Þjóðviljinn - 19.03.1974, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1». marz 1974.
UOWIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
tltgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
UPPRIFJUN AÐ GEFNU TILEFNI
Eitt harðvitugasta deilumál islenskra
stjórnmála fyrir réttu ári eða svo var
spurningin um það hvort senda ætti mál-
flytjanda til Haag-dómstólsins eða ekki.
Þessar deilur rifjast nú upp þegar greint
er frá þvi i fréttum að kæra Breta til Al-
þjóðadómstólsins verði tekin fyrir i Haag
þann 25. þessa mánaðar en kæra Vest-
ur-Þjóðverja verði lögð fyrir 5. april næst-
komandi. Kærur þessar beinast eins og
kunnugt er gegn íslendingum vegna ein-
hliða útfærslu landhelginnar i 50 milur.
Kærur Breta og Vestur-Þjóðverja eru
byggðar á þeim samningi, nauðungar-
samningi, sem viðreisnarflokkarnir gerðu
um að frekari útfærsla landhelginnár
gæti þvi aðeins gerst að samkomulag næð-
ist um útfærsluna við Breta eða, ef sam-
komulag næðist ekki, að alþjóðadómstóll-
inn úrskurðaði okkur stærri landhelgi.
Samingurinn 1961 fól þvi i sér réttindaaf-
sal af hálfu íslendinga, sem alltaf hafa lit-
ið á landhelgismálið sem innanrikismál og
réttur okkar til útfærslu landhelgismarka
að endimörkum landgrunnsins væri bund-
inn i islenskum lögum. Þessum skilningi
íslendinga, sem var staðfestur með sam-
þykkt alþingis á landgrunnslögunum 1948,
gerði viðreisnarstjórnin tilraun til þess að
hnekkja með samningunum 1961. Þáver-
andi stjórnarandstöðuflokkar lýstu þvi
strax yfir að landhelgissamningar þessir
væru nauðungarsamningar og að engu
hafandi.
Frammistaða viðreisnarflokkanna, eft-
ir að núverandi rikisstjórn hafði lýst
samninginn frá 1961 ógildan og þar með
málskot til Haag ástæðulaust, er einhver
aumasti kaflinn i stjórnarandstöðuferli
viðreisnarflokkanna. Þessir flokkar létu
jafnan svo að það væri beinlinis höfuðat-
riði landhelgismálsins að koma manni til
Haag til þess að standa þar frammi fyrir
þeirri afturhaldsstofnun sem nefnist Al-
þjóðadómstóll. Viðreisnarflokkarnir vissu
hins vegar að það var óvinsælt meðal
þjóðarinnar að hampa nauðungarsamn-
ingunum frá 1961, og enda þótt þeir hefðu
um tima ástæðu til að ætla að einn stuðn-
ingsmaður rikisstjórnarinnar, raunar
ráðherrann Hannibal Valdimarsson, væri
sama sinnis og stjórnarandstaoan að þvi er
varðaði að senda málflytjanda til Haag-
dómstólsins, þorðu þeir aldrei að flytja
um það tillögu á alþingi að svo skyldi gert.
Þannig komu óheilindin fram og sú stefna
sem Alþýðubandalagið og Framsóknar-
flokkurinn höfðu beitt sér fyrir sigraði.
Þetta er staðreynd sem þjóðin verður að
hafa i huga.
En þegar rætt er um samninginn frá
1961 ber og að hafa hugfast að höfundar
hans litu svo á að samningurinn væri ekki
uppsegjanlegur, m.ö.o. að íslendingar
væru bundnir af honum um aldur og æfi. Á
það var bent hér i Þjóðviljanum þegar
landhelgismálin voru til umræðu að jafn-
vel Gamli sáttmáli, fram til 1961 annar
frægasti nauðungarsamningur íslands-
sögunnar, hafi haft uppsagnarákvæði,
þannig að þjóðin gæti losnað úr viðjum
hans ef ekki yrði staðið við þau ákvæði
sem i samningnum fólust um siglingar til
landsins og fleira. En með nauðungar-
samningunum frá 1961 átti að afhenda er-
lendum dómstól hluta af sjálfstæði þjóðar-
innar, — en kosningasigur vinstri flokk-
anna 1971 kom i veg fyrir að svo yrði um
aldur og ævi. Þessa staðreynd ber og að
hafa i huga.
