Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. júli 1974ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 EG HEF LENGI ÞEKKT ÞIG, BRÓÐIR Pablo Neruda: Þeir vissu að þeir voru ekki einir Þjóðskáld Chile, Pablo Neruda, lést nokkrum dög- um eftir að herforingjar hrifsuðu völdin og myrtu vin skáldsins og baráttufé- laga, Allende forseta. Þessa síðustu daga festi skáldið á blað drög að minningum, sem hann fékkekki við lokið. Minnis- blöð þessi komust til Argentínu en hér eru þau þýdd eftir sovéska viku- blaðinu Novoja vrémja. Neruda segir í eftirfar- andi kafla frá stjórnmála- baráttu sinni fyrir námu- menn i Chile, en þeirra þingmaður var hann kos- inn fyrir um 30 árum. Úr endurminningum Pablos Neruda Fyrsti hluti Koparnámur, þær voru eins og einvaldsriki. Sein i ár rú, 1943, sneri ég aftur til Santiago og settist að i húsi sem ég hafði borgað inn á. 1 þessu húsi safnaði ég saman öllum min- um bókum og byrjaði að vinna. Ég sá aftur hve fagurt land mitt er, landslagið hrikalegt, konurn- ar töfrandi, atorku félaga minna, visdóm landa minna. Land mitt hafði ekki breyst. Sömu snauðu akrarnir og þorpin, sömu hrörlegu námumanna- hverfin, sömu montrassarnir úr finu klúbbunum. Ég varð að kjósa mér hlut. Val mitt kostaði mig ýmis vandræði en það færði mér einnig fagnaðarstundir. Ef ég væri í Chile Fyrir nokkrum árum átti italska skáldið Curzio Malaparte viðtal við mig. Hann sagði þá: Ég er ekki kommúnisti. En ef ég væri Chilenskt skáld, þá myndi ég vera kommúnisti eins og Pablo Ner- uda. Hér i Chile verða menn ann- aðhvort að standa með þeim, sem aka i kádiljákum eða þeim sem eiga hvorki skó né skóla”. Þeir sem hvorki höfðu skóla né skó kusu mig á þing i mars 1945. Ég verð ávallt stoltur yfir að hafa safnað atkvæðum þúsunda Chile- búa í einu af herfilegustu héruð- um landsins, landi saltpéturs og koparnáma. Það er erfitt að ganga um þurra pömpuna. Eyðimörkin þar sem regn hefur ekki fallið áratugum saman, setur svipmót sitt á námumennina. Andlit þeirra eru rúnum rist og i heitu dökku auga þeirra birtist einvera öreiganna. Hver sá sem heldur inn i Cordillerafjöll frá vegalausum auðnunum, sem ber að dyrum fá- tæka mannsins og reynir að skilja vonlaust hlutskipti hans og skilur að þetta afrækta, fátæka fólk hef- ur trúað honum fyrir dýrustu vonum sinum, hann tekur á sig mikla ábyrgð Ég kom til þeirra eftir þeim vegi sem skáldskapur minn hafði lagt, og þeir tóku við mér sem bróður, sem félaga i erf- iðu mannlifi. Með námamönnunum Arum saman hef ég farið yfir þessar eyðimerkur þverar og endilangar, fulltrúi herfylkingar erfiðismanna sem grafa úr jörð saltpétur og kopar en hafa aldrei sett upp hálstau. Það er eins og að stiga fæti sin- um á tunglið að mæta þessum endalausa sandi augliti til auglit- is. En undir þessari eyðimörk eru auðæfi lands mins, áburðurinn hviti og málmurinn rauði úr klettafjöllunum. A fáum stöðum er mannlifið gleðisnauðara. Námafyrirtækin voru eins og eipvaldskonungsriki þarna á pömpunni. Bretar, Þjóðverjar og aðrir útlendingar girtu af námur og þorp og nefndu þau eftir firm- um sinum. Þeir slógu þar eigin mynt, bönnuðu öll fundahöld, eyðilögðu alla flokka og blöð. Ekki máttu menn koma inn fyrir nema með sérstöku leyfi, sem fá- ir fengu. Einu sinni var ég að tala við verkamenn i námunni Maria El- ena. Gólfið i herberginu, þar sem við töluðum, var allt á floti i vatni, oliu og sýru. Ég gekk var- lega á plönkum milli okkar og þessarar eðju ásamt verklýðsfor- ingjunum sem mér fylgdu: „Þessir plankar, sögðu þeir, hafa kostað okkur fimmtán verk- föll, endalausar bænaskrár og sjö mannslif”. Ég komst að þvi, að i einu verk- falli hafði lögregla námafélagsins handtekið sjö foringja verklýðs- félags. Þeir voru neyddir til að fylgja bundnir og fótgangandi á eftir riðandi lögreglumönnum. Siðan dældu þeir i þá blýi og skildu þá eftir dauða úti á eyði- mörkinni. Félagar þeirra fundu þá ekki fyrr en nokkrum mánuð- um siðar. Einu sinni var mér meinað að ávarpa verkamenn innan dyra i