Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júli 1974 Gamalt land © Skáldsaga eftir J.B. Priestley hann var ungur enn þegar ég þekkti hann. Og meðal annarra oröa,þá man ég óljóst eftir henni móður yðar. Henni var litið um leikara og hefði aldrei átt að gíft- ast leikara. Ef til villl hefur Charlie heitið henni þvi að snúa bráðum baki við leikhúsinu. Hann var duglegur að gefa loforð. Hann var ekki neinn stórlygari, en af þeirri manngerð, sem trúir á öll loforðin um leið og hann gefur þau. Meinið var, að þegar hann sneri baki við leikhúsinu, þá sneri hann lika baki við eiginkonunni og fór til annarrar konu— — Nú — þér vitið þá um það — — Já — og ég skal segja yður frá þvi. En leyfið mér að útskýra þetta með Charlie og leikhúsið. Hann kom ekki nálægt þvi i tvö ár eða rúmlega það. bað var vist ár- ið 1936 þegar hann sneri sér aftur að leiklistinni. Og hann hafði misst af tækifærinu. Þá var hann að verða fertugur, var ekki leng- ur kjörinn i elskhugahlutverk, en i stað þess að fá tilboð um fimm- tiu pund á viku, buðu þeir honum tuttugu eða fimmtán og þótt hon- um væri meinilla við ferðalög, átti hann fljótlega ekki annars kost og komst sennilega niður i tólf eða jafnvel tiu pund á viku. Sannleikurinn er sá, góði minn, að hann var á stöðugri niðurleið alveg fram að strfði. Og ef satt skal segja, þá held ég að það hafi verið þess vegna sem hann gekk I herinn, þótt hann væri kominn yf- ir fertugt. — Hann hefur þá verið i hern- um? Tom reyndi að virðast ekki of ákafur. — Hann var það sumarið 1940. Ég hef ekki séðhann siðan. Ég lék aðalhlutverk I gamanleik á gamla Royalty, og Charlie var i leyfi, hafði séð leikritið og kom til að heilsa upp á mig. Ég man ekki i hvaða herdeild hann var, senni- lega sagði hann mér það aldrei, en ég hef grun um að hann hafi nýlega verið hækkaður i tign og hann var I splunkunýjum einkennisbún- ingi. Ég man að ég striddi honum með þvi að hann væri of fullorð- inslegur til að vera undirmaður. Og þetta er allt og sumt, og ég er hræddur um að það komi yður að litlu gagni, góði minn. — Já, þetta er vist blindgata. En hvaðum konuna sem hann tók saman við eftir að hann fór frá móður minni? Þekktuð þér hana, herra Belgrave? — Það gerði ég vissulega. Hún var leikkona — i aðalhlutverkum árum saman—hétElinor Coping. Við kölluðum hana Nelly. Og það var margt skrafað um Nelly, flestallt tvirætt. Ég var aldrei hrifinn af leik hennar. Hann var bæði grófur og óöruggur. En hún hafði persónuleika, fékk gott umtal I blöðunum og kynnþokk- anum stafaði frá henni eins og fisklykt á torgi. Hún þóttist vera á okkar aldri, mln og Charlies, en hún var komin vel i gagnið, þegar við vorum að byrja, og ég tel vist að hún hafi verið einum tiu árum eldri. Ef hún er enn á lifi — og það veit ég ekki um — þá hlýtur hún að vera komin undir áttrætt og er örugglega óþolandi kerlingar- skass. Biðið andartak, ég ætla að fletta upp I leikaratali sem er sæmilega áreiðanlegt. Hann gekk að bókaskápnum, tók út þykka bók og rýndi i hana. — Já, hún er ekki skráð meðal lifandi leik- ara. Það er vegna þess að hún hefur ekki leikið lengi. Hins vegar er nafnið hennar ekki i dánartal- inu sem er mjög nákvæmt. Ég er nokkurn veginn viss um að Nelly Coping er enn á lifi og gerir ein- hverjum lifið leitt einhvers stað- ar. Hann settist aftur. — Jæja, það er þó alltaf nokk- uö, sagði Tom vongóður. — En auðvitað er ekki vist að hún gangi undir nafninu Elinor Coping. — Nei, siður en svo, góði minn. Hún giftist einhverjum rik- ismanni seint á þriðja áratugn- um. Ég man ekki hvað hann hét, en ég heid hann hafi verið miklu eldri en hún og iðjuhöldur að norðan. Hún yfirgaf leikhúsið um 1930og ég held að maðurinn henn- ar hafi dáið svo sem tveim árum seinna. — En árið eftir, 1933, tókst henni með einhverjum hætti að fá föður minn til að fara frá konu og börnum. Það varhún, eða hvað? — Alveg örugglega, sagði Bel- gravehressilega. — Að visu höfðu þau staðið I sambandi fyrir þann tima og kannski höfðu þau aldrei slitið þvi. Ég held að Charlie hafi aldrei elskað hana, en hann var heillaður af henni á einhvern hátt — hún var þess konar kona. Ef við tökum likingu úr hundaheimin- um, þá var hún lóða tik. En samt var það ekki þess vegna