Þjóðviljinn - 07.07.1974, Side 2

Þjóðviljinn - 07.07.1974, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. jiilf 1974 fCÁ Pl Rl Cl H n os KENJAR Mynd: Franr.isco Goya y Lucientes Mál: Guöbergur Bergsson 73. Þá er betra að slœpast „Reynist það rétt, að sá maður, sem erfiöar mest, beri minnst úr býtum, þá hefur hann hérna á réttu að standa: ,,í>á er betra að slæpast.”" Eins og hvild frá galdri og tröllskap bregður Goya sér skyndilega inn á svið alþýðunnar, heimilisins og heimspeki eldhússins. Hér er hvorki á ferðinni hórkona né galdranorn, heldur húsmóðir, sem orðin er leið á heimilisverkum, þvi að sópa, þvo gólf, skeina börn og elda. Þess vegna leggur hún hendur í skaut og ávarpar eiginmanninn. Sjálfsagt er hún ekkert öfundsverð af apamanninum, sem hún hefur gengið aö eiga, þótt iöinn sé hann við að halda I hespuna á meðan gamla konan vindur af henni i hnykil. En i nafni myndarinnar felst annað og meira en ásökun þreyttrar húsmóður. Þar er að finna viðhorf hinnar þrælkuðu alþýðu Spánar til vinnunnar, starfsins yfirleitt, og þjóðfélagsins, sem hún ræður ekki við og getur engin áhrif haft á, nema með þeim mótmælum að slæpast. 1 slæpingshættinum er ekki að finna leti, eins og margir halda, heldur vissa upp- reisn, sem stefnir ekki að endurbótum eða breytingum. Slikan félagslegan mótþróa er helst að finna hjá langþjáðustu og kúguðustu þjóðum heimsins — stundum er kúgunin innlends eölis og á rætur sínar að rekja til óeðlilega langærra stjórnar- forma eða skipulags, i önnur skipti er orsök hennar erlends uppruna, svo sem hernám — en einnig gætir hans innan sér- hvers þjóðfélags hjá langkúgaðasta þætti þeas, konunni. Hún hefur brugðist við þrælkun sinni með ýmsu móti og með þeim vopnum, sem henni hafa verið tiltæk hverju sinni, eins og þvi að vera alltaf veik, rifast, vera lauslát o.s.frv. 320 þús. plöntur Aöalfundur Skógræktarfæelags Reykjavikur var haldinn nýlega i Tjarnarbúð. Þar kom fram, að úr Skógræktarstöðinni i Fossvogi voru á sl. ári afgreiddar 320.000 plöntur og voru þar af gróöur- settar i Heiðmörk, Oskjuhlið og Rauðavatni um 140.000 plöntur. Starfsemi Skógræktarfélags Reykjavikur er fjölþætt. Má þar nefna trjáplöntuuppeldi i Foss- vogi, umsjón Heiömerkur, gróð- ursetning i öskjuhlið, Breiðholti og viðar. Formaður Skógræktarfélagsins er Guðmundur Marteinsson verk- fræöingur. —gsp Styrkur til vestfirskra ungmenna „Menningarsjóður vestfirskrar æsku” veitir vestfirskum ung- mennum styrk til framhalds- náms, sem þau ekki geta stundað frá heimilum sinum. Forgangs- rétt hafa ungmenni, sem hafa misst fyrirvinnu sina (föður eða móður) og einstæðar mæður. Ef engar umsóknir koma frá Vest- fjörðum (vestfiröingum búsettum þar) veitist styrkur til vestfirð- inga, sem búsettir eru annars staðar, eftirsömu reglum. — Um- sókn skulu fylgja meðmæli frá skólastjóra viðkomandi nem- anda, eða öðrum, sem þekkir hann, efni hans og aðstæður. Um- sóknir stilist til: „Menningar- sjóðs vestfirskrar æsku”, Vest- firðingafélagið, Reykjavik c/o Sigriður Valdimarsdóttir, Birki- mel 8B, Reykjavik. Umsóknir þurfa að berast fyrir lok júlimán- aðar. Það svæði, sem Vestfirðinga- félagið telst ná yfir, er Stranda- sýsla, Barðastrandarsýsla, Isa- fjarðarsýslur og ísafjörður. Náttúruverndarráð Flateyjar hvetur ferðamenn til að ganga betur um Starfið í anda náttúruvemdar en ekki víkingaaldar! Myndin sýnir húsaþyrpinguna og bátahöfn við Flatey á Breiðafiröi. Elskulegir ferðamenn! Vist höfum við Flateyingar gaman af komu ykkar hingað, og ætið fögnum við góðum gestum og mættuð þið koma sem oftast. Við párum nú þessa bréfsögn ein- mitt með það i huga að viö hreint og beint söknum ykkar svo mikið að við erum komin á fremsta hlunn með að biðja ykkur að heimsækja okkur. Svo má ekki skilja að við fáum ekki heimsóknir lengur. Jú, það er öðru nær. Þær fáum við. Og nú