Þjóðviljinn - 21.05.1974, Side 15

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Side 15
Þriöjudagur 21. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 ÍA - Valur 0:0 Dautt jafntefli í þófkenndum leik á þungum velli Veðurguðirnir voru knattspyrnumönnum ekki hliðhollir í fyrstu leikjum íslandsmótsins um síðustu helgi og réðu kannski meiru um gang leikjanna en knattspyrnumennirnir sjálfir. Þannig var það til að mynda í leik IA og Vals uppí á Akranesi á laugar- daginn. Það var fyrst og fremst hið mikla rok sem réð gangi leiksins. Vindur- inn stóð beint á annað markið, og það liðið sem hafði hann með sér sótti meira. Þegar svo á heildina er litið var jafn- teftið sanngjörnustu úrslit leiksins/ eða eins og sagt er á máli skákmanna# „dautt jafntefli." Skagamenn sóttu undan rokinu i fyrri hálfleik og pressuðu þá nokkuð, en áttu aðeins 2 umtals- verð marktækifæri. Það fyrra átti Teitur Þórðarson, en hið siðara Matthias Hallgrimsson, en þeim mistókst báðum að skora. Vals-vörnin með Jóhannes Eðvaldsson sem miðvörð var mjög sterk, og ég man ekki eftir þvi að hafa séð Jóhannes leika jafn vel og að þessu sinni. Það er alveg greinilegt að miðvarðar- staðan er hans framtiðarstaða, og mér er til efs að við höfum nokkru sinni átt jafn sterkan miðvörð. Þeir Matthias og Teitur máttu sin litils gegn honum. I siðari hálfleik þegar Vals- menn höfðu vindinn með sér hélt maður að þeim tækist að vinna leikinn. Fyrst Skagamönnum tókst ekki að skora undan vindi var hæpið að þeim tækist það gegn rokinu. En lA-vörnin með Jón Gunn- laugsson sem yfirburðamann stóð sig mjög vel og hratt öllum sóknartilraunum Valsmanna. Framhald á bls. 17. Óvænt úrslit á Húsavík Það virðist svo sem Völsungar frá Húsavik komi sterkari til leiks i 2. deild nú en um margra ára skeið, ef marka má úrslit fyrsta leiks þeirra að þessu sinni. Þeir gerðu sér litið fyrir og sigruðu lið Armanns með miklum yfir- burðum eða 4:1 sl. laugardag. Þótt Armannsliðinu sé ekki spáð þátttöku i toppbaráttunni i ár, er það eigi að siður þokkalegt, þannig að þessi stóri sigur Völsungs kemur á óvart. Fyrir Völsung skoruðu þeir Hermann Pálsson (3 mörk) og Sigurður Sigurðsson (1 mark), en eina mark Armanns skoraði Hall- dór Björnsson, fyrrum leikmaður i KR, en sem þjálfar nú og leikur með Ármanni. Hann skoraði markið úr vitaspyrnu. Þróttur á tæpasta vaði gegn Haukum Þróttur lenti i kröppum dansi i fyrsta leik sinum i 2. deildar- keppninni i ár er liðið mæ/ti Haukum á velli sinum við Sæ viðarsund. Leiknum lauk með sigri Þróttar 3:2, eftir að Haukarnir höfðu haft forystuna i leikhléi 2:1. Þetta er fyrsti leikur Þróttar á raunverulegum heimavelli i Is- landsmóti, en völlurinn var laus i sér og þungur og háði Haukunum greinilega. Eins og þessi markatala gefur til kynna var leikurinn mjög jafn og skemmtilegur á að horfa, og er greinilegt að Haukarnir verða með i toppbaráttunni i sumar, eða i það minnsta er það liklegt til að ylja hvaða liði sem er undir ugg- um. Mörk Þróttar skoruðu Jóhann Hreiðarsson (2) og Þórður Hilmarsson (i) > Mörk Hauka skoruðu Gisli (1) og Jóhann Knútsson (1) Nýliðarnir töpuðu fyrsta leik sínum Nýliðarnir i 2. deild, Isfirðingar, fóru enga frægðarför til Selfoss um siðustu helgi. Þeir töpuðu þar fyrir heimamönnum 0:2, og er ekkert útlit fyrir að Sel- fyssingar verði i botnbaráttunni i ár eins og sl. 2 ár þar sem þeir rétt sluppu við fall niður i 3. deild. Þjálfari liðs Selfoss er Óli B. Jónsson, kunnasti knattspyrnu- þjálfari landsins, og virðist hand- bragð hans þegar farið að setja svip sinn á liðið. Mörk Selfyssinga skoruðu þeir Gisli Sváfnisson og Sumarliði Guðbjartsson. Manni