sem Charlie tók saman við hana. Og nú er ég ekki að giska á. Ég veit það, vegna þess að hann sagði mér það. Hann var búinn að fá nóg af leiksviðinu og vildi mála. Og hún átti nóga peninga, stórt hús einhvers staðar uppi i sveit og þar gat hann málað lyst sina. Fjör I rúminu, fullt af peningum og tækifæri til að mála — og hún hefur trúlega sagt honum að hún myndi kosta fyrir hann sýningu — og auðvitað stóðst hann þetta ekki. — Og hvað um konuna hans og börnin? spurði Tom bitur i bragði. — Ég veit að þér álitið hann eigingjarnan, en mér finnst þetta ótrúlegt kaldlyndi. Hvað ætlaðisi hann til að móðir min gerði, meðan hann lifði i vellyst- ingum með riku frillunni sinni? — Svona nú, góði minn. Nú er- uð þér aftur kominn að þvi sem þér sögðuð áðan, að hann hefði ekki getað hagað sér svona svi- virðilega, að þarna væri eitthvað gruggugt. Og það er einmitf þess vegna sem þér eruð hér. Ef til viil hefur Charlie Adamson verið bú- inn að fá nóg af konunni sinni — þeim samdi ekki sérlega vel — en ég get fullvissað yður um að hon- um þótti mjög vænt um börnin sin tvö og talaði um þau i tima og ótima. Hann ætlaði aldrei að skilja við ykkur allslaus, það er ég sannfærður um. En hann bjó með Nelly Coping, og hön var svo sannarlega samviskulaus tuðra. Þér segið, að móðir yðar hafi skrifað honum hvað eftir annað án þess að fá svar. En setjum nú svo, að hann hafi lika skrifað henni hvað eftir annað og aldrei fengiö svar — ha? — En þér vitið það ekki. — Jú, það veit ég, vegna þess að hann sagði mér það. Það var eftir að hann var farinn frá Nelly og kominn að leikhúsinu aftur. Hann sagði mér, að konan hans hefði aldrei svarað bréfunum hans, heldur farið til Ástraliu með börnin án þess að segja orð við hann. Góði minn, ég er næstum sannfærður um að Nelly Coping eyðilagði öll þessi bréf. Og siðan hefur einhver, sem átti hlut að máii — kannski þjónustustúlka — skrifað móður yðar eftir dúk og disk og sagt henni undan og ofan- af öllu saman. Ég veit að þetta virðist dálitið reyfaralegt, minnir næstum á leikritin sem gerðu mesta lukku á þriðja áratugnum, en alveg i stíl Nellýar Coping. Hafi einhver einn borið ábyrgð á þessum algeru slitum milli for- eldra yðar, þá hlýtur það að hafa verið Nelly Coping. Tom var reiður. — Ég gæti snú- ið hana úr hálsliðnum. —■ Góði minn, ég býst ekki við að hún hafi neinn háls lengur. Hún var farin að fitna fyrir þrjá- tiu árum. En það þýðir ekki að spyrja mig hvar hún býr eða hvað hún heitir nú til dags, vegna þess að ég hef ekki hugmynd um það. Hún giftist aftur, einu sinni eða tvisvar. En þvi miður veit ég ekk- ert meira sem gæti komið yður að gagni. — Þér hafið verið sérlega vin- samlegur og hjálpsamur, herra Belgrave, sagði Tom og reis á fætur. — Hér er heimilisfangið á hótelinu minu og simanúmerið. Ef yður dettur eitthvað I hug sem gæti komið að haldi, þá vona ég Indversk undraveröld. Mikið úrval af scrkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, iampa- fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiðar i öllum stærðum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrvai af mussum. Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). REYKJAVÍK ÞJOÐHATIÐ 1974 í tilefni 1100 ára byggðar í Reykjavík hefur Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur 1974 látið gera þessa minjagripi: AAinnispening um landnám Ingólfs Arnarsonar. 70 mm íþvermál. Afhentur í gjafaöskju. Upplag: Silfur, 1000 stk. kr. 10.000,/pr. stk. Bronz, 4000 stk. kr. 3.000./pr. stk. Teiknaður af Halldóri Péturssyni. Útsölustaðir: Skrifstofa Þjóðhátiðarnefndar Iteykjavlkur,Hafnarbúðum. Landsbanki tslands. Frfmerkjamiðstöðin, Skólavörðustig. Veggskjöld, úr postulíni framl. hjá Bing & Gröndahl í Kaupmannahöfn í aðeins 4000 eintökum. Teiknaður af Halldóri Péturssyni. Utsölustaðir: Thorvaldsenbazar, Austúr- stræti Rammagerðin, Hafnarstræti Raflux, Austurstræti tsl. heimilisiðnaður, Hafnarstr. Frimerkjamiðstöðin, . Skóla- vörðustlg. Æskan, Laugavegi. Domus, Laugavcgi. Geir Zöega, Vesturgötu Rammagerðin, Austurstræti. Bristol, Bankastræti. tsl. heimilisiðn. Laufásvegi. Mál & menning, Laugavegi. Liverpool, Laugavegi. S.t.S., Austurstræti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.