Þjóðviljinn - 07.07.1974, Page 5
Sunnudagur 7. júli 1974ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
armenn íslands hryggilega sein-
heppnir. Meö slika rauöskinnu i
höndunum gætu þeir eflaust meö
særingum og rúnaristum kveöiö
hvern þann hernaöardraug, er
sældist eftir landinu, i jörö niöur.
Stendur ekki einhvers staöar aö
meö illu skuli illt út reka?
Eftir þennan fróölega lestur
lagöist ég upp i divan og hlustaöi
á fimmtu sinfóniu Beethovens.
Hann er undarlega reiöur og geö-
vondur I þessari sinfóniu, enda
staöhæfir kunningi minn aö bió-
mynd sem hér var nýlega sýnd og
fólk talaöi um meö og móti vikum
saman sannaöi aö þessi heyrnar-
lausi sérvitringur hafi i rauninni
veriö skepna og illmenni inn viö
beiniö. Ég hef ekki fariö á bió I
fjögur ár af þvi ég er svo hræddur
um aö kvikni i húsinu og ég træö-
ist undir múgnum I skelfingunni
og get þvi ekki dæmt um þessa
kenningu vinar mins beinlinis. En
hann er haldinn krónisku ofsókn-
aræöi I garö klassískrar tónlistar,
svo liklega er þetta bara dulbúin
árás á mig fyrir aö hafa gaman af
jafn úreltum fornaldarbrynserkj-
um og Schubert og Bach.
Þegar sföustu tónar Beethovens
dóu út gleypti ég I mig kjarngóö-
an hádegismat og hraöaöi mér
slöan i bæinn.
1 Austurstræti hömuöust jarö-
ýtur og skurögröfur viö aö róta
upp jarðveginum og undirbúa
„grænu byltingu” okkar unga og
efnilega borgarstjóra, en „græna
byltingin” er eina byltingarhug-
sjón þessarar jarðar sem á upp á
pallboröiö hjá ritstjórum Morg-
unblaösins. í gegnum rykmökk-
inn sem grúföi yfir þessari götu,
sem einu sinni var hægt að ferö-
ast um fótgangandi en verður nú
aö fara um á traktor, grillti ég
andlit kunningja mlns. Hann fór
út fyrir jól áleiöis til Rómaborgar
á fund páfa, en dagaði uppi I
Kaupmannahöfn. Þar barðist
hann viö berserki af islensku kyni
I Kristjaniu, og lyktaði þeim átök-
um á þann veg, að þegar hann
komst til sjálfs sin aftur var hans
veraldlegi auður á bak og burt en
hann stóö á nærbuxunum I fram-
andi landi. Flaug hann þá á
vængjum sorgarinnar til íslands
og harmaöi örlög sin. En þegar
hann sá mig tók hann samstundis
gleöi sina aftur og trúöi mér fyrir
þvl, aö hann væri sá er koma skal.
Ég sagöi ekki neitt, þvl ég hafði
einhvern tlma lesiö að þegar
miklir atburöir gerast, eigi litlir
menn aö þegja. Við gengum út að
Tjörn. Þar var fólk aö gefa önd-
unum. Ég fór að stúdera þetta
mikla andriki, en kunningi minn
lagöist I grasiö og féll I djúpt mók.
Eftir langa stund reis hann upp
viö dogg, benti út I loftið og hróp-
aði: Ég hefi fundið. Slöan gekk
hann burt án þess að llta viö og
skildi mig einan eftir á Tjarnar-
bakkanum. Sannlega ert þú sá
sem koma skal, hugsaði ég og
rann upp fyrir mér ljós. Ég rölti
yfir Austurvöll, klungraöist um
göngugötuna og álpaöist inn á
kaffihús. Þar sat kunningjakona
mln sem fyrirlltur mig. Hún
horföi I gegnum mig eins og ó-
sýnilegan draug, en hélt svo
áfram aö tala viö vinkonu sína
sem ekki fyrirlítur mig. Sú ber
kennslukonugleraugu I gömlum
stll en glottir eins og nútlminn.
Úti I horni sátu nokkrir rabbvinir
mlnir og ræddu málin yfir gosi og
pilsner. Einn lumaöi á flösku með
sterkari drykk og var honum
laumaö I gosið meö snöggum
handtökum þegar framreiðslu-
stúlkan var svo nærgætin og hug-
ulsöm að snúa við þeim baki.
Kauptu þér pilsner, hvíslaði
flöskumaöurinn um leiö og ég
settist. Ég pantaöi pilsner. en
enskukennari sem stúderar is-
lensk fræöi við háskólann haföi
þann heiöur aö borga brúsann.
