Þjóðviljinn - 21.05.1974, Side 5

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Side 5
Þriöjudagur 21. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hörð átök um þingsœtin: Sparkar Albert Ellert í Reykjavík? i þessari viku eru stjórnmálaf lokkarnir að ganga frá framboðsiist- um til alþingiskosninga, en framboðsf restur rennur út að kvöldi 29. maí. Víða er nú hart deilt i kjörnefndum og á kjördæmaþingum, og komast færri að í vonar- sæti en vilja. Erfitt er hins vegar að afla öruggra upplýsinga því frá „kærleiks- heimilum" stjórnmála- flokkanna koma sögurn- ar í mörgum útgáfum, allt eftir því við hvaða deiluaðila er rætt. Mjög óljósar fréttir berast frá krötum, þvi eigi vita þeir svo gjörla, hverjir vilja stiga i vænginn viö þá. Þegar sam- einingarmáliö var enn viö lýöi þá á gamall flokksmaður að hafa sagt við Gylfa: „Okkur vantar ekki frambjóðendur heldur atkvæöi”, en nú mun eitthvað hafa dregið úr lið- styrk frá SFV, svo krata- broddarnir geta haldið áfram að bitast um sætin. 1 Reykja- neskjördæmi eru haröar deil- ur og á fundi um helgina mun Jón Armann Héðinsson hafa haldið velli i fyrsta sæti. I annað sæti kom Kjartan Jó- hannsson verkfræðingur og siðan Karl Steinar Guönason úr Keflavik i þriðja. Sá sem var i öðru og var landskjörinn, Stefán Gunnlaugsson, hafnaði i f jórða sæti. Tók hann þvi ílla að hafna svo neöarlega og Karl Steinar mun hafa lýst yfir að ekki dygði að bjóða sér minna en fyrsta eða annað sætið. Ihaldið i Reykjanesi mun hins vegar troða upp með óbreyttan lista hvað fyrstu þrjú sætin snertir þ.e. Matt- hias, Oddur og ólafur, en i fjórða sæti er talað um tvituga skipherradóttur Guðfinnu Helgadóttur, en Axel Jónsson sem var i þvi sæti hættir. En þó sagt sé að kjörnefnd hafi ákveðið þetta, munu þó ein- hver átök eftir á kjördæmis- þingi, þvi Suðurnesjamenn telja sig illa afskipta. Hjá framsókn deila þeir Jón Skaftason og Hannes blaða- fulltrúi Jónsson, og mun hinn siðarnefndi reyna að hrekja Jón úr sætinu, en óvist hvort Hannes vill taka við þvi sjálf- ur ef vinnst, eða hvort aðrir séu einnig um hituna. Tekur Albert sæti Ellerts? Albert í baráttu I Reykjavik berst Albert harðri baráttu fyrir öruggu sæti, eins og vegfarendur i höfuðborginni hafa áþreifan- lega orðið varir við. Ellert knattspyrnumaður óttast mjög þessa samkeppni á vellinum og mun hafa hætt við að fara utan með unglinga- landsliðinu af ótta við að Albert sparkaði sér af lista á meðan. Þá er enn óljóst hvort nægilega mörg sæti losni á listanum til að leysa þessar framboðsraunir. Guðmundur H. Garðarsson mun enn einu sinni kominn af stað og telur sig hafa beðið fullan biðtfma. Þá eru ýmsir illir út af þvi að ekkert prófkjör skuli hafa ver- ið. Framsóknarmenn i Reykja- vik gátu ekki losað um á sín- um lista meö þvi að flytja Ein- ar Agústson á Suðurland, þvi þar mun ákveðið að Þórarinn Sigurjónsson á Laugardælum verði i fyrsta sæti, Jón R. Hjálmarsson i öðru, Jón Helgason f Seglbúðum i þriðja og Páll Zophaniasson i Vest- mannaeyjum i fjórða. Hins vegar hafa heyrst raddir um það, að búið sé að sparka TómasiKarlssyniaf listanum i Reykjavik, en sjálfur lýsir hann þvi yfir að hann sé i framboði. Þorði ekki utan. Af Austurlandi berast þær fréttir frá framsóknarmönn- um að Vilhjálmur á Brekku verði i fyrsta sæti, Tómas Arnason i öðru og Halldór Ás- grimsson i þriðja, hins vegar fékk Kristján Ingólfsson sem var i fimmta sæti ekki stuðning. Þá munu nokkuð mikil átök hjá ihaldsmönn- um, sem gjarnan vilja losna við Sverri Hermannsson, sem þeir telja vera búinn að tala nógu lengi á Alþingi i bráð. Þá er ljóst, að Samtökin og Möðruvallahreyfingin stefna að sameiginlegum fram- boðum sem viðast, en litið farið að ræða um frambjóð- endur. Þá er og litið vitað hvort Hannibal, Björn og Kar- vel nái pólitisku landi hjá krötum eða hvort þeir verða einir á reki i hafróti alþingis- kosninganna. strikaður út Alfreð Illa horfir nú með framboð Alfreðs Þorsteinssonar, sem skipar annað sætið á lista Fram- sóknarflokksins i Reykjavik. Alfreð, sem var i fjórða sæti i siðustu borgarstjórnarkosningum og þvi varamaður i borgarstjórn, komst upp i annað sætið við það að Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra,fór úr borgarstjórn. Nú finnst mörgum framsóknar- mönnum undarlegt, að hinn sér- kennilegi stjórnmálamaður, Al- freð Þorsteinsson, skuli þannig næsta fyrirhafnarlitið lenda i öðru sæti. Þjóðviljinn hefur fregnað, að