Þjóðviljinn - 21.05.1974, Page 11

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Page 11
Þriðjudagur 21. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ: Listinn á Noröurlandi eystra áveöinn Um helgina var haldinn á Akureyri kjördæmisráðs- fundur Alþýðubandalagsins I Noröurlandskjördæmi eystra. Þar var samþykktur fram- boðslisti flokksins vegna al- þingiskosninganna 30. júni næstkomandi. Listinn er þannig skipaður: 1. Stefán Jónsson Laugum S.-Þing. 2. Soffia Guðmundsdóttir Akureyri 3. Angantýr Einarsson skólastjóri Raufarhöfn 4. Jóhanna Aðalsteinsdóttir Húsavik 5. Guðlaugur Arason Dalvik 6. Liney Jónasdóttir Ólafs- firði 7. Jón Buck Einarsstöðum 8. Þórhildur Þorleifsdóttir Akureyri 9. Kristján I. Karlsson Þórs- höfn 10. Erlingur Sigurðsson Grænavatni 11. Helgi Guðmundsson Akureyri 12. Jón Ingimarsson Akureyri. Legg aðaláherslu á vinnustaðafundina — segir Guðmunda Helgadóttir, formaður Sóknar, en hún skipar 4. sætið á framboðslista Alþýðubandalagsins í borgarstjórnarkosningunum Guðmunda Helgadóttir, formaður Starfsstúlkna- félagsins Sóknar, skipar 4. sætið á G-listanum í Reykjavfk í borgar- stjórnarkosningunum á sunnudaginn. Guðmunda hefur á fá- einum misserum orðið þekktur leiðtogi í einu stærsta verkalýðsfélagi landsins. En þó að Guð- munda sé þekkt af störfum sínum í Starfsstúlkna- félaginu Sókn er rétt í upp- hafi viðtals, sem Þjóðvilj- inn á við hana, að spyrja fyrst um nokkur deili á frambjóðandanum. Guð- munda Helgadóttir hefur orðið: — Ég er fædd vestur i Dýrafirði 7. april 1933. Ég var i föðurgarði meö vanalegum frávikum — þeg- ar maður fór i vinnu tima og tima — allt fram til tvitugs. Skóla- ganga min varð jafnskömm og flestra annarra á þessum árum, ég lauk barnaprófi og svo tók vinnan við. Ég flyst svo til Reykjavikur 1952, stofna til heimilis og á sex börn. Þegar börnin komast af höndum fer ég að vinna i fiski og allskonar vinnu annarri með heimilinu. Ég vann um tima i Bæjarútgerðinni og einnig um tima i fiski á Akranesi. Svo fór ég að vinna á Borgar- sjúkrahúsinu og vann þar i fimm ár, varð trúnaðarmaður Starfs- stúlknafélagsins Sóknar á staön- um. Ég var aðallega við ræsting- ar á sjúkrahúsinu, starfaði siðan á ýmsum öðrum stöðum, til dæmis barnageðdeildina á Dal- braut sem er einn ágætasti vinnu- staöur sem ég hef kynnst. Ræstingakonan — Þú þekkir þannig eftir fimm ára starf innviði Borgarspitalans betur en margir aðrir. Geturðu lýst fyrir okkur þvi félagslega andrúmslofti sem ræstingarkona starfar i á spitala? — Það er skrýtið andrúmsloft. Sjúkraliðarnir breytast mas. þeg- ar þeir eru komnir áleiðis upp þrepin! Ég vann aðallega i and- dyri sjúkrahússins og sá þess vegna á hverjum degi i fimm ár allskonar starfsmenn sjúkra- hússins. Það er til siðs að bjóða góöan daginn þegar fólk hittist svona öft, en ótrúlega margir töldu ekki ástæöu til að kasta kveðju á ræstingarkonuna. En svo er margt sinniö sem skinnið. Annars er mikil stéttaskipting á spitölunum og innbyrðis krytur á milli starfshópa. Viö sömdum ný- lega fyrir Sóknarstúlkur um að þær fengju að sækja námskeið i sjúkrahússtörfum og öfluðu sér þannig starfsþekkingar. Þessar stúlkur vinna sem kunnugt er i allskonar hjúkrun á elliheimilum og i heimahúsum. 1 samningi okkar nefndum við heimilis- hjúkrun. Þá risu hjúkrunarkonur upp og mótmæltu, sögðu að við ætluðum að gera okkur að snögg- soðnum hjúkrunarkonum! Þetta er skrýtið sjónarmið. Hjúkrunar- skólinn útskrifar ekki nógu margt hjúkrunarfólk og þá eru teknir ófaglærðir starfskraftar i verkin. — Af hverju stafar það að fólk breytist i hegðun og viðhorfum þegar það færist til i starfsþrep- um? — Það virðist allt vera reiknaö i peningum, einnig manngildið. — Nú gefur þú kost á þér til borgarstjórnar i Reykjavik og verður á næsta kjörtimabili alla- vega varamaður. Hvaða mál eru það einkum sem þú vildir taka upp á vettvangi borgarmálanna? — Ég get til dæmis nefnt dag- vistunarmál barna og óslitinn skólatima. Eins og er virðist ekki vera reiknað með börnunum I samfélaginu. Þjóðfélagið vill fá konurnar út á vinnustaðina en það er ekki komið til móts við konurnar meö dagvistun. Ég tel eitt brýnasta verkefnið að bæta aðstöðu barnanna og I þvi sam- bandi minni ég á að Alþýöu- bandalagið hefur samið og sam- þykkt itarlega stefnuskrá um barnið i samfélaginu. 