Þjóðviljinn - 07.07.1974, Side 10

Þjóðviljinn - 07.07.1974, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júll 1974 Lista- maðurinn GEORG GROSZ Dómari einn dæmdi hann fyrir ,,til- ræði viðopinbert siðgæði". Liðsforingi nokkur reyndi að myrða hann. Á árun- um fyrst eftir heimsstyrjöldina fyrri var Georg Grosz einhver mest hataði listamaður Þýskalands. Þegar nasist- ar komu til valda 1933 flúði hann til Bandaríkjanna. Árið 1959 dó hann í Berlín. Georg Grosz hálfsjötugur „Gefum borgaranum einn á kjaftinn” Þrisvar kom Grosz fyrir rétt. Arið 1920 var þessi ádeiluteikn- ari frá Berlin dæmdur i 5000 marka sekt fyrir ,,árás á rikis- herinn”. Þrem árum siðar varð hann að greiða 6000 marka sekt fyrir „tilræði við opinbert sið- gæði” sem fyrr segir. 1928 var hann dæmdur i 2000 marka sekt fyrir guðlast: hann hafði teikn- að Krist á krossinum með gas- grimu. Teikingin var, ásamt öðrum gerð upptæk. Og heimurinn er samur við sig. Þegar efna átti til sýningar á verkum Grosz á vegum Goethestofnunarinnar vestur- þýsku i Grikklandi, skipuðu grisk yfirvöld svo fyrir að 32 af 78 teikningum og vatnslita- myndum yrðu teknar niður, — væru verk þessi „klám” og „áróður gegn hermennsku”. Nýlega hafa menn fundið i Bandarikjunum nokkur mjög eftirtektarverð verk eftir Grosz i Bandarikjunum. Hér er um að ræða ,,collage”-myndir sem sýna að listamaðurinn hafði ekki týnt niður vilja sinum til á- deilu og einnig, að með þessum verkum, sem gerð voru nokkr- um mánuðum fyrir dauða lista- mannsins, hefur hann gerst einn af forgöngumönnum poplistar svonefndrar. Listamaður í striði Georg Grosz var fæddur 1893 I Berlin'. Hann þótti ódæll i skóla og var rekinn fyrir að berja kennara. Hann var tvö ár við listanám i Dresden og hélt siðan til Berlinar þar sem hann fékk óspart að kynnast svokölluðum skuggahliðum stórborgarinnar. Hann var 21 árs þegar heims- styrjöldin braust út og gaf sig fram til herþjónustu, enda þótt hann hataði striðið frá fyrstu dögum þess. „Ég reyndi að verjast fúlli heimsku þess og grimmd, skrifaði hann siðar, en ég var alltaf i minnihluta”. Eft- ir tvö ár var hann sendur heim — hann hafði fengið heilabólgu. Þegar hann kom til Berlinar fannst honum hann kominn inn i hrikalegan Hrunadans. Hann teiknaði „skitfulla menn sem ógnuðu tunglinu með krepptum hnefa, kvennamorðingja sem spila skat á kistu þar sem hin myrta hvilir. Ég teiknaði bjór- vambir og brennivinsberserki og skelfdan mann sem reynir að þvo storknað blóð af höndum sinum”. Friðarsinnar komu auga á þennan efnilega mann og hann teiknaði fyrir þá i málgagn þeirra. Innan tiðar var hann aft- ur tekinn i herinn. Hann reyndi að flýja en náðist, og var dæmd- ur til dauða. Velunnurum hans tókst þá að forða honum frá af- tökusveitinni og inn i geðveikra- hæli fyrir þá sem styrjöldin hafði svipt vitinu. Að hrella borgarana Þessi reynsla upprætti af- ganginn af hugsjónamennsku Grosz. Hann trúði ekki á neitt framar, en engu að siður tók hann saman höndum við rót- tæka byltingarsinna i Berlin og teiknaði fyrir málgöng þeirra. Penni hans var svipa og sverð, sem beitt var óspart á kapital- isma og hernaðarstefnu. Hann teiknaði „hið nýja andlit rikj- andi stéttar”: