Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júll 1974 Þaö var yndislegt veöur þegar ég gekk upp á Valhúsahæö klukk-, an átta aö morgni. Loftiö var magnaö suörænni mildi, ekki ský- drag á himni og varla minnsti andblær. Vaknandi vor yfir ver- öldinni. I dag var vorjafndægur. Þá haldá sumir vorblót. Þaö er miklu göfugri og fallegri siöur en þessi ruddalegu þorrablót meö tilheyrandi áti og drykkju. Af Valhúsahæö er I skiru veöri hægt aö sjá allt umhverfi Reykjavíkur. Og þaöan aö lita, á svona upp- höfnum morgni, skynja ég fegurö og hlýleika þessa dökkbláa flóa. En mér dapraöist flugiö þegar ég virti fyrir mér húsabreiöur Stór- Reykjavikur. Hún er áreiöanlega andlausasta og ómenningar- legasta höfuöborg heimsins og sterkasta vigi afturhaldsins i landinu. Þar horfa menn ekki til himins, heldur leita uppi refahol- ur dýrslegra nautna og smáborg- aralegra peningaspekúlasjóna. Ef borgarstjórnin byrjaöi daginn á þvi aö ganga á Valhúsahæö þar sem Kristur var krossfestur, væri Reykjavik glaðari, heilbrigðari, andlegri og auöugri borg. En borgarstjórnin byrjar daginn á þvi aö lesa Morgunblaðið. Þess vegna erum viö fátækir I anda og snauöir I hjarta. En þeim sem lít- iö er léö veröur mikið fyrirgefiö. Þegar ég haföi teygaö að mér tært siösvetrarloftiö og virt fyrir mér þessar hundraö þúsund sálir sem flökta eins og kertaljós á skari I þessari steinsteypuauön hélt ég heim á leiö og fór aö fletta Morgunblaöinu, hinni Islensku nútlmabiblíu sem daglega er gef- in út 141 þúsund eintökum. „Kísil- gúrinn selst vel”, stóð meö glæstu íetri inni I blaöinu. Það kom mér litiö viö þvi ágóöinn af þeirri höndlan rennur I annarra vasa en mlna. Yfirlætislaus frétt um að gleöikonur úti I heimi vildu stofna stéttarfélag og heimtuöu hærri laun vakti hins vegar athygli mina óskipta. Hugsa sér ef i Al- þýöusambandi Islands væri Fé- lag Islenskra gleöikvenda meö harösvíraðar rauösokkur I farar- broddi sem heimtuðu risaupp- hæöir fyrir dagvinnu, enn hærri summu fyrir næturvinnu og svimandi fúlgur fyrir helgarnæt- urvinnu. Glaðar konur á íslandi eru mikli fleiri en óglaðar konur. Ef þær allt I einu færu aö krefjast stórra f járútláta fyrir bliöuhót sin sem þær hingaö til hafa útbýtt gratls af takmarkalausu örlæti færi aö verða þröngt I búi hjá smáfuglunum. Nú skil ég og tek heilshugar undir kenningar gam- alla sjálfstæðismanna og Arelius- ar Nlelssonar um skaðsemi og bölvun jafnréttisbaráttu kynj- anna. Ég vona að islenskar meyj- ar séu svo heilbrigðar og andlega sjálfstæöar að láta ekki kommún- istavalkyrjur teyma sig út I það glapræöi og ógæfu að stofna stétt- arfélag með háum næturtöxtum. Þvert á móti treysti ég þvi að þær haldi fast I þá rótgrónu islensku menningarhefð aö setja ánægj- una af starfinu ofar öllum verald- legum gróöasónarmiöum. t opnu blaösíns var stór grein um hernaðarlegt mikilvægi Is- lands. Þegar ég haföi klórað mig fram úr þeim skrifum var ég sannfæröur um aö illvigir herir, gráir fyrir járnum, væru allt I kringum okkur, ekki aöeins á jöröu niöri. heldur ekki siöur á öörum hnöttum og biöu hlakkandi færis að klófesta hér hverja krummavlk og setja alla lands- menn I gíslingu jafnskjótt og Ólafur Jóhannesson, hættulegasti óvinur vestrænnar samvinnu sem nú er uppi, skipaði amerlska varnarliöinu til slns heimalands. Nýalssinnar eru nú að gefa út bók um llf á öðrum hnöttum og einnskeleggasti aðdáandi amer- Iska frelsishersins er einmitt stjörnufræðingur og á stóran klki, svo mér finnst liggja I augum uppi aö okkar versti óvinur sé ekki rússinn og ekki Jörundur hundadagakóngur og ekki ara- bfskir hermdarverkamenn, held- ur haröskeyttir róbótar i öörum sólkerfum. Siöasta klausan sem ég las i blaöinu var frásögn um galdrabók frá miööldum sem slegin var dýrum dómum á upp- boöi I London. Þar voru landvarn-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.