húsakynnum verklýðsfélags þeirra. Ég kallaði þá saman út á eyðimörkina og þar, undir himin- þaki, sagði ég þeim frá þvi, hvað þeir gætu gert til að knýja fram kröfur sinar. Við vorum um 200 talsins. Allt i einu heyrði ég vélar- hljóð og sá skriðdreka nálgast. Hann nam staðar aðeins 4—5 metra frá mér. Loku var frá skot- ið og vélbyssuhlaupi beint að mér. Liðsforingi einn skaut upp höfði, einkar snyrtilega klæddur en áhyggjufullur. Hann horfði á mig þar til ég hafði lokið máli minu. Það var allt og sumt. Arfur Recabarrens Traust þúsunda verkamanna til kommúnista á rætur að rekja til Luis Emilies Recabarrens, sem hóf baráttuna á þessum slóðum. Hann breyttist úr ólátabelgi og stjórnleysingja i þjóðsögn, i risa sem stráði verklýðsfélögum um landið og stofnaði ein fimmtán blöð til að verja hin nýstofnuðu félög. Og allt þetta gerði hann án þess að hafa grænan eyri. Pen- ingarnir komu seinna með sam- skotum verkamannanna. A ýmsum stöðum hefi ég séð prentvélarnar sem Recabarren tókst svo vel að nýta. Sumar voru brotnar i áhlaupum lögreglunnar, en verkamennirnir hafa gert við þær. Á löngum ferðum minum um pömpur Chile var ég vanur að búa i fátækrahverfunum, og var þar ávallt velkominn gestur. Við hlið námanna tóku venju- lega á móti mér verkamenn með litla fána. Þeir fóru eitthvað með mig þangað sem ég gat hvilt mig, og siðan hlustaði ég allan liðlang- an daginn á kvartanir þeirra um hið erfiða starf þeirra, óréttlæti atvinnurekenda, ég þurfti jafnvel að greiða úr fjölskylduvandamál- um. Laun skáldsins Þetta fólk, sem lokað var inni i þagnarturnum inni á þessum auðnum, sýndi mikinn áhuga á stjórnmálum og heimsmálum. Það vildi vita hvað væri að gerast i Júgóslaviu og Kina, hverjar hefðu orðið niðurstöður verkfall- anna miklu á Italiu og þar fram eftir götum. Þessir menn höfðu á- hyggjur af þórdrunum fjarlægra styrjalda, hin rauða dögun bylt- ingar i öðrum álfum hreif þá. Hvar sem fundir fóru fram var ég beðinn um að lesa upp úr ljóð- um mínum — og oft kusu fundar- menn sér sjálfir það sem þeir helst vildu heyra. Til hátiða- brigða steiktu þeir kjúkling, sem var sjaldgæf viðhafnarfæða á pömpunni. En ég át oftast ýmsa rétti, sem ég hafði áður ekki heyrt getið, til dæmis naggrisasteik. Aðstæðurnar gerðu krás úr þessu dýri, sem fætt var til að deyja i rannsóknarstofum. . Hvar sem ég svaf, voru rúmin alltaf eins: ég svaf á snjóhvitum lökum, sem voru svo stifuð, að þau hefðu getað staðið sjálf, og á sléttum en miskunnarlausum fjölum, þvi dýnur þekkti þetta fólk ekki. En á þessum rúmum, sem voru hörð eins og troðin jörð, svaf ég svefni réttlátra. Ég hafði breyst til að þjást og berjast, til að elska og syngja. Ég hefi bragðað á sigri og ósigri, blóði og brauði. Hvers gat skáld frekar óskað sér? Allt sem ég reyndi, tár og kossar, frá einveru til samkenndar með minu fólki, allt lifir þetta i kvæðum minum, þvi að ég hefi lifað fyrir ljóð min og ljóð min hafa hert mig i barátt- unni. Ég hefi fengið mörg bók- menntaverðlaun en þau eru skammlif eins og fiðrildi. Og ég hefi fengið þá viðurkenningu sem mest er, sem margir virða litils þótt hún sé mörgum fullkomlega ótilkvæm. 1 erfiðu námi i fagur- fræðum, i leit, á löngum göngum um völundarhús orðanna, hefi ég orðið skáld minnar þjóðar. Þetta eru min laun, sem eru meiri en allar minar bækur, þýðingar á er- lend mál eða bækur sem eru skrifaðar til að útskýra skáldskap minn. Verðlaun min eru stundir eins og þær, er menn með andlit, sem afskræmd voru af striti, rauðeygir af ryki, skriðu upp úr viti kolanámanna i Lota eða salt- pétursnámanna og réttu mér hrjúfa og sprungna hönd sina og hrópuðu með glampa i auga: „Ég hefi lengi þekkt þig, bróðir”. Þetta er lárviðarsveigur skáld- skapar mins, námagöng grafin i pömpunni og þaðan kemur verka- maður sem stjörnurnar yfir Chile hafa sagt hvað eftir annað: „Þú ert ekki einn, til er skáld sem læt- ur sér annt um þinn hlut”. Ég gekk i kommúnistaflokk Chile i júli 1945. Framhald

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.