Þjóðviljinn - 21.05.1974, Side 12

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 21. mai 1974. Noregur og Sovétríkin hafa komið sér saman um að byggja f lugvöll við Hotelnesset á Svalbarða. Þessi tíðindi hafa enn beint athygli að sérstöðu þessa stóra eyjaklasa lengst norður í fshafi, sem annars er ekki oft á dagskrá nema í veður- fregnum. ( fyrsta sinn verða f lugsamgöngur allan ársins hring við Svalbarða og má vera að nú sé að hefjast mjög ævintýraleg þróun þar. I grein eftir frétta- ritara Information í Oslo segir m.a. að Norðmenn hefðu fyrir löngu verið búnir að koma sér upp þessum flugvelli, ef að Sovétmenn hefðu ekki unnið gegn því, vegna þess að þeir voru hræddir um að slík flugstöð yrði notuð gegn þeim í hernaðarlegum tilgangi. (En eins og síðar er minnst á er skv. alþjóða- samningum bannað að nota Svalbarða í báau vígbúnaðar.) Nú hafa Sovétmenn hins vegar fallist á að vera með vegna þess að flugfélag þeirra, Aeroflot, hefur tryggt sér rétt til að hafa 5-6 starfsmenn á f lugvell- inum. Þar verður annahs 13 manna norsk áhöfn og stjórn flugvallarins er í höndum Norðmanna. Flugvellinum er valinn staður með það fyrir augum að hann geti þjónað tveim helstu kola- bæjunum á Svalbarða, hinni norsku „höfuð- borg" Longyearbyen og sovétbænum Barentsburg sem er 40 km frá. Eins og kortiö sýnir liggur stysta leiöin frá Reykjavfk til Tokio um Svalbaröa. Og svo er um fleiri merkar leiöir. Ný samgöngumiöstöö á norðurslóöum? Flugmál. Nýi flugvöllurinn mun taka við farþegaflugvélum þegar næsta haust, en reglulegar áætlunarferðir SAS og Aeroflot hefjast þangað á næsta ári. Hingað til hefur stundum verið flogið til illa búinnar flug- brautar við Ny Alesund. Þar voru áður kolanámur, sem Norðmenn lögðu niður eftir að sprenging varð i þeim fyrir nlokkrum árum. En fyrst var flogið til Svalbarða árið 1935 er norsk sjóflugvél lenti þar á tsa- firði. Pólítík Ýmislegt kyndugt stórvelda- tafl hefur átt sér stað i sambandi við Svalbarða. Einn alvarlegasti atburðurinn gerðist árið 1960, þegar Rússar skutu niöur bandariska njósnaflugvél yfir Barentshafi, sem bún var að „þefa af” mannvirkjum Sovétmanna á Kolaskaga. Þetta gerðist um sama leyti og banda- riskar herflugvélar höfðu sig mjög i frammi yfir Svalbarða og þar i kring og kváðust vera að leita að geimskoðunartæki sem hefði fallið þar niður á eyjarnar i fallhlif. Það fannst aldrei. Um miðjan mars fór Bratteli, forsætisráöherra Noregs, i opinbera heimsókn til Sovétrikjanna og ekkert er liklegra en þar hafi Sval- baröa borið á góma. Fréttabréf APN benda til þess aö Sovétmenn hafi talið þessa heimsókn allmikilvæga, og er þar fariö miklum lofs- oröum um sambúö rikjanna og samvinnu á ýmsum sviðum. Þess er m.a. getiö aö viöskipti rikjanna hafi aukist um 23% á sl. ári. Þá var til þess tekið aö Brézjnéf ræddi sérstaklega viö Bratteli. Myndin sýnir Kosigin forsætisráöherra heilsa Bratteli. Þegar Noregur fékk yfirráð yfir Svalbarða þann 14. ágúst 1925 og eyjaklasinn varð hluti af Noregi, skuldbundu Norðmenn sig til þess að koma i veg fyrir að eyjarnar, sem eru miðju vegu milli Noregs og Norður- póls yrðu notaðar i þágu hernaðar. Hins vegar gefur samningurin útlendingum sama rétt og Norðmönnum til að nýta jarðefni þar sem og til oliu sem þar kynni að finnast og til að reka þar visindalega starfsemi. Noregur gefur út leyfi til fimm ára i senn til rannsókna eða vinnslu, sem erlend fyrirt telja ómaksins verða. Eins og nú er málum háttað hafa út- lendingar yfirhöndina að þvi er varöar oliuleit. Þeir hafa leyfi til að leita á 7581 ferkm svæði, en norski hlutinn nemur 4347 ferkm. Olíuleitin Bandarisku oliufélögin Caltex og Texaco hafa yfir 3300 ferkm leitarsvæði. Sovétmenn, sem hafa rekið kolanám á Svalbarða siðan á þriðja áratugnum, fylgjast með þeirri leit af vax- andi áhuga, og koma óbðinir i heimsóknir á þyrlum til þeirra svæða, sem og leitarsvæða annarra erlendra fyrirtækja. Rússar og Norðmenn eru nú einir um kolanámið, sen er aðallega rekið frá bæjui.