verksmiðjueig- Kennslustund I matreiðslu I bandariskum skóla — enn var Grosz samur viö sig og kannski einn af upp- hafsmönnum poplistar siöustu ára. Rikisbubbi sem vfsar örbirgö frá sér er algengt viöfangsefni Grosz. endur með svinsaugu, sem trón- uðu á gullfjöllum, digra speku- lanta sem grafa hendurnar djúpt i vösum þegar þeir ganga fram hjá betlandi örkumla- mönnum úr striðinu, hrokafulla liðsforingja með einglyrni og yfirskegg, biðandi eftir „hinum sterka manni”, góðborgara sem kreista hórur bjúgnafingrum sinum. Allar þessar týpur eru sviptar manneskjulegum eigindum. Svinshausar sitja á stifum háls- um, bolbitafés og ránfuglaandlit sitja á búkum þeirra sem hafa erft landið. Persónuleg einkenni fann Grosz aðeins hjá öreigun- um. Aðeins örkumlamönnum, stóreygum betlarabörnum og atvinnulausum verkamönnum gaf hann rétt til að hafa eigin andlit. Um Grosz hefur m.a.a verið skrifað: „Niðurstaðan af grafik hans er jafnan hin sama: grimmd, sljóleiki, ágirnd, losti. Þar er fátt jákvætt. Grosz er ekki sósialisti af þvi honum þyki vænt um þá kúguðu, heldur af þvi að hann hatar kúgarana”. Þegar Dadahreyfingin kom til Berlinar, þessi listamannaárás sem beindist að þvi að hrella borgarann, varð Grosz foringi hennar. Hann hljóp um Berlin i herforingjabúningi, bar risa- stórann járnkross úr pappa á bringunni, og löðrungaði veg- farendur með hönskum sinum. Tilræöi Að sjálfsögðu eignaðist Grosz marga óvini með sliku háttalagi og hinum miskunnarlausu myndum sinum. Þrisvar geröu liðsforingjar tilraun til að ráða hann af dögum. Höfuðsmaður einn skaut á hann á veitinga- húsi; hitti að visu þjóninn i staðinn. A öðrum stað reyndi liðsforingi nokkur tvisvar að reka hann i gegn. Arangurs- laust. Samfélagið brást æ heiftar- legar við með sektardómum og ógnunum. Þegar leið að þvi að Hitler kæmi til valda, hringdu stormsveitarmenn reglulega til hans á næturnar: „Heyrðu, þitt júðasvin, næstu nótt komum við og kálum þér og hjásvæfunni með”. — „Komið þið bara”, sagði „Ariinn” Grosz, „ég hefi tvær skammbyssur og konan min aðrar tvær — þið skulið fá að snýta rauðu”. Að leiöarlokum Grosz komst undan til Banda- rikjanna ásamt fjölskyldu sinni^ skömmu áður en Hitler komst til valda. Þar bauðst honum starf við kennslu. En hið nýja umhverfi hafði hin hrapalleg- ustu áhrif á hæfni hans til ádeilu i mynd. Hann gat einhvernveg- inn ekki fest rætur, og jafnvel myndir hans um grimmdarverk nasismans voru misskilin. Hann tók allt i einu að mála oliumál- verk, uppstillingar, nektar- myndir, landslagsmyndir. Fáir virtust taka eftir þeim. Það er ekki fyrr en i siðustu myndunum sem hinn gamli Grosz sýnist aftur kominn. Hann málar hreinlega kennslu- stund i matreiðslu: á borðinu liggur ferlegt salat úr innyflum og afhöggnum fingrum. Hann býr til collagemynd: i baksýn eru háfjöll úr spinati og hris- grjónum, en leiðin til þeirrar paradisar er lokuð af samfelldri röð af allskonar pylsum og bjúgum. Fjöllin voru i reynd gerð eftir ljósmynd af Kletta- fjöllunum bandarisku — á bak við þau hafði listamaðurinn ein- hverju sinni látið sig gruna sæl- unnar reit. Vegurinn þangað er honum lokaður af þýskri kjöt- girðingu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.