Enn er vert að rifja það upp, að þegar
samningarnir voru gerðir við Breta i okt.
sl. héldu sumir talsmenn stjórnarandstöð-
unnar fram þeim fiflalega rnálflutningi að
þeir samningar og samningarnir frá 1961
væru að einhverju leyti hliðstæðir. Það er i
rauninni alger f jarstæða að jafna þessum
tveimur samningum saman. í samning-
unum 1973 viðurkenndu Bretar að svæðið
út að 50 milna mörkunum væri islenskt yf-
irráðasvæði og að íslendingar hefðu lög-
sögu á svæðinu. Með samningunum 1961
var gerð tilraun til þess að afhenda út-
lendingum lögsögu yfir þessu sama svæði
og stærra raunar um aldur og ævi.
Og loks er vert að minna á að frumkvæði
íslendinga til einhliða útfærslu landhelg-
innar i 50 milur hafði alheimsáhrif svo
mikil að nú bendir margt til þess að al-
þjóðasamtök verði um að viðurkenna rétt
strandrikja til 200 milna auðlindalögsögu.
Hefði stefna viðreisnarflokkanna ráðið
hefði slikt ekki átt sér stað.
Háskólaráð staðfesti 12.
mars tillögur heimspeki-
deildar Háskóla íslands
um að sæma Þórberg
Þórðarson, Gunnar Gunn-
arsson og Peter Hallberg
doktorsnafnbótum í heið-
ursskyni. Nafnbót þeirra
Þórbergs og Gunnars er
„doctor litterarum islandi-
carum honoris causa" en
Hallbergs „doctor philo-
sophiae honoris causa". í
greinargerðum um þessa
viðurkenningu segir:
Þórbergur
Hinn 12. mars n.k. verður Þór-
bergur Þórðarson 85 ára. Af þvi
tilefni er hér lagt til að Þórbergur
verði heiðraður af Heimspeki-
deild H.I. með þvi að veita honum
titilinn doctor iitterarum islandi-
carum honoris causa. Þórbergur
Þórðarson er sem kunnugt er einn
af öndvegishöfundum Islenskra
nútimabókmennta. Óþarft er að
rekja fyrir deildarmönnum rit-
verk hans, en á það skal lögð á-
hersla, að hann hefur e.t.v. meir
en nokkur annar höfundur lausa-
málsverka lagt grundvöll að rit-
máli 20. aldar, þ.e. leyst bók-
mennta-málið úr viðjum hins há-
tiðlega 19. aldar ritmáls. Ritstill
Þórbergs á fyrri hluta aldarinnar
hefur þannig orðið flestum is-
lenskum nútimahöfundum fyrir-
mynd til eftirbreytni. Af þessum
sökum m.a. verður þáttur Þór-
bergs i islenskum nútimabók-
menntum seint metinn að verð-
leikum.
Auk þess er Þórbergur tengdur
Heimspekideild frá fornu fari.
Hann var meðal fyrstu nemenda
deildarinnar i islenskum fræðum
og lagði stund á þau um margra
ára skeið þótt ekki gæti hann
fengið að ljúka fullnaðarprófi
sökum þess að hann hafði ekki áð-
ur lokið stúdentsprófi. En að
loknu námi lagði Þórbergur um
árabil mikla stund á orðasöfnun
Heiðursdoktorar
við Háskólann
Þórbergur Þórðarson
úr mæltu máli þjóðarinnar, og er
sá skerfur hans til málvarðveislu
ómetanlegur.
Þá má ekki heldur gleyma þvi
a.ð Þórbergur Þórðarson hefur
fært Háskóla lslands stórgjöf til
þess að semja mætti samheita-
orðabók.
Gunnar
Hinn 18. mai n.k. verður Gunn-
ar. Gunnarsson rithöfundur 85 ára
gamall. Af þvi tilefni er lagt til að
Heimspekideild H.I. heiðri hann
með titlinum doctor litterarum
islandicarum honoris causa.