1 þeirri stefnuskrá, sem kallast „Sjónarmið Alþýðubandalags- ins”,erminnstá málefni sem mér hafa lengi verið hugleikin en þar erum að ræða ráðstafanir til þess aö tengja börn og aldraða sterk- ari böndum. Það hefur gifurlegt uppeldisgildi fyrir börnin aö um- gangast aldraða og fullorðna fólkið vill margt sinna sliku verk- efni þó að það eigi ekki auðvelt með að starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Þetta myndi auöga lif barnsins og gamla fólksins jafnframt. Nú er sá háttur á hafður sem kunnugt er að safna öldruðum saman á einn stað en börnum á annan. Það verður að breytast. — Hvenær fórst þú að hafa bein afskipti af verkalýðsmálum? — Um leið og ég varð trúnaðar- maður Sóknar á vinnustööunum. 1972 sat ég fyrst þing Alþýðusam- bands íslands. Siðan gaf ég kost á mér sem formaður Sóknar og var kosin i mars 1973 að undangengn- um almennum kosningum i félag- inu. — Hvað er Sókn stórt félag? — í Starfsstúlknafélaginu Sókn eru um 1500 fastir félagsmenn, en inn á spjaldskrána koma upp undir 3000 manns á ári. Innan Sóknar eru ófaglærðar stúlkur sem starfa á barnaheimilum, sjúkrahúsum og viðar á hliðstæð- um stofnunum. — Á hvað leggur þú aðaláherslu sem formaður Sóknar? — Það liggur i augum uppi að I jafnfjölmennu félagi er mikil dagleg afgreiðsla á skrifstofu þess. En ég hef lagt mikla áherslu á vinnustaðaheimsóknir. Ég hef komið á flesta vinnustaði Sóknar, en samband við fólkið á vinnu- stöðunum tel ég eitt nauðsynleg- asta verkefni forustumanns i v e r k a 1 ý ö s f é 1 a g i n u . A vinnustaðafundunum fær forustumaðurinn að heyra hver eru aðalvandamálin á hverjum stað og ég tel að i rauninni þyrfti að halda slika vinnustaðafundi amk. tvisvar á ári hverju. — Hvenær eru þessir fundir haldnir? — Ég reyni yfirleitt að efna til funda þegar sem flestir eru viö- staddir, til dæmis á vaktaskiptun- um. Þessir fundir á vinnustöðun- um eru bestu stundirnar sem ég á sem formaður Sóknar. — Samkvæmt tölunum sem þú nefndir áöan virðist mikil hreyf- ing á félagsmönnum. — Já, margar stúlkur stoppa stutt, og þær eru margar áhuga- litlar um félagsleg málefni. En siðan er mikið um giftar konur sem vinna meö heimilishaldinu, og þær eru áhugasamar, og eftir þvi sem konurnar eldast eykst áhuginn. — Hver eru launin? — Lægstu laun Sóknarkvenna eru 33.791 kr. á mánuði, en hæstu launin eru 37.846 kr. á mánuði. Eins og þú sérð af þessum tölum verður ekki mikið lagt til hliðar til elliáranna. Þess vegna tel ég það eitt helsta verkefni mitt að tryggja að lifeyrissjóður félags- ins sé rétt notaður og ég bind miklar vonir við það samkomulag i húsnæðismálum sem gert var i tengslum við kjarasamningana i vetur. Það er einkum leiguhús- næðið sem ég geri ráð fyrir að komi að góðum notum. — Nú ertu i framboði. Hvernig samræmist það starfi þinu hjá Sókn? — Ég vil taka mjög skýrt fram að ég mun halda áfram að gera mitt besta á vegum Starfs- stúlknafélagsins Sóknar. En það sem freistaði min i sambandi við framboð til borgarstjórnar var i senn fólkið sem er efst á listanum og þá ekki siður sú nauðsynlega réttindabarátta barna og kvenna, sem unnt er að heyja á vettvangi borgarmála. En verkalýðspólitik er vinstri- pólitik. Og Alþýöubandalagið er eini stjórnmálaflokkurinn sem mér finnst vera vinstrisinnaður i raun. Gengu framhjá ræstingakonunni í fimm ár án þess að heilsa

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.