Síöan hellti ég glasiö rúmlega
hálft af pilsner en flöskueigand-
inn sá um að fylla upp það sem á
vantaöi. Svo héldu umræöurnar
áfram. Einn ætlaði að fara á
loönu og græöa mikla peninga.
Annar vildi gera byltingu á rikis-
stofnun sem annast velferö ung-
menna. Sá þriðji fékk „stórkost-
lega hugmynd”. En svo varð þaö
ekki meira. Fjórði hét þvi að
Yfirlit yfir verö á grafiskum myndum nokkurra listamanna. Neöst er
hlutabréfaskráning i Sviþjób
BRASK MEÐ
LISTAVERK
ganga I bindindi á morgun. Og sá
fimmti ætlaði til Ameriku aö spila
blues. Ég öfundaöi þá alla, þvl ég
ætlaöi ekkert aö gera. Loks varö
flaskan búin. Umræðurnar þögn-
uöu og menn ókyrröust I sætum
slnum. Þá rauf einn þögnina og
spuröi: Eigum viö aö spá I fyllirl?
Nú glaönaöi yfir hópnum því um
þetta var einmitt hver og einn
þeirra aö hugsa með sjálfum sér.
öllum peningum er til náðist var
safnað I einn sjóö og síöan hélt
fylkingin létt I spori og röskleg I
fasi á Lindargötu til aö lappa upp
á hag rlkissjóös og veitir vlst ekki
af. En ég og enskukennarinn
drógum okkur i hlé. Hann var aö
fara einhvern leyndardómsfullan
leiöangur austur I bæ, en mér datt
I hug aö hressa upp á sálina I
ákveönu og mjög merkilegu húsi I
Þingholtunum.A Laugavegi flaug
ég beint I fangiö á Láru vinkonu
minni sem ber ábyrgð á þvl aö ég
varö aö almennu athlægi meöal
kunningja minna eftir aö hún
haföi vélað mig til aö kaupa úlpa
I ómögulegum lit. Uss, þeir eru
bara öfundsjúkir, sagöi hún þegar
ég fór aö nöldra. Hæ Siggi! galaöi
hún þegar hún rakst á mig þarna
á götunni. Þaö er munur aö sjá
þig I þessari úlpu. Slöan hraöaöi
hún sér burt þvl hún er alltaf aö
flýta sér. Ég dró hettuna niöur
fyrir augu og strunsaöi yggldur á
brún I popphúsið,
Yogar og dulspekingar staö-
hæfa aö á jöröu hér séu sjö orku-
stöövar og sé ein sú sterkasta
undir Snæfellsjökli á Islandi. Ég
fullyröi hins vegar aö sú allra
magnaöasta sé I þessu óhrjálega
hornhúsi, reyndar ekki á neöstu
hæö þar sem mangarar okra með
skrum sitt og glingur, heldur
nokkrum þrepum ofar. Þar búa
leitendur hinnar æðstu visku og
feta sig eftir hinum tlfalda vegi til
fullkomnunar, éta gras, drekka
ekki kaffi, smakka ekki vin og
bragöa ekki tóbak. Ég knúði dyra
á þessu hofi spekinnar. Ung
kvinna, einsog maddonna I fram-
an, opnaði fyrir mér og fór sam-
stundis aö gera gys aö úlpunni
minni. Þetta hefur henni fariö
fram I kærleika og umburðar-
lyndi. En ég lét þetta ekkert á mig
fá en skundaði inn I stofu, heimt-
aöi músik eftir Bach og sagöist
ætla aö drekka mig fullan I kvöld.
Maddonnan varö alvarleg á svip
og mælti meö geistlegum þunga:
Ég þekki skyggna konu sem segir
aö púkar drekki I gegnum fulla
menn. Slöan plröi hún á mig aug-
un og sagöi ísmeygilega: Þaö sit-
ur ljótur púki á öxlinni á þér.
Hann langar I brennivln.
Mér ofbuðu þessi andaktug-
heit, slökkti á Bach meö
ljótum munnsöfnuði, setti
á Mephistovalsinn eftir Liszt
og ætlaöi aö hefja upp mlna raust.
En I sama vettvangi kemur maö-
ur maddonnunnar I stofuna og
kunngerir mér þau tlöindi, aö
samkvæmt spádómum dulspakra
manna vænti nemendur hinna
andlegu fræöa nú endurkomu
Krists alveg á næstunni. Þetta
þóttu mér fréttir og varö allur
bllður og bjartur aö innan. Viö
ræddum lengi um endurkomu
lausnarans, astralplaniö, áruna,
karma, endurholdgunina og hiö
hvlta bræðralag. Sál mln sökk
ofan i gljúpa froöu andlegs móks
og værðar. Loks reif ég mig upp
af þessari mystisku martröö og
hélt heim á leið. Ég sat lengi I
þungum þönkum og var aö velta
þvl fyrir mér hvort ég heföi villst I
annan heim I dag eða Reykjavlk
gengiö af vitinu.