^m tveim, Longyearbyen og Barentsburg. Norska nýlendan telur um 1000 manns og hin sovéska 2000. Sambúðin er góð — með gagnkvæmum heim- sóknum, árlegum kappleikjum og hátiðahöldum. Nýi flugvöllurinn, oliuleitin og mikið af dýrmætum jarðefnum munu hafa i för með sér ótrú- lega mikla og öra þróun að þvi er margir spá. Svalbarði hefur og dregist inn i hernaðarlegt kapphlaup stór- veldanna á norðurslóðum. Þar i kring er leikvangur kjarnorku- knúinna kafbáta og ýmis kerfi eru i gangi sem eiga að fylgjast með eldflaugaferðum (t.d. BMEWS kerfi Natós, sem getur fylgst með eldflaugum langt inni á sovésku landi). I miðju heimsins? Til eru þeir yfirmenn hjá SAS — t.d. Einar Sverre Pedersen — sem hafa mikinn hug á að gera Svalbarða að alþjóð- legri miðstöð fyrir flugumferð yfir heimskautalöndin. Mestur hluti verslunar- og iönaðarmiðstööva heimsins á norðurhveli jarðar liggur á beltinu 25-50 gráður norðlegrar breiddar. í raun og veru er tshafið innhaf, sagði Pedersen i erindi sem hann flutti 1961. Styðstu viðskiptaleiðir milli meginlanda liggja yfir eða undir ishafið. Sjá kortið. Svalbarði er i raun réttri mið- punktur heims i flugmálaskiln- ingi og gæti orðið að mikilli um- ferðamiðstöð á leiðinni yfir heimskautið. Styðsta leiðin frá Róm til Havæ liggur yfir Svalbarða, og jafnvel litlar einkaflugvélar geta farið þá leið i „smá- stökkum” um Svalbarða og Anchorage á Alaska. Svalbarða mætti opna fyrir alþjóðlegum túrisma. (Byggt á Information) Alþjóðasamvinna um sovéskt jarðgas MOSKVA (APN). Nú standa fyrir dyrum viðræður fulltrúa Sovét- rikjanna, Bandarikjanna og Japan um samvinnu, sem þessar þjóðir ætla að hafa með sér við gasvinnslu á jarðgassvæðum i Norður-Siberiu. Búast má við, að samkomulag verði undirritað nú i vor. Viðræður um lánamálin eru hafnar að nýju i Moskvu. Fyrir nokkrum árum lögðu sovéskir sérfræðingar til, að lagðar yrðu pfpuleiðslur frá jarð- gassvæðunum i Jakútiu út að strönd Kyrrahafsins, sumpart með það fyrir augum að sjá austustu héruðum Sovétrikjanna fyrir ódýru eldsneyti, og sumpart með hugsanhugsanlegan út- flutning á fljótandi gasi til ýmissa landa. við Kyrrahaf i huga. Japönsk og bandarisk fyrirtæki sýndu þessum áformum mikinn áhuga, en þetta er umfangsmikið verk og útheimtir miklar fjár- festingar. í Jakútiu er gifurlegur munur hita og kulda eftir árstiðum — frá 60 stiga frosti á vetrum uppi 40 stiga hita á sumrum. Þéttir skógar, fen og sifreri, sem sums staðar nær mjög djúpt i jörð niður, torvelda mjög allar fram- kvæmdir. Verkið, sem vinna á, er lagning 3.500 km langrar pipuleiðslu með 1220 mm viðum pipum. Eftir þessari leiðslu á að flytja gasið til Chabarovsk við Amúrbugðuna og þaðan til Nachodka. I þessari hafnarborg við Kyrrahaf yrði reist gasþéttistöð og tankskip mundu siðan flytja fljótandi gasið til viðskiptavina erlendis. Hugmyndin er, að japönsk og bandarisk fyrirtæki útvegi nauðsynlegan véla- og tækja- búnað og láni andvirði hans gegn tryggingu fyrir þvi, að lánið verði siðarmeir endurgreitt með jarð- gasi. Samkvæmt bráðabirgðaút- reikningum munu þessi lán, ef af þeim verður, nema um 3 miljörðum dollara.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.