þegar mikið ferðasumar er aö byrja höfum við áhyggjur af þvi að þiö, góðir gestir, verðið ansi mikið i minnihluta. Raunasaga okkar er nefnilega á þann veg, að þegar búið var að ræna öllu lauslegu og eigulegu innan við tonn á þyngd og búið var að brjóta allar rúður i auðum ibúðarhúsum og i frystihúsinu aðsjálfsögðu lika, þá fórum við að burðast við að gera við og reyna enn að gera vistlegt hjá okkur. Meira að segja geng- um við svo langt, að taka til i eynni og hirða ruslið, sem sumir vildu ekki fara með heim til sin. Bókunum okkar, sem töluvert verðgildi var enn i, komum við i vörslu hjá Landsbókasafninu, svo að við hefðum þær á visum stað. Það er svo erfitt að innheimta bækur, sem menn lána sér sjálfir til eilifðarnóns, þó svo að þær séu á visum stöðum i veglegum bóka- skápum. Eins og flestir fáfróðir sveita- menn undrumst við aðfarir margra islendinga, þegar þeir sækja okkur heim. Við efumst ekki um, aö við séum að mörgu leyti undarlegt fólk hér i eyju og að umhverfi okkar sé forvitnilegt. En við erum svo gamaldags, að við skiljum ekki þá forvitni að brjótast inn i læst hús aðeins til að kanna (?) þau. Eða þykir fóiki á meginlandinu það eðlileg hegðun að brjótast inn i hús til að ganga örna sinna á gólfum. Svona nokk- uð má auðvitað ekki birtast á blaði, en við erum bara orðin þessu svo vön, að við bliknum ekki við að segja frá þessu. Við Flateyingar erum langtim- um hissa, þegar ferðafólk kemur hingað. Það hefur nefnilega svo oft verið sagt i útvarpinu, að is- lendingar séu viðreistir, flestir hafi farið til Spánarlands og svo- leiðis. Svo koma þessir ferða- garpar og hanga i hópum á glugg- um ibúðarhúsa, til þess að kanna, hvernig við röðum öllum mublun- um okkar. Einstaka ferðahópar virðast mannaðir „eintómum” leynilögreglumönnum, og aðrir hafa að kjörorði „Verið viðbúnir” domm, daga, domm dara domm domm domm! Sumir þessir hóp- ar eru komnir alveg inn á gafl hjá okkur eins og við köllum það, þ.e. fólk er farið að dreifa sér um hús- ið, i stofuna, svefnherbergi, eld- hús o.s.frv. án þess að berja á dyr eða þvi sé boðið inn. Við höfum að visu ekki stórisa fyrir öllum gluggum, en yfirleitt lita hús okk- ar út sem mannabústaðir, þótt skelkaðir ferðamenn segi: „Hva, er búið i þessu húsi?” Okkur leiðist hvað mest hve margir álita okkur ekki menn og haga sér samkvæmt þvi. Eigur okkar, sem nú eru ekki miklar á Reykjavikurmælikvarða, fara þeir með sem sinar eigur og sama gegnir með umhverfið. Okkur gremst að margir vaða um hús okkar og haga án þess að minn- ast á slikt við nokkurn mann. Hagarnir okkar eru nefnilega nokkuð sérstakir blómagarðar, þvi að þar búa kollurnar okkar og kriurnar. Túnin okkar voru ekki ræktuð sem iþróttavellir fyrir ferðamenn, enda er landrými takmarkað hérna. Og þótt okkur muni ekki um að skjóta skjólshúsi yfir 20—30 manns i einu, þá álit- um við þess virði að þakkað sé fyrir slikt. Þeim svæsnustu þykir viðurgjörningar hér ekki nægi- lega rikmannlegir svo að þeir hirða sér nokkuð af harðfiski sem meðgjöf. Nú þykir eflaust einhverjum við vera smásmugulegir að tina allt þetta smotteri fram, en við erurn lika orðnir ansi þreyttir á að þurfa helst að koma öllu okkar undir lás og slá, ef ferðamenn eða sjómenn koma hér á land. Um leið og við biðjum Islend- inga vel að lifa, viljum við bera fram þá frómu ósk að hugur og hönd þeirra starfi i framtiðinni i anda náttúruverndar en ekki vik- ingaaldar. Með blómlegri kveðju frá Flatey, Náttúruverndarráð Flateyjar. REYKJAVIK , ...... þJÓÐHÁTÍÐ \Wm 1974 ™ Leyfi fyrir sölutjöld vegna þjóöhátiðar i Reykjavik 3.-5. ágúst. Veitt verða 20-30 sölutjaldsleyfi i Laugar- dal og miðborginni 3.-5. ágúst. Umsóknir sendist Þjóðhátiðarnefnd Reykjavikur Hafnarbúðum, í siðasta lagi mánudaginn 15. júli. Þjóðhátiðarnefnd Reykjavikur 1974.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.