Þetta var á föstudegi. Um
kvöldiö voru haldin böll. Nú er
svo komið aö aöeins einn
skemmtistaöur er til I borginni
sem hugsanlegt er aö ég láti sjá
mig á. Til allrar hamingju fyrir
fjárhag minn en púkunum til
sárrar skapraunar er hann næst-
um alltaf lokaður. En nú var hann
opinn. Þegar ég kom þar seint
um kvöldið voru dyrnar læstar og
þöglar eins og steinninn sesam.
En fyrir dyrum úti var múgur og
margmenni og lét dólgslega.
Þetta er oröiö fastur liöur á dag-
skránni I skemmtanahaldi Reyk-
vlkinga. Lýöurinn hrópaði ókvæö-
isoröum aö dyravöröum staöar-
ins og báöu þá aldrei þrífast.
Sumir voru á móti öllu húsinú og
byrjuöu aö reyna aö brjóta þaö
niöur með því að ráöast á dyrnar
meö höggum og barsmiöum. En
húsiö haggaöist ekki
fremur en steinninn sesam
og stendur enn I „hjarta
miöbæjarins”. Kunningi minn,
sem var orðinn fullur, heimtaöi af
mér hundraökall. Ég á engan
hundraökall, sagöi ég. Fimm-
hundruökall þá, öskraöi drykkju-
rúturinn. Því um slöur, svaraöi
ég. Faröu þá I rassgat, bölvaði
fulli maöurinn og slangraöi burt
til að leita uppi rlka menn. Loks
rann upp hiö stóra augnablik að
dyrnar voru opnaöar einsog hliö
himinsins og múgurinn ruddist
meö pústrum og hrindingum inn I
hina langþráðu paradls. Ég vissi
ekki fyrri til en ég stóö viö fata-
hengiö. Þá fór ég úr úlpunni
minni hlægilegu og horföi fram-
hjá afgreiöslupfunni meöan hún
afhenti mér númeriö. Síöan gekk
ég hægt og hikandi inn um gleö-
innar dyr. Þar anaöi ég beint I
flasiö á kunningjakonu minni sem
fyrirlltur mig. Nú horföi hún ekki
I gegnum mig heldur inn I mig
með eitruöu augnaráöi. Ég flýtti
mér á barinn. Svo settist ég viö
borö hjá félögum mlnum sem ég
haföihittá kaffihúsnu. Þeir höföu
nú allir færst I aukana og endur-
skoöaö sln miklu plön. Sá, sem
ætlaöi aö hætta aö drekka á
morgun haföi frestaö meinlætinu
fram yfir helgi. Byltingarseggur-
inn var ákveöinn I að fara til út-
landa og útvega vopn til aö út-
rýma öllum kapltalistum á ís-
landi, llka dáölausum hálfvelgju-
mönnum eins og mér. Ég fékk
mér annan sjúss. Bluesistinn
sagöi aö Amerika væri svo úr-
kynjuö aö hann ætlaði heldur upp
I fjöllin I Nepal og tala viö snjó-
manninn. Sá sem fékk „stórkost-
lega hugmynd” var fallinn I dá
fram á borðin. En loönufangarinn
var reiöur og fullyrti aö ekkert
þýddi aö græöa peninga á Islandi
þvl helvltin hirtu þá alla I skatta
og hann var staðráðinn I þvl aö
gera aldrei handtak framar á æv-
inni. Mér fannst þeir allir hafa
rétt fyrir sér og fékk mér
meira aö drekka. Þá fannst
mér ég llka vera farinn aö
hafa rétt fyrir mér og hóf
aö prédika eins og sá sem
vald hefur, yfir hausamótunum á
ballgestum. Þú ert brjálaöur meö
vlni, hreytti kunningjakonan sem
fyrirlltur mig út úr sér þegar ég
var um þaö bil að ljúka upp
leyndardómum tilverunnar fyrir
hópi aödáenda er safnast haföi
saman I þögulli andakt viö fætur
meistarans. Ég hrapaöi sam-
stundis niöur á jöröina og vlsaöi
henni út i ystu myrkur. En hún
sveif út á dansgólfið meö skegg-
prúöum herra I sömu andrá og
hljómsveitin byrjaði á nýju lagi
svo formælingar minar köfnuöu I
ferlegum drunum og bumbu-
slætti. Þá kássast upp á mig rauð-
hærö valkyrja meö svo miklum
fyrirgangi aö gleraugun mln
hrutu á gólfið og þurfti ég ekki að
hafa frekari áhyggjur af þeim.