Það er alkunna að Gunnar
Gunnarsson er einn öndvegishöf-
Gunnar Gunnarsson
unda islenskra nútima-
bókmennta. Óþarfi ætti að vera
að gera sérstaka grein fyrir verk-
um hans fyrir deildarmönnum.
Hér skal aðeins lögð áhersla á
þátt hans i að rjúfa einangrun is-
lenskra bókmennta eftir margra
alda einveru og afskiptaleysi
annarra þjóða. Hann má heita
fyrsti islenski rithöfundurinn sem
tekst að vekja óskipta athygli á
alþjóðavettvangi. Honum tekst
þvi að skipa islenskum bók-
menntum sess á ný meðal bók-
mennta heimsins.
Gunnar Gunnarsson er hvort
tveggja i senn mikilvirkur rithöf-
undur og næmur túlkandi mann-
legra örlaga. Með skáldsögum á
borð við Fjallkirkjuna hefur
Gunnari tekist að skapa rit sem
Peter Ilallbcrg
ber hátt i bókmenntasögu Evrópu
á 20. öld.
Peter Hallberg
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að dr. Peter Hallberg er
einn mikilhæfasti og mikilvirk-
asti rannsakandi islenskra bók-
mennta sem nú er uppi. Hann
sker sig að þvi leyti úr hópi vis-
indamanna er þessum fræðum
sinna, að hann hefur jöfnum
höndum lagt stund á islenskar nú-
timabókmenntir og islenskar
fornbókmenntir. A sviði fornbók-
mennta ber fyrst að nefna stil-
fræðilegar rannsóknir Hallbergs
sem birtast i ritunum Snorri
Sturluson och Egils saga Skalla-
grimssonar (Rvk. 1962), Ólafr
Þórðarson hvitaskáld, Knýtlinga
saga och Laxdoela saga (Rvk.
1963) og Stilsignalement ogch för-
fattarskap i norrön sagalitteratur
(Göteborg 1968). Af ritum sem
ekki geyma frumrannsóknir en
hafa og munu stuðla að þvi að
vekja áhuga erlendra manna á is-
lenskum fornbókmenntum má
nefna kaflann um miðaldabók-
menntir i ritinu Nordens
litteratur(1972) og ritin Den forn-
islándska poesie(1962) og Den is-
lándska sagan (1956), en hið sið-
asttalda rit hefur verið þýtt á
dönsku, þýsku og ensku. Hér við
bætist fjöldi timaritsgreina.
A sviði nútimabókmennta ber
hæst rit hans um skáldverk Hall-
dórs Laxness Den store vavaren
(1954), Skaldens hus (1956) og
Ilalldór Laxness (New York
1971 ),, Auk þess hafa birst fjöl-
margar timaritsgreinar eftir
Hallberg, bæði um verk Halldórs
Laxness og annarra nútima-
skálda. Óhætt mun að fullyrða að
fáir erlendir fræðimenn hafi átt
jafnveigamikinn þátt i að kynna
islenskar bókmenntir utan ts-
lands.
Enn eru ótalin þýðingastörf
Peters Hallbergs. Að öðrum ó-
löstuöum hygg ég að enginn
standi honum á sporði hvað snert-
ir vandaðar þýðingar úr islensku.
Fyrir öll þessi störf til kynning-
ar islenskra bókmennta stendur
öll íslenska þjóðin i mikilli þakk-
arskuld við Peter Hallberg. Með
rannsóknum sinum, þýðingar-
störfum og fyrirlestrum, hefur
hann lagt fram ómetanlegan
skerf i þágu islenskrar menning-
ar.
Peter Hallberg er tengdur
Heimspekideild H.l. frá fornu
fari. Hann var kennari við deild-
ina á árunum 1943—47 er hann
starfaði hér sem lektor i sænsku,
en auk þess hefur hann flutt opin-
bera fyrirlestra á vegum deildar-
innar. Eg tel einsýnt að Heim-
spekideild hljóti að telja sér það
sæmdarauka að sýna Peter Hall-
berg þá virðingu sem felst i titlin-
um doctor philosophiae honoris
causa.