjóðasamskiptum sem ein- kennst hefur af kúgun og vald- beitingu. Ef menn virða að ein- hverju sjálfstæði og ákvörðunar- frelsi þjóða, þá leggja þeir bar- áttunni gegn heimsvaldastefn- unni lið. Herstöðvarlaust ísland er i minni hættu en hersetið land. Sigurður Magnússon. er lokið i bili, er ákveðið að halda nokkra fundi um verkalýðsmál. Þar verða teknir til umræðu nokkri þættir verkalýðsmála, Eftir fyrsta fundinn, sem fjalla mun um kjarasamningana, er ætlunin að eftir fylgi fundur um lýðréttindi verkafólks i atvinnu- lifinu en með þvi er átt við það sem sumir kalla „atvinnulýð- ræði.” Ég mun siðar biðja Þjóð- viljann að segja nánar frá skipu- lagi og efni þessara fundarhalda. En tilgangur Alþýðubandalags- ins með þessum fundum er sá að reyna að lifga umræðu um verka- lýðsmál sem hefur verið of litil i flokknum sem annars staðar. Á siðasta flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins var sam- þykkt að haldin skyldi sérstök- ráðstefna um verkalýðsmál og á hún að verða fyrir landsfund flokksins i haust. Við gerum okkur vonir um það að umræðu- fundir Alþýðubandalagsins geti orðið einskonar undanfari og undirbúningur þessarar ráð- stefnu. — Hvað er annars að frétta af starfi Alþýðubandalagsins i Reykjavik? — Undirbúningur kosninganna er þegar hafinn. Mikið starf hefur verið unnið i fjölmennum hópum að stefnuskrá flokksins i borgar- málum vegna kosninganna i vor. A skrifstofu félagsins að Grettis- götu 3 er nú unnið alla daga að undirbúningi kosningastarfsins. Nú er til dæmis verið að senda út lista til að kanna skoðanir félaga á þvi hvernig haga skuli kosningabaráttunni, hvaða mál skuli einkum sett á oddinn og eins er beðið um ábendingar um hugsanlega menn á framboðslista félagsins. Ég vil i þessu viðtali bið'ja félagana að senda svör sin hið allra fyrsta svo að ábendingar berist uppstillingarnefnd og stefnuskrárnefnd i tæka tið. UH UUSKAHIUCIPIR KCRNFLÍUS JONSSON SKÓLAVOROUSl IG 8 BANKASTRA Tl 6 - 1Ö600 Sviar fundu pillu: Ekkert gaman að drekka lengur! STOKKHÓLMl — Sænskir sérfræðingar hafa komist að þvi að það er unnt að fram- leiða lyf sem eyða öllum ánægjulegum áhrifum áfengis og gæti þar með komiö að gagni i viðureign við drykkju- sýki. Hópur visindamanna i Gautaborg hefur reynt á sjálf- um sér slikt efni, sem heitir alfametyltyrosin. Þeir settust til kvöldverðar og höfðu áfengi um hönd. Sumir höfðu einnig fengið ofangreint efni, aðrir vita áhriflausar pillur og vissi hver um sig ekki hvað hann hafði inn tekið. Innan skamms urðu þeir sem höfðu fengið alfametyltyrosin svo niðurbortnir og þreyttir að þeir fóru sem fyrst úr gleðinni að sofa. Helgi Tómasson sæmdur riddarakrossi Forseti lslands sæmdi hinn 9. þ.m. Helga Tómasson listdansara riddarakrossi hinnar islensku fálkaorðu fyrir balletdans. Ég undirrit óska eftir að gerast áskrifandi Nafn: Heimili: Sendið seðilinn til Sambands íslenzkra sveit- arfélaga, Laugavegi 105. Pósthólf 596.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.