Þjóðviljinn - 07.07.1974, Side 7

Þjóðviljinn - 07.07.1974, Side 7
Sunnudagur 7. júll 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 TIL AÐ LIFA AF TIL AÐ MUNA BETUR saman fleiri en eina mynd i vef- inn og þannig eru tvær mynda hennar á sýningunni i Norræna húsinu. „Frásögn um þrið.ja heiminn” er myndröð, sem byrj- ar með hershöfðingjanum West- moreland við landakortið og end- ar á frelsishetjunni Che Guevara — á milli eru ógnir striðsins. Myndin er i gráum tónum einsog myndirnar i dagblöðunum. Hversvegna að vefa myndir? Ég vef til að lifa af. Til að reyna að losa mig við sterkan þrýsting innra með mér. Til að gera opin- skátt grein fyrir ótta minum — og sigrast kannski á honum þannig. Til að muna betur, sumar myndir mega ekki gleymast, hvorki þær óþolandi ómannúðlegu né hinar hlýju, þessar með lifsandann i sér! Þannig hefst sjálfsyfirlýsing Mariu Adlercreutz sem vefara i lok myndabókar eða bæklings, sem hún kallar „Bréf um mynd- ir”. Ég treysti mér ekki tií að þýða lengra, — reyndi það, en finnst ég ekki ná hugsuninni nógu vel yfir á islenskuna. Prentaða frásögnin er of ljóðræn. En hún er sterk. Og þar sem Mária sjálf stendur fyrir framan myndirnar sinar á sýningu Norræna hússins á norrænni vefjarlist, grönn og fingerð, er hún llka sterk, þegar hún lýsir þvi hversvegna hún tek- ur fyrir blaðaljósmyndir og vefur eftir þeim: — Fréttamyndirnar eru svo margar, að maður getur ekki skynjað þær allar til fulls, gefur sér ekki tima, heldur flettir yfir á næstu siðu, jafnvel frá átakanleg- ustu myndunum. Og þessar myndir, sem margar segja þó svo mikla sögu, lýsa tilfinningum og ættu að vekja tilfinningar okkar, fá harða samkeppni frá öllum auglýsingamyndunum, sem eru sérstaklega úthugsaðar af sér- fræðingum til að ná athygli okk- ar. Þessvegna hefur mér fundist svo mikilvægt að varðveita myndirnar i varanlegu efni, og I „t augum hennar brennur ljós þjóðarinnar” Þessvegna vef ég myndirnar, segir sænski listamaðurinn MARÍA ADLERCREUTZ „1 augum hennar brennur ljós þjóðarinnar” heitir myndin, þar sem annarsvegar eru vietnamsk- ar konur og börn, sem búið er aö reka saman i hóp og á að fara að skjóta. Ljósmyndin var tekin rétt áður en hleypt var af — fólkið horfir i byssukjaftana. Við hliðina er andlitsmynd Le Thi Rieng, konunnar sem var i forystuliði frelsisbaráttu Vietnama og var siðar myrt sjálf. Þegar mynd hennar bætist á vefinn veröur blærinn hlýrri, gulir og brúnir þræðir blandast þeim gráu, — ég vildi leggja áherslu á skilninginn og hlýjuna, sem frá henni stafar, segir Maria um þetta. Það kemur fram i rabbinu við Mariu, að hún vefur lika mikið af mimimyndum eftir ljósmyndum, sem hún setur saman á sinn hátt þannig að þær öðlast pólitiskt samhengi, og stundum notar hún sem fyrirmynd tvær slides-mynd- ir saman, bregður þeim á vegginn hvorri ofani aðra. Og svo vefur hún allt öðruvisi myndir, hálf- gerðar náttúrustemningar, einsog eitt dæmi er um á sýning- unni „Rýnt i steininn”. Þar er fyrirmyndin steinvala, sem hún segist hafa fundið i fjallaferð og Maria (til vinstri) i heimsókn hjá Hildi Hákonardóttur (Ljósm.: AK og vh) tekið með heim sem minjagrip, en rendurnar i steininum minna á fjallalandslagið. Þvi miður gat Maria ekki ver- ið við opnun vefjarsýningarinnar i júni, og komst aðeins hingað i snögga heimsókn fyrir helgina. Það gafst þvi ekki timi til langs viðtals i hefðbundnum stil, þegar ég skoðaði með henni sýninguna eitt kvöldið. En það hefði vissu- lega verið gaman að fá að hafa meira eftir Mariu i blaðinu, ekki bara um vefjarlistina heldur og um viðhorf hennar til lifsins og þjóðfélagsins yfirleitt, þvi hún hefur ákveðnar skoðanir, sem hún kann að túlka i máli ekki sið- ur en myndum sinum. Eftir viðkynnin eitt kvöld kom það svosem ekki á óvart að hitta hana fyrir daginn eftir heima i garði hjá Hildi Hákonardóttur, sem ein islenskra vefara lætur sér ekki nægja að vefa fallegar myndir, heldur reynir að festa i vef sinum pólitiskt mikilvæg atriði og atvik. Hvað þær undu efnisem er nálægt okkur, sem við skynjum með fleiri skynfærum en heilanum. Með þvi reyni ég að gefa myndunum aftur raunveru- leika sinn og upprunalegan þunga. Vefnaðurinn er min aðferð við að reyna að gera veruleikann skiljanlegan. Og hún heldur áfram, lýsir þvi, hve langan tima það tekur að vefa — iðja, sem mörgum þykir kannski óhagriýt á þessum tima hraðans og hagvaxtarins. En „Hið óhagnýta er það eina hag- nýta þegar frá liður” vitnar hún i Gunnar Ekelöf i bók sinni, — og hugsunin krefst tima til að festast og tilfinningin til að þroskast, segir hún. Oft, langoftast, setur Maria ■> s«... JVk. „Frásögn um þriðja heiminn” sér . . . .

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.