Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 1
ÞJOÐVIUINN Sunnudagur 7. iúli 1974 — 39. árg. —117. tbl. APQTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7, NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Allir gjalda- liðir framúr áœtlun hjá borginni ’73 Reikningar Reykja- víkurborgar fyrir áriö 1973 voru lagöir fram endur- skoðaðir á fundi borgar- stjórnar i fyrradag og gerði borgarstjóri/ Birgir isl. Gunnarsson grein fyrir þeim, en önnur umræða um þá fer fram að hálfum mánuði liðnum. Fram kom , einsog Sigurjón Pétursson bfltr. Alþýðubanda- lagsins benti á, að allir gjaldaliðir nema einn hafa farið framúr áætlun, en tekjuliðir verið sam- kvæmt áætlun eða örlitið yfir. Það gerir sænski list- vefarinn Maria Adlercreutz og i rabbi við hana, sem birtist á 7. siðu blaðsins i dag, svarar hún hversvegna. Maria er stödd hér þessa dagana og sést fremst á myndinni mcð nýgiftu hjón- unum i Norræna húsinu til hægri, Maj-Britt Imnander forstjóra og Kjcll Gustavsson, og Þóru Kristjánsdóttur u m s j ó n a r m a n n i með sýningum hússins, og manni hennar, Sveini Einarssyni. Rétt er að geta þess, að sýningunni á norrænni vefjaralist lýkur i kvöld. (Ljósm. vh) Samt hafa framlög til eigna- breytinga ekki minnkað, þe. ekki hefur verið dregið úr fram- kvæmdum, en leitað til lána- stofnana til að láta enda mætast. Kvaðst Sigurjón ekki vilja leggja dóm á reikningana fyrr en hann hefði lesið skýrslu endur- skoðenda, en óneitanlega benti margt til að heldur frjálslega hefði veriö haldið á fjármunum borgarinnr árið 1973. Fellibylur við Volgu Moskvu 5/7 —Fjöldi manns lét lifið eða særðist er fellibylur skall yfir bæinn Gogkuj við Volgu á miðvikudag. Að sögn Isvestia reif fellibylurinn 3 þúsund tré upp með rótum, slengdi 240 tonna krana út i Volgu og eyðilagði iþróttavöll. Bflarfeyktust til og fjöldi húsa skemmdist það mikið að fólk varð að flytja úr þeim. Rósir og börn á Austurvelli Handtökur í Eþíópíu ADDIS ABEBA 5/7. — Herinn i Eþíópiu hefur skorað á hóp eftir- lýstra stjórnmálamanna að gefa sig þcgar fram við lögregluna, ella cigi þeir á hættu að verða titlaðir óvinir þjóðarinnar". — llerinn hefur einnig staðfest að 12 háttsettir stjórnmála- og embættismenn séu i haldi hjá lög- reglunni. Margir þeirra voru áður ráðgjafar keisarans Haile Selassie. Þeir sem fangelsaðir hafa verið eru ásakaðir fyrir spillingu og embættisafglöp. Segir i til- kynningu hersins að Selassie hafi fyrir sitt leyti samþykkt handtök- urnar. Fyrr i vikunni lét keisarinn undan ýmsum kröfum hersins og er sagt að herforingjarnir séu að undirbúa nýjar kröfur. Þar á meðal er sögð vera krafa um róttækar breytingar á rikis- stjórninni. Kissinger í Evrópu- ferð RÓM 5/7. — Henry Kissingcr flýgur nú um Evrópu þvera og endilanga og ræðir við framá- menn Efnahagsbandalagsins um sambúð Bandarikjanna og bandalagsins. Ræddi hann i morgun við Giscard d’Estaing forseta Frakklands i Paris en þaðan hélt liann til Rómar og átti þar viðræður við Leone forseta og aðra stjórnmálamenn. Kissinger skýrði einnig frá fundum Nixons og Brésnéfs og kvað Nixon hafa gætt þar vel hagsmuna Evrópu. Á morgun, laugardag. ræðir Kissinger við Pál páfa en siðan fer hann til Vestur-Þýskalands til viðræðna við þarlenda stjórn- málamenn jafnframt þvi sem hann ætlar að fylgjst með úrslitum heimsmeistarakeppn- innar i knattspyrnu. Hert á bmheimtu land- helgis- og smygkekta Skipstjórar láta setja sig i fangelsi til lúkningar sektum og smyglarar verða að greiða sektirnar eða sitja inni Eins og komið hefur fram I fréttum hafa nokkrir skipstjórar ákveðið að fara i fangelsi til lúkningar sektum, sem þeir hafa hlotið fyrir landhelgisbrot. Nú vita það sjálfsagt flestir að mjög vægilega hefur verið gengið eftir greiðslu á þessum sektum svo og sektum fyrir smygl um margra ára hil. Við inntuin þvi Bahíur Möller ráðuneytisstjóra I dóms- málaráðuneytinu eftir ástæðunni fyrir þvi að skipstjórar fara nú ailt i einu i fangelsi til lúkningar þessum sektum, sem svo slæ - lega hefur verið gengið eftir á liðnum árum. Baldur sagði að á áratugnum 1960 til 1970 hefði verið vægt eftir þessu gengið. En um 1970 var hafist handa um að hreinsa þessar skuldir upp og mönnum þá jafnframt gert ljóst að harðara yrði framvegis eftir þeim gengið. Síöan sagði Baldur, að öðru Framhald á bls. 13 Hvernig verður nœsta stjórn? „Hvernig stjórn verður mynduð á íslandi?” - Um þá spurningu, sem nú er á allra vörum, er fjallað i leiðara Þjóðviljans i dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.