virðist á úrslitum fyrstu leikja liðanna i 2. deild, að keppn- in þar verði með allra jafnasta móti, kannski jafnari en oftast áður, einkum toppbaráttan. tf Hér bjargaði Diðrik ólafsson mjög vel með úthlaupi. Vafasöm vítaspyrna bjargaði Víkingum í viðureigninni við ÍBV, og leiknum lauk með jafntefli, 1:1 Mjög svo vafasöm víta- spyrna, svo ekki sé meira sagt, bjargaði öðru stiginu til Víkings í viðureign liðs- ins við í BV á Melavellinum á sunnudagskvöldið. Það var strangur dómur hjá Guðjóni Finnbogasyni annars ágætum dómara leiksins, þegar hann á 75. mínútu dæmdi vítaspyrnu á IBV. Gunnar Gunnarsson tengiliður Víkingsliðsins lék, hafði misst boltann frá sér er varnarmaður ÍBV renndi sér fyrir hann og Gunnar lék þarna eins og besti leikari og lét sig falla Framhald á 17. siðu. Heilbrigð sál...? 1 lok júlimánaðar fer stór hópur ungs handknattléiks- fólks tii Sviþjóöar til þátttöku i Partill cup, Gautaborg. Mót þetta er vist haldið árlega, og tóku nokkur isiensk lið þátt i þvi i fyrra og þóttu standa sig vel. A íslandi hefur lengi verið skipt i karlaflokka eftir aldri á eftirfarandi hátt (Skiptingin gildir fyrir timabilið 1973 — 1974): 2. flokkur: 3. flokkur: 4. flokkur: 5. flokkur: A hinum Norðurlöndunum er aftur á móti skipt í flokka þannig (skiptingin gildir fyrir timabilið 1973 — 1974: Piltar (samsv. 2. fl.): Drengir A (samsv. 3. fl.): Ilrengir B (samsv. 4. fl.): Drengir C (samsv. 5. fl.): Þessar reglur hinna Norður- landanna gilda um flokka- skiptingu á þessu móti. Þetta er mjög leiðinlegt fyrir þá drcngi, sem þannig eru fæddir i árinu að þeir flytjast upp i eldri flokk en þann, sem þeir eru vanir að lcika með. Mörg islensk lið hafa nú samvinnu um för á þetta mót, og er það samstarf mjög gott að öðru leyti en þvi, að mörg þeirra ætla sér að hafa að cngu reglur þær, sem mót- .stjórn setur um aldurskipt- inguna. Komið hefur upp deila um atriði þetta, sem I raun og veru ætti ekki að þurfa að ræða. Ég held þvi fram, sem augljóst er, að hlýta beri þeim ákvæðum, sem Svfar sctja um aldur. Verður það stefna F. II. i þessu máli. Ýmsir aðrir, sem ég vil ekki nefna (þeirra Drengir fæddir 1956— 1957 Drengir fæddirl958—1959 Drengir fæddir 1960— 1961 Drengir fæddir 1962— 1963 vegna), ætla sér að mæta með lið sin ólögleg og gera sér þannig mikla sitián og grafa undan áliti erlendra þjóða á islenskum fþróttainönnum. Velgetur verið, að á þann hátt geti þau krækt sér i verðlaun. jafnvel fyrsta sæti, en slikir sigrar og slik þátttaka er til skammar þeim, sem þannig fer að. 1 raun og veru er furðu- legtað þurfa að benda á þetta, þar sem þetta ætti að vena hverjum heiðarlegum manni Ijóst. íþróttahreyfingunni er ekki ætlað að vinna mót, heldur að ala félagsmenn sina upp i iþróttaanda. Sá iþrótta- andi er ekki til staðar hjá þeim forystumönnum, sem ætla sér að brjóta reglurnar. Fer nú að fara mcsti glansinn af þvi að senda börn sin á iþrótta- æfingu, ef þau kynnast þar slikum vinnubrögðum. Sorg- legt, er, að alltaf öðru hverju er hér verið að dæma titla af liðuin og dæma leiki ólöglega, vegna þess að aldursákvæðum var ekki sinnt. Sýnir þetta, i hversu mikið óefni er komið. tþróttahreyfingunni allri, ekki eingöngu handknattleik, er sýndur fádæma ruddaskapur með slikuin aðferðum. Vona ég, að viðkomandi aðilar breyti ákvörðunum sinum og verði ekki iþróttahrcyfingunni til skammar. Hafnarfirði, 16. mai 1974, Jónas B. Magnússon Drengir fæddir 1. sept. 1955 — 1. sept. 1957 Ilrengir fæddir 1. sept. 1957 — 1. sept. 1959 Drcngir fæddir 1. sept. 1959 — 1. sept. 1961 Drengir fæddir 1. sept. 1961 — 1. sept. 1963

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.