Þjóðviljinn - 21.05.1974, Page 9

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Page 9
Þriðjudagur 21. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA • Kosið um tilverurétt Við viljum ekki hverfa aftur til viðreisnar, þegar Seyðisfjörður var nýlenda gróðaspekúlanta. Hjálmar Nielsson er efsti maður á lista Alþýðubanda- lagsins við bæjarstjórnar- kosningarnar á Seyðisfiröi i vor. Undanfarin tvö kjörtimabii hef- ur Hjálmar verið I öðru sæti list- ans, og þess vegna verið vara- maður Alþýðubandalagsins i bæjarstjórn. t vor varð það aö ráði, að þrii flokkar byðu fram sameiginlega — en þeir eru óháðir kjósendur, sem við siðustu bæjarstjórnar- kosningar fengu þrjá menn haldandi atvinnuuppbyggingar og félagslifs. Ég get nefnt nokkur dæmi: Sjúkrahús hefur verið I eign Seyð- firðinga siðan um aldamót. Þá byggðum við sjálfir og fyrir eigið fé okkár sjúkrahús og nýtt sjúkrahús — eða heilsugæslustöð eins og það heitir á nútimamáli-, og við stefnum að þvi að fá hjúkrunarheimili byggt sam- hliða. Við viljum ekki hverfa aft- ur til tima hreppaflutninganna, þegar lasburða fólk og gamal- — Hvað með yngstu kyn- slóðina — hafið þið dag- heimili? — Rœtt við efsta mann á lista Alþýðubandalagsins á Seyðisfirði — Dagheimili hér hefur verið i byggingu siðasta kjörtimabil, og er byggingu þess nú nánast lokið. Þetta dagheimili á að fullnægja þörfinni hér amk. næstu 10 árin. Nú er það svo hérna, að hús- mæður og aðrar konur eru bein- linis forsenda þess að fiskvinnsla gangi. Við eigum einn skuttogara, Gullver, sem nú er i viðgerð i Færeyjum, og annar er i smiðum i Frakklandi. Það hefur undan- farið verið mjög mikið að gera i fiskvinnslunni,fólkið hefur unnið til klukkan 23 kvöld hvert og oft um helgar — og vegna þessa er ekki stætt á öðru en að geta boðið konum upp á að vista börn sin á góðu dagheimili meðan vinriu- kraftur þeirra er nýttur. Og það er ljóst, að i framtiðinni verðum við að reiða okkur á húsmæðurn- ar. Það er ekki hægt að ætlast til að þær vinni, ef ekki er til dag- heimili. Eskifjörður Aukin áhrif almennings á bœjarstjórn kjörna, Alþýðuflokkurinn, sem siðast fékk tvo menn i bæjar- stjórn, og svo Alþýöubandaiagið. Bæjarfulltrúar á Seyðisfirði eru samtals niu, og veröur svo áfram. menni voru flutt hreppi úr hrepp, þvi ekki var hægt að hafa það heima. — Hvaö meö skólamálin? Þjóðviljinn ræddi við Hjálmar Nielsson nýlega, en sem efsti maður á lista Alþýðubandalags- ins ha.fnar hann i þriðja sæti á hinum sameiginlega lista óháðra, Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. — Um hvað snúast þessar kosningar núna, Hjálmar? — Þær snúast um áframhald- andi tilverurétt. Við getum spurt sjálf okkur að þvi, hvort við eig- um að halda áfram á framfara- braut eða hverfa aftur til við- reisnar. A þeim tima var Seyðis- fjörður aðeins nýlenda — nýlenda sildarkónga og gróðaspekúlanta, sem hurfu i burt héöan með gifur- legan hagnað. Allur gróði var lluttur burt héðan. Nú stöndum við andspænis þvi að byggja hér grundvöll áfram- — Skólahúsið hér er eins og sjúkrahúsið — næstum jafn- gamalt öldinni. Við erum að reyna að koma upp nýjum skóla i áfangabyggingum. Það er um tvær leiðir að velja, önnur er sú, að byggja sjálfstæðan skóla, — hin leiðin er að byggja skóla alveg við gamla húsið, og gamla skóla- húsið yrði þá okkar framlag eða hluti af þvi, móti framlagi rikis- ins til skóiabyggingarinnar. — Fleira brýnt á döfinni? — Já, hér er margt ógert. Ég get nefnt hreinlætismálin. Við þurfum að lagfæra frárennsli i bænum og koma vatnsveitunni i viðunandi horf. Við höfum hér að- eins yfirborðsvatn, sem er ekki nægilega gott, einkum með tilliti til frystihúsanna og fiskvinnsl- unnar. Við verðum að fá betra vatn. — Fjölgar fólki eöa fækkar á Seyðisfirði? — Það eru áraskipti — en það er ljóst, að um leið og losnar um húsnæði i bænum, þá fjölgar fólki, þvi nóg er hér að gera og verður i framtiðinni, jafnt við sjávarútveginn sem iðnað. Við erum nú að byggja eitt fjöl- býlishús á vegum bæjarins og margir einstaklingar eru að byggja einbýlishús. Það er eins og jafnan þegar vinstri stjórn er, þá er gróska úti á landi. Ég minntist á iðnað — við vilj- um fá iðnskólann hérna viður- kenndan sem sjálfstæðan skóla. Nú er hann deild úr Iðnskóla Austurlands á Neskaupstað, en góður iðnskóli hér, held ég, sé for- senda fyrir áframhaldandi iðnaði. Nú eru