Þaö sem eftir var kvöldsins var
ég þvl sjönlaus og vitlaus eins og
Magnús Þóröarson og vissi
hvorki I þennan heim né annan.
Ég grillti aðeins sviplausan
massa af iöandi mannverum,
óljós og þokukennd andlit, skynj-
aöi rammt og þungt reykský er
grúföi yfir staönum og var tröll-
plndur hávaöa sem virtist koma
úr öllum áttum og ofan aö og
neöan aö. Ég hraktist horna á
milli I salnum án þess að sjá eöa
skilja uns allt hringsnerist I
hausnum á mér sem mér fannst
vera laminn látlaust með þúsund
hömrum. Ég komst ekki til ráös
og rænu fyrr en ég stóð úti á götu
og balliö var búiö og fólk fór aö
tlnast I partý út um allan bæ. En
ég var svo dasaður og miður min
eftir þessa fantastisku martröö,
aö ég flýtti mér heim og fór að
sofa. Versta ógæfa er sjóndapra
menn getur hént er að týna gler-
augunum sinum á skemmtistaö.
Þess vegna ætla ég aldrei aftur á
skemmtistað.
A vorjafndægradaginn 1974
Siguröur Guöjónsson
Braskalda sem á ekki sinn llka
fer eins og eldur I sinu yfir lista-
markaðinn. Efnamcnn kjósa æ
oftar að leggja fé sitt I listaverk,
ekki til aö prýöa veggi slna,
heldur til að vernda auð sinn fyrir
verðbóigu. Það er ekki óvanalegt
að veröið fimmtánfaldist á tlu
árum, ef um verulega fræg nöfn
er að ræða.
Margir listamenn hafa
áhyggjur af þiessari þróun sem
þeir telja að hafi stórspillt and-
rúmslofti i listum. Markaðurinn
er allur úr lagi genginn og söfnin
eiga æ erfiöara meö aö fylgjast
með I verðkapphlaupinu.
Það er algeng staðhæfing að
listaverk séu gulli betri trygging
gegn verðbólgu. En listaverk eru
reyndar ekki heldur tryggð fyrir
sveiflum I efnahagslifi. Fyrir
nokkrum árum skrúfuöu
japanskir bisnessmenn upp verö
á vestrænni list með stórfelldum
innkaupum. Nú eru þeir aö selja
aftur, og verðið hefur dottiö niður
fyrir bragðiö, a.m.k. á ýmsum
listamönnum.
En athugun á graflskri list eftir
fimm listamenn sýnir engu að
slður verðhækkun sem nemur
10.20 og stundum 40% á ári slðan
um 1960. Picasso er I sérflokki, en
þeir Max Ernst, Paul Klee,
Chagall og Braque eru ekki langt
undan.
Það er ekki aðeins verð-
hækkunin sem freistar auðmanna
til kaupa heldur og það, að viöa
eru listaverk lltið sem ekki skatt-
lögð, og erfitt að meta þann gróöa
til skatts, sem menn hafa af þvi
að geyma myndir. Er og reyndar
erfitt fyrir skattayfirvöld að telja
myndir sem menn eiga.
Listaverk eru einnig notuð til
fjárflótta. Er þá t.d. visað til
sænska braskarans sem kom illa
fengnum tólf miljónum króna
sænskum undan til Sviss — öllu I
listaverkum.
Eins og fyrr segir, eru það nöfn
nokkurra listamanna okkar aldar
sem reynst hafa sérlega aðlað-
andi fyrir þá sem mikið eiga af
peningum. Er þá einkum tekið
mið af Picasso. Til dæmis mátti
árið 1904 kaupa tiltekna litografiu
hans (Le repas frugal”) fyrir
einn dollara. Um 1950 seldist
eintak af þessu grafiska verki á
um 200 dollara, en eitt sikt blað
seldist I fyrra á uppboði I Sviss
fyrir 179 þúsundir dollara.
Eins og að likum lætur leita
listaverkasalar ýmissa bragða til
að skrúfa upp verðið. Til að halda
uppi verði á „sinum” listamanni
gripur listaverkasali gjarna til
þess ráðs, að kaupa hvert verk
þessa manns, hvenær sem þau
eru boðin upp, á meiriháttar
uppboðum. Með þessu móti hefur
sölugildi umrædds listamanns
verið skrúfað upp og heldur
áfram að fara upp á við, þar eð
greið sala á uppboðum laðar að
nýja kaupendur.
Og á meðan þessu fer fram
halda Picassoar framtíðarinnar
áfram að lepja dauðann úr skel.