Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — PJOQVILJINN Sunnudagur 7. júli 1974 UÚÐVIUINN MALGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. HVERNIG STJÓRN VERÐUR MYNDUÐ Á ÍSLANDI ? Eftir kosningaúrslitin s.l. sunnudag hefur þessi spurning verið efst á baugi: Hvernig stjórn verður mynduð á íslandi? í leit að svari við þessari spurningu hafa menn nefnt nær alla möguleika, bæði raunhæfa og óraunhæfa, óháða þeim skörpu andstæðum, sem rikjandi eru nú i islenskum stjórnmálum. Nú hefur forseti Islands falið Geir Hallgrimssyni að gera tilraun til að mynda stjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins. Fróðlegt verður að fylgjast með þessari tilraun. Sjálfstæðis- menn hafa lagt mikla áherslu á það, hve ,,ábyrgur” flokkur Sjálfstæðisflokkurinn sé og hve vel hann sé til forustu fallinn. M.a. hafa sjálfstæðismenn reynt að halda þvi fram, að þeir einir búi yfir þvi fjár- málaviti og stjórnunarhæfileikum, sem með þarf til að stjórna hinu flókna efna- hagskerfi. Siðast þegar sjálfstæðis- mönnum var falið að mynda stjórn gátu þeir gengið að Alþýðuflokknum visum og þessir tveir flokkar höfðu þingmeirihluta i báðum þingdeildum. Nú er öldin önnur. Eftir 12 ára reynslu af viðreisnarstjórn hafnaði þjóðin árið 1971 forustu þessara flokka og i kosningunum sl. sunnudag höfnuðu landsmenn viðreisn, þvi viðreisnarflokkarnir fengu aðeins 30 þing- sæti. Geir Hallgrimsson verður þvi að leita á önnur mið, ef hann á að mynda meirihlutastjórn. Nú reynir á forustuhæfi- leika Geirs Hallgrimssonar og flokks hans! Þegar að loknum kosningum hafði Alþýðubandalagið frumkvæði að þvi, að reyna að koma af stað viðræðum við aðra flokka um, hvernig hindra mætti, að til valda kæmist á íslandi hægri stjórn, sem vafalitið léti það verða sitt fyrsta verk, að standa að árás á lifskjör launafólks. Alþýðubandalagið litur á það sem frum- skyldu sina, sem sósialiskur verkalýðs- flokkur, að gera það, sem i þess valdi stendur, til að vernda hagsmuni og rétt- indi launafólks. Með það i huga skrifaði Alþýðubandalagið Alþýðuflokknum bréf, þar sem óskað var eftir viðræðum um , hvernig þessir tveir flokkar gætu komið i veg fyrir myndun hægri stjórnar og með- fylgjandi árás á kjör láglaunafólks. Alþýðubandalagið skrifaði einnig sam- starfsflokkum sinum i núverandi vinstri stjórn, þar sem lagt var til að þessir flokkar hæfu viðræður við Alþýðuflokkinn um myndun nýrrarstjórnar. Alþýðubanda- lagið litur svo á, að úrslit kosninganna beri að túlka svo, að þjóðin hafi hafnað viðreisnarstjórn, en krafist áframhald- andi vinstri stefnu. Þvi sé eðlilegt, að mynduð verði ný vinstri stjórn og Alþýðu- flokkurinn taki þátt i sliku samstarfi. Fylgistap Alþýðuflokksins er tákn um óánægju kjósenda með hægra samstarf flokksins á liðnum árum. En hvort sem tekst að mynda nýja vinstri stjórn eða ekki, þá er það mat Alþýðubandalagsins, að mikla nauðsyn berinú tilað mynda fag- lega og pólitiska samstöðu allra þeirra, er láta sig skipta lifskjör launafólks, verndun kaupmáttar og atvinnuöryggis. Það skortir ekki viljann hjá hægri öflunum til að brjóta niður þann árangur, sem náðst hefur i réttinda- og kjarabaráttu verka- lýðsstéttarinnar undanfarin ár, en slika árás , verður að brjóta á bak aftur. ósk Alþýðubandalagsins um viðræður við Alþýðuflokkinn er einmitt tilraun til að skapa slika samstöðu, prófsteinn á það, hvort Alþýðuflokkurinn metur enn hagsmuni launafólks umfram aðra hags- muni. En búast má við, að nokkuð langur timi liði, áður en landsmenn fá svar við spurningunni um, hverskonar stjórn verði mynduð á íslandi. allt I fári en þó auðvitaö allt á uppleiö. Vigdis skýröi okkur enn- fremur svo frá að leikendur i Islendingaspjöllum væru alls fjórtán, en hlutverk hvorki meira né minna en sjötiu og níu, svo að hver og einn leikari hefur væntanlega nóg að gera. Leikendurnir eru Pétur Einarsson, Jón Hjartarson, Randver Þorláksson, Kjartan