hér starfandi þrjár skipasmiðastöðvar, og það hlýtur að efla bæjarfélagið ef starfs- greinar eru fleiri en aðeins það sem að sjávarútvegi lýtur. — Er vinstri stemmning á Seyðisfiröi núna? — Svo sannarlega — og meiri en nokkru sinni áður. —GG Bæjarst jórnar- kosningarnar á Eskifirði í þetta sinn verða þær fyrstu eftir að bærinn fær kaupstaðarréttindi. Bæjar- fulltrúar eru þar sjö og skiptast þannig milli flokka, að Sjálfstæðis- flokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðubanda- lag hafa tvo hver, en Al- þýðuf lokkurinn einn. Þjóð- viljinn náði fyrir skömmu tali af Birni Grétari Sveinssyni, trésmið, sem er efstur á lista Alþýðu- bandalagsins í bæjar- stjórnarkosningunum sem nú fara i hönd. fyrir verulegri fylgisaukningu i viðbót i þessum kosningum. Listi okkar er einkum skipaður ungu fólki, til dæmis eru ungar hús- m'æður I öðru og fjórða sæti. Við röðuðum á listann eftir prófkjöri, sem var bindandi. Um 130 manns tóku þátt i þvi, og bendir það eindregið til þess, að fylgi Alþýðubandalagsins hafi aukist verulega i bænum frá siðustu bæjarstjórnarkosningum. — Hvernig hafa fulltrúarnir skipt sér i bæjarstjórninni, sem nú er? — Hér eru eitthvað um fimm hundruð manns á kjörskrá, sagði Björn Grétar. 1 siðustu bæjar- stjórnarkosningum fékk Alþýðu- bandalagið 117 atkvæði og var það 50% aukning frá næstu kosningum á undan. Við erum þvi næsta bjartsýnir og gerum ráð — Sjálfstæðismennirnir tveir, alþýðuflokksmaðurinn og sá framsóknarmannanna sem lengra er til hægri hafa haft með sér náið samráð og unnið saman sem meirihluti i bæjarstjórninni. — Hver eru helstu baráttumál Alþýðubandalagsins á Eskifirði i þessum kosningum? — Við leggjum megináherslu á að auka áhrif almennings á stjórn bæjarins. Við teljum að áhugi mikils hluta fólks á bæjarmálum sé of litill, en vinnum að þvi af al- efli að sá áhugi aukist. dþ Rœtt við Björn Grétar Sveinsson, efsta mann á lista Alþýðubandalagsins á Eskifirði HUSAVIK: Margvíslegir spádómar eru á lofti Frá Húsavik . Kosningarnar á Húsavik verða eflaust mjög spenn- andi í ár, eins og oft áður. Núna hefur náðst sam- staða með Óháðum og Alþýðubandalaginu, en f r jálslyndir, sem áður voru í kosningabandalagi rrteð * Alþýðubandalaginu eru nú i samfloti með Alþýðuf lokknum. Þetta kom fram i spjalli við Kristján Asgeirsson, sem skipar efsta sætið á K-listanum. Hann sagði, að árið 1966 hefði Alþýðu- bandalagið boðið fram sér og fengið einn mann, en þá fengu Óháðir tvo menn. 1 kosningum 1970 kom fram sameiginlegt framboð Alþýðubandalagsins, vinstri manna og ^frjálslyndra, þ.e. Sameinaðir kjósendur, og fékk sá listi 3 menn kjörna. Þá buðu Óháðir einnig fram og fengu 1 mann. — Hvaða horfur eru i kosning- unum núna? — Við erum bjartsýnir, og það eru margvislegir spádómar á lofti. Við vitum ekki hvað sam- einingin færir okkur, en við ættum að vera öruggir með tvo menn og þá er eftir að vita hvort við náum ekki þriðja manninum, en það ætla sér fleiri að fá þriðja manninn. Framsóknarflokkurinn fékk siðast tvo menn, eii hafði áður þrjá. Sjálfstæðisflokkurinn var með einn og Alþýðuflokkur- inn tvo. I siðustu kosningum var læknadeildan hluti af kosninga- baráttunni og svo kusum við um hvort hér ætti að hafa vinútsölu eða ekki. Þetta hafði áhrif á kjör- sókn, sem var mjög mikil. Núna er ekkert hliðarmál á döfinni, þannig að ég á ekki von á að kosn- ingarnar verði eins harðar og sið- ast. — Hvað er i almennum fréttum? — Það er mikil vinna hér og okkur vantar fólk. — Er ekki alltaf að flytjast fólk til ykkar? — Jú, unga fólkið fer a.m.k. ekki i burtu með sina maka, en við höfum ekki undan með hús- byggingar. Aflabrögðin hafa verið sæmileg og við höfum orðið að flytja fisk i burtu. Vorið var sérlega gott. — Var grásleppuveiðin i daufara lagi? — Það var miklu minni þátt- taka en i fyrra; ætli þeir hafi ekki fengið einar 500 tunnur á móti 1200 i fyrra. Trilluflotinn er mest á linu og færi, en stærri bátarnir sækja suður að Langanesi og afl- anum ekið frá Raufarhöfn annað slagið. — Hvernig er færafiskurinn? — Veiðin er að glæðast og sæmilegur reytingur hjá opnu trillunum. Fiskurinn i vor hefur verið öllu stærri en við höfum átt að venjast. — Er ekki framundan hjá ykkur? — Jú, hann verður 22. sameiginlegur fundur flokka. Stlg! framboðsfundur mai — allra sj ' . fc 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.