Þjóðviljinn - 21.05.1974, Page 19

Þjóðviljinn - 21.05.1974, Page 19
Þriðjudagur 21. maí 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 SJÓNVARP [ KVÖLD KLUKKAN 20.40: Naumur sigur Giscards Hcimshorn er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Sonja Diego stýrir þættinum ásamt þeim Arna Bergmann, Birni Bjarnasyni og Haraldi ölafs- syni. Sonja gat ekki gefið Þjóð- viljanum nákvæmar upplýs- ingar um það i gær, hvað yrði tekið fyrir i þættinum, en ljóst er þó, að aðallega verður fjall- UTVARP að um Urslit frönsku kosning- anna. Þessi úrslit, þ.e. sigur Gis- cards d’Estaing, valda nú mörgum heilabrotum, einkum fyrir það hve litill munur var á atkvæðamagni sigurvegarans og Mitterrands, sem vinstrimenn buðu fram. Það er ljóst, að þau atkvæði sem Giscard hlaut og skiluðu honum i forsetastólinn eru einmitt atkvæði fólks, sem yf- irleitt fylgist litið með stjórn- málum, — og svo hitt: Giscard naut aðallega fylgis'fólks eldra en fimmtiu ára, en næst- um 70% fólks yngra en 35 ára studdi Mitterrand. En hvað um það, eflaust verður fróðlegt að heyra til sérfræðinganna i kvöld. —GG KVOLD KLUKKAN 20.30: Framboðsræöum útvarpað Stjórnmálaumræður um borgarmálefni Reykjavikur verða i útvarpinu i kvöld. Fulltrúar hinna fimm fram- boðslista i Reykjavik koma i útvarpssal og lesa mönnum pistilinn. Hjörtur Pálsson dagskrár-. stjóri stjórnar umræðunum, og sagði hann okkur, að út- varpað yrði beint, umræður yrðu með liku sniði og áður, þ.e. frambjóðendur fengju að- eins að halda ræður, en ekki að rifast við hringborð eins og i sjónvarpinu um helgina. Listarnir, sem i kjöri eru, bera eftirtalda bókstafi: J- listi, Alþýðuflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna. V-listi, Frjálslyndi flokkurinn. D-listi, Sjálfstæðisflokkurinn. G-listi, Alþýðubandalagið. B-listi, Framsóknarflokkur- inn. Ræðutimi hvers lista er 32 minútur i þrem umferðum 15,10 og 7 minútur. Ástralía CANBERRA 19/5. — 1 gær- kvöld var enn ekki vitaö um úrslit kosninganna i Astrallu, og geta þau nokkuð dregist á langinn. Gough Whitlam, formaður Verkamannaflokks- ins, hafði efnt tii kosninga vegna þess að flokkur hans hafði ekki meirihluta i öldungadeiid þingsins. Þegar búið var að telja um 80% atkvæða hafði verka- mannaflokkurinn fengið 62 þingsæti af 127 i fulltrúadeild en stjórnarandstaðan, Frjáls- lyndirog Sveitaflokkurinn, 58. Óvist var um sjö þingsæti. Enn geta liðið nokkrir dagar áður en úrslit fást, en i Astral iu er mjög flókin kosningatil- högun. 1 siðustu kosningum fékk Verkamannaflokkurinn 67 þingsæti en andstæðingar hans 58. Whitlam myndaði þá stjórn sem hefur m.a. orðið þekkt fyrir mótun sjálfstæðrar utanrikisstefnu, en áður gekk ekki flis á milli Astraliu og Bandarikjanna. Whitlam hafði 29 gegn 31 þingsæti i öldungadeild og varð að rjúfa þing vegna and- stöðu þeirrar deildar við frumvarp um aukin útgjöld rikisins. Þar er eins liklegt að kosningum lykti með þvi að þingsæti i öldungadeild skipt- ist hnifjafnt milli stjórnar og stjórnarandstöðu. SIÐAN Umsjón: GG og SJ Moggi —s.l. sunnudag — næsta óvenjuleg peysuföt þetta. Heimsókn til Birgis ísl. Gunnarssonar borgarstjóra ÚTI i garðinum var Gunnar Jóhann að leika sér við nágrannakettlinginn Lady, sem var i heimsókn. Uppi voru þær Sonja kona