Ragnarsson, Asdis Skúladótt- ir, Karl Guðmundsson, Aróra Halldórsdóttir, Guðmundur Pálsson, Soffia Jakobsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Sigrið- ur Hagalin, Guðmundur Guð- mundsson, Margrét Olafsdótt- ir og Magnús Pétursson, sem annast undirleikinn. — Leiðtogi íslendinga- spjalla og ábyrgðarmaður er auk Geirfuglsins sjálfs Guð- rún Asmundsdóttir, sagði Vig- dfs ennfremur. — Hún hefur þarna sett í gervi ýmsar þjóð- kunnar manngerðir. Magnús Pálsson hefur gert þjóðlega umgerð um þetta gamanhjal, sem ætlað er til þess að stytta okkur Islendingum stundir á björtum sumarkvöldum og kynna okkur spaugilegu hlið- arnar á okkur sjálfum. Rétt er að benda á að sýn- ingarnar á Islendingaspjöllum verða ekki margar, þvi að leikárinu lýkur fimmta ágúst. dþ. Hvolsystur, þær Geirlaug, Herlaug, Sigurlaug og Guölaug, sýna fimleika á 17. júnl-hátfð I Ctvlk I revlu*"* Leikfélags Reykjavikur. Miövikudaginn 10. júli sýnir Leikfélag Reykjavikur I fyrsta sinn nýja reviu, tslendinga- spjöll eftir Jónatan Rolling- stón Geirfugl. Veröa þar túlk- aöar á spaugsaman hátt ýms- ar hliöar þjóölifsins, svo og ýmsar þær persónur, sem hæst ber hjá þjóöinni á þess- um miklu kosningatimum. Þetta er sjöunda verkefni Leikfélags Reykjavfkur á þessu leikári, og hefur þaö þá þetta leikár frumsýnt tveim verkum fleira en nokkru sinni áöur. — Við köllum þetta Sumargaman Leikfélags Reykjavikur og höfum sett þetta upp vegna þess að leik- húsið er opið I sumar vegna þjóðhátfðarársins, sagði Vig- dfs Finnbogadóttir, leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavikur. — Til þess að létta okkur öllum skap kusum við að setja á svið þessa nýju reviu, sem okkur barst f hendur. Hún er tuttugu og fimm atriöi og samansett af gamanþáttum og söngvum, þar sem verið er að fjalla um þjóðina og þjóðareinkennin, eins og þetta er í dag. Gaman- ið er hvergi sparað, hver fær sinn skammt, bæöi stjórn- málamenn og andans menn. — Hvert er aöalinntak revf- unnar? — Hnipin þjóð f vanda. Það er búið að stela nýja þjóð- söngnum og tveir helstu leyni- lögreglumenn þjóöarinnar, Sérleifur íshólm og Hektor Oddsson leggja af stað til að leita að þessum týnda söng þjóöarinnar og bera víða niður, eins og til dæmis á 17. júnf-hátfð í Útvík. Sem sagt: Blaðberar óshast víðsvegar í Reykjavík ÞJÓÐVILJINN, sími 1 7500 Sumargaman Leikfélags Reykjavikur: Islendingaspjöll Eftir Jónatan Rollingstón Geirfugl Nýr háskóla■ bókavörður Björn Sigfússon hœttir Embætti háskólabókavarð- ar hefur verið auglýst laust til umsóknar. í bókasafni Háskólans starfa sjö eða átta bókaverðir, en Björn Sigfússon er einn titl- aður háskólabókavörður, og er það embætti hans, sem nú er auglýst laust. Björn lætur af störfum 1. september i haust vegna aldurs. —GG Norður Irland: Enn er reynt að ná sættum London 5/7 — Breska stjórnin hefur unnið upp nýja tillögu til lausnar á stjórnmálakrepp- unni á Noröur-írlandi. Segir I opinberri fréttatilkynningu aö samkvæmt henni eigi að setja á fót nýtt þing, sem semja skuli stjórnarskrá fyrir ný- lenduna. A nýja þinginu' eiga sam- kvæmt áætluninni 70 manns að sitja. Meðan á samningu stjórnarskrárinnar stendur verður landinu stjórnað beint frá London eins og verið hefur sfðan stjórn Faulkners sagði af sér. Tillagan hefur fengið fremur jákvæðar viðtökur i Belfast þó ekki sé hrifningin mikil. Tals- menn kaþólikka hafa látið I ljós ótta við að hin nýja lög- gjafarsamkunda muni engu breyta um yfirráð mótmæl- enda I landinu. frlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, Merlyn Rees, sagði á blaðamanna- fundi I gær að ekki hefði enn verið ákveðið hvenær kosið verður til þingsins en heimild- ir I Belfast herma að þessa sé ekki að vænta fyrr en i byrjun næsta árs. í tillögunum er gert ráð fyrir óbreyttu kosninga- fyrirkomulagi frá þvi sem gilti við þingkosningarnar i fyrra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.