til standi að strika nafn Alfreðs Þorsteinssonar skipulega af atkvæðaseðlum þeim sem kross fá við B. Alfreð verður víst tæplega tal inn vinsæll maður innan Fram- sóknarflokksins. Hann er einhver dyggasti fylgisveinn Tómasar Karlssonar og töskuberi Kristins Finnbogasonar, framkvæmda- stjóra Timans,— en Kristin kalla ungir framsóknarmenn og möðruvellingar fjárglæframann af verstu tegund. Alfreð hefur heldur ekki verið vandur að meðölum við að ota sinum tota innan flokksins — þykjast margir eiga um sárt að binda eftir óprúðmannlega fram- komu iþróttafréttaritarans og Tómasar Karlssonar — en þeir tveir eru mest áberandi af Varð- bergs- og varins-lands-liðinu innan Framsóknarflokksins. Flokksbundnir framsóknar- menn hafa nú um hrið unnið að þvi að fá fólk til að strika nafn Al- freðs út af atkvæðaseðlum sinum — eða þá að sitja heima á kjör- dag. Hvernig sem útstrikanaher- ferðin tekst, þá mun ljóst, að framboð Alfreðs kemur sér vel fyrir möðruvellinga, sem nú taka til sin æ fleiri kjósendur Fram- sóknarflokksins. Nýr umboðsmaður í Kópavogi Hólmfriður Jónsdóttir og Þórmundur Hjálm- týsson Bræðratungu 7.Simi 42073. Æskilegt að kvartanir hafi borist fyrir kl. 11, svo að þær verði afgreiddar milli kl. 11 og 13. Þjóðviljinn Myndlistaklúbbur Seltjarnarness opnaði i gær málverkasýningu í félagsheimili kaupstaðarins. Myndina tók Sdór i gær af fólkinu, sem á myndir á sýningunni. Reglur um innflutning I fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu segir: ,,að vegna gjaldeyrisástandsins hafi rikisstjórnin ákveðið i samráði við Seðlabankann að setja það skilyrði fyrir gjaldeyrissölu vegna innflutnings, að innflytj- andi greiði til banka 25% umfram andvirði vörúnnar. Verði inn- borgun þessi bundin i 90 daga i Seðlabankanum, en endurgreiðist siðan innflytjanda með 3% vöxtum. Ýmsar mikilvægar rekstrarvörur og hráefni verða undanþegnar þessu skilyrði. Inn- borgunarreglur þessar taka gildi frá og með 20. mai og gilda til septemberloka.” Ætla má að ráðstafanir þessar séu gerðar til að draga fé úr umferð i þeim tilgangi að minnka þenslu og skefjalausan inn- flutning. Td. munu um 3.500 bilar hafa verið fluttir inn fyrstu þrjá mánuði ársins, Samkvæmt þessum innborgunarreglum ber t.d. bilainnflytjendum að greiða 25% umfram andvirði hvers bils tilbanka og láta það fé standa i 90 daga. Ákvörðun þessi er einn liðurinn i yfirlýstri stefnu rikis- stjórnarinnar um viðnám við verðbólgu. 28 félög sóttu ii ni tryggingaleyfi Samkvæmt lögum sem sett voru i vetur um starfsemi tryggingafélaga bar öllum þeim sem stunda vilja þá iðju aö sækja um leyfi til þess fyrir 1. mars sl. Tryggingaeftirlitiö fjallar svo um umsóknirnar og hefur frest til 1. september til að skila áliti. Erlendur Lárusson hjá Tryggingaeftirlitinu tjáði blaðinu að alls hefðu eftirlitinu borist 28 umsóknir. Er það nokkur fækkun frá þvi sem fyrir er því i greinar- gerð meö lagafrumvarpinu voru taldir upp um 45 aðilar sem að undanförnu hafa annast tryggingasölu i landinu. Af þeim væru þó nokkrir sem i reynd hafa lagt niður starfsemi sina. Af þeim 28 sem sóttu um leyfi er um helmingur félög sem þegar starfa i samræmi við nýju lögin og hlotið hafa viðurkenningu. —ÞH Alþýðubandalagið G-listinn Kópavogi Listi Alþýðubandalagsins, G-listann, vantar fólk til starfa fram að kjördag og á kjördag. Hafið samband við kosningaskrifstofuna i Þinghól,simi 41746. Alþýðubandalagið Suðurlandi Fundur verður haldinn i kjördæmisráði Alþýðubandalagsins i Suður- landskjördæmi fimmtudaginn 23. mai i Þóristúni 1 Selfossi og hefst kl 14. DAGSKRA: 1. Tekin ákvörðun um framboöslista tilalingiskosninga 30. júni n.k. 2. önnur mál. Alþýðubandalagið Reykjaneskjördæmi Fundur verður haldinn i kjördæmisráði Alþýðubandalagsir.s i Reykja- neskjördæmi n.k. fimmtudag að Hlégarði i Mosfellssveit. Fundurinn hefst kl. 3 e.h. DAGSKRA: 1. Ákvörðun um framboð til alþingiskosninga 30. júni. 2. önnur mál. Fulltrúar i kjördæmisráðinu eru hvattir til að sækja fundinn.-Stjórnin. Kjörskrá til alþingiskosninga á Selfossi sem fram eiga að fara 30. júni n.k. liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Selfosshrepps Eyrarvegi 8, Selfossi frá 16. mai til 8. júni n.k. frá kl. 10-12 og 13-16 mánudaga til föstudaga. Kærur yfir kjör- skránni skulu berast skrifstofu sveitar- stjóra eigi siðar en 8. júni n.k. 16. mai 1974, Sveitarstjóri Selfosshrepps.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.