Birgis og Björg Jóna elzta dóttirin á heimilinu að þvo tvíburunum Ingunni Mjöll og Lilju Dögg um andlitið og ba.k við eyrun; þær voru nýkomnar úr leikskólanum og þar hafði sýnilega verið mikið unnið. Bbrgarstjóri var rétt ökominn af fundi, en birtist von bráðar. Þá voru tvíburarnir komnir á harðaspan í rólun- um úti í garðinum og kötturinn Lady sýndi senn á sér fararsnið. Sonja bar fram kaffi og konfekt og ég spyr hjónin, hvaða áhrif það hafi haft á heimilislífið að gegna þeim skyldum, sem borgarstjóraembætti fylgja. — Ég hafði satt að segja ekki gert mér fulla grein fyrir þvi, hversu erilsamt þetta starf væri, hversu erilsamt þetta starf væri, segir Sonja. — Og allir vita, að erfitt er að fá barnagæzluhjálp. En við finnum leiðir til að leysa það og reynum eftir beztu getu að halda heimilislifinu i sem eðlilegustu horfi. Birgirsegir: — Þessu starfi fylgja miklar / annir og skyldur og auk þess þarf borgarstjóri víða að koma fram fyrir hönd borg- arinnar. Þetta hefur þvi í för með sér fjarvistir frá heimilinu hjá okkur báðum, þvi að konan þarf lika að taka þátt i mörgu. Margt af þessu er mjög ánægjulegt og fróðlegt, og vita- skuld reynum við ba-ði að láta ekki heimili og börn sitja á hakan- Moggi — 19. mai s.l. Kosningasöngur framsóknar manna viö borga rst jór na r kosn i nga r na r 1974 Við skulum berja á Ihaldsborgurum og beita til þess öllum vopnum. Og sáler ung og ör, það er ofsa mikið fjör, i æðum rennur eidheitt blóð og ekkert hindrar för. Við skuium berja á ihaldsborgurum, er baula hátt, sem kálfa er jafnan von. Við gefum engin griö, það er göfugt okkar mið. — Inn með Guðmund okkar Þórarinsson! (Lagboði: Ég sá mömmu kyssa jólasvein... Við skulum láta krata kenna til og knésetja þá — svona hér um bil. Þótt geipi Gylfa lið og geysist yfir svið sem mannýg naut i miklum ham, við minnkum þcirra skrið. Við skulum kenna hægri-krötunum að kunni þeim að daprast sigurvon. Við gefum engin grið, það er göfugt okkar mið. — Inn með Guðmund okkar Þórarinsson! Viö skulum ekki láta okkar hlut. Og ef við róum vel I barka og skut mun skútan skriöa greitt. En skelfing er það leitt, ef FRJALSLYNDASTI FLOKKURINN hann fær bara ekki neitt. Við skulum aðeins hafa hressa lund, það hefur áhrif góð á mann og kvon. Við gefum cngin grið, það er göfugt okkar ntið. — Inn með Guðmund okkar Þórarinsson! Við skulum syngja þennan sóknarbrag. Og sjáifsagt hæfir jólasveinalag þeim, er við herjum á, það á svo vei við þá. Þeim ætti að líka undur vel við okkar ljóðaskrá. Við skulum láta hana hljóma unt borg, já, herhvötina syngjum lon og don. Við gcfum engin grið, það er göfugt okkar miö. — Inn með Guðmund okkar Þórarinsson! A.B.S. Þetta sérkennilega ljóð munu nokkrir framsóknarmenn hafa raulað á fundi sinum i Háskólabiói um heigina. Við hér á Þjóðviljanum vitum ekki með fullri vissu hver höf- undur textans er, en sterkur grunur leikur á að um eitt af fjórum höfuðskáldum Framsóknarflokksins sé að ræða, þ.e.: Alfreð Þorsteinsson, Baldur Hólmgeirsson eða Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk, — og siðast sá sem sterkast er grunaöur, Auðunn Bragi Sveinsson, — en hvaö um það, hafi fjórmenningarnir allir lagt saman, þá